Ísafold - 15.05.1901, Side 3

Ísafold - 15.05.1901, Side 3
119 að ótöldu ýmis konar hagræði í við- skiftum, sem e;gi þektist hér áður« — segir formaður þess, Skúli ritstj. Thor- oddsen. Honum hafði verið borinn á brýn í afturhaldsmálgagninu í vetur og víðar ýmislegur óhróður um ágengni og fjárdrátt við félagið; en hann gerir í blaði sínu ítarlega og skilmerkilega grein fyrir, hve átyllulauðt það er. Strandbátur Skálholt, kapt. Gott- fredsen, fór á stað aftur í gærmorgun vest- nr nm land og norður. með töluvert af farþegum. Póstgufuskip Ceres, kapt, Kiær, kom aftur í gær um miðjan dag af Yest- fjörðum. Með því koin aftur yfirréttar- málaflutningsmaður Oddur Gíslason og ýmsir íarþegar aðrir. Hafís enginn sýnilegurvið Vestfirði nú framar. Afli hinn bezti enn við Isafjarðardjúp. Sömuleiðis byrjaður gúður sildarafli á Arn- arfirði. Kemur sér vel til beitu. Af þingmálafundi fyrir Yestur-ísafjarðarsýslu að Flat- eyri í Önundarfirði 8. og 9. marz þ. á. flytur J>jóðv. fréttir 30. f. m. Sóttu fundinn 14 kjörnir menn úr Vestur- sýslunni, 4 hreppum. Helztu ályktanir fundarins voru : Yfirlýsing um fylgi við efri-deildar- frv. í stjórnarskrármálinu, ef tekið só' skýrt fram, að konungur hafi sérstak- ann Islandsráðgjafa, er mæti á alþingi, hafi ekki önnur stjórnarstörf og sé laun- aður af landsfé; og sé 61. gr. stjskr. haldið óbreyttri. Fundurinn allur hlyntur hinum fyrir- hugaða hlutafélagsbanka og samþykti með 12 : 2 atkv. áskorun tíl alþingia um að láta rannsaka ástand Lands- bankans. |>á var 2 atkv. meiri hluti móti því, að ritsímamálinu væri haldið áfram í sama horfi og á slðasta þingi. Landbúnaðarstyrk vildi fundurinn láta auka sem mest, koma upp fyrir- myndarbúi í hverju sýslufélagi og breyta smjörverðlaunalögunum. J>á vildi fundurinn láta skifta land- inu f jafnmörg kjördæmi og þingmenn eru, kjósa heima í hverjum hreppi og heimullega, nema burt ákveðið sveit- arútsvar sem kosningarréttarskilyrði fyrir kaupstaðarborgara og þurrabúð- armenn, og veita kosningarrétt til al- þingis húsmönnum, lausamönnum, verzlunarmönnum og ekkjum, sem ekki eru hjú. Ennfremur skorað á alþingiað setja lög um lífsábyrgð sjómanna á þilskip- um og að halda vakaudi málinu um inulenda brunabótarábyrgð. Alþýðumentunarmálið vildi fundurinn láta taka til rækilegrar íhugunar, jafn- vel sbipa í það milliþinganefnd, og að hækkaður só styrkur tfl barnaskóla upp í 15000 kr. minst. Loks vildi fundurinn láta skipa að greiða vinnulaun í peningum, banna með lögum allan aðflutning áfengra drykkja og leggja aðflutningsgjald á sem flestar handunnar vörur, sem framleiða má í landinu. Ennfremur breyta vitalögunum, banna verðmerki kaupmanna ogt vöruverðsávísanir, og veita hreppstjórum sektarvald fyrir minni háttar lögreglubrot. Mannalát. Skrifað úr Arnarfirði sumardaginn fyrsta, 25. apríl: »Hér er nýlega dáin að Króki í Selár- dal hin yngsta af 6 dætrum Guðbrands sýslum. Jónssonar, bróður Valgerðar biskupsfrúr(f 1856), Kristín Gnð- brandsdóttir, ekkja eftir Kristj- án Ólafsson Thorlacius, fyrrum hrepp- stjóra í Hvestu í Ketildölum, 71 árs að aldri, — stilt kona, ráðvönd og guð- hrædd. Hún dó úr sótt, sem gengið befir þar í dalnum frá því um miðjan marzmánuð, og læknir telur veia væga taugaveiki; hans