Ísafold - 25.05.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.05.1901, Blaðsíða 3
131 < — ætli jafnvel að gera þinginu sem örðugast fyrir una alla samninga! Algerð hamBkifti, með öðrum orðum, eins og á Grími ægi! Ekki tangur né tetur eftir af þeirri mynd og líking, er stjórnin birtist í fyrir tveim árum. Hver mundi hafa trúað því, að jafn-djúpsett merking væri fólgin í gömlum æfintýrum, er þjóð vor hefir saman sett? Hver mundi hafa búist við því, að kynlegustu forynjur þar táknuðu svona ljóslega stjórn vora um þessi aldamót? Að því, er landstjórnina snertir, er alt svo skýrt og ljóst, sem þörf ætti að vera ú fyrir skynsama menn. — Gabbið getur ekki verið öllu skil- merkilegra. Sávilji landstjórnannnar, að alt sitji í sama farinu, getur ekki komið fram öllu áþreifanlegar. þeir liðir landstjórnarinnar að minsta kosti, sem fastir eru í sessi, vilja þá ekki fá yfir sig ráðgjafa, er rnæti á alþingi og kynnist landsmálum og landsmönnum. 011 hamskiftin eru þá í því skyni í frammi höt’ð, að ónýta þetta tilboð, sem ráðgjafinn lét teygjast til að gera þjóð- inni fyrir fjórum árum, og aftra því, að nokkurum samningum um stjórn- arbót fáist framgeugt. Ganga má að því vísu, að sams konar blekkingum og hamskiftum verði haldið áfram á þingi í sumar í ein- hverri mynd. Hitt er enn óvíst, hvort þingið læt- ur nú ginnast lengur, hvort það læt- ur hafa sig að leiksoppi framar, hvort því finst nú ekki loksins vera búið að bjóða þjóðinni nóg af óeínlægninni, svo að tími sé til þess kominn, að losna við annað eins stjórnarfar og það, er vér höfum átt við að búa um undanfarin ár. þyki nú þinginu ekki mælirinn troð- inn, skekinn og fleytifullur, þá ætti það að minsta kosti að setja fyrir fram eitthvert hámark, sem land- stjórnin mi-gi ekki fara yfir. Sé ekki það hámark ákveðið fyrir fram, hefir víst enginn nógu ríkt hug- sjóna-afl til að gera sér í hugarlund, hve langt landstjórn vormuni komast. Stórkostlegt slys á sjó. 27 menn druktiað. Uppstigningardag, 16. þ. mán., hefir orðið eitt með mestu slysum á sjó, sem hér gerast, svo tíð sem þau eru hér og sjálfsagt hvergi meiri í veröld- inni. f>á týndist áttæringur, er á voru 28 menn, karlar og konur, á leið undan Eyjafjöllum út í Vestmanneyjar. Einum manninum varð bjargað af kili, Páli Bárðarsyni frá Baufarfelli. Hitt druknaði alt. Stormur var allmikill á austan, með hafsjó. 8kipið var komið nærri eyj- unum, er því barst á, og lögðu 2 skip út þaðan til að bjarga, en sóttist seint róðurinn, með því hvaBt var í móti. f>au náðu að eins þessum 1 manni með lífi og 8 lfkum. Frásögn þessi og skýrsla um mann- tjóníð hefir presturinn að Eyvindar- hólum, síra Jes A. Gíslason, ritað ísa- fold 19. þ. m.; en þá hafði daginn áður fréttin borist þangað austan úr Vík. f>essi eru nöfn karlmannanna, sem druknuðu, ásamt aldri, stöðu og heim- ili (b.=bóndi; vm.=vinnum.). 1. Arni Björnsson, b. á Minniborg, 64 ára. 2. Arni Runólfsson, b. Yztabæliskoti, 40. 3. Arni Sigurðsson, bónda Sveinssonar á Rauðaíelli, 20. 