Ísafold - 26.01.1901, Síða 2

Ísafold - 26.01.1901, Síða 2
18 um bændum voru þau ætluð. Og ó- hætt mun að fullyrða, að þau hafa verið töluvert lesin. Sú ímyndun, að íelenzk alþýða standi framar alþýðu í öðrum lönd- um að því er rnentun snertir, sem náð hefir svo mikilli rótfestu, stafar sjálfsagt frá 18. öldinni. Og þá var þetta meira en ímyndun ein. En á nýliðinni öld hafa orðið svo miklar breytingar með bændastéttinni f framfaralöndum Norðurálfunnar, að þær sæta í raun og veru jafn rniklum undrum eins og annað, er mest og dýrðlegast hefir á öldinui gerst, þó að minna beri á þeim en mörgu öðru og mönnum verði ekki jafn-tíðrætt um þær. Bændur eru eigi leugur ánauð- ugir í anda, heldur finna til þess engu síður en aðrar stéttir mannfélagsins, að þeir eru frjálsbornir menn. |>eir eru ekki lsngur öreigar, heldur hefir sú etétt aafnað ógrynnum fjár ú 19. öid- inni. |>eir eru ekki lengur mentunar- lausir menn, heldur fróðir, í ýmaum löndum víðlesnir og hafa einkum lagt stund á þau hyggindi, sem í hag koma; atvinnu sína reka þeir víða með vísindalegri nákvæmni. jpeir láta sér ekki lengur á sama standa um málefni þjóðfélags síns, heldur taka þátt í þeim af hinu mesta kappi, enda valdið sýnilega að færast æ meira og meira í þeirra hendur. Alt af er það að verða ljósara og ómót- mælanlegra, að frá þeim er í vænd- um endurnýjun á vitsmunum, vilja- þrótti, lífsmagni hins siðaða heims. Framfarirnar eru svo óumræðilega miklar, að aldrei hefir nokkur stétt tekið þeim neitt líkt þvf jafn-miklum á nokkurri öld. Getum vér nú sagt það sama um framfarir íslenzkra bænda á nýliðinni öld ? J>ví miður ekki. f>egar framfarir vorar eru bornar saman við þá feiknaleið, sem bændur í öðrum löndum hafa komist eftir framfarabrautinni á 19. öld, liggur við, að ekki verði annað um oss sagt, en að vér höfum alt af verið að hjakka í sama farið. Yinnubrögðin eru nauðalík því, sem þau voru fyrir 100 árum, munurinn einna mestur í því fólginn, að vér notum ekki lengur ljábönd og dengj- um ekki ljáina. Húsakynnin hafa nbkkuð batnað yfirleitt, vitaskuld, en þó á allur þorri bænda enn ekki að fagna annari hitun í hfbýlum sínum en velgjunni út frá sínum eigin líköm- um. Kvartanir um efnahaginn eru víst engu minni nú en fyrir hundrað árum. Auðvitað hefir mentunarástand- ið tekið nokkurum umbótum. En samt ekki nándarnærri eins miklum og í öðrum löndum. Dm 1800 stóðu íslenzkir bændur öðrum framar eins og áður er sagt. Nú eru þeir farnir að dragast aftur úr. Einkar lærdómsríkt er að bera sam- an, hverjum tökum ^alþýðumenn í Danmörk og á íslandi hafa náð á stjórnmálunum og fhuga þann mis- mun. Landsþingið danska gefur að kalla má engar bendingar í því efni, vegna þess að ekki er nema lítill hluti þess kosinn af almennum kjósendum. En því skýrari eru bendingarnar, sem vér fáum, er vér athugum fólksþingið. jþar eiga sæti 114 þingmenn, allir kosnir af hínum almenna kjósenda- flokki. Af þeim eru nú 73 alþýðu- menn (að barnaskólakennurum rneð- töldum); langflestir eru þeir bændur; nokkurir barnaskólakennarar, og örfáir iðDaðarmenn. Svo eru 30 þingmenn úr öðrum' stéttum, en embættislausir, kaupmenn, blaðamenn o. s. frv. Loks eru 11 embættismenn og aðalsmenn. Af 29 þjóðkjörnum