hefir verið vitjað þangað þrisvar. Ur sömu sótt dó um sama leyti maður á Neðribæ í Selárdal, unglings maður — sama heimilinu og barnið hlaut bana af voðaskoti. J>að gerðist einmitf meðan móðir barnsins, ekkja og vinnukona, sat yfir manni þessum dauðvona; húsbændur- voru ekki heima og enginn til að líta eftir börnunum. Fólk hefir legið seinni part vetrar^á öllum heimilum í Selárdalnum ogsúm- ir jafnvel þungt. Sumir telja og jafnvel, að skarlats- sótt muni hafa stungið sér niður á ein- staka heimilin. Eftirmæli. Föstudaginn ö. þ. m. andaðist aðGfrims- stöðum í Vesturlandeyjahreppi H e 1 g i bóndi Arnason, tæplegaöO ára að aldri. Hann var fæddur og uppalinn á Q-rimsstöð- um og bjó þar allan sinn búskap, var tvi- kvæntnr og lifa 3 börn eftir fyrri konu hans uppkomin; með síðari konu sinni eign- aðist hann 4 börn, sem öll eru á ómaga- aldri. Helgi sál. mátti teljast meðal hinna myndarlegri bænda, bæði að greind, góð- vild og dugnaði, enda naut hann álifs og bylli allra þeirra, sem nokkur kynni höfðu af honum. Hann var mörg ár hreppsnefnd- armaður og næstl. ár var hann settur hrepp- slgÓri i Vestur-Landeyjahreppi; ennfremur var hann bréfbirðingamaður m m. Öll sín störf leysti hann mjög samvizkusamlega af hendi, og kom hvivetna fram t.il góðs. Hinn langvinna sjúkdóm sinn har hann með sérstöku þreki og karlmensku Hans er þvi mjög saknað, fyrst og fremst af ekkju hans og hörnum, þar hann veitti heimili sinn mjög góða forstöðu og ment- aði hörn sin eftir föngum. Einnig er lians saknað af sveitarfélagi þvi, 6em hann starf- aði í og ölíum, sem nokkur kynni höfðu af honum, og má fyllilega telja að bænda- flokkurinn hefir mist einn af sínum hetri mönnum við fráfull hans. S0/4 1901. Þ. Veðurathuganir i Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1901 Maí Loftvog millim. Hiti (C.) c-t- cf <3 03 O* ff 8 OJf Sk/magn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld.11.8 754,7 4,6 E8E 1 9 0,3 -0,7 2 756,2 5,9 S 2 10 9 755,8 4,4 8 1 10 Sd. 12.8 754,4 4,2 WNW 1 9 12,9 1,8 2 759,3 5,7 W 1 9 9 760,0 3,7 WNW 1 9 Md.13.8 760,8 3,9 W 1 9 L4 2 764,7 3,9 W 1 10 9 766,7 2,7 W 1 5 Þd.14.8 768,2 4,2 E 1 7 0,2 -0,6 2 770,4 7,6 sw 1 10 9 770,9 4,2 s 1 10 Tmislegt utan úr heimi. Þegar búiö er aS luka viS Síbiríu- járnbrautina, segja menn aS f e r S i n kriugum hnöttinn þurfi ekki aS taka nema 50 daga, meS ekki meiri járnbrautarhraSa en nú gerist. Þá má komast fra Lúndúnum austur í Wladi- vostok viS Kyrrahaf á 25x/2 degi, þaS- an austur um Kyrrahaf til Vancouver- eyjar í NorSurameríku á 13 dögum, en þaSan yfir þvera Ameríku til New-York á 4 dögum, og frá New-York til Lund- úna á 6^/2 degi. Þá eru farnar 2550 mílur danskar á landi á 32 dögum, en 1880 mílur á sjó á 18 dögum. Nú er vanaleiSin umhverfis hnöttinn norSan- verSan um SuezskurS og er þaS farið á 67 dögum, rúmar 4000 mílur á sjó á 54 dögum, og um 1140 mílur á landi á 13 dögum. Síbiríuleiðin hefir þá þanu mikla kost fram yfir, að þar tek- ur sjóleiðin ekki nema tæpa 20 daga. Mestur járnbrautarhraði til jafnaðar að svo stöddu er 100 rastir eSa rúmar 13 mílur dauskar á klukkustund. Meiri hraða segja menn ókleifan með þeim umbúnaði og áhöldum, er nú ger- ast. Til þess þurfi miklu þyngri og veigameiri eimreiSir og miklu