Ísafold - 15.05.1901, Page 4
120
auðvelt konunginum veitti að ráða við
hann«, sagði túlkurinn. »f>ér sjáið, að
enginn bandingi konungs nær honum
lengra en upp að hujám ; það á ekki
að sýna það, að hann sé svo miklu
hærri en þeir, heldur svona miklu
voldugri. Bins er um þessar litlu
konur, sem þið sjáið þarna; þær eru
eiginkouur hans og sýndar svona litl-
ar til þes3 að gera mönnum skiljan-
legt, hve lítilfjörlegar þær séu«.
»Nú gengur alveg fram af raér!«
sagði frk. Adams með mestu gremju.
»Ef búin hefði veriðtil mynd af sál þessa
konungs, þá ætti að þurfa stækkunar-
gler til þess að sjá hana. Að hugsa
sér annað eins og að hann skyldi láta
það við gangast, að svona lítið væri
gert úr konum hans!«
Af þingmálafundum Árnesinga
nýkomin frétt, af tveimur fyrri fund-
unum, þeim á Mosfelli og Húsatótt-
um. Var samþykt á báðum fundunum
áskorun til alþingis um að samþykkja
stjórnarskrárfrv., er kveði svo á, að
skipaður sé sérstakur ráðgj. fyrir ís-
land, er eigi hafi öðrum stjórnarstörf-
um að gegna, mæli á íslenzka tungu,
mæti á alþíngi og beri ábyrgð á allri
stjórnarathöfninni, og tryggi að öðru
leyti fjárráð og sjálfstæði þingsins svo
sem framast er að vænta að konung-
ur samþykki.
Ofiuga peningastofnun vildu báðir
fundirnir hafa, annaðhvort með þvi
að auka og efia Landsbankann, eða
með einhverri annari peningastofnun,
er stjórn hennar sé algerlega í hönd-
um landsmanna sjálfra.
Skarlatssótt
er nú orðin býsna-mögnuð á Eyrar-
bakka og komin þaðan upp á Skeið.
Héraðsmenn orðnir hræddir um, að
hún verði naumast stöðvuð.
Synodus
28. júní 1901.
x. Prestur úr Borgarfjarðarprófasts-
dæmi prédikar í dómkirkjunni kl. 11
2. Skift styrktarfé meðal uppgjafa-
presta og prestaekkna.
3. ReikningurPrestekknasjóðsins 1900.
4. Lektor Þórhallur Bjarnarson : Um-
ferðarkennarar og kristindóms-
kensla.
5. Docent Jón Helgason: Hver er
ávinningurinn af biblíurannsókn-
unum ?
6. Vátrygging kirkna, uppástungur
þar að lútandi.
7. Verksvæði og störf sóknarnefnda.
8. Stutt kirkjuleg statistik 1900.
Röð málanna kann að breytast.
/. Havsteen. Hcillgr. Sveinsson.
Mér er bæði Ijúft og skylt að minnast
opinberlega þeirra mörgu mannvina, sem
sýndn mér bæði hjálp og hluttekningu
i hinni löngu banalegu manns míns Helga
sál. Arnasonar og í kringum útför hans,
en sérstablega vil eg minnast þeirrar aðdá-
anlegu aðstoðar og hjálpar hr. Ólafs bónda
Erlendssonar í Ytra-Hól, sem svo að segja
nærfelt á hverjum degi, þegar hann gat
mögulega viðkomið, kom á heimili mitt,
til að annast umbúning og aðhjúkrun hins
veika; allan þann langa tima (nær hálft
annað missiri), sem hann lá i rúminu.
Jafnframt sem eg af hrærðu hjarta þakka
velnefndum Ólafi og öllum öðrum, sem sýndu
mér þenna velgjörning, bið eg algóðan
guð að launa það, og er eg þess fullviss,
að þessir mannvinir muni fá til sin töluð
sinum tima þau gullvægu orð: Það sem
þér gjörðuð einum af þessum mínum minstu
bræðrum, það hafið þér mér gjört.
Grímsstöðum í Vesturlandeyjahreppi
29. april 1901.
Guðrún HildibrancLsdóttir.
Asgeirs Sigurðssonar á Akranesi
' Verzlunin ,EDINBORG‘
hefir nú nægar birgðir af alls konar nauðsynjavörum, svo sem :
hrísgrjón, bankabygg, klofnar baunir, rúg, rúgmjöl, hveiti nr. 1 og nr. 2,
haframjöl, sagógrjón, gott kaffi, Exportkaffi, kandis, melis, púðursykur, kex,
Biscuits, Chocolade fleiri tegundir.
