Ísafold


Ísafold - 25.05.1901, Qupperneq 1

Ísafold - 25.05.1901, Qupperneq 1
Kemur út ýtnist einu simu eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. mirrast) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s'doll.; borgist fyrir miðjan "júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. TJppsögn (skrifleg) bundin v,ð áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Aust.urstrœti 8. XXVIII. árg. Reykjavík laugardaginn 25. maí 1901. I. 0 0. F. 83679 Forngripasa/nið opið mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafh opið hvern virkau dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) trid., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitaknum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers manaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i búsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni i. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Nyprentað: v ísland um aldamótin. Ferðasaga sumarið 1899 eftir Friðrik J. Bergmann. Reykjavík 1901. VIII x 321 bls. Kostar í kápu 2 kr., í skrautbandi 3 kr. Aöalútsala í bókaverzl. ísafoldarprentsm. Efnisyfirlit: Austur um hyldýpis-haf. í Noregi. Danmörk og danskt kirkjulíf. Koman til R,eýkjavikur. Synodus. Latínu- skólinn. Alþingi. Hjá guðfræðingunum. Ritstjóraspjall. Öldungatal. Hvernig er höfuðborgin í hátt. Austur nm land. Eyja- fjörður. Á hesthaki, Andlegur vorgróður. Austur að Stóra-Núpi. Höfuðból í grend við höfuðstaðinn. Framfarir. Kristindóm- nr þjóðar vorrar. Mikilsverð framfaratilraun. Eftir barón Gouldrée-Boilleau. II. En að fara þá leiðina, er svo mörg- um hefir að haldi komið: að nota ann- arra fé og þekking til að geta komist að og orðið handhafi viðunanlegs hluta af auðlegð hafsins, er hingað til hefir nær því eingöngu lent í höndum út- lendinga, væri að mfnu áliti eina og sjálfsagða ráðið, og er það aðalefni ritgsrðar þessarar, að hreyfa uppá- stungu í þá átt. ísland verður vitanlega einhverju til að kosta og eitthvað fyrir að hafa, ef því á framgengt að verða, sem við þarf í fyrstu, en það er, að stórkost- legt félag útlendinga, sem gera vilja fiskiveiðar að gróðaveg, taki sér ból- festu hér á landi. f>au hlunnindi, sem slíkt félag mundi þurfa og vilja fá, til þess að það gæti staðið sig við að veita landinu verulega hlutdeild í starfsemi sinni — þannig vaxin, að hvernig sem f»ri væri það arðvaenlegt fyrir mikinn fjölda fólks, heila bæi og héruð, að félagið væri hér starfandi — mundi falast í því, að því væri gefið eða selt einkaleyfi um tiltekið árabil (t. d. 50—100 ár) til að fiska með botnvörpu í landhelgi á einhverju til- teknu svæði, sem helzt er að ræða um að sé eitthvað svipað því, er til- tekið var í frumvarpi Einars prófasts JónBSonar á síðasta þiogi. Landhelgin á þessu svæðí er mjög ásótt af útlendingum og eftirlitið lítið sem ekkert. Er þá miklu slept, þótt henni væri afsalað að öllu leyti, utan það sem bátamenn geta notað hana ? En eg geng að því vísu, að allir þeir, sem land eiga á hinu lánaða svæði að sjónum, væru af félaginu gjörðir skað- lausir með skaðabótum eftir samkomu- lagi. Annars vil eg ekki fara út í þetta mál nákvæmlega að sinni, held- ur að eins hreyfa við aðalatriðum þess á báðar hliðar eða frá beggja aðilanna sjónarmiði. |>að sem fyrst og fremst ætti að vaka fyrir löggjafarvaldinu, þegar hleypt væri inn í landið slíku félagi, er, að tryggja landinu hæfilega hagsmuni í framtíðinni, og að koma samvinnunni þannig fyrir, að landsmenn yrðu að- njótandi þekkingar á vinnunni, um leið og þeir hefðu arðsama atvinnu. Markmið löggjafarinnar með löggilding félagsins væri eða ætti að vera það, að landsmenn eignuðust félagið eða sams konar félag eftir tiltekinn ára- fjölda. Menn mundu læra af því slík- an félagsskap, Bem nú er óþektur hér á landi, en í sjálfu sér er aðalskilyrði fyrir fiskiveiðum í stórum stíl. |>að eru og töluverðar likur fyrir því, þegar félagið væri algjörlega sezt hér á lagg- ir, ef því farnaðist vel, að þeBSÍr fáu útvegsmenn hér og fleiri efnaðir menn mundu stofna sams konar félag, ef til vill í samlögum við það. |>á væri miklu hægra við að eiga, reynsla feng- in fyrir mörgu því, sem nú er ekki hægt að segja neitt ákveðið um. |>að er kunnugra en frá þurfi að segja, hve oft botnvörpuskipin eru að fiskiveiðum í landhelgi á umræddu svæði, einkum áður en varðskipið danska kemur á vorin og eftir að það fer á haustin, og þó einlægt meir og minna. Væri nú félagi með eins og 20 skipum veitt áminst einkaleyfi, mundi félag þetta hafa sterka hvöt til að bægja annarlegum skipum frá veið- unum, og mætti þá ef til vill gjöra þeim það fært með nýjum lagafyrir- mælum svo feldum, að kærendur, svo marga sem þurfa þætti fyrir einu broti, skyldi láta vinna eið að fram- burði sínum (mælingunni), og síðan væri varðskipið látið hafa nafn og tölu hins brotlega skips meðferðis, þar til það fyndist síðar. Rcyndin œtti að verða sú, að ekki fleiri heldur jajnvel fœrri skip fiskuðu í landhelgi en nú d sér stað. Um hina beinu hagsmuni getur maður ekki gert sér eins tniklar vonir fyrst í stað, eins og þegar frá líður. f>ó mætti nefna stöðugar samgöngur, að minsta kosti í viku hverri yfir afla- tímann, milli Reykjavíkur og Englands, sem fólagið hlyti að hafa, og gæti komið almenningi að drjúgum notum með vöruflutninga, og þó einkum á til- teknum vörutegundum, þar sem skip- in mundu hafa frystivélar meðferðis. Eg bið menn vel að athuga það, að þetta ætti að eins að vera byrjun og inngangur til annars meira, til þess að íslendingar komi svo ár sinni fyrir borð, að þeir geti haft gagn af sínum ágætu fiskimiðum ekki síður en aðrar fjarlægar þjóðir hafa það. f>ví hefir verið hreyft, að æskilegt væri, að félagið hefði aðalstöð sína á suðurströnd landsins; en til þess þyrfti að búa til höfn, og mundi það kosta svo geysimikið fé, að ekki getur kom- ið til neinna mála. f>að verður ódýr- ara að sigla til aðalstöðvar t. d. í Reykjavík, þrátt fyrir kol og tímatöf. f>á gæti að eins orðið um það að tefla, hvort aðalstöðina ætti að hafa á Aust- urlandi eða í Reykjavík. Auðvitað er sigling skemmri milli Austurlands og útlanda (Bretlands) heldur en milli Reykjavíkur og útlanda, og er það mikill sparnaður fyrir félagið. En svo er sá mikli galli á, sem allir þekkja, að sum ár kemur hafís og hann getur stundum lokað öllum Áusturlands-höfn- um; og þótt þau hafísár komi ekki mjög oft, þá mundu þau þó gjöra svo algerðan hnekki allri útgerðinni, er þau bæri að höndum, að undir því má ekki eiga. Reykjavík er ávalt íslaus, og þótt ekki væri annað, þá er hún bezt tH fallin, auk þess sem það er lang-hag- feldast fyrir landið, að aðalstöðin sé í höíuðstað þess. En vel er hugsanlegt, og jafnvel líklegt, að með tímanum tæki félagið sér aukastöð fyrir austan. En færi svo, að félagið byrjaði með aðalstöð annar- staðar en í Reykjavík, er hættara við, að það mundi síður verða svo nyt- samt fyrir landið í heild sinni, sem það gæti orðið, ef aðalaðsetur þess væri þar. f>ví frá almennu sjónar- miði er Reykjavík sem höfuðstaður landsins mjög eðlilegur samastaður fé- lagsins, sem hefði me£ höndum fleira, er til nytsemdar horfði, og það er mjög líklegt, að félag með stórum höf- uðstól, er stundaði fiskiveiðar í stórum stíl og að öllum líkindum græddi vel á þeim, gæti verið grjótpáll ýmissa nýrra framfara, ef stjórn þess væri örugg til framsóknar. Skattur sá, er félagið greiddi, ætti ef til vill helzt að renna í landssjóð til styrktar land- búnaðinum, auðvitað með sérstöku til- liti til hlutaðeigandi sýslufólaga. fúngið. gæti, ef því sýndist svo, sett ýms skilyrði um framkvæmdir félags ins, t. d.: að það héldi út eigi færri en 16 botnvörpuskipum og 2 hraðskreiðum eimskipum til milliflutninga; að það setti fast í húsum og áhöld- um hér á landi einhverja fjárhæð, segjum t. d. nokkur hundruð þúsund krÓDur; að það gerði kost á atvinnu ein- hverri ákveðinni tölu íslendinga, t. d. 4—500 o. s. frv. f>ess má geta, að ef þingið vill ganga að þeim skilyrðum, sem nauð synleg eru frá þess hálfu, þá mun ekki standa á stofnun félagsins. með nægum höfuðstóli, sem auðvitað hlýt- ur að nema svo miljónum króna skiftir. Að eg hreyfi nú þegar fyrirætlun þessari í blaðagrein, kemur að nokkuru leyti af því, að lítillega hefir verið drepið á lausafregn um hana í blaði í Reykjavík, og meðfram er það og gert til þess, að þingmönnum gefist kostur á að hugsa sig um málið í tíma. Hvitárvöllum í aprilmán. 1901. Klœðaverksmiðja í Eyjafirði. Úr Eyjafirði er ísafold skrifað 7. þ. m.: •Nokkurir menn héldu fund á Akur- eyri þ. 4. þ. m. og samþyktu að bjóða til hlutafélagsstofnunar, til þess að koma upp fullkominni klæðaverk- smiðju hér við Glerá. Hafa þeir Að- alsteinn Halldórsson og Snorri timb- urkaupmaður Jónsson aðallega gengist 33. blað. fyrir þessu. í vor fóru þeir til Nor- egs til þess að leita sér ýmislegs fróð- leiks í þessu efni. A fundinum lögðu þeir fram áætlun um stofnunina og gáfu ýmsar mikilsverðar skýríngar um málið. Ætlast er til að stofnféð verði um 100,000 kr. Vélar og hús gert ráð fyrir að kosti um 80,000 kr. Á fundinum fengusc loforð fyrir um 15 þús. kr., og það frá örfáum mönnum að eins. Hinn 8. júní á að halda fund aftur — þeir, sem þá hafa ritað sig fyrir hlutabréfum. |>á verður lagt fram frumvarp til laga frá nefnd, sem kosin var á fundinum. Hlutabréfin kosta 50 kr. Vonandi er, að fundurinn 8. júní verði hin mikilsverðasta aldamóta- minning, sem hingað til hefir verið haldin hér í héraðinu, og að fleiri slíkar fari á eftir víðs vegar um land. Nóg er búið að tala; nú er að fara að vinna og framkvæma«. Reikningur landsbankans 1900. Eftir Indriða Einarsson. I. Arið 1900 hefir verið feitt ár fyrir landsbankann á ýmsan hátt. Bank- anum hafa bæzt: í nýjum seðlum . . 215 þús. kr. í sparisjóðsinnlögum . 150------ fyrir seld bankavaxtabréf 123----- Eða samtals liðugar 488 þús. kr. Eftir reikningnum hefir hann feng- ið 250 þús. kr. í nýjum seðlum sam- kvæmt lögunum frá þinginu 1899, en skilað laudssjóði afcur 35 þús. kr. í gömlum seðlum, ism bankinn var ekki búinn að fá aftur við árslokin. Seðla- aukningin 1900 hefir því verið sú, er að ofan er sagt. II. Með veðdeildinni var ætlast til að landsbankinn losnaði við sem mest af fasteignarveðslánum, — losnaði við þau sem fyrir voru áður, og þyrfti sem sjaldnast að veita þau eftirleiðis. Fyr- ir skuldabréf veðdeildarinnar átti bank- inn að fá peninga, til þess að hafa í veltunni við önnur bankastörf. jpegar litið er á 8 síðustu ársfjórð- ungsreikninga landsbankans, hafa fast- eignaveðslánin aldrei venð meiri en þau voru 30. júní 1900, rétt áður en veðdeildin tók til starfa, en þá voru þau 971 þús. kr. Við árslok 1900 eru þau 714 þús. kr. og hafa því lækkað um 257 þús kr. Veltufé bankans hefir samt ekki hækkað að því skapi, og stafar það af því, að bankavaxtabréf- in hafa ekki selst. Liðuga 5 mánuði hefir veðdeildin gefið út 463 þús. kr. í vaxtabréfum og það þarf víst ekki að bíða marga mánuðina eftir því, að hér um bil 340 þús. kr. komi út áeftir, og þetta verður þrátt fyrir alt íhald bankastjórn- arinnar. Af því að landsbankinn á að kaupa veðdeildarskuldabréfin, þá hafa margir verið hræddir um, að veðdaildin mundi verða til þess að koma bankanum í vandræði eða setja hann á höfuðið. Af þessum mánuðum, sem reikning- urinn nær yfir, verður nú ekki mikið ráðið. Svo er að sjá, sem landsbank-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.