Ísafold - 13.02.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einti sinni eða
tvisv. i viku. Yerð 4rg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXYIII. árg.
Keykjavib miðvikudaginn 13. febrúar. 1901.
9. blað.
I. 0, 0. F. 822l58‘/2. 0.
Eldavélar og Ofnar í þil-
skip eru nú að fá hjá
Kristjáni Þorgrímssytii.
Forngripcisaf nið opið mvd. og ld, 11—12
Lanasbókasafn opið iit'ern virkau dag
kí.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
®d., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spítalsnum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1.
Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Sýslumannaembættin
°g
þingmenskan.
Sú fregn hefir borist út, að land-
stjórnin ætli að krefjast þess af syslu-
mönnum þeim, er kosnir voru á þing
síöastliðið haust, að þeir setji lögfræð-
inga í sinn stað, til þess að annast em-
bættið, meðan þeir eru á þingi, að öðr-
um kosti verði þeim bönnuð þingför.
Eftir því, sem nákunnugur og áreið-
anlegur maður hefir tjáð oss, hafa enn
engar ráðstafanir verið geröar í þessa átt,
hvað sem s/ðar kann að verða gert.
Langlíklegast virðist, að alt verði lát-
ið hólkast að þessu sinni, eins og að
undanförnu, fyrst ekkert hefir enn ver-
ið aöhafst. En ekki er þó á það treyst-
andi.
Málið er töluvert vandamál, eins og
nú er komið.
AS því er snertir sýslur þriggja þeirra
sýslumanna, er hlut eiga að máli, Skafta-
fellss/slur, Rangárvallasýslu ogDalasýslu,
virðist naumast brýn ástæða til þess, að
þeim se þjónað af lögfræðingum um
þingtímann, með því að þar eru ýmist
mjög smá kauptún eða alls engin. Vér
getum þess vegna ekki trúað þvi, að
farið verði að heimta lögfróða varamenn
þar, sízt að þessu sinni.
Um hinar sýslurnar, SnæfellBnessýslu,
ísafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og Múla-
s/slurnar, er vitanlega öðru máli að
gegna. í öllum þeim sýslum er mikið
um verzlunarstaði og allfjölment i þeim
flestum. í raun og veru er landstjórn-
inni ekki láandi, þó að hún kunni því
ekki sem bezt, að sýslumenn hlaupi frá
slíkum embættum 1 hálfgerðu greina-
leysi um lengstan hluta þess tímans,
sem verzlunin er mest.
Einn þeirra, þingmaður Eyfirðinga,
hefir samt setið a þingi alllengi, án þess
að heimtaður hafi verið af honum lög-
fróður varamaður. Sjalfsagt finst mörg-
um, að ekki só meiri ástæða til að beita
slíkri kröfu gegn honum nú en að und-
anförnu.
Um hina fjóra sýslumennina skiftir
nokkuð öðru máli. Vitanlega má spyrja,
að hverju leyti meiri þörf sé á lögfróð-
um sýslumanni um sumartímann t. d.
•á Stykkishólmi en Akureyri. Og að lík-
indum yrði nokkuð örðugt að svara
þeirri spurningu. En þeir sýslumenn,
sem ekki hafa verið kosnir á þing fyr
en í haust, geta þó ekki borið það fyr-
ir sig, sem Eyfirðinga-sýslumaðurinn ó-
neitanlega getur sagt, að þeir hafi ekki
getað átt von á, að farið vrði að heimta
af þeim alt annað en heimtað hefir ver-
ið af þeim að undanförnu.
Með engu móti veröur að því fundið,
þó að þess sé yfirleitt krafist af yfir-
völdum, sem skipuð eru yfir þær sýsl-
ur, sem mikil verzlun er rekin í, eða
mikið kemur fyrir í af vandsömum mál-
um, að þau útvegi lögfróða menn (sinn
stað, ef þau vilja fara á þing. Og ekki
verðúr heldur neitt verulegt að því
fundið, þó að þessari kröfu sé beitt nú,
að svo miklu leyti, sem lögfræðingar
ern fáanlegir með þeim kjörum, er telja
má kleif fyrir sýslumennina. En hitt
virðist oss allmikið líkjast gjörræði, ef
nokkurum sýslumanni er í þ e 11 a
s k i f t i bönnuö þingför, þó að hann hafi
reynt að útvega sór varamaön, en ekki
getað fengið hann með viðunanlegum
skilmálum.