sterk- ari járnbrautir og sporvíðari. Eu það yrði svo d/rt, að alt ynni sig upp, kostnaðarankinn og tímasparnaðurinn. HraSann sé því ekki hægt aS auka öðru vfei en með því að hafa rafmagn í gufuaflsins stao. En þá muni mega auka hraSann um 50/ meS sömu járn- brautum og nú gerast þær. En sóu þær hafSar mun traustari, þykir mega gauga aS því vísu. að óhœtt verði að gera ráð fyrir 200—250 rasta hraSa á klukkustund meS rafmagni, eða 27—33 mílur danskar. Það er með öðrum orð- um, að þá mætti komast á 2 stundum ísland af euda og á, ef járnbraut lægi þráðbeint landsendanna í milli. Hraða gufuskipa gera fróðir menn eigi ráS fyrir að takast muui að auka um meir en sem svarar fjórSa hlut. Þau komast nú hin hröðustu 20 hnúta til jafnaðar á klukkustund, sama sem 5 m/lnr tæpar. MeS 6 mílna hraða á gufuskipum og 12 mílna á járnbrautum meS rafmagni má komast kringum hnöttinn á 22 dögum. Og þó ekki væri nema það, að eimlest færi jafnhratt eft- ir Síbiríujárnbrautinni og nú gerist bæði í vesturlöndum NorSurálfunnar og í Vesturheimi, þá þyrfti ferðin kringum hnöttinn ekki að taka nema 37 daga. En Síbiríubrautin er ekki rammgerðari en það, að hafa verður hraSann þeim mun minni, að tímiun verSur 50 dagar, svo sem fyr segir. ÞaS bar til í vetur í Manchester, að margt manna veiktist af eitri og dóu 30—40. ÞaS vitnaðist, að fólk þetta alt hafði drukkið bjór Ujá sama ölgerð’- armanni. Var þá farið að rannsaka öl- ið hjá þessum manni og reyndist vera í því sterkt eitur (arsenik), er stafaði frá sykri því, er haft var í ölið, er það var búið til. Olmaður lögsótti sykursalann og krafðist skaðabóta fyrir öl það, er hann hefði orðið að ón/ta, og álitsspjöll. Honura voru dæmd 1980 pd. sterl. í skaðabætur. Hvorugur hafði vitað af eitrinu. I heljar greipum. Frh. • Hvaðan úr veröldinni eru þessir menn?« spurði Sadie og virti þá fyrir sér á þessu flökti þeirra. »Mér sýnast þeir hér um bil eins á litinn og svörtu þjónarnir í gistihölluuum í NewYork*. »Mér datt í hug, að þér kynnuð að spyrja eitthvað um þá«, sagði hr. Stephens ; aldrei var hann jafn-ánægð- ur eins og þegar hann gat getið i von- irnar um einhverja ósk þessarar fa.ll- egu Vesturheimsstúlku. »Eg fekk of- urlítið um þá að vita í bókasafni skips- ins í morgun. Hérna er það, sem eg hefi skrifað upp — re — um svörtu hermennina, ætlaði eg að segja. Eg hefi skrifað, að þeir séu úr 10. Súdans- herfylki egipzka liðsins. f>jóðflokk- arnir, sem þeir heyra til, heita Dinhar og Shillakar, svertingjar, sem eiga heima fyrir sunnan land dervisjanna, nálægt miðjarðarlínu«. »Hvernig komast þeir þá fram hjá dervisjunum?* spurði Headingly með höstum málrómi«. »Eg geri ráð fyrir, að það só ekki svo frámunalega örðugt«, sagði monsieur Fardet og drap titlinga framan í Vest- urheimsmanninn. »Jæja, meðan við þurfum ekkert á þeira að halda, eru þeir einstaklega snotrir í þessum bláu treyjum«, sagði frk. Adams. »En ef nokkuð skyldi í skerast, þá held eg, að eg mundi held- ur kjósa, að þeir væru ekki eins skrautlegir og vitund hvftleitari«. »Ekki er eg alveg sannfærður um það, frk. Adams«, sagði hersirinn »Eg befi eéð þesia pilta í orusíum og eg hefi beatu trú á hugrekki þeirra«. •Gott og vel, eg ætla að taka orð yðar trúanleg og fer ekki fram á, að