Ísafold - 15.05.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.05.1901, Blaðsíða 2
118 Gagnfræðaskóli. 1. Kristjana Jónsdóttir frá Flens- borg, aðaleinkunn dável + (5,40). 2. Ólafur Valdlimar8son frá Hafnar- firði, aðaleinkunn dável + (5,19). 3. Stefán Einarsson frá Árnanesi í Skaftafellssýslu, aðaleinaunn dável (5,10). 4. Ferdinand Hansen frá Hafnar- firði, aðaleinkunn dável (5,08). 5. jbórarinn Böðvarsson frá Hafnar- firði, aðaleinkunn dável (5,02). 6. Jón Hinriksson frá Brekkukoti á Álftanesi, aðaleinkunn dável (4,93). 7. Tómas Benediktsson frá Hvassa- felli í Eyjafjarðarsýslu, aðaleinkunn dável (4,92). 8. Einar Gíslason frá Egilsstöðum í Flóa, aðaleinkunn dável + (4,81). 9. Bunólfur Eyólfsson frá Reyni- völlum í Austur-Skaftafellssýslu, aðal- einkunn dável + (4^75). Prófdómendur í kennaradeildinni voru þeir prófastur síra Jens Pálsson í Görðum og guðfræðiskandídat Har- aldur Níelsson. En í gagnfræðaskól- anum þeir sýslumaður Páll Einarsson og kand. |>. Egilsson. Þjóðrækmslegt fagnaðarefni. Afturhaldsliðið fagnar út af þeim ósannindum sjálfs sín, að ekkert verði úr bankamálinu. Skárra er það nú fagnaðarefnið! Fengi þjóðin næg peningaráð, mundi landið sjálfsagt verða ræktað eins og önnur lönd. Stór flæmi yrðu tekin til ræktunar, sem dú eru arðlítil eða arðlaus vegna peningaeklu. Að lokum yrði hver blettur á laDdinu ræktaður, sem gefið gæti nokkurn arð, eins og í öðrum siðuðum löndum. Og hver dagslátta af ræktuðu landi gæfi þá stórum meiri arð en nú. Er það ekki einstaklega þjóðræknis- legt og fallegt, að fagnaút af því, að þessu verði afstýrt? Fengi þjóðin næg peningaráð, mundi sjávarútvegur um land alt margfald. ast. Fengi þjóðin næg peningaráð, mundu heldri kaupstaðir og verzlunarstaðir taka að sínu leyti öðrum eins fram- förum eins og Beykjavík hefir tekið á síð&ri árum. Framfarir hennar eru því að þakka, að hún hefir náð til peninga, þótt af skornum skamti hafi verið. Ýmsir staðir á landinu hafa engu lakari framfaraskilyrði, ef þá að eins vantaði ekkí peninga. Fengi þjóðin næg peningaráð, mundi verzlun landsmanna breytast svo þeim í hag, að næmi ógrynnum fjár. Efna- litlir kaupmenn þyrftu þá engum af- arkjörum að sæta af erlendum um- boðsmönnum og gætu selt útlendu vöruna við miklu lægra verði. Vöru- skiftaverzlunin liði undir lok og vörur jandsmanna yrðu borgaðar í pem’ng- um. Fengi þjóðin næg peningaráð, mundu ekki að eins þau efni verða unnin í landinu, sem nú eru flutt út úr því óunnin, heldur mundu og útlend efni verða flutt inn í landið og fossarnir verða látnir vinna þau hér. Fjöldi manna fengi við það atvinnu og auð- magn ykist stórkostlega. Fengi þjóðin næg peningaráð, gæti hún í stuttu máli tekið sömu fram- förum, sem aðrar þjóðir, átt sömu hagsæld og mentun að fagna eins og aðrir, hefði ekki meiri ástæðu til þess að fýia til annarra landa en aðrar þjóðir. Er það ekki annálsverð þjóðrækni, fyrirmyndar-ættjarðarást, að fagna út af því, ef öðrum eins breytingum verð- ur afstýrt? Róðrarvél. ísafold minlist í fyrra sumar lauslega á róðrarvél, er Guðbrandur verzlm. þorkelssóD