Ísafold - 08.06.1901, Blaðsíða 2
146
t
ur sínar, eða til að sýnast ekki Iakari
en aðrir. Bn loka samvizkulaust aug-
unum fyrir því, að þeir eru að draga
sjálfa sig og börnin sín á tálar, og
glata ef til vi'll eða gjörspilla framtíð
þeirra.
Eg sé, að sumir þingmálafundirnir,
sem þegar eru baldnir, hafa samþykt
ályktun um, að leggja meira fé til al-
þýðumentunarinnar, og eg efast ekki
um, að í sama strenginn taki mörg
kjördæmi fleiri. þar kemur fram vilji
þjóðarinnar á því, að hrinda þessu
máli áleiðis. En það er þingsins, að
búa svo um hnútana, að féð komi að
tilætluðum notum, þeim notum, sem
eigendur þess, þjóðