Ísafold - 02.01.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.01.1901, Blaðsíða 3
með öliu afmáðar. Enga slíka við- burði getum vér bent á við þessi alda- mót. Reyndar ætla eg og vona, að þetta síðasta áraskeíð hverfandi aldar og hið næsta áraskeið hinnar komandi geymi með sór giftudrjúg&ri umskiftí en urðu um aldamótin næstu; tíminn sýnir það; en aldrei hafa verið sterk- an líf8öfl með þjóð vorri og stríðari barátta en einmitt nú, til andlegrar vakningar, til siðgæðismenningar og verklegrar dáöar; eg áræði ekki og vil ekkisegja,að þeasi fögru blóm séu þrosk- uð í þjóðlífsakrinum; en frækornin eru komin í jörðina. En happið &ð lifa aldamótin er þetta, að vér lifum nú upp eitt aldarskeið þjóðar vorrar í endurminningunni. Ljóð og saga draga nú upp fyrir oss lifandi rnynd af hug- sjónum og störfum feðra vorra og mæðra og feðra þeirra og mæðra. Vér sögu- fræga söguþjóðiu íslenzka kunnum svo sorglega lítið sögu sjáifra vor. Ekki svo, að fróðleikinn skorti hjá sumurn hverjum, en í hinu stöndum vér nú svo langt að baki frændum vorum á Norðurlöndum, að ættjarðaraagan verði lífssaga sjídfra vor, að hver taug og hvpr æð verði bundin við hjarta- slög landsins á allri liðinni tíð, við blesBun þess og böl. þegar það kom upp, að minnast hátíðlega aldamótanna hér í bænum, fló mér þegar í hug, hvað gaman h( fði verið að geta sýnt almenningi í skugg- sjá öll hin liðnu aldamót, sem yfir ísland hafa komið. Eg hugsaði mér framhaldandi sögu í sjónleiksbrotum, þar sem sýndir hefðu verið menn og viðburðir allra tímamótanna, sem frekast mátti, til ssilnings hvers aldar- farsins. Slíkt var vitanlega ógjörlegt, en eg vona, að það verði eitt happa- verk nýju aldarinnar, að koma þeim skilningi inn hjá þjóðinni, til lærdóms fyrir lífið, til trausts og halds fyrir vilja og manndáð, er mun reynast tryggasta ráðið til að binda oss alla saman í sannri þjóðrækt. 'Fyrir alla hugsandi menn kynslóð- arinnar, sem nú lifir upp í ljóðum og sögu öldina liðnu, verður bún einmitt svo brennandi og alvarleg, spurningin um það, hvar vér stöndum uú og hvert vér stefnum; hvert hefir orðið okkar starf þessi 100 ár, hvar er arfurinn, sem 19. öldin skilar hinni 20. Hvers er að minnast til gleði og frama, og hvers er að minnast til hrygðar og kinnroða? IJm alt þetta verða dóm- arnir mjög misjafnir, enda er svo margs að gæta, og vísast mínni vandi úr að leysa, er lengra líður frá. En hinir misjöfnu dómar vekja hugsun og líf. þ>að má með miklum sannindum draga upp bæði dimmar og bjartar myndir. Eittervíst, aö breytingaruar eru stórkostlega miklar frá byrjun aldarinnar bæði í andlegum og verk- legum efnum. Hér er eigi staður og stund að sýna þessar breytingar í þe8Bum örstuttu eftirmælum, sem bundin eru tiltekinni mínútnatölu, en í sjálfu eftirmæla-nafninu felst, að -mér steudur næst að líta á bjartari hlið liðnu aldarinnar, sem á þessu augna- bliki kveður oss svo ógleymanlega björt og fögur og blíð. Svo eg taki mér orð í munn frá hinum allra þjóð- ný(asta og mikilhæfasta íslendingi fyrsta aldar-þriðjungsins, eg á við Magnús konferenzrað Stephensen, þá er liðna öldin nú fyrir oss hin »fram- liðna«; svo nefnir hann stöðugt öldina, sem hann sá á bak, í hinum merku •Eftirmælum 18. aldar«. Fram hjá er hún liðin, blessuð öldin, við næsta klukkuhljóm, en lifir þó stöðugt í oss og börnum vorum, eins og reyndar allar aldirnar liðnu í lífsstríði þjóðar vorrar. Og í einu orði minnist eg þessarar •framliðnu* aldar