Ísafold - 29.05.1901, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'/s doll.; borgist, fyrir miðjan
^jáli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVm. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 29. maí 1901.
| 34. blað.
Biðjið ætíd um
OTTO M0NSTBD S
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
I. 0 0. F. 83679
Forngripasaf nið opið mvd. og ld. 11—-12
Lanasbókasafn opið brern virkau dag
fej.12— 2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
trjd., mvd. og ld. tii átlána.
Okeypis lækning á spitalenum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1.
Ókeypis tannlækning i hási Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Nýprentað;
ísland um aldamótin
Ferðasaga sumarið 1899
eftir
Friðrik J. Bergmann.
íteykjavík 1901. VIII x 321 bls.
Kostar í kápu 2 kr., í skrautbandi 3 kr.
ASalútsala í bókaverzl. Isafoldarprentsm.
Efnisyfirlit: Austur um hyldýpis-haf.
í Noregi. Danmörk og danskt kirkjulif.
Koman til Reykjavíkur. Synodus. Latínu-
skólinn. Alþingi. Hjá guðfreeðingunum.
Ritstjóraspjall. Öldungatal. Hvernig er
höfuðborgin i bátt. Austur am land. Eyja-
fjörður. Á hestbaki. Andlegur vorgróður.
Austur að Stóra-Nápi. Höfuðból i grend
við höfuðstaðinn. Framfarir.- Kristindóm-
nr þjóðar vorrar.
Eeikningurlandsbankans
1900.
Eftir Indriða Einarsson.
V.
friðji atburðurinn 1900 eruvíxillán-
in. Víxlar hafa verið keyptir alt árið
1898 fyrir 618 þús. kr.
1899 ---- 614 — —
1900 ----1114 — —.
1900 hefir verið lánað helmingi meira
út á víxla en 1898 og 1899, hvort ár-
ið fyrir sig. það kemur af því, að
kaupmenn eru farnir að kaupa fisk
fyrir peninga, að fiskurínn er í háu
verði, og af tveimur óstæðum að auki.
Bankinn hefir sumarið 1900 meiri pen-
inga að lána en 1898 og 1899, og er
farinn að lána einstöku kaupmönnum
töluverðar fjárhæðir gegn víxlum. þeg-
ar litið er á óinnleysta víxla í árs-
fjórðungareikningunum, þá er lágfjar-
an um nýárið, en háflóðið 30. sept-
ember. Bankinn sýnist ekki lána
(nema þá smáfjárhæðir) út á inn-
fluttar vörur. Óinnleystir víxlar voru
si/m l898 • • - 135 þús. kr.
3%” 1899 ... 234 — —
31/i2 1899 ... 116 — —
3% 1900 ... 425 — —
31/12 1900 ... 151 — —
í september 1901 mætti búast við, að
kaupmenn óskuðu að fá víxillán, er
næmu alt að hálfri miljón, svo óinn-
leystir víxlar yrðu 6—700 þús. kr. —
ef bankinn gæti á nokkurn hátt lánað
svo mikla fjárhæð. En hann byrjar
árið með 318 þús. kr., þegar taldar
eru 35 þús. kr., sem hann hafði skil-
að landssjóði í gömlum og slitnum
seðlum, og ekki fengið aftur við ára-
mótin, og innieigninni í Landmands-
bankanum. Af því fé verður sjálfsagt
beðið um 100 þús. kr. út á hús, sem
á að fara að reisa í Beykjavík áþessu
sumri. |>að er næstum óhugsandi, að
hann komist af með 50 þús. kr. handa
sparisjóði og bankinn getur ekki í
sumar lánað kaupmönnum meira en
afganginn, sem sýnist ekki geta orðið
meiri en liðugar 150 þús. kr. I við-
skiftunum við verzlunina sýnist bank-
inn verða að færa saman kvíarnar, en
ekki út. þótt sparisjóðurinn ykist um
150 þús. kr. enn þetta ár, en það kemur
mest undir fiskverðinu og aflahæðinni,
hvort hann minkar eða stækkar, þá
kemur viðbótin ekki verulega fyr en
eftir 30. september, ef að vanda læt-
ur. Lágfjara í sparisjóðnum sýnist
vera eftir fyrri ára reynslu 30. júní,
háflóð 31. desember. Af reiknings-
ágripum bankans er ekki hægt að sjá
nákvæmlega tímana fyrir háflóði og
lágfjöru, sem hér er kölluð, af því að
engin yfirlit eru til fyrir styttri tíma
en 3 mánuði. Verði bankinn þar að
auki að kaupa meira af veðdeildar-
skuldabréfum en hann selur til 30.
sept., fær verzlunin enn minna.