Osturinn góði, niðursoðið kjöt og lax, sardínur, Soya, Carry. Einnig
nýkomin allsk. álnavara: léreft bl. og óbl., lakaléreft tvíbreið, strigi, sirz,
tvisttau, jakkafóður, millifóður, Shirting, Oxford, lasting, pique, Angola, Pilsa-
tau, borðdúkadregill, handklæðadregill, moleskinn hvítt og mislitt, enskt vað-
mál, cheviot, karlmannafataefni, kjólatau o. m. fl.
Siöl stór og smá, hálsklútar, vasaklútar hv. og misl., rúmteppi, borð-
dúkar, kommóðudúkar, ljósdúkar, vatt, blúndur, bendlar, tvinni allsk., hnapp-
ar allsk., karlmannshattar, barnahattar, húfur, fataburstar, fiskburstar, stöve-
kústar, stólarnir þægilegu.
Yms barnagull og myndir.
Steinolía. Cement. Þakjárn. Þakpappi.
Vatnsfötur galv., olíumaskínur, katlar, bollabakkar og margt margt, fleira.
Vörurnar seljast mjög lágu verði fyrir peninga — Areiðanleg viðskifti —
ákveðið verð: Ekki »dagprísar«.
Hvergi betra aö verzla á Akranesi.
14. maí 1901.
I. Helgason.
Eommóðor, rúmstæði, koffort, og púlt
til sölu. Ritstj. vísar á.
Tapast hefir 18. maí kvennúr á götum
bæjarins með festi. Finnandi er beðinn
að skila því á afgreiðslustofu ísafoldar
gegn fnndarlannnm.
Tapast hefir þ. 13. Inaí peningabudda
með 10 krónn s«ðli og nokkru af smápen-
ingum i. Finnandi skili henni í afgreiðslu
Íssíoidar, mót fundarlaunum.
Stórt uppboð
verður haldið föstudaginn og
laugardaginn kemur (17. og 18.
maí) í Báruhúsinu. Verða þar
seld alU konar húsgögn, svo sem :
sofar, borð, stólar, speglar, spilaborð
úr mahogni, skrifborð úr mahogni,
taffelúr, kommóður, silfur- og plett-
vörur, töjrulla, rúm og rúmfatnaður,
pottar, glervarningur og margt margt
fleira. Ennfremur ’oækur, sumpart
gamlar og ófáanlegar, og bóka-
skápar.
S. E. Waage.
Proclama.
Hér með er skorað á erfmgja
Helga Grímssonar frá Skeggstöðum
í Bólstaðahlíðarhreppi hér í sýslu er
andaðist hinn 6. marz þ. á., að gefa
sig fram og sanna erfðarétt sinn fyr-
ir skiftaráðanda hér í sýslu, áðnr en
6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birt-
ingu þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Húnavatnssýslu
Blönduósi 1. maí 1901.
Gisli ísleifsson.
ikkuð stór ósk-
t til kaups.
inari upplýsing-
í afgr. ísafoldar.
I. 0. G~T~
Einingin nr. 14.
A morgun byrjar fundur kl. 8 e.
h. Framhaldsumræður frá síðasta
funai.
Export-kaffi Surrogat
F. Hjort & Co. Kjöbenbavn K.
Bókaskápur
Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og
Binar Hjörleifsson.
Isafol darprentsmiðja
FARFI
Vér undirritaðir málarar, sem höf-
um reynt hinn hollenzka farfa, sem
nú fæst í Thomsensbúð, vottum hér
með, að hann eftir okkar áliti er
að minsta kosti jafngóður og
þær beztu farfategundir, sem áður
hafa fluzt hingað til lands.
Reykjavík þ. 2. maí 1901.
Jens Lange & L. Jörgensen.
N. S. Berthelsen.
Eins og flestum mun kunnugt, er
faríi ekki ■ framleiddur í Danmörku,
hann flyzt þangað frá öðrujn löndum,
einkum frá Hollandi, en malaður og
blandaður er hann stundum í Dan-
mörku.