þingmönnum, sem kosnir hafa verið hér á landi fyrir næsta kjörtfmabil, eru 9 bónda- menn; 3 úr öðrum stéttum, embættis- lausir; en embættismeDnirnir eru 17 (að bankastjóra meðtöldum). I fólksþinginu danska éru embætt- ismenn og 8ðalsmenn tæpur x/10 blut- inn. A alþingi íslendinga eru em- bættismenn meira en helmingur þjóð- kjörinna þingmanna! Munurinn er auðsær. það leynir sér ekki, í hvoru landinu alþýðuvald- ið er ríkara, í hvoru landinu embætt- isvaldið er magnaðra. Vér látum það alveg liggja millí hluta að þessu sinni, hvort það er nú illa farið, úr því sem ráða er, að svona margir embættismenn eru á þingi. ísafold hefir margsÍDnis haldið því fram, að það þingmannsefnið eigi að kjósa, sem líklegast sé til þess að reynast vel á þingi, hvað sem stétta- skifting líður. En vér bendum á ómótmælanlegan og íhugunarverðan saDnleika, sem ber þess ótvírætt vitni, hvort sem mönn- um er það ljúft eða leitt, að bændum vorum hefir vaxið tiltölulega lítill fisk- ur um hrygg á hinni nýliðnu öld, og að þeir eru enn fremur lítilsigldir. Stöðugt eru þeir að stagast á því, að framar öllum öðrum eigi bændur að sitja á þingi, og sfzt eigi að kjósa embættismenn þangað. Og þessu samsinna allir. Allir finna það og við- urkenna, að eitthvað er bogið við það að verða að fylla löggjafarþing þjóðar- innar með embættismönnum. Úr engri átt hefir bólað á andróðri gegn þing- setu bænda. Allir vilja bafa bændur á þing. Enginn vill hafa þar mikið af embættismönnum. Og samt hefir svona farið. Reynd- in hefir sumpart orðið sú, að ekki hefir verið unt að fá hæfa bændur til þingfarar, sumpart sú, aðbændurhafa ekki staðist embættisvaldinu snúning. íhuga má þennan samanburð, sem áður er á minst, frá nokkuð annarri hlið. J>að eru bændur öllum öðrum stéttum fremur í Danmörk, sem hafa mótað stjórnmálabaráttuna þar. Hinn afaröflugi vinstrimanDa flokkur, sem helztu framfaravonir þjóðarinnar sýni- lega eru bundnar við fyrst um sinn framar öllum öðrum flokkum, og hlýt- ur innan skamms að ráða lögum og lofum í Danmörku, og þá að líkind- nm um langan tíma, hann er framar öllu öðru bændaflokkur, hefir að lang- mestu leyti verið myndaður af bænd- um og bændaleiðtogum. í byrjun 19. aldar eru danskir bændur undirlægjur þjóðfélagsins, sem allir skopast að, engir meta neins. í lok aldarinnar eru þeir að því komnir að drotna gersamlega yfir þjóðfélaginu. f>ar eru ebki framfarirnar torfundar. En hér á landi verður varla sagt, að bænda hafi enn neitt gætt í stjórn- málum. þeir hafa engan flokk mynd- að, enga öldu vakið. Embættamótið situr enn fast á öllu stjórnmálaatferli voru. Engin ánægja er að þvf, að verða að géra 'sér ljóst, hve mjög vér höfum dregist aftur úr í framsóknarbarátt- unni. En enginn fær afmáö sanuleik- ann með því að loka augunum fyrir honum eða reiðast honum. Aldamótaminning Hóimverja. Stykkisllólmi 8 jan.: Hín stórmerku timamót, aldamótin, eru nú rétt nýlega um garð gengin. Býst eg við, að þessa at- burðar hafi verið minst víðs vegar uin land vort. Hér í Stykkiskólmi var reynt að gjöra það svo, sem bezt voru föng é. tíekst sóknarnefndiu fyrír því, að skreyta kirkjuna fyrir guðsþjónustu, er þar fór fram á gamlárskvöld og nýársdag, ■ : og fekk til þess