Því að sé landstjórninni þessi krafa
alvörumál, þá er það ómótmælanlegt,
að hún hefði átt að gera hana heyrum
kunna á undan kosningunum. Svo ó-
kunnug getur hún ekki hafa verið hér
á landi síðastliðið sumar, að það hafi
farið alveg fram hjá henni, að óvenju-
lega margir sýslumenn ætluðu að leita
þingkosningar. Hvers vegna gerði hún
mönnum ekki þá viðvart? í því trausti
hafa sýslumenn vitanlega gert kost á
sér til þingfarar, og í því trausti hafa
menn kosiö þá, að ekki yrði svo fyrir
það girt, að þeir kæmust á þing. Stjórn-
inni var innanhandar að svifta menn
því trausti í tæka tíð.
Komi landstjórnin svo eftir á og setji
s/slumönnum ókleif skilyrði fyrir þing-
för, þá má búast við, að af ýmsum
verði litið svo á, sem slík afskifti Jséu
af einhverjum öðram toga spunnin en
einberri skyldurækt og samvizkusemi.
Fyrir þann orðróm, sem borist hefir
út málinu viðvíkjandi, hefir þess þegar
verið til getið á prenti, að þeim sýslu-
mönnum hafi verið gert viðvart, sem
landstjórninni sé ljúft að sjá á þing-
mannabekkjunum, hinum muni ætlað
að sitja heima, ef þess verði auðið að
kyrsetja þá.
Oss dettur ekki í hug að gefa í skyn,
að sú tilgáta eigi við neitt að styðjast.
Vór getum ekki bygt það á neinu og
trúum því ekki. En að hinu má ganga
vísu, að svo framarlega, sem nokkur
sýslumaður verður í þetta sinn heftur
frá þingför með kröfum, sem honum
eru ókleifar, þá styrlust þessi tilgáta í
huguni manna.
Og slík afskifti landstjórnarinnar
hlytu að valda þeim mun meiri gremju
og þykja þeim mun ámælisverðari, sem
þingflokkarnir eru jafnari og meira í
húfi, - ef landstjórnin giröir fyrir það,
að einhver fulltrúi þjóðarinnar komist
á þing. _
Frá hinum aldamótunum.
Nú hefir um hríð mjög verið rætt
og ritað uin aldamót þau, er um garð
gengu fyrir fám vikum, og verður enn
langa stund öðrum þræði.
En fróðlegt er þá til samanburðar
að rifja upp lítils háttar merkra
manna ummæli um hin aldamótin,
næstu á undan, þeirra er þá voru
uppi.
Jón Espólín, sagnaritari vor
hinn mikli, og eini, er þvl nafni er
nefnandi á síðari öldum, kemst þannig
að orði um 18. öldina eða stakkaskifti
þau, er þjóðin hafði tekið frá um næstu
aldamót þar á undan:
»f>að sýnist einna mestu muna, næst
þekkingunni, sem yfrið mjög hafði auk-
ist hjá mörgum, hve almenningur var
hyggjumeiri, gætnari og öruggari og
réðst þó í meira en fyr hafði vórið;
þó hafði jafnframt almennari orðið fé-
dráttur og minni virðing fyrir yfirboð-
urum sínum; en ríkismenn voru miklu
ofsaminni og óstórlátari og eirnari en
á dögum Odds Sigurðssonar; réttar-
gangur allur vissari og hættuminni,
og meira virðir menn eftir framferð-
um en fyrri, því að hinir ríkustu voru
mest virtir fyrrum, hversu sem þeir
höguðu ráði sínu.-----Var nú og meiri
jöfnuður með mönnum; því að dýr-
leiki sa, er á öllu var orðinn, var ein
orsök í, að varla mátti einn vera of-
ureflismaður annarra fyrir fjár sakir.
En við það, að drykkjuskapur hafði
mjög minkað og þekking var vaxin,
voru hryðjur nær engar.-----Margt var
þó ósamþykt með mönnum og öfund-
samt, stjórnleysi á alþýðu, því að ekki
varð sóð fyrir héraðsstjórninni sem
þurfti, sjálfræði lausingja var sem áð-
ur og í því framar eD fyrri, að sér-
hver gifti sig, Bem svo réð við horfa,
þótt einskis ætti úrkosti, og mátti því
eigi hamla. — En við sjálfræði laus-
ingja og vanefni þeirra gjörðust hjóna-
böndin svo laus, að hvað hljóp frá
öðru, þegar minst varði; var þá og
búðarfóik næsta margt f endi aldar-
innar og allóskilsamt. Hjátrú var að
mestu horfin og varla heyrðu menn
nefnt fjölkyngi eða álfa, þar sem upp-
lýsing var helzt, en eigi var örvænt,
að helzt til margt væri efað, er eigi
skyldi«.