þér látið mig komast að raun um, hve sönn þau séu«, sagði frk. Adams og allir fóru að hlæja. Alt til þessa hafði leið þeirra iegið fram með fljóunu, sem brunaði áfram, djúpt og straumbart, frá fossunum þar fyrir ofan. Hér og þar brotnaði straumurÍDn á svörtum, gljáandi björg- um og froðan þeyttist upp yfir þau. Fram undau þeim sást livítur glampi á streugjunum í fljótinu og bakkarnir breyttust í ógreiðfærar hæðir og utan um þá bugðuðust einkepnilegir, íbjúg- ir hamrar. Ferðafólkið þurftí ekki að láta túlkinn segja sér, að þetta væru landamærin nafnfrægu, sem ferðinni var heitið til. Svo kom löng, slétt 9pilda og asnarnir fóru hana á stökki. Hinumagin við hana voru klappir á víð og dreif, svartir blettir á gulutn grunni; á mið]u því svæði voru uokkurar súlnaraðir og langur steinveggur með letri á, grár og ramm- legur, svo hann var líkari því sem hann væri gerður af náttúrunni en mauna höndum. Túlkurinn feiti og kjass- má)i var farÍDn af baki og beið ferða- fólksins í pilsurn sínum og stórtreyju. »Herrar mínir og frúr, þetta must- eri er ágætt sýnishorn frá dögum 18. konungsættarinnarii, hrópaði hann líkt og hann væri uppboðssali og ætlaði að fara að selja musterið þeim, er bezt byði. *Hér er minniugarspjald |>otmes þriðja«, og haun benti með asnakeyrinu á illa gert, en djúpt höggvið egipzkt letur á veggnum fyrir ofan hann. »Hann var uppi 1600 ár- um fyrir Krist og þetta er letrað til minmngar um leiðangur hans til Mesó- pótamíu. Hér er saga hans frá því er hann var með móður sinni og þang- að til hann kom aftur úr leiðangrin- um og hafði bundið hertekna menn við kerru sína. Hér sjáið þið hann krýndan í Neðra-Egiptalandi og þsrna er hann að færa guðinum Ammon-Ea fórnir með Efri-Egiptum. parna ganga bandingjar hans á undan honum, og hann höggur líægri hendina af hverj- um þeirra. Hér sjáið þið dálitla hrúgu í horninu því arna — alt hægri hend- ur«. •Hamingjan hjálpi mér; eghefði ekki viljað lifa hér á landi á þeím dögum«, sagði frk. Adams. »Eg segi yður satt, að síðan hefir engin breyting á orðið«, mælti Cecil Brown. »Austurlöud eru enu Austur- lönd. Eg efast ekki um það, að inn- an hundrað mílna þaðan sem þér standið nú —« •Segið þér ekki meira«, sagði hersir- inn í hálfum hljóðum. Og svo hélt flokkurinn áfram fram með veggnum, horfði upp fyrir sig og lét stóra hattana hallast aftur á hnakkann. SóIíd að baki þeirra varp- aði skræpulegum látúnslit á fornan, gráleitan múrvegginn og kynlega svartir skuggarnir af ferðafólkinu runnu sam- an við harðneskjulega, hánefjaða, horðabreiða bardagamennina og skringi- lega, ósveigjanlega guðina, sem á veggnum voru sýndir. Heiðni konung- urinn og guðinn, sem hann hafði til- beðið, hurfu í breiðum skugganum af síra John Stuart frá Birmingham. »Hvað er þetta?« spurði hann, dæsti við og benti upp fyrir sig með gula stafnum, sem hann hélt á. »|>etta er nykur«, sagði túlkurinn; og ferðafólkið fór alt að brosa, því að nykurinn var töluvert svipaður prest- inum sjálfum. »En hann er ekki stærri en ofurlít- ill grís; þér sjáið, að konungurinn legg- ur hann í gegn með spjóti sínu, eins og ekkert væri«. »J>eir létu hann vera svona lítinn til þess að sýna msð þvl, hve undur-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.