liðsinni ýmisa karla og kvenna kaupstaðarins, er lögðu fúslegá tima og fyrirböfn í söiurnar til þess að hátlðabrigðin gseti orðið sem mest og Smekkvíslegust. Skutu ýmsir kaupstaðar- bóar saman taisverðu fé til þess að útvega það, er með þurfti; aftur aðrir iánuðu frá sjálfum sér ýmsa hluti, svo sem jólatré (grenitré), gólfábreiður og blóm. Ins.t í kórnum, upp yfir altaristöflunni, voru þrir skildir, með prýðilega gjörðu letri; á ein- um, í miðið, stóð »Aldamót 19. og 20. alda«, en BÍnn skjöldur var til hvurrar handar við þenna, og var letrað á annan: »gamla öldin kveður«, og á hinn: »nýja öldin hcilsar«. í kórdyrum voru súlur reistar með boga yfir <jg alt prýtt lyng- sveigum og blómum mjög smekkvíslega. Þá var og lyngskrúð á súlum þeim, er bera söngloftið og á grindunum þar í kring, og eins á grindunum kringum kór- pallinD og grátunum. Kirkjan var ágæt- lega lýst með fjölda ljósa og lampa. Ber öllum saman um, að allur hátiðaumbúnað- ur í kirkjunni hefði hepnast hið bezta. — Guðsþjónustan fór frarn á gamlárskvöld frá kl. 103/4 e. m. til rúml. kl. 12 á mið- nætti. Tók prófastur texta úr 96. sálmi Daviðs, og sagðist prýðilega. Er það að vísu engiu nýlunda fyrir HóimVerja að heyra vandaðar ræður hjá sira Sigurði próf. Gunnarssyni, en mörgum þótti þó þessi gamlárskvelds-ræða með þeim á- gætari í sinni röð. Sama er að segja um nýársdagsræðuna (téxti Tit. 3. 12 — 14). Mikill undírbúningur var einnig bafður til þess að sálmasöngurinn gæti orðið sem beztur. Gengu nokkrir helztu söngmenn og söngkonur kaupstaðarins í söngflokk nokkru fyrir bátiðar undir forustu oigan- leikara (ungfrú Krist. Sveinsd.), og fór söng- urinn því mjög vel fram. En mjög var þesssaknað, aö enginn var til aldamótasálm- urinn, og varð því að grlpa til bins fagra löfsúngs frá 1000 ára hátíðinni: »Ó guð vors lands«, og svo »Guð hæst i hæð«. Á gamlárskvöld var kveiktur- fjöídi ljósa í gluggum verzlunarbúða og ibúðarbúsa, einkum þar sem leiðin lá fjölförnust tii kirkjunnar Nokkrir ungir menn höfðu og efnt til mikillar brennu úti í Súgandisey, þar sem hana ber hæst, og hepnaðist í bezta iagi. Loks höfðu nokkurir kaupstaðarbúar geng- ist fyrir samsæti á nýársdagskvöld til enn meiri hátíðabrigða á liinum fyrsta degi nýju aldarinnar. Voru þar haldnar ræður, spilað og dansáð5 langt fram á nótt. Má yfirleitt segja, að aldamótaminningin i StykkÍBhólmi hafi hepnast mæta vel, eftir því, sem hér gerist, og allir, sem i henni áttu þátt, verið glaðir og ánægðir«. Suðiirnos.ium 9. jan. Hér hefir verið stormasöm tið og sifeld- ir umhleypingar síðan 10 dögum fyrir jól og stundum afspyrnurok, t. d. á gamlárs- dag; þá var fram úr hófi stormnr og slyddu- bylur, en veðrið batnaði um miðaftan, svo haldnar urðu fyrirhugaðar skemtanir, t. d. í Keflavík var haldin brenna og álfadans, að þvi loknu voru fluttar ræður. Þ. Th. læknir talaði um Kefiavík, um hvernighún var um siðustu aldamót 1800, og svo alt hvað henni hefir fleygt fram þessa öld. Þá (lcOO) var Keflavik mjög fámenn og húsakynni léleg og líti). Nú eru þar mörg hús og sum stór og margir vel dugiegir menn, og yfir höfuð eitthvert bezta bygð- arlagið við Eaxaflóa. Ekki litnr glæsilega út fyrir útvera- mönnum með þorskanetahrúkun