Ísafold - 26.01.1901, Side 1

Ísafold - 26.01.1901, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. VerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/« doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa biaðsins er Austurstrœti 8. XXVIII. árgr. Reykjavík laugardaginn 26 janúar. 1901. 5. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTEDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjiigt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu i samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. I, t). 0. F. 8Z2Wls.Jl________ Forngripasaf nið opið mvd. og ld. 11—12 Lanasliókasafn opið hrern virkau dag ki. 12—2 og einni stundu iengur (til kl. 3) md., mvd og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitalenum á þriðjud. eg föstud. kl. 1) —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni t. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Markús F. Bjarnason. Lögur hló, er lóttu fleyi land þú tókst á Víkur sandi; nú við storm, en fullum farmi, ferðu brott í nafni Drottins. Verða lengi Vestur-firðir vagga landsins beztu manna; afreksljóð þar ýtum kveður Ægir forni kvöld og morgna. Óx þar fyrst þinn framaþorsti, frændi minn, f æsku þinui; örðugt frá eg oft þú gerðir Unni tafl, er hrundu skaflar. Lögin kendi lymskur Ægir lengi ungum, bragðaslunginn, þar til drengur karls af kyngi kunni meir en Dröfn og Unnur. Ungur stóðstu auðum höndum einn á Víkurtorgi ríku sumars tíð, er geislar- glaðir glóðu -dags yfir ósi Faxa. Hvað þér brann í sál og sinni, sannað þá gat engi manna, - fyrst er heyrðir orðin Urðar , auðugs hafs fyrir nesi snauðu. Mretti drengur manni réttum, (mjór er vísir oft hins stóra); hægan þú og hyggjudrjúgan hittir Geir a Víkur eyri. Súð bauð strax með rá og reiða ríkur að dáðurn niðja víkings. Báðir sáu bezta auðnu bygða’ a starii lífs til þarfa. ' Hugur nú með hverjum sigri hratt þér óx, og flugið tókstu, svo eg vissi engan yngri annan dreng, er þér kornst lehgra. Lengi og vel sem fræknir frændur ' framaskeið þú hélzt til veiða; aðra stund þú utanlendis áttir vist að neroa listir. Hvað þér brann í sál og sinni, sýndu verkin nú hin sterku: slóðum lands þú samdir siðu, sjómenn hófst til vegs og blóma, farmanns lund sem fræði kendir; frækn ( dáð og snjall til ráða ruddir leið og lífs til knúðir læristól, og reistir skóla! Undr er sízt þótt ungum drengjum yfirlýð þú kendir að hlýða; þyngra er hitt, að þjóðskörunga (þyl eg róttl) á kné þú settir. Eitt er víst, þú aldrei hættir á að knýja, dáðar frýja, unz þú hófst til hags og þrifa heila stétt, og fylsta róttar. Skörulega, sem skipi fyrri, skóla dýrum tókst þór stýra; vantaði hvorki vit nó mentir, vilja-rögg nó forsjá glöggva. Sungu frægir sæforingjar sæmdir þér, meðan »prófiu« dæmdu. Ótal nú um ægi knýja ölduhreina þínir sveinar. Falla lít eg segl og siglu, sökkur fley í marinn dökkva; syngur yngsta sækonungi Snælands Gýmir bana-rímu. Viknar önd mín, vaski frændi, valt er hjólið lukku-sólar; þó er gott, að þrautir styttust. Þökk fyrir arfinn snildar-starfa! Hníg með öldu heiðri faldinn! Heilög sól þinn vermi skóla, reifi gulli humra höllu, Hesjufjall og landsbygð alla! Sendur varstu Sunnlendingum, sæli bróðir, á