Ísafold


Ísafold - 29.05.1901, Qupperneq 2

Ísafold - 29.05.1901, Qupperneq 2
f 130 kr., sem væru lánaðar árlega að auki út á farmskrár og kaupmanns víxla, er væru úti cokkurn tíma af árinu. Landsbankinn er svo lítill, að ekki er unt að stjórna honum svo, að viðuu- andi brot af þjóðinni geti orðið ánægt. Hann verður ekki aukinn með óinn- leysanlegum seðlum né með veðdeild- arskuldabréfum, því þegar þau veð- deildarskuldabréf eru seld, sem svara fasteignaveðlánum bankaus, verður hann að skila veðdeildinni hverjum eyri, sem kemur inn fyrir skuldabréf þar fram yfir. Eg er hræddur um, að veðdeildar- bréfin seljist aldrei á útlendum mark- aði, fyr en íslenzkur banki hefir sett upp útibú í Khöfn og bankadeildin þar gæti keypt þau, hve nær sem þau byðust henni; með því móti héldi hún verðinu uppi, en til þess þyrfti hún að hafa töluvert fé framan af, meðan skuldabréfin væru að komast í eigu landsmanna. Veðdeildin ætti að vera svo útbúin, að hún eftir nokkurn tíma gæti lánað út 6 milj. kr. Hve mikið vér þyrftum að hafa sem eiginlegt bankafó (í peningum og seðlum) eftir t. d. 10 ár, er ekki hægt að segja með neinni nákvæmni; verzlunin þyrfti lík- lega 5 miljónir; sjávarútvegur 2 milj. kr.; innlendur iðuaður og verksmiðjur 1 til 2 miljónir og bankadeildin í Khöfn líklegast 2; og svo er alt ann- að, sem peninga þarf til. íslendingar eru svo settir, að þeir verða að gera alt með lánum; vér höfum veð, sem nema meiru en 30 miljónum, þegar öll kurl koma til grafar, og þá eru ó- taldar þrjár tegundir af veðum: dugn- aður, framtaksemi og sparnaður, og út á þau veð hafa skozkir bankar lánað margar míljónir punda, jafnvel meðan Skotar stóðu lægra en vér stöndum nú. Skozku bankarnir hafa líka gert kraftaverk á Skotlandi, sem allir annála. Nú virðist svo, sem allflestir sjái, að landið þurfi miklu stærri banka en Landsbankinn er. Einstöku menn vilja láta landsjóðinn brjótast í að taka lún til þess, og veðsetja tekjurn- ar. Tollarnir í Reykjavík væru veð fyrir alt að 2 miljónum; en eg efast um, að vér kynnum því vel, að sjá hér árum saman tollheimtumenn frá Englandsbanka, sem hirtu tollana á vorn kostnað jafnóðum og þeir gyld- ust. Landstjórnin útvegaði lánið ef til vill aldrei, og þó það fengist, þá yrðu 1—2 miljónir í gulli aldrei líkt því nóg. Hvers vegna á landssjóður íslands að eiga eina bankann, sem til er hér á landínu, þegar það er viðurkent bæði í orði og á borði alstaðar (nema í Svíþjóð),að seðilbankar og aðrir bank- ar eiga að vera einstakra manna eign? |>eir, sem hafa aðra skoðun, eru eftir því sem Scharling, fjármálaráðgjafi Dana, segir: 1. Ýmsir fasteignamenn, sem halda að sér gangi betur með lán við þing en við bankastjórn; 2. Sósía- listar, af því að þeir vilja afnema alla peningaleigu; og 3., menn, sem lítið vit hafa á bankamálum. (Will. Schar- ling: Bankpolitik bls. 312—314). Vér þurfum tunnur gulls, og höfum peninga í nokkura sjóvetlinga; þetta finna því nær allir. Eina ráðið fram úr vandræðunum, og eina ráðið til þess að öll framfaramál þurfi ekki alt af að bíða, er að taka tilboðinu um hlutafélagsbankann. En það er ólán vort í þessu