í Ólafsvík hefir upp- hugsað, og tel eg því sennilegt, að lesendum blaðsins kunni að þykja fróðlegt að heyra meira um hana. Síðastliðið haust sendi Guðbr. upp- drátt og lýsingu á róðrarvél sinni til Ameríku með hr. Arnóri Árnasyni frá Chicago, í því skyni að fá álit þeirra manna, sem dæmt gætu af óyggjandi þekkingu um hana. Nú nýlega hefir Guðbr. fengið bréf frá hr. Arnóri; þar segir svo meðal annars: •Öllum lízt vel á róðrarvélina þína og sumir eru jafnvel upp með sér af henni. Eg hefi nýlega talað við merk- an rafmagnsvélafræðing hérlendan, sem hælir hugmyndinni og höfundi hennar mikið og þótti ilt að þú skyldir ekki vera hér. f>að eina, sem hann fann að vélinni, var það, að hún mundi verða nokkuð dýr, sökum þess, hvað hún væri margbrotin; vildi því heldur ráða þér til, að hafa bana einfaldari í fyrstu, ef gætir. Annan merkan hugvitsmann, þýzk- an, hefi eg líka talað við um vélina þína. Hann lét í ljósi ánægju sína yfir því, að ísland skyldi eiga annan eins hugvitsmann og þig. jbjóðverji þessi hefir fundið upp ýmsar vólar, þar á meðal eina til að lýsa upp stórhýsi nokkur, þar sem um- ferðin um göturnar er alla jafna mest, og notar hann umferðina til þess að fá það afl, er knýr vélina áfram. þetta er nokkuð svipuð hugmynd og róðrarvélin þín, nema hvað hans vél er mun einfaldari en þín«. f>essar umsagnir manna, er óyggj- andi vit hafa á alls konarvélum, ættu að vera nægar til þess að sanna, að hugmynd Guðbr. sé á viti bygð og gefa góðar vonir um, að hún með tím- anum feomi að fullum notum, og ætti jafnframt að vera næg hvöt fyrir þing óg þjóð til að styrkja Guðbr., sem er bláfátækur, til að koma henni áfram til fullnustu. þrátt fyrir fátækt sína og aðra örðugleika er Guðbr. nú að láta smíða vélina, en hefir til þessa mjög lítið fé, því fé það, sem sveitung- ar hans og fleiri góðir menn skutu saman til fyrirtækisins í fyrra eydd- ust að mestu til að smíða sýnishorn (Model) og sömuleiðis 50 kr., er hon- um voru veittar úr Býslusjóði. f>að er vonandi að þjóðin láti ekki hugmynd þessa, sem landið getur með tímanum haft algerlega ómetanlegan hagnað af, verða að engu og stranda á fjárskorti mannsins. Islenzka þjóð- in hefir ekki efni á slíku, enda enn þá ekki of miklar hinar verklegu fram- farir hennar. E. Hroðaleg slys. Vestur í Arnarfirði hafa látist í vor 2 börn, sítt á hvoru heimili, af hrapal- legum og nærri því hroðalegum slys- um, nærrí samtímis, hvorn daginn eft- ir annan. Annað varð á Bíldudal þriðjudaginn síðastan í vetri. Drengur á 2. ári, sonurJóns N.Sig- urðssonar verzlunarmanns, hafði kom- ist í glas með eitri í og borið í munu sér. Var dáinn eftir fjórðung stundar. Hitt gerðist daginn eftir, síðasta vetrardag, úti í Selárdal, á Neðribæ. Piltur á 11. ári varð systur sinni að bana, 8 vetra telpu, með þeim hætti, að hann hafði hönd á hlaðinni byssu, sem reist hafði verið upp hjá bæjar- dyrunum, hélí ekkert skot vera í henni, náði hvellhettu úr ólestri hirzlu hús- bónda síns og ætlaði að sprengja hana, en í því er skotið reið af, gekk stúlkan, sem var að leika sér með öðru barni við