Annar mestur maðurinn, þeirra er
téð aldamót lifðu hér og minst hefir
þáliðinnar aldar í riti, M a g n ú s
St.ephensen konferenzráð, fer um
hana og aldamótin þá svo feldum orð-
um í »Eftirmælum 18. aldar« (og
»Minnisv. tíð.«):
Tímabil þetta, frá Vordögum 1799 til
Mid sumars 1801, er í fleiru enn einu
tilliti markvert. Vér höfum á þvífull-
qvadt 100 ára old, þá tignarlegustu og
heillasomustu einhvorja frá Krists
burdi, nl. þá 18du old; hana hofum
vér qvadt, og mátt qvedja med und
run yfir Guðs vísdómsfullu og fodur-
legu stjórnun sórhvorra hennar merki-
legu og minni tilfella til ens besta, til
fullkomnunar ens heila og til almennr-
ar farsældar. Hvorr sem þau yfirveg-
ar med athygli og greind, má undir
eins vidurkenna þetta med lotningu
og með þacklæti, ecki síst vér Garðara
Hólm-búar, sem notið hofum fridarins
sífeldu heilla og rósemdar oldiua út,
og lond vois Konúngs í undanfarin 80
ár, á medan, eins og Baggesen qvedur:
•skarkali stríds og ógnaua dunar allt í
•kríngum vorn jarðar-hnott hulinn tvf-
•drægnis skruggu-skýjum, og Norður-
»á)fau syndir nakin fram f blóds- og
•tára flódi til nýrra bardaga«.
Vérhofum sjed, edur ad minnsta kosti
mátt sjá og reyna, ad þessarar 18du
aldar upplýsing hefir farid vaxandi
fram ár frá ári, og útrýmt miklu af
van- og hjá-trúar myrkri, mildad sidi
og þeukingar-hátt manna, og qveikt
enn almennara umburdarlyndi, bródur-
ástsemd og samheldi í manna hjortum;
einúngis sá óupplýsti og grimmhjart-
adi finnur nú ánægju í ad smána í
ordi og verki aldarinnar framfarir og
gódra vidleitni ad ebla almennfngs
heillir; hann heldur sig fullnuma, og
dregur sig í sitt myrkva skúma-skot,
blæs þadan ofundar og mannhaturs
eitri, en adgætirecki, ad hann med því
ávinnur alls eckert, nema sjálfum sér
vanþock og smán; hann sver sig á ný
undir venjunnar gamlu þrældómsmerki,
en enginn er, sem vyrdir hann tillits
né ofundar af vistinni þar. Vér hof-
um auk þessa sjed, ad samfara upp-
lýsíngunni, hefir mildi og réttvísi tekid
ad útbreidast um vor land til almenn-
íngs heilla, andlegt og borgaralegt
frelsi gjort vídast enda á andar-
kúgunum, leyst fjotur vorra næríngar
útvega, endurlffgad hvors og eins mód,
verndad loglega atvinnu ogeignir, leidt
velmátt og ánægju allvlda inn f aum-
fngjanna hreysi, sendt oss nýja líkn í
sóttum og sjúkdómum, f orbyrgd og
hallærum; í stuttu máli: sú 18da old
gaf oss minnisstæd merki um Guds
dásomu stjórnun vors heims og gædsku
við oss, kénudi oss ad kannast vid
hvorttveggja, bendti til ad íhuga og
læra að þeckja manueskjunnar eginn
verðugleika, vora áqvordun, vor sonnu
og audfengnu heilla medol, þeckja nátt-
úruna, vorar skyldur yfir hofud, dygd-
ina, þá sanukolluðu dygd, í hennar
réttu tign, lostinn og hans ófarir, mis-
muninn á réttu og raungu, á ljósi og
myrkri, á hyggindum og hjátrú og
ljósar og skilmerkilegar enn nockur
undanfariu old. Gladir af hennar
heillum, qvoddum vér hana hálf-naud-
«gir-
þú ert framlidin, eilíflega ertú mér
horfin, þú Átjánda Krists Öld!
þú, sem ert mér minnisstædust af öld-
unum, af því þú varst hin sídasta,
sem eg misti, og breytilegasta ein-
hvör að lunderni, hradadir þér á fund
þinna eldri systra, géckst til hvíldar
hjá þeim þá seinustu nótt ársins 1800,
en rís aldrei framar upp mér til ynd-
is edur adstodar. Mér ertú horfin,
kjæra öld ! á 27da ári ennar lOdu
aldar frá minni byggingu vardst þú
öll. Hýrleitari miklu qvaddir þú mig,