degi góðum. Orð þitt lifi’ i óð og dáðum, öndin þln ( Drottins höndum! Matth. Jochumsson. Bændur. Mjög tíðrætt verður mönnum nú um aldamótin um þær miklu breytingar, sem orðið hafi á 19. öldinni á iðn- fræðinni og öllu, er Btendurí sambandi við hana. Enda er það og eigi um skör fram. Stakkaskiftin, sem iðnað- ur og samgöngur hafi tekið á nýliðinni öld, eru vitanlega svo mikil, að eng- um manni mundi hafa getað slíkt til hugar komið fyrir hundrað árum, hve magnað sem hugsjónaafl hans hefði verið. Um hitt er miklu minna talað, hverjar framfarir hafa mað bændum orðið. Og þó er vafasamt, hvort öllu minna er í þær breytingar varið en hinar. Niðurlæging bænda í Norðurálfunni var grátleg skömm fyrir 1800. Bænda- stéttin hafði verið í stöðugri hnignun á 17. og 18. öldinni. Styrjaldirnar miklu höfðu rúið bændur og gert þá að öreigum. Sundurgerðin, sem borist hafði til allra þjóðhöfðingja og stór- menna Norðurálfunnar frá hirð Loð- víks konungs 14., hafði valdið því, að álögnrnar á alþýðu manna urðu æ þyngri og þyngri. Og sú hagfræði- skoðun, sem ríkjandi var á 18. öld- inni, lagði alla áherzluna á verzlun og iðnað og lítilsvirti bændur og land- búnað. Landbúnaður var yfirleitt í van- hirðu, framfarirnar litlar eða engar þar, frá því á miðöldunum, þó að aðr- ar atvinnugreinir hefðu tekið mikils- verðum breytingum til bóta. Bæudur drógust aftur úr öllum öðrum. Álög- urnar voru mismunandi í Norðurálfu- löndunum. En að kalla má í öllum löndum voru þær óþolandi. Fátækir bændur báru nær því allar skattálög- urnp,r. Mönnum telst svo til, að á Frakklandi hafi hver bóndi að meðal- tali látið af hendi 4/6 hluta af öllum árstekjum sínum til ríkisins, prestsins og herragarðseigandans. Svo átti hann og fjölskylda hans að hfa á af- ganginum, og geta má nærri, hvers konar líf það hefir verið. Og víðast hvar var gengið eftir gjöldunum með hinni mestu hörku og hlífðarleysi. Á Frakklandi var það til dæmis lög, að væru ekki gjöldin greidd í ákveðinn gjalddaga í einhverju þorpi, þá var skattheimtumanni heimilt að hneppa nokkura efnuðustu bændur í þorpinu í fangelsi um óákveðinn tíma. Víðast hvar áttu bændur að gjalda tíundir í kornbundinum. þeir máttu ekki aka korni sínu heim, fyr en maðurinn, sem heimti saman tfundirnar, hafði talið bundin þeirra á akrinum og flutt burt með sér tíunda hluta þeirra. Og þrá- sinnis vildi það til, að maðurinn fór að engu óðslega, kom ekki til bænda, fyr en nokkurum vikum eftir er þeir áttu að réttu lagi að hirða korn sitt. Gengju þá óþurkar, varð kornið ónýtt. |>ó Var skylduvinna leiguliða j;alin verri yfirleitt en öll gjöld í korni og peningum. Vfða gekk hér um bil helmingurinn af vinnudögum ársins í alls konar vinnu fyrir herragarðseig- andann. Sinn eiginn búskap urðu mennirnir þá gersamlega að vanrækja. Liti þurklega út um uppskerutímann, voru bændur boðaðir til vinnu á herra- garðinum, væri útlitið rigningarlegt, máttu þeir vinna sjálfum sér. Og jafn óhæfileg og skylduvinnan var, þá var þó meðferðin, S9m bænd- ur sjálfir sættu, enn smánarlegri. Báðsmönnum herramanna var falið á hendi, að kvelja svo mikið fé og svo mikla vinnu út úr bændum, sem þeim væri með nokkuru móti unt. þeim var heimilt að hegna bændum, með