það er skylt að taka það fram, að
landsbankinn sumarið 1899 fer inn á
svo rétta braut, sem hugsast getur,
þegar hann byrjar að lána kaupmönn-
um peninga til að kaupa fisk. Hann
styður með því að því, að verzlunin,
sem heita má að hafi að eins verið
vöruskiftaverzlun, verði að reglulegri
verzlun, sem kaupir afurðir landsmanna
fyrir peninga, og það verður til þess,
að laqdsmenn kaupa útlendu vöruna
aftur á móti fyrir peninga. Binn að-
altilgangur bankans er að koma þessu
á, eins og það er aðaltilgangur veð-
deildarinnar, að veita lán gegn fast-
eignarveði. það, að bankanum að und-
anförnu hefir verið stjórnað eins og
hann væri lánsstofnun, kemur líklega
af tveimur ástæðum. Basteignirnar
komu fyrst og báðu um lánin, en
kaupmenn tóku peninga þá til láns
erlendis; og stjórnendur bankans hafa
oftast verið kjörnir og skipaðir úr
flokkiþeirra manna, sem börðust fyrir
lánsstofnuninm 1881 og 1883. Hinir,
sem greiddu atkvæði með banka eða
studdu að stofnun hans á annan hátt,
en ekki vildu lánsstofnunina þá, hafa
aldrei haft hlutdeild í stjórn hans,
nema sem örvasa gamalmenni.
VI.
þegar litið er á reikninga landsbank-
ans, er ekki hægt að leiða hjá sér að gæta
að því, hvernig trygt sé fé þeirra, sem
eiga þar inni. það eru innieigendur í
sparisjóðnum, Landmandsbankinn í
Höfn oftast nær, og menn, sem eiga
peninga á hlaupareikningi. Fjárhæðin,
sem þessir allir saman eiga hjá bank-
anum, hefir um tvö ár jafnað sig upp
með hér um bil 225 þús. f>ær 120
þús. kr., sem landssjóður hefir átt þar
lengi, þær hafa ekki verið taldar með;
því bankanum yrði gjört viðvart áður
en þær væru teknar. Lægst var fjór-
hæðin 31/12 1900 eða 1113 þús. kr. (af
því þá hef eg dregið frá innieignina
hjá Lmb. í Höfn) og hæst 8% 1900
eða 1338 þús. kr. Innieignin í spari-
sjóðnum er trygð með 300 þúa. kr. í
útlendum skuldabréfum, og það er
heldur lágt, því að talið er að spari-
sjóður geti minkað um % á t. d.
tveimur mánuðum; í Danmörku er
talið, að sparisjóður muni ekki á
verstu tímum minka meir en það og |
fyrirkomulagið á sparisjóðnum hér er
líkast því sem þar er. Hin útlendu
skuldabréf sem tryggja sparisjóðinn
ættu að vera nálægt 400 þús. kr. Ef
landsbankinn vill tryggja sparisjóðinn
eins og ætlast er til í Danmörku, má
hann ekki Belja þessi útlendu skulda-
bréf, sem hann á, — eg veit ekki
heldur til þess, að honum komi neitt
þess háttar í hug —; hann verður
fremur að bæta við þau alt að 100
þús kr., því með veðdeildarskuldabréf-
unum getur hann að svo stöddu ekki
trygt sparisjóðinn; þau seljast ekki
enn erlendis. 15 þús. króna virði af
þeim, sem einstakur maður seldi þar
í vor, gekk á 85 eða 87 kr. hundr-
aðið. Eg hefi alt af haldið, að þau
mundu ganga á 90 kr., ef vextirnir
væru 4%%, eins og þeir eru nú ; en
svo hefir ekki reynst enn. — Að öðru
leyti verður landsbankinn að tryggja
þá, sem eiga inni í sparisjóðnum, með
því að hafa ávalt til peninga í sjóði,
sem nema einhverjum ákveðnum hluta
af innieign þeirra, ætti líklega að
vera minst %2 af henni aljri. Meðan
sparisjóðsinnlög eru ekki leyst upp í
tvennskonar bankaviðskifti, sparisjóðs-
innlög og innlán með ákveðnum upp-
sagnarfresti, verður ekki komist af
með minni tryggingu.