máli, að svo margir, bæði þingmenn og aðrir, hafa of lítið vit á málinu, og úrslitin verða komin undir því, hverju menn trúa, og að sumir þeir, sem rita um bankamálið, hafa ekki næga þekkingu heldur, og vantar alveg fjárhagslegan sjóndeildarhring. Stjórn arbótartil 1 aga Þjóðólfs-mannsins. þiugmaður Arnesinga, sá er aftur- haldsmálgagninu stýrir, hefir sýnilega verið heldur ófús á að lofa alþýðu manna um land alt að sjá stjórnar- bótartillogu þá, er hann var að burðast með á þi'igmálafundum sínum í Ár- nessýslu. Auðsætt er, að einhver af kunningjum hans hefir komið fyrir hann vitinu, eftir að hann kom heim af fundunum, og ráðlagt honum að flíka þeirri tillögu sem minst. En svo hefir nú Isafold gert þingmanninum þaun grikk, að draga hana fram úr dimmunni, gat ekki litið svo á, sem það væri neitt leyndarmál, er þing- menn þjóðarinnar reyndu að fá kjós endur til að samþykkja á þingmála- fundum. |>ingmaðurinn staðfestir nú sögusögn Isafoldar um þessa kynlegu stjóruar- bótartillögu hans — þó að hann geri það œeð mjög íllu, — að öllu öðru leyti en því, að hann kveðst hafa vilj- að fá breytiugarnar samkvæmt núgild- andi stjórnarskrá, en ekki viljað fá stjórnarskrárbreytingar til þess að fá þeim framgengt. Með öðrum orðum: tillaga þing- mannsins hefir verið enn vitlausari en Isafold sagði hana! Hann hefir farið fram á það, að ráðgjafi mætti á þing- inu samkvæmt 34. gr. stjórnarskrár- innar. En sú grein minnist ekki á það með einu orði, að ráðgjafinn megi sitja á alþingi. f>ar á móti sýnir hún það afdráttarlaust, að ráðgjafinn má ekki sitja þar, eins og margbúið er að sýna og sanna. Hún gerir ráð fyrir að veita megi manni umboð til að vera á þinginu »við hlið landshöfð- « ingja«, en sámaðurmá ekkert annað gera en láta þinginu í té skýrslur. Og eft- ir henni má enginn við þingið semja fyrir stjórnarinnar hönd, annar en landshöfðingi, nema »í forföllum lands- höfðingjan. Jafnframt vill hann, án nokkurrar stjórnarskrárbreytingar, flytja ráðgjaf- ann búferlum hingað til Reykjavíkur — hirðir ekki minstu vitund um það, þó að stjórnarskráin segi í 2. gr.: »Hið æðsta vald á Islandi innanlands s k a l á ábyrgð ráðgjafans fengið í hendur landsh öfð ing j a«. Hann vill með öðrum o%um láta umsteypa gersamlega stjórnarfyrir- komulaginu, án þess að hrófla neitt við stjórnarskránni, láta stjórnina umturna því öllu upp á sitt eindæmi, í laga- leysi, þvert ofan í skýlaus fyrirmæli stjórnarskrárinnar! Og hvað heldur svo maðurínn, að unnið væri við það, að hafa þetta svona, í stað þess að fara löglegu leiðina? Yinningurinn er mikill, að því er hann hyggur. Ef þingið skorar á stjórnina að leggja fyrir það frumvarp um breyt- ingar á stjórnarskránni, eins og það gerði 1895, þá er það »algerð uppgjöf«, þá hefir það »slept með því frumkvæð- isrétti sínum til stjórnarbótar* — ein- hverjum frumkvæðisrétti, sem vitan- lega er hvergi til nema í höfðinu á manninum, þar sem stjórnin á alveg sama lagalegan rétt á að eiga upptök- in að stjórnarskrárbreytingum, eins og þingið. En ef þingið skorar á stjórnina að koma á sömu breytingunum, án þess að hrófla naitt við stjórnarskránni, án