Ísafold - 22.05.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.05.1901, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Upp8Ögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík miövikudaginn 22. maí 1901. 32. blað. Biðjið setíð um OTTO MONSTBD’S DANSKA SMJ0RUKI, sera er alveg eins notadriúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. Keinur ut ýrnist einu sintu eða tviav. i viku. Yerð árg. (SO ark. rninnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1 /a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). XXVIII. árg. I. 0 0. F. 835249 III. Forngrij/asaf nið opið mvd. og ld. 11—12 Lanasbólcasafii opið brern virkau dag kl.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) tnd., civd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítals nnm á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni I. og 3. mánud hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. ^Hafiiarstjórn4 Og ,heimastjórn‘. Á þeim orðum er afturhaldsliðið sí og æ að tönlast. Sjálfir þykjast þeir vilja »heimastjórn«, þar sem stjórnarbótarvinir vilji »Hafnarstjórn«. Jú, þeir vilja fallega heimastjórn, afturhaldsseggirnir! Eins og allir heilvita menn á land- inu skilji ekki og sjáí, fyrir hverju þeir eru að berjast! Eína og allir viti ekki, að þeir hafa gengið í lið með landstjórninni til þess að halda Stjórnarfarinu í sama horfinu og að undanförnu — nú, þegar loksins er vinnandi vegur að fá því breytt! Eins og nokkur skapaður hlutur vaki fyrir þeim annar en einmitt þetta: að halda ráðgjafa vorum stöðugt úti í Kaup- mannahöfn, láta hann aldrei stíga fæti sínum hér á land, láta hann vera danskan mann, sem aldrei talar orð við nokkurn íslending nema lands- 'höfðingja á þriggja eðafleiri árafresti, láta hann um aldur og æfi hafa ís- landsmál í hjáverkum við eitt eða fleiri ráðherraembætti dönsk! Hverju eru þeir stöðugt að halda fram í málgögnum sínum? Eru þeir að berjast fyrir nokkurri heimastjórn? Ekki mikið! |>eir eru ekki að berjast þar fyrir nokkurum sköpuöum hlut öðru en því, að stjórnarbótarmálinu sé f r e s t- a ð: — að vér, með öðrum orðum, höldum áfram um óákveðinn tíma að búa við sómu Hafnarstjórnina, sem vér höfum átt við að búa að undan- förnu. Skárri er það hú heimastjórnarbar- áttan! |>etta, að þeir, afturhaldsseggirnir, verkfæri sjj,lfrar Hafnarstjórnarinnar til þess að halda öllu í sama horfinu, skuli þykjast vera »heimastjórnar- menn« — það er blátt áfram ekkert annað en ósvífni, sem í frammi er höfð í því trausti einu, að alt megi bjóða íslendingum; þeir skilji ekkert og sjái ekkert og viti ekkert. f>ví að öllum heilskygnum mönnum liggur í augum uppi, að þeir hafa ekkert annað verk með höndum en það, að tefja sem lengst fyrir því, að vér fáum heimastjórn í nokkurri mynd, fullkominni eða ófullkominni. Mikilsverð framtaratilraun. Eftir barón Gouldrée-Boilleau. I. Allar helzta framfaraþjóðir heims- ins sjá og skilja nauðsynina á því, að framleiða sem allra mest, ekki að eins í landinu sjálfu, heldur og að ná yfirráðum sem mestra afurða lands og sjávar, hvar heizt sem hægt er, verða sjálfar aðnjótandi allra nytsamra upp- fundninga og breytinga til hagsmuna, auka þekkinguna og bæta við auðinn. Mér koma þegar í hug þrjú dæmi: Prakkar, eyðilagðir sem framíara- þjóð af sjálfsáliti og sjálfstrausti; Bretar, sem fyrir öflugan viljakraft og viðleitni hafa náð háu takmarki; og f>jóðverjar, sem með sömu ráðum hafa sig hærra og hærra upp á við. jpetta eru þjóðir með öflugri við- leitni til að samþýða sér gagnlegar nýjungar, svo þær verði með tímanum ævarandi eign þeirra og sterk lyfti- stöng og stuðningur verklegrar starf- semi. En svo, þegar ísland kemur hér til athugunar, verður að álíta, að annað- hvort standi það í stað, eða því fari aftur í efnalegu tilliti, eftir að maður hefir borið þ&ð saman við sjálft sig og önnur lönd bæði fyrrum og nú. það þarf að komast inn í meðvit- und þjóðarinnar íslenzku, hve áríðandi það er fyrir hana að opna augun og líta sem víðast á ástaud annarra þjóða, eins og það er, sjá og skilja hugmyndir þeirra og skoðanir á skil- yrðunum fyrir framsókmnni. J>að er alkunnugt, hvernig þeim þjóðum vegn- ar, sem ekki geta eða vilja fylgja tím- anum í því að hagnýta sér alt hið bezta og nýjasta, sem aðrar þjóðir hafa fundið upp og tekið til afnota, heldur lifa afskekfar og á sinni eigin framleiðslu. Hin eiginlega og sjálfsagða þjóð- rækni þeirra stefnir að því leyti í öfuga átt, að þjóðin, með því að halda sér svona í einangri og lifa á sjálfri sór, annaðhvort stendur í stað, eða henni fer aftur, í stað þess að færa sem mest út kvíarnar, í því skyni að verða yfirráðandi og aðnjótandi þess, sem bezt er af tilfærum þeim til lífs- framdráttar, sem fundin eru. Orsökina, að því er ísland snertir, hefi eg að nokkuru leyti tekið fram óbein- línis: skort á framleiðslu og aðburða- leysi landsmanna, því að síðan tók fyrir útfiutning sauðfjár fullnægja af- urðir landbúnaðarins tæpast brýnustu nauðsynjum, eða gera að minsta kosti ekki öllu meira. Við samanburð á öðrum þjóðum er fljótséð, að hér er ekki alt með feldu, þar eð landið er sæmilega frjósamt og sjórinn þessi ótæmandi auðsuppspretta fast upp að landsteinum. Efnið er til, en smiðina vantar. |>að er auður með fjölgandi fólki og öflug viðleitni til framfara, sem skort ur er á. Trúarleysi þjóðarinnar á sjálfa sig og landið lýsir sér glögt í Vesturheims- förum, og eru þær sorglegur og sann- ur vottur þess, hve fjöldi manna er sann- færður um afkomuleysi í framtíðinni; og þessir menn hafa sannarlega alt of mikið til síns máls, því að flest eða öll hin almennu vandkvæði eiga sér djiipar rætur og tryggan stuðning. Landið er sem stór og góð jörð illa setin og nærri því í eyði, þar sem þessir fáu íbúar eru efnalausir og á- haldalausir til að hagnýta sér hina eiginlegu kosti lands og sjávar. Vér sjáum daglega útlenda fiskiflota fyrir augum vorum. |>eir hafa komið langan veg, og hljóta að eyða helm- ing tímans í eintóm ferðalög, hafa samt arðsama atvinnu, og það árið yf- ir, þrátt fyiir þann ágalla, að verða að flytja afla sinn óverkaðan á hinum vanalegu, smáu fiskiskipum. Á þe8su einamásjá, hve arðvænleg veiðin hlyti að vera innlendum með sömu áhöldum. í stuttu rnáli er ástand íslenzku þjóðarinnar þessum annmörkum bundið: 1. Efnaleysi, sem tálmar öllum veru- legum framkvæmdum af eigin ramleik. 2. Einangrun, eða oflítið samneyti við framfaraþjóðir heimsins, en auknar samgöngur við þær hlytu óhjákvæmilega að draga þjóðina inn á þeirra braut að einhverju leyti. 3. Framtaksleysi, er bezt lýsir sér í því, hve fátt af útlendum nýjung- um kemst hingað, og hve seint þær koma, sem annars eru tekn- ar til afnota. 