með inni- legri þökk og traustri von. Eg tel eigi ofmælt, að þessi öld reynist, þegar á alt er litið, hin mikilsverðasta og drjúgasta í framsókninni til þrifa og beilla, frá því er sleppir blóma-öld landsins í fyrndinni, og því megi vona það, að hún geti af sér dóttur, er taki þroska með enn hraðari stigum, þar sem þróunar-skilyrðin eru meiri og íieiri nú en hin hvei fandi öld hafði til að byrja með. Slík þakkar-játning og Blík von er holl og góð, og hvor- ugt þarf að loka augunum fyrir því, hve margt er að og mikið vantar, hvernig gelgjuskeiös ókostirnir koma svo víða fram hjá þjóðarunglingnum, sem ekki hefir lifað nema 11 aldamót f þessu »yngsta landi álfu vorrar», og hve varhluta vér enn höfum íarið af hinum stórkostiega framfarabyltingum umheimsi.ns í hagnýtíng náttúruaflanna tii að gjöra sér jörðiua undirgefna, sem er aðalmót og merki þessarar 19. heimsaldar eftir Krists burð. þetta og margt fleira er oss skiljanlegt af liðinni sögu og laudsháttum. Eg víl að eins fa að bregða sjón miuni til þriggja sólskinsbletta á lið- inni öld. það er fyrst viðreisn tung- unnar, »tungan full af sögu og signing«, sem Matthías kveður, #ástkæra ylhýra málið« hans Jónasar, se þeir leysa úr álögum, fyrst Bes3astaðakennarar og síðan Fjölnismenn. þjóðin vaknar, þegar brugðið er upp ljóma foruald- arinnar, og í þeim árdagsroða kvað •Jónas »Island, farsælda fróu*. þetta er afballandi fyrsta þriðjung aldar- inuar. Og þá er næst um hana miðja stjórnfrelsisbaráttan vakin og þjóðfundurinn minnisstæðastur. þá stóð hann Jón Sigurðsson á þingi og »mótmælti« fyrir hönd allrar þjóðar- innar. Ef eg nú bæði alla viðstadda að hi ópa eitt nafn, sem sigur- og sæmdarmerki liðriu aldarinnar, þá mundi af allra vörum hljóma eitt og sama nafníð, nafn Jóns Sígurðssonar, ógleymanlegtumallar ók^mnar aldarað- ir íslandsbygðar. Og loks er áraskeiðið í kring um þúsundára þjóðminninguna með hitanum og fjörinu. Og með þjóðhátíðiani minnumst vér vors ást- sæla konungs, hans hátignar Kristjáns hins níunda, sem sótti oss heim og færði oss með stjórnarskránni löggjöf og fjárráð. þá fyrst verðum vér aft- ur myndugir og oss er ljóst, hvermg nær allar vorar verklegu framfarir fyrst byrja þé. Og það sem nú er sagt um Iaudið í heild sinni mætti eigi síður segja utn þennan hluta landsins, sem hér er saman kominn til aldamótafagn- aðar. Mikils væri að minnast um vöxt og viðgang vors bæjarfélags á liðnu öldinni og hvað mest hið síð- asta skeiðið. Af aldarsögu Reykja- víkur getum vér vonað, að hún verði betur og betur höfuð og hjarta lands- ins. Ræðumaður kvaddi síðan öldina með lofgjörðar og þakkarbæn til guðs, og bað blessunar yfir land og lands- ins börn á komandi öld, yfir konung og ætt hans og samþegna og yfir bræðurna íslenzku fyrir vestau hatið. Kl. 12, á sjálfu aldamóta-augnablik- inu, var skotið af fallbyssum, kirkju- klukkunum hringt og flugeldum þeytt upp á Austurvelli. Fjórðung stundar eftir söng 140 mantia söngflokkur »Við aldahvarf nú heyrum vór« (úr framanprentuðum ljóð- um E. B.) með n/ju lagi eftir H. Helga- son. Þá flutti bæjarfulltrúi Halldór Jónsson miðkafla aldamótaljóðanna, af alþingishúsásvölunum. Loks söng fyr- nefndur söngflokkur niðurlag aldamóta- Ijóðanna: »Eiu hm'gur aldarsól«. Mannfjöldi ákaflega mikill viðstaddur og á ferli um bæinn — flestir bæjar- menn, er fótavist höfðu og eigi þurftu ljósa að gæta í húsunum. Umferðin

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.