4. Bjarai Ingimundss., vm. Raufarfelli, 27. 5. Bjarni Sveinsson, vm. Ytri-Skógum, 31. 6. Björn Sigurðsson, bónda Halldórssonar í Skarðshlíð, formaður á skipinu, 24. 7. Einar Einarsson, b. Ranfarfelli, 48. 8. Finnur Sigurí'innsson, b. Stóruborg, 45., 9. GuÖm. Ólafsson, b. Syðra-Hrútafellskoli, 45. 10. Guðmundur Jónsson, vm. Leirum, 33. 11. Halldór J. Stefánsson, b. Rauðafelli, 69; 12. Jón Ólafur Eymundsson, vm Eyvindar- hólum, 31. 13. Kort Hjörleifsson, b. Berjaneskoti, 68. 14. Magnús Sigurðsson, bróðir nr. 6, 19. 15. Oddur Oddsson, sonur búandi ekkju á Ytri-Skógum, 26. 16. Sigl'ús Jónsson, Jónss. i Lambafelli, 2-. 17. Sigurjón Bjarnason, skósmiður, Eyatri- Skógum, 28. 18. Stefán Tómasson, b. Rauðafelli, 35 19. Steinn Guðmundsson, vm. Drangshlíð, 20. Kvenmermirnir 8 hétu : 20. Anna Salómonsdóttir, vk. Eyvindarhól- um, 60. 21. Guðný Bjarnadóttir frá Yestnianneyjum, systir nr. 17. 22. Rannveig Gísladóttir frá Eystri-Skóg- um, 19. 23. Sveinbjörg J. Þorsteinsdóttir bónda á Hrútafelli, 16. 24. Sveinbjörg S. Sigurðardóttir, systir nr. 3, 16. 25. Vilborg Brynjólfsd., bónda Tómassonar á Sitjanda, 16. 26. Þórunn A. J. Sigurðard snikkara Sveins- sonar í Vestm., í Eystri-Skógum, 16 27. Þuriður Bergsdóttir, vk. Skarðshlið, 17. f>essir bændur létu eftir sig konu og börn í ómegð : Árni Bunólfsson 2; Einar í Baufar- felli 5; Finnur 6; Guðmundur Ólafs- son 4 og fósturoarn hið fimta; Stefán á Bauðafelli 5. Ennfremur Guðm. Jónsson vm. konu og 1 barn. AIls 24 börn í ómegð. Halldór, Jón Eymundsson og Kort voru og kvæntir, en barnlausir, nema H., sem átti upp komin börn. Frá einum bæ, Bauðafelli, druknaði fernt (nr. 3, 11, 18, 24). Frá Eystri Skógum þrent (17, 22, 26). Frá Skarðs- hlíð sömul. þrent (6, 14, 27). Frá Eyvindarhólum tvent (12, 20). Jón Ó. Eyvindsson var bróðursonur hr. Sigfúsar Eymundssonar í Beykja- vík. Bannveig Gísladóttir var systir Valgerðar prestfrúr á Bergþórshvoli. Ein stúlkan, sem druknaði, Guðný, hafði verið í kynnisför á landi; átti heima í Vestmanneyjum. Karlmennirnir munu flestir hafa ætlað til róðra út í Eyjar, en kven- fólkið sumt í vist þar eða vinnu, sumt kynnisför eða »kaupstaðarferð«. Vitaskuld er hér hin mesta þörf á hjálp. Sveit þessi, Austur-Eyjafjöll, mjög fátæk og illa stödd undir. Hún rís því ekki til hálfs , undir ómegðar- auka þeim, er þetta voðaslys hefir bakað henni, auk þess sem margur á um sárt að binda ella og þarfnast allrar þeirrar líknar, er góðir menn vílja og geta í té látið. Eftir dskorun úr sveitinni veitir Isa- fold viðtöku samskotum í þvi skyni nœr og fjcer. Oddfellow-félagið hér í Beykjavík hefir þegar gefið 300 kr. Gersamlega tilefnislaust hefir dr. Jóni þorkelssyni yngra skii- ist svo, sem ísafold hafi dróttað því að honum, að hann hefði samið síð- asta ritling afturhaldsliðsins. ísafold hefir aldrei komið það til hugar. Orð- færi hans er vant að segja til sín, og ísafold gerir ekki ráð fyrir að villast á því. Dr. J. |>. var nefndur í athugasemd unum við afturhaldsritlinginn eingöngu fyrir þá sök, eins og þar var tekið