bæinn, þar fram hjá, varð fyrir skotinu og hneig örend nið- ur þegar í stað. Áfengis-aðflutningsbaiin. Á þingmálafundi, sem nýlega var haldinn í Vestur-ísafjarðarsýslu, var samþykt að skora á alþingi að banna með lögum allan aðflutning áfengra drykkja. Að líkindum er von á sams kouar samþyktum víðar af laDdinu. Templ- arar gangast sjálfsagt íyrir þeim hér og þar — þótt ekki væri til annars en láta í ljósi gremju þá, er ýmsir þeirra sýnilega bera í huga sér út af áfengissölu-lögunum frá síðasta alþingi og þeim afskiftum, er bindindismenn höfðu af þeirri löggjöf, gremju, sem mjög er vanhugsuð, þar sem biudindis- menn áttu ekki annan þátt í þeim en að b æ t a þau, en ekki á þeirra valdi að afstýra því, að lögin næðu sam- þykki alþingis. Fráleitt þarf ísafold að eyða mörg- um orðum að því, að gera mönnum skiljanlegt, að hún telji áfeDgisbann heillavænlegt fyrir þjóð vora. Til þess hefir hún tekið of skýrt af skarið í bindindismálinu. En á hitt leyfum vér oss að benda, að öllu skrafi um áfengisbann verður að vera samfara ákveðin bending eða krafa um það, hvernig vinna eigi upp tekjumissi landssjóðs, sem af áfengis- banninu hlýzt. Annars verður ekkert annað en hjal úr málinu, og það verð- ur talin markleysa ein. Fyrsta spurning þeirra, sem ekki hafa áttað sig til fulls á bindindismál- inu — og þeir eru, eins og kunnugt er, margfaldur meiri hluti þjóðarinnar — verður eðlilega sú, hvernig lands- sjóður eigi að fá tekjumissinn bættan. Meðan bindindismenn eru ekki við- búnir því að svara þeirri spurn- ing og standa í einum hóp við svarið, er ekki til neins að vera að heimta aðflutningsbarm. Slíkum kröfum verður, meðan svo stendur, ekki sint og m á ekki sinna að réttu lagi. J>aðvitaþeirraunar, sem það mál hafa bugsað rækilega og hleypidómalaust, bæði bindindismenn og aðrir, að þjóð- inni yrði margfalt léttara að leggja það, sem þarf til sameiginlegra lauds- þarfa, ef hún eyddi engum eyri í áfengiskaup. |>au eru, auk alls ann ars böls, sem þeim fylgir, margföldun á þeim landssjóðsgjöldum, er við þau eru bundin. En það er ekki nóg að vita það og skilja. þær tekjur lands- sjóðs koma eigi sjálfkrafa, þótt hætt sé öllum áfengiskaupum, hvort heldur er sjálfkrafa eða fyrir lagabann gegn þeim. |>að er ekki hætt við að al- menningur fari þá að senda landssjóði að gjöf sömu fúlguna, sem áfengistollur- inn dregur honum. Samfara aðflutn- ingsbannsfrumvarpi, hve nær sem það verður lagt fyrir þingið, v e r ð u r því að leggja fyrir það og afgreiða frá því annað frumvarp, er miði til að fylla tekjuskarðið á annan hátt. Hitt væri glapræði og blekking við þjóðina, lík- legt til þess eins, að afla flutnings- mönnum vinsælda meðal hugsunarlít- illa bindindisvina, og þ&r með búið. >Að fylgja á sbipsfjöl<. Grein með þessari yfirskrift stóð í Isa- fold. 6. f. m. Ekki kemor mér til hngar að mæla bót þeim ógið, sem þar er víttur. En fyrir atvik hefi eg kynst konu þeirri, er þar er tekin sem dæmi tómlætis í að fara frá skipi í tíma; og þar sem eg veit, að orðalag hlaðsins um þetta hefir kast- að skugga á hlutaðeigandi konu að