4. Staðleysi eða úthaldsleysi; þegar pinhver nýjung er tekin upp, þá er hún eftir stuttan tíma horfin úr hugum manna, að mestu eða öllu leyti, þó fjöldinn hafi í byrj- un verið henni fylgjandi með á- huga. Að öllu þessu athuguðu verður pen- íngaskorturinn eða framleiðsluskortur- inn hið fyrsta, er ráða þarf bót á, og spurningin um, hvar eða hvernig slíku megi til vegar koma, verður þá fyrir manni. Landbúnaðinn skal þá fyrst athuga í mjög stuttu máli. Innflutningsbann Englands á sauð- fé hefir hnekt honum, og af því seyði súpa allar greinar hans beinlínis og óbeinlínis. Hér eru engar líkur til að ráðin verði bót á. Enska þingið mun alls ekki breyta lögum sfnum vor vegna, og hér er ekki líklegt að neitt veiði að gert fyrst um sinn. Markað- ir í öðrum löndum eru miklu óaðgengi- legri fyrir oss, enda sölufé hér mjög fátt, og flest af því fyrir sig fram út- borgað í kaupstaðarvöru af vissum kaupmönnum. Sama er að segja um aðrar landvörutegundir, að ekki er mikil von um breytingar til batnaðar á verði eða á aukinni framleiðslu. Yfir höfuð á landbúnaðurinn ekki svo álit- litlega framtíð fyrir höndum næstu árin, eftir því, sem séð verður, að á honum geti grundvallast nokkurar verulegar framfarir. Yerður því að leita ann irstaðar fyrir sér, og koma þá fiskiveiðarnar til at- hugunar. I sambandi við það, sem áður er minst á þessu viðvíkjandi,. er það þeg- ar augljóst, að hér er aðstaða íslands svo ákjósanleg sem verða má, og er reynsla Frakka og síðar Engíendinga auk hinna innlendu fiskiveiða, búin að margsýna, að svo er. Fiskimiðin hér við landið eru óþrjót- andi og óendanleg gullpáma opin fyr- ir öllum þjóðum, n e m a hinum lög- legu eigendum fyrir fátæktar sakir. Álit mitt verður því það: að ísland hljóti að fá frá sjónum sinn fyrsta styrk til viðréttingar, og að þaðan gæti, ef hyggilega væri að farið, komið svo fljót og veruleg hjálp til handa öllum landsbúum, að hér væri mjög gagngerð breytingkom- in á til verklegra framfara að 10 til 20 árum liðnum. Eins og nú er ástatt, eru fiskimið landsins þjettskipuð útlendingum nær árið um kring, og er öllum kunn arð- semi þeírra fyrir landið, eða hitt þó heldur. |>eim fjölgar árlega að stór- um mun, og útlitið bendir ótvíræði- lega á eyðileggingu bátafiskis og spill- ingu hins. |>etta hlýtur að koma fram enda þótt botnvörpuveiðar eyðileggi ekki fiskigöngu, svo sannað sé, því að þar sem þær eru viðhafðar, truflast þó göngur, og engin veiði-aðferð önn- ur getur viðhaldist samhliða. Uppgangur útlendra fiskifélaga (brezkra sérstaklega) er á síðari árum rnjög mikill, og ágóði þeirra mjög á- litlegur, t. d. má svo að orði kveða, að verð á freðnum fiski fari tiltölulega hækkandi við aukna framleiðslu, en það stafar af því, að fiskurinn er fluttur víðar og víðar um landið til sölu: Ástandið er þá þannig: íslendingar eiga fiskimiðin, en út- lendar þjóðir nota þau eftírgjalds- laust. Verður þá að athuga, hvort gjörlegt væri að setja hér upp innlendan fiski- flota, eða hvort það væri mögulegt. Peningar eru ekki til í landinu sjálfu og menn kæmu þá til að sæta hinum háu útlendu vaxtakjörum. Hin að- fluttu kol eru svo dýr, að gufuskipa- útgerð verður erfiðari hér en víðast hvar annarstaðar. Kunnáttu til að fiska á gufuskipum skortir osa einnig og þekking til að fara með þau, og ekki heldur kostur á mönnum hér, svo líklegt sé, er stofnað geti og staðið fyrir stórum gufuskipa-fiskifélögum fyrst í stað. Að þessu athuguðu og fleiru, er hér að lýtur, verður að álykta, að íslend- ingar séu ekki færir um og hafi ekki ráð á, að koma sér upp nauðsynleg- um fiskiflota. Að minsta kosti verður

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.