Hollendingar hafa lengi verið fræg-
ir fyrir að búa til betri farfa en nokk-
ur önnur þjóð. Farfi þessi, sem eg
hef á boðstólum, er frá einni hinni
stærstu verksmiðju á Hollandi, lang-
bezta tegundin, sem verksmiðj-
an framleiðir, og því talsvert dýrari,
hreinni og endingarbetri en venjuleg-
ur farfi. — A farfa þessum er eng-
in einokun, og get eg því selt hann
eins ódýrt og lakari farfa frá Dan-
mörku.
Ætið miklar birgðir af öllu, er til-
heýrir málningu.
Vandaður varningur
Mjög gott verð á öllu.
H. Th. A. Thomsen.
The Edinburgh Roperie &
Sailcloth Company
Limlted, stofnað 1750.
Verksmiðjur • í Leith og Glasgow.
Búa til færi, strengi, kaðla og segl-
dúka. Vörur verksmiðjanna fást hjá
kaupmönnum um alt land.
Umboðsmenn fyrir Island og Færeyja.
Hjort & Co. Kaupmh. K.
Quick Meal.
Gasólín-eldavélar
eru þær hentugustu eldavélar; þær
brenna gasólíni. Þær eru einfaldar
og vandalaust að fara með þær,
brenna litlu eldsneyti, af þeim finst
enginn reykur, og hita alveg hljóð-
laust, hita mjög fljótt, líta vel út,
flytjanlegar, þurfa engan reykháf og
eru ódýrar. Gasólínið verður ó-
dýrara til brenslu en kol.
Vélar þessar hljóta að verða mjög
hentugar hér á landi, og fást í ýms-
um stærðum. Sýnishorn koma með
»Laura« 4. júní og verða þau sýnd í
búð minni, þeim er óskar. Lampar
með sömu gerð koma einnig, og
lýsa sérlega vei.
Einkasölu fyrir ísland hefi eg og
bið eg útsölumenn að gefa sig fram.
Reykjavík 8. maí 1901.
Björn Kristjánsson.
Beztu gosdrykkirnir
eru frá
’Kaldá,
fást hjá þessum kaupmönnum:
C. Zimsen
B. H. Bjarnason og
Jóni Magnússyni (Laugavegi).
Selskinn
vel verkuð kaupir undirskrifaðui
háu verði fyrir peninga.
Reykjavík 8. maí 1901.
Björn Kristjánsson.
Lýsi
að eins hrálýsi, vel hreint, kaupi eg
fyrir peninga.
Björn Kristjánsson.
Proclama.
Sftmkvæmt lögum 12. apríl 1878
og opnu bréfi 4. jan. 1861 er hér með
skorftð á þá, sem telja til skulda í
dánarbúi Vigfúsar bónda ÓlafsBonar,
sem andaðist á heimili sínu Fjarðar-
seli hér í bænum 21. október f. á., að
lýsa kröfum sínum og færa sönnur á
þær fyrir skiftaráðandanum á Seyðis-
firði áður en 6 mánuðir eru liðnir frá
aíðu3tu birtingu þessarar innköllnnar.
Erfingjar taka eigi að sér ábyrgð á
skuldum dánarbúsins.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 3.maí 1901.
Jóh. Jóhannesson.
Proclama.
Með því að stjóm fiskiveiðafélags-
ins »Garðar« hér í bssnum hefir eftir
ákvörðun auka-aðalfundar í félaginu
13. þ. m. framselt eigur félftgsins til
opinberrar skiftameðferðar, er hér með
samkvaemt lögum 12. apríl 1878 og
opnu bréfi 4. janúar 1861 skoraðáþá,
er til skulda telja hjá nefndu félagi, að
lýsa kröfum sínum og færa sönnur á
þær fyrir skiftaráðandanum á Seyðis-
firði áður en 12 mánuðir eru liðnir
frá síðustu birtingu þessarar innköll-
unar.
|>á er og skorað á þá, sem eiga
hlutabróf í nefndu félagi, að gefa sig
fram með þau innan sama tíma.
Skiftafundur í búi félagsins verður
haldinn hér á skrifstofunni laugardag-
inn 15. júní næstkomandi kl. 12 á há-
degi, og verður þá tekin ákvörðun um
sölu á eigum búsins.
Bæjftrfógetinn á Seyðisf. 19. apr.1901.
Jóh. Jóhannesson.
Hús í Stykkishólmi
fæst með góðu verði, tvíloftað eða rétt-
ara þríloftað, 18 x 12 ál. og með 2 pakk-
húsum. Liggur vel við til verzlunar.
Semja má við yfirdómara Jón Jensson.