ástæðu- lausu, vil eg leyfa mér að skýra þetta atriði Kona sú er heiðvirð, siðsöm, fátæk ekkja, er nýlega misti mann sinn eftir langvar- andi heilsuhrest og legu frá ungum hörn- um. Hún hefir haft ofan af fyrir sér og heimilinu með þvi að veita mönnum fæði og aðhlynning, og átti hún fyrir það frá fyrri tíma dálitla skuld — er hana munaði talsvert — hjá einum farþega á >Vestu«. Hafði farist fyrir að maðurinn — sem dvaldi hér að eins meðan skipið stóð við — fyndi hana til að horga skuldina, eins og hún átti von á, og tók hún — sem eng. an átti til aðstoðar — því það ráð, að reyna sjálf að finna manninn áður en skipið færi af böfninni; komst bún ekki að heiman fyr en svo seint, að hún náði í einn af seinustu hátunum, og stafaði það af þvi, að stúlka sú, er hafði lofað að gæta kornungs barns hennar, kom ekki í ákveðin tíma. Sá er hana flutti út, hafði lofað að biða, meðan hún næði tali af far- þeganum, en er því erindi hennar var lok- ið, sá hún að báturinn var að leggja frá skipinu. Kallaði hún á bátsmenn, en þeir sintu þvi eigi. Skipið var þá ekki »kom- ið á skrið«, að þvi er ekkjan segir, og stiginn ódreginn upp, en bátar allir farnir frá skipinu. Vegna hins skrílslega orðasveims, er út af þessu hefir að ástæðulausu spunnist, og aukið raunir þessarar sorgmæddu, einstæðu konu, hefi eg leyft mér að segja frá til- drögum ferðar hennar og erindi; hún á ekki ámæli skilið, heldur sá, er brást henni með flutninginn frá skipinu. pórunn Á. Björnsdóttir. Megna andstygð hefir árás Snæfellinga-yfirvalds- ins í afturhaldsmálgagninu síðast á Sigurð prófast Gunnarsson vakið hvar- vetna þar sem vér höfum til spurt. Ekki að eins fyrir þá sök, að flestum er kunnugt um, að síra S. G. er einn af nýtustu og grandvörustu embættis- mönnum þjóðarinnar. Heldur og vegna þess, að það leynir sér ekki, að mað- urinn, sem eys yfir hann jafn-miklu af þeim ljótu orðum, sem hann hefir á hraðbergi, veit sýnilega manna bezt, að hann er að ausa sæmdarmann auri. það sést ómótmælanlega á því, að honum dettur ekki í hug nokknr yfir- sjón, er hann geti borið prófasti á brýn, jafn-auðsæ og löngumn til þess er. Oll grein sýslumanns er eftirtektar- verð bending um það, hvað yfirvöld hér á landi telja sér óhætt, ef þau eru svo Bkapi farin sem Snæfellinga- yfirvaldið, sem reyndar mun fágætt; svo er fyrir þakkandi. Ed einna eftirtektaverðast er þó það atriðið, er sýslumaður ógnar prófasti með lögreglustjórn sinni — ekki hættara en öðru eins prúðmenni og síra Sigurði er við því að auka á ó- mak lögreglustjóra með hátterni sínu! Er mönnum láandi, þó að þeir geri sér í hugarlund, að ýmislegu sé stung- ið að lítilsigldum bændamönnum í kyrþey vottalaust, þegar lögreglustjórn- ar-ógnanir eru hafðar í frammi við þjóðkunna merkismenn i blöðunum? Kaupfélag ísfiröinga , hætti í vetur. |>að lagði af því sem það átti í sjóði 1000 kr. til sjóðstofn- unar hauda gömlum formönnum. f>að hafði staðið 12 ár, og nverður eigi bent á eitt einasta ár, er það hafi eigi gef- ið félögum sínum tölaverðan hagnað,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.