i vetur, ef yrðu veður oft svo sem hefir verið síðan fyrir jólin. Eg tel vist, ef t. d. hefði verið net i sjó þar siðan fyrir jól, og hver veit hvað lengi að það stendur enn, eða i öðr- um eins veðrum og frátökum, þá sæist ekki einn einásti möskvi eftir. hvað þá meira. Slik veður og jafnlöng frátök hafa oft átt sér stað í útverum um vetrarvertíð- ir; það hafa sjaldan komið jafngóðar ver- tíðir og í fyrra, hæði brimleysur og hæg- viðii enda líka. Snæfellingakosningin. Vér undirskrifaðir kjósendur til al- þingi8 úr Skógarstmndarhreppi, er gáf- um prófasti síra Sigurði Gunnarssyni atkvæði vor á kjörfundi í Stykkishólmi 22. sept. þ. á, biðjum yður, herra rit- 8tjóri, að ljá eftirfylgjandi línuin rúm í yðarheiðraða blaði : í 47. tólubl. þjóðólfs þ. á. er þess getið í fréttabréfi úr Snæfellsnessýslu að vér höfum kosið síra Sigurð Gunn- arsson til þings af sérstökum á- s t æ ð u m, og að vér höfum lýst því yfir í heyranda hljóði, að vér aldrei mundura hafa kosið Einar ritstjóra Hjörleifssob. f>essi ummæli lýsum vér hér með helber ósannindi, en getum þess jafnframt, að þótt hefði ekki veizt kostur á að gefa síra Sig- urði Gunnarssyni atkvæði vor, mund- um vér ekki hafa kosið Lárus sýslu- mann Bjarnason. í desember 1900. Vigjus J. Hjaltalín, Jón Lárusson, bóndi í Brokey. skipstj. á Ósi. Jóhann GuÖmundsson, Ben. Bjarnarson, bóndi í Ólafsey. bóndi á Setbergi. Ólajur Jóhannsson, Gisli Arnjinnsson, bóndi í Ólafsey. bóndi í Gjarðey. Faxaflóa-ísfélagið. það hélt ársfund 8Ínn í fyrra kveld, fásóttan heldur: 11 á fundi með 15 hluti (af 53 og 65). Framlagður ársreikningur með fylgi* skjölum, er endurskoðendur höfðu vottað að prýðilega væri frá gengið að vanda (af féhirði, konsúl C. Zimsen), bar með sér, að ágóðinn hafði orðið þetta ár (1900) að kostnaði frádregn- um kr. 2175,58 eða miklu meiri en nokkuru sinni áður (í fyrra 900 kr). Félagið hafði selt á árinu nær 46 þús. pd. af kjöti og auk þess töluvert af pylsum, gærum, mör o. fl., og grætt á því rúml. 3000 kr. Gróði á síldar. verzlun hafði orðið 758 kr., á þorski og ýsu 668 kr., á heilagfiski 285 kr., á ís 1155 kr. Félagið hafði aflað 474 smálesta af ís, og selt þar af 137 smál. Af salti hafði það eytt 285 tunnum. Nær 10,000 kr. átti félagið í vöru- leifum í árslokin og um 1300 kr. í peningum. Húseign þess hér virt rúm 12,000 kr., á Vatnsleysu nær 1400 kr., og í áhöldum átti það tæp 1400 kr., auk 2 báta (250 kr.) og 700 kr, í Reknetafélagshlutabréfum. Hina vegar skuldaði það landssjóði 2500 kr. og bankanum 11,000 kr. (víxlar og á- byrgðarlán). Varasjóður 4,500 kr. og hlutabréfaeign 7,500 kr. Til þess að auka veltufé félagsin® var samþykt að bjóða til sölu alt að því 100 ný hlutabréf með upprunalegu á- kvæðisverði, 50 kr., en að eins þeimf sem hluti eiga áður í félaginu, — sem vitanlega geta síðan selt öðrum hlutabréf sín og sjálfsagt fyrir miklu meira verð, með því þau hafa árum saman gefið af sér 8°/» vöxtu og nú 10o/». Af ágóðanum (2175 kr.) voru nær 600 kr. lagðar fyrir fyrningu á hús- eign félagsins hér og rúmar 170 kr. á Vatusleysuhúsinu. En 182 kr. fyrir fyrningum á áhöldum; þar næst féhirði veitt 250 kr. þóknun fyrir

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.