Til þebS að tryggja þá, sem eiga
inní á hlaupareikningi (þegar dregnar
eru frá 120 þús. kr., sem landsjóður á
þar), þarfbankinn, að því ermérvirð-
ist, fyrir hvern mun að hafa tvo þriðju
í sjóði. Ágóðann af því að lána út
þriðjunginn verður bankinn að láta sér
nægja, því jafnvel % af því er nokk-
uð djarft enn, þar sem reynslan er
svo stutt, sem fengin er. Fyrir skuld-
inni við Landmandsbankann, sem oft-
ast er, vona eg að útlendu skulda-
bréfin, sem eiga að tryggja sparisjóð-
inn, geti líka staðið, ef þau eru þá %
af sparisjóðsfénu. Auðvitað er ekki
hægt að ákveða með nákvæmni, hvað
sjóðurinn á að vera; en svo mikið er
víst, að þann banka má telja gjald-
þrota, sem ekki hefir til í sjóði %0 af
öllu, sem aðrir eiga hjá honum. Eftir
þessum tveimur ofannefndu reglum
hefði sjóður en sjóður- %o af skuldum
átt að vera inn var var alls
þús. kr. þús. kr. þús. kr.
sl/3’ 99 136 61 59
3%’99 188 69 62
81/3’ oo 127 136 59
8%’ oo 175 48 63
3% ’oo 174 84 62
30. júní 1900 átti bankinn að fá
250 þús. kr. í nýjum seðlum, sjóður-
inn 48 þús. kr., gat því orðið 300 þÚB.
hve nær sem vildi. Landsbankinn
hefir líka 1899 og 1900 ávalt' getað
fengið hjá landssjóði hér um bil 70
þús. kr. í hlaupareikning, og það má
bæta þeim við sjóð bankans í hugan-
um þá ársfjórðunga, sem hann ekki
hefir þær að láni. 3% ’99 og 3% '00
veit eg ekki betur en að hann hefði
þær. Sumarið 1899 hafði bankinn af-
arlítinn sjóð, og hefði víst ekki komist
af slysalaust, hefði landssjóður ekki
hjálpað.
Einkennilegt sýnist mér að telja
húsaieigu, eldvið, ljós og ræstinguein-
ar 1160 kr.; eg álít að þetta alt hljóti
að vera 2500 kr. hærra, ef reiknaðir
eru vextir af þeim hluta bankahúss-
ins, sem bankinn hefir sjálfur til af-
nota.
VII
Eg er nú búinn að rita svo langt
mál um það sem á undan er komið,
að eg hefi ekkert rúm fyrir síðasta at-
riðið. Óinnleysanlegir seðlar hafa
enga teygju, sem peningar landsins
þurfa að hafa. Innleysanlegir seðlar
geta margfaldast, sé bankinn nógu stór,
þegar þörfin er fyrir þá, og koma
me8tmegnis inn aftur sem borganir
upp í skuldir, án þess að vera leystir
inn með gulli. Landsbankinn hefir
70—80 þús. kr., sem hann gstur fært
út kvíarnar með á sumr'in, meðan
landsjóður hefir svo mikið í sjóði, að
hann getur lánað bankanum alt að
200 þús. kr. Fjárveitingar alþingis til
alls konar lána og fyrirtækja taka
fyrir þetta áður langt um líður. —
Landsbankinn hefir lánað langmest
af því, sem honum bættist 1900, út á
kaupmanna-víxla, sem koma aftur eft-
ir nokkura mánuði. Fyrir það hefir
hann peninga í veltunni stuttan tíma
af árinu, en hann æitti að lána jafn-
ara út og lána meira alt árið. Bank-
inn hefir ekki varið neinu af veltu-
fénu í reikningslán handa kaupmönn-
um; þau yrðu mikið til úti alt árið,
og væru stöðug viðskifti fyrir bankann
og ótrúlega hentug fyrir kaupmennina.
Bankinn hefir heldur ekki lánað út á
farmskrár, sem eru áreiðanlegri veð
fyrir láni en kaupmanns-víxill. Kaup-
maður, sem á 50—60 þús. kr. í júlf,
getur verið orðinn öreigi í október, en
farmur, sem er 50 þús. kr. virði hér
á landi í júlí, getur varla verið fallinn
niður fyrir 30 þús. kr. 2—6 vikum
síðar á staðnum, þar sem varan er
seld. Auðvitað er áhættan meiri með
farmskrár-lán, ,meðan enginn ritsími
liggur til íslands. En það getur ver-
ið, að banki1 með óinnleysanlegum
séðlum að eins og stofnfé fyrir neðan
1 miljón hafi ekki það álit, sem þarf,
til þess að geta haft viðskifti við banka
víðast þar, sem íslenzk vara er seld.
Sumir álasa bankanum fyrir það, að
hann sé að eins banki fyrir Beykja-
vík; en það má sýna það með tölum,
að hann hefir með veðdeild og spari-
sjóði og sínu eigin fé ekki peninga
handa Beykjavík einni saman.
Yerzlun alls íslands sýnist þurfa, til
þess að vöruskifta-verzlunin hverfi, og
til þess að verzlunin verði svo inn-
lend, sem föng eru á, hér um bil 3
miljónir kr. í reikningslán, sem væru
úti langmestan hluta ársins, og 2 milj.