fram, að hann er sá maðurinn hór á landi, sem bezt á að geta um það borið, hvort embætti það, er dr. V. G. hefir við háskólann í Kaupmanna- höfn.sé á nokkurn hátt ósamboðið nokk- urum góðum íslendingi. Hann hefir sjálfur eftir því sózt, og veit vafalaust, eftir hverju hann hefir verið að sækjast. Og með því að dr. J. f>. m itar nú í afturhaldsmálgagninu í gær að stað- festa sögusögn ritlingsins um þetta at- riði, þá leyfurn vér oss óhikað að halda því fram, að sú sögusögn sé •beinlínis tilbæfulaus lygi og hún af illgirnislegra tægínua. Rógburöarlistiii. Hann er enginn viðvaningur í iist- inni þeirri að rægja, náunginn, sera srríðað hefir sögi na urn 400 krónurn- ar, er minst var á í síðasta bl. þrátt fyrir ráðninguna, sem honum var veitt þar, elur hann enn á róg sínum, auð- vitað nafnlaust og í skúmaskoti aftur- haldsmálgagnsins, samkvæmt eðli þess kyns skriðdýra, en breytir nú það tii, að verið geti að það hafi verið 1898, en ekki 1899, sem umrædd 400 kr. póstávísun hafi verið mér send af dr. Valtý, og lætur sem tilvísunin í póst bæaurnar séekki annað enhrekkjabragð af mér til að villa fólk, með því að ekki eigi aðrir aðgang að þeim til að for- vitnast um peningasendmgar eftir á en viðtakendur þeirra. Vitanlega liggur hverjum manni í augum uppi, sem skilur mælt mál, að ekki getur það annað þýtt, er eg vÍ3a í póstbækurnar, en að frá minni hálfu sé þá hverjum manni heimilt að skoða þær; enda tjáði eg þar á ofan póst- meistara þegar í stað, að sýna mætti þær fyrir mór hverjum sem vildi. Og það mun rógberanum auk þess full- kunnugt um. f>ví fundið hafði hann eða erindreki hans póstmeistara að máli um það. En sannleikurinn er sjálfsagt sá, að hann vill í lengstu lög smeygja sér undan að standa í gapa- stpkk frammi fyrir póstmeistara og þjónum hans, og þar næst almenningi. Hann er góður meðan hann getur leikið laumuspil sítt í skúmaskoti og reynt að telja almenningi trú um, að honum, rógberanum, só allsendis ó- skylt að sanna sögu sína, heldur eigi eg að sanna mitt mál mað vottorði frá póstmeistara! Svo fjarri öllu viti og öllum viðeig- andi reglum sem slíkt er, og þó að það væri að leggja töluvert ómak á póstmeistarann—töluverða leit í stórum bókum, — gæti eg gjarnan farið fram á það við hann, ef náungi þessi, höf- undur margnefndrar sögu, nafngreindi sig. En að fara að eltast það við nafnlausan rógbera — það fæ eg mig ekki almennilega til né get ætlast til að póstmeistarinn fari að leggja á sig ómak fyrir. því leita verður hann sjálfsagt í allmörgum árgöngum póst- kvittanabókanna, ef duga skal. f>að má ganga að því vísu, að þegar ekk- ert finst í árgöngunum 1899 og 1898, þá færi sögumaður sig enn um set og fari hann þá jafnvel að »minna«, að þetta hafi verið 1889 eða þá ’88, eða hver veit hvað; því þetta er maður, sem sýnilega kann sína list, hina göf- ugu rógburðarlist. En meðan hann felur sig í dular- gervi sínu, verð eg að biðja hann að gera svo vel að leita sjálfan í póstbókunum, og áskil það eitt, að leitin fari fram í viðurvist póstmeistara; að öðrum kosti geri eg satt að eegja ráð fyrir, að slíkur þokkapiltur mundi ekki horfa mikið í að skilja svo við póstbækurn- ar, að ekki yrðu þar allar tölur samar eftir sem áður. B. J. Allvarhugaverð er sjálfsagt tillaga hr. baróns G.