þess að láta þjóðina eiga þann þátt í breytiugunum, sem hún ætti, ef þær kæmust á samkvæmt stjórnarskrár- breyting, þann þátt í breytingunum, setn hún á skýlausa heimting á Bam- kvæmt stjórnarskránni, ef stjórnin réði slíku til lykta ein, án þess að spvrja þjóðina neitt um það — þá væri það ekki »uppgjöf«, engum »frumkvæðisrétti« þjóðarinnar væri þá slept! Ábyrgðarmaður afturhaldsmálgagns- ins hefði ekki átt að koma með þessa leiðréttingu. Hann hefði átt að vera ísafold þakklátur fyrir, að hún nam burt úr tillögu hans verstu vitleysuna. Sú heimskan var alveg nóg, að vilja setja ráðgjafann inn á þingið við hlið ráðgjafafulltrúans, þvert ofan í skýlaus fyrirmæli sjálfrar stjórnarskrárinnar og þvert ofan í heilbrigða skynsemi — engri nýrri vitleysu á hana bætandi. Nokkurar atkugasemöir um alþýðumentunarerindi E. H. i. Fyrirlestur hr. ritstjóra Einars Hjör- leifssonarum»alþýðumentun hér álandi« er hann flutti í Reykjavík 20. aprll þ. á. að tilhlutun Kennarafélagsins og prentaður er í Tímariti Bókmentafól- lagsins, hefir nú verið sendur sérprent- aður víðs vegar út um land, til presta, prófasta, alþingismanna o. fl. Allvíða er farið að bera á áhuga manna á alþýðumentuninni; ýmsar raddir láta til sín heyra, margar á- kveðnar og sterkar. Nú er ekki lengur hægt að segja, að það séu kennararnir einir, sem láta til sín heyra; er því orðið erfitt að halda því fram, að þeir einir klifi á mentunarskortinum, sem ætli sór að hafa eitthvað »upp úr því«. Sannleikurinn er sá, að hver sá, sem lætur sér 1 alvöru ant um þossa þjóð, hver sem v i 11 að vér höldum á- fram að vera þjóð, verðum mönnuð þjóð, en ekki skrælingjaþjóð, ve r ð u r að tala með um uppeldi æskulýðsins. Hvað annað mundi hafa komið Páli amtmanni Briem af stað ? Hvað ann- að mundi hafa hvatt Einar Hjörleifs- son til að tala ? Vitanlega eru margir, sem hugsaog tala um þetta mál, en það hefir átt of fáa áhugamikla og dugandi fylgis- m8nn. |>ví meiri ástæða virðist til þess, að láta ekki eins og vind um eyrun þjóta orð þeirra, sem tala svo skýrt og skorinort, eins og þeir tveir menn, sem nefndir voru. Fyrir stutt-. leika sakir verður hér að eins minst á »erindi« hr. Einars Hjörleifssonar, og þau atriði málsins, sem hann talar um. Hr. E. H. kveðst þekkja þá skoð- un meðal manna hér, að Islendingar séu bezt mentaða þjóðin á Norður- löndum, og þó lengra væri leitað. Hann lýsir skýrt yfir því, að hann sé annarar skoðunar, og leiðir rök að því, að íslendingar g e t i e k k i verið eins vel mentuð þjóð og t. d. Danir. Og engum heilvita manni, sem les fyrirlestur hans, getur víst komið til hugar að neita því, að honum hafi tekist sú rökfærsla óaðfinnanlega. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að ment- unarleysið standi íslenzku þjóðinni á- þreifanlega fyrir þrifum. Um þetta vill líklega enginn skynsamur maður deiia við hann. En svo eru ráðin til að bæta úr þessu ástandi, ráðin til þess, að gera íslendinga að »hugsandi, félagslyndum, sjálfstæðum, drenglyndum og góðum mönnum« Um þetta hátt setta tak- mark deilir væntanlega heldur enginn. En ráðin til að komast að þessu tak- marki kynni menn heldur að greina á um. Ráðin, sem hr. E. H. bendir á, eru þessi: að útvega þjóðinni fyrst og fremst góða kennara; að stofna barnaskóla svo víða, að hvert einasta barn geti notið tilsagnar að minsta kosti 6 mánuði á ári; að hafa kenslu allra barna ókeypis; að lögleiða skólaskyldu; að skipa kenslumálastjórn, sem »á að hafa nákvæma umsjón með skólunum og veita kenn- arastöðuna annaðhvort að miklu eða öllu Ieyti; umsjón, sem er fólgin í því, að hafa sem ná- kvæmust kynni af skóiunum sjálfum, og taka í taumana, ef eitthvað fer aflaga«. Og hr. E. H. spyr: »Höfum vér efni á þessu? Getum vér klofið það, að veita æskulýð vorum þá fræðslu, sem krafist er í menningarlöndum ver- aldarinnar? Höfum vér efni á því að vera þjóð? Höfum vér efni á því, að vera framfaraþjóð? Eða höfum vér einungis efni á því að vera afturfarar- þjóð?« Allar þessar spurningar tala skýrt til hvers íslendings; sérstaklega mætti beina þeim til þjóðfulltrúanna, sem fjárráðin hafa og lögin setja. Alþingi í sumar mun hafa alþýðumentunar- málið til meðferðar, og sést þá, hvaða trú þ a ð hefi á góðri alþýðumentun, og til hvers það treystir þjóðinni. Vel ætti nú við, að fleiri létu uppi sitt álit um þetta einkar-mikilsverða mál; eg leyfi mér með fám orðum að láta uppi mitt. Góðír kennarar eru auðvitað, eins og hr. E. H. tekur frem, fyrsta og nauðsynlegasta skilyrð- ið. þ>egar þeir eru fengnir, er fyrst tími til að stofna skólana. En höfum vér efni á því, að útvega þjóðinni góða kennara? Höfum vér efni á, að vanda svo til kennaramentunarinnar, að okkar kennarar standi fyllilega jafnfætis alþýðukennurum annarra mentaþjóða? Minna getum vér ekki látið oss nægja, og úr þeirri kröfu er engin ástæða til að draga. Ekkert af aðalatriðum þessa máls er eins auð- velt viðfangs eins og kennaramentun- in. jþar getum vér í öllu verulegu farið eftir kröfum annarra þjóða, og sniðið vorn skóla eftir þeirra. Kostnaðaraukinn umfram það, sem nú er lagt til kennarafræðslu, er svo ó- verulegur, að enginn maður, sem hefir nokkurn skilning á því, hvað í það er varið, að beita fyrir sig góðum kenn- ara í stað óhæfs manns, getur sett hann fyrir sig. þetta atriði er því svo auðvelt viðfangs fyrir þingið og stjórnina, að engum orðum þarf að því að eyða. Verði því ekki komið í viðunanlegt horf þegar á næsta þingi, þá er það að eins sönnun fyrir því, að alþingi er ekki enn búið að fá skilning á því, að lólegui kennari get- ur ekki unnið verkið eins vel og góður kennari. f>egar rætt er um búnað, vegabæt- ur, húsabætur o. s. frv., þá kannast menn alment við það, að til skamms tfma hafi »blindur leitt blindan«, að vér höfum ekki hagnýtt oss á skyn- samlegan hátt reynslu annarra, ekki hagnýtt oss vísindin. þ>að er vís- indunum að þakka, að bændur kunna nú betur en áður að rækta gras; að þeir kunna betur að ala upp hross og nautgripi. |> e s s í vísindi hafa íslend- ingar orðið að kaupa, eins og aðrir, og iðrar víst aldrei, að þeir hafa gert það. Beztu búmennirnir eru fúsastir til að játa, að »dýrast af öllu sé, að hafna aðstoð vísindanna* í búnaði; því að

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.