bareflum og tréhesti, og þeir færðu sér þá heimild óspart í nyt. Margt varð fleira til þess að halda bændum í niðurlæging og kúgun. I miklu af miðhluta Norðurálfutfnar voru bændur beinlínis þrælar — eign herramannsins eins og héstar hans og nautgripir; hann gat gert við þá hvað sera honum þóknaðist, selt þá, mis- þyrmt þeim. Á öðrum stöðum var bólfestuhaftið, söm auðvitað þjáði bændur ekki jafn-mikið og beinn þræl- dómur, en var þó hið megnasta ó- frelsi. Herramennirnir gátu •• kvatt bændur til herþjónustu, gert þjóna sína að dómurum þeirra o. s. frv. Bændur áttu að búa við gjörræði í öllum efnum, kúgun í öllum myndum. þessum óumrnðilega þrældómi bænda léttir nú í lok átjándu aldar- innar. það er að líkindum dýrðlegasti sigur »upplýsingaraldarinnar«, að hún slítur af alþýðunni þessi voðahöft. þar var við ramman reip að draga. Afturhaldsflokkarnir lágu ekki á liði sfnu. þeir gera það sjaldnast, þegar þjóðræknir menn ætla að lyfta lýðnum upp úr eymdinni. þá fyrst átti nú að fara um þverbak fyrir bændum, þegar þeir yrðu frjálsir menn og eins farið með þá og aðrar stéttir þjóðfé- lagsins — alveg eins og þá fyrst á nú að fara um þverbak fyrir íslendingum, er þeir fá stjórn, sem þeir mega tala við, og peninga að láni. En straumur framfaranna varð ekki stíflaður. Úm aldamótin voru bændur orðnir jafn- frjálsir menn og aðrir — að svo miklu leyti, sem löggjöfin getur gert menn frjálsa. En eftirköst kúgunarinnar stóðu vit- anlega þá enn í fullum blóma. Ör- birgð bændalýðsins í Norðurálfunni yf- irléitt var hin átakanlegasta og þá ekki síður mentunarleysið. Og öll eymdin bafði spilt Iyndiseinkunninni til stórra muna. Bændur voru búnir að missa virðinguna fyrir sjálfum sér, orðnir að óráðvöndum, óorðheldnum smjaður- tungum og drykkjurútum. Slík mein læknast ekki á svipstundu, þó að lög- gjafarákvæðum sé kipt í lag. Mikil guðs mildi var það fyrir oss íslendinga, að þessi voðalega bænda- kúgun náði aldrei til vor. Mikið var andstreymi vort á 17. og 18. öldinm. Hörð var verzlunarkúgunin og sárt surfu harðindin að þjóð vorri. En hér á landi leið hver súrt og sætt með öðrum. íslendingar urðu aldrei hver annars þrælar. Síðan skömma eftir kristnitöku höfum vér allir verið frjálsir menn — að nafninu til að að miusta kosti. Alþýða vor hefir aldrei fengið á sig þrælamótið, eins og hún hafði fengið í flestum öðrum löndum eftir miðbik 18. aldar. Hún hefir aldrei lotið auðnum og valdinu eins djúpt og alþýða í flestum öðrum löndum Norðurálfunnar; ekki neitt líkt því. Hún hefir aldrei sokkið niður í annað eins vanþekkingarfen og alþýða í flestum öðrum löndum. Hún hefir aldrei glatað sómatilfinn- ingunni og siðgæðiuu jafn-átakanlega og alþýða í flestum öðrum löndum glataði hvorutveggja um tíma. því að hún hefir aldrei glatað frelsinu til fulls og alls. Naumast verður það rengt með réttu, að bændafólk hér á landi hafi um aldamótin 1800 staðið bændafólkí í flestum öðrum löndum Norðurálfunn- ar feti framar í mentun. Og sjálf- sagt hafa mentaðir íslendingar verið á þeirri skoðun. Engum hefði komið til hugar að bjóða bændum í öðrum löndum annað eins tímarit og Lær- dómslistafélagsrxtin voru. En íslenzk-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.