-B., sú er kemur fram í ritgjörð þeirri, er prentuð er í Isafold í dag. Isafold hefir jafnan litist miður vel á að hleypa útlendum inn í landhelgi hér með veiðarfæri sín, þegar það hefir komið til orða, nema þá með því móti að fá landhelgi færða út, þar sem þess er meet þörf. Og vonandi verður mál þetta íhugað mjög rækilega, áður en því er ráðið til lykta. Að hinu Ieyt- inu er höf. svo góðkunnur maður, hef- ir svo einkennilega mikinn áhuga á framförum landsins og færir þau rök fyrir sínu ruáli, að auðvitað var ekki nema sjálfsagt að gera honum kost á að koma fram með tillögu sína og fá hana íhugaða og rædda. Laust prestakall. Staður í Súgandafirði í Vestur-ísa- fjarðarprófastsdæmi, stofnað á ný með lögurn nr. 34 frá 5. desbr. 1899 með 300 kr. uppbót úr landssjóði. Metið með uppbótinni 608 kr. 42 a. Augl. 23. maf. Umsóknarfrestur til 4. júlí. íslenzkt botnvörpuskip. Með sinni óalgengu frarataksemi og ötulleik hefir W. Ó. Breiðfjörð kaupm. hér í bænum orðið fyrstur manna til að eignast og gera út íslenzkt botn- vörpuskip — á það sjálfur að öllu leyti —, seglskip, mikið vænt og stórt, nær 100 smálestir, með gufuvél til að draga upp vörpuna og öðrum útbún- aði, er við þarf til þeirrar veiðiaðferð- ar. þ>að kom hingað frá Englandi í miðjum þ. mán., og er nú nýlagt á stað í sína fyrstu útivist, með fslenzk- um formanni, þórarni Jónssyni, en enskum veiðistjóra. Auðvitað er lítil bót í því, að láta útlendinga vera eina um það uppgripaveiðarfæri, botnvörp- una, úr því að þeim verður eigi frá bægt, og sé það eingöngu notað utan landhelgi og helzt einnig utan venju- legra fiskimiða á opnum bátum. Og líklega þarf ekki að láta fiskinn, sem í botnvörpur veiðist, verða neina hrak- vöru, ef vel er til gætt, þótt svo só fiskur sá, er landar sníkja út hjá hin- um ensku botnvörpungum, vegna þess meðal annars, að þeir hirða ekki um að fara með hann öðru vísi en það sem þeir ganga á. En nú á annars reynslan úr því að skera, með þessari tilraun hr. W. Ó. Br. Yeðnriithuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1901 Maí Loftvog millim. Hiti (C.) Átt <1 CD O* G -s tr 8 OJf œ rr B p °S Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Mdv22.8 766,2 6,5 sw 2 7 3,3 2,0 2 768,3 9,6 w 1 7 9 766,2 5,9 E 1 10 Fd. 23. 8 768,8 9,4 s 2 8 2,6 5,1 2 770,8 12,2 s 2 8 9 772,9 9,7 SSE 1 10 Fsd.24.8 773,6 11,0 E 2 5 7,7 2 773,7 15,7 E 2 4 9 773,8 11,0 E 1 4 Mikill vinningur! Fyrir nokkurra króna gjald geta menn, ef lán er með, eignast norsk skuldabréf, sem eru alt að 40,000 kr. virði. Nánari vitneskja fæst hjá Jóh. Norðfjörð Tjarnarg. 4. CRAWFORDS ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORDS & Son Edinborg og London StofnaS 1813. Einkasali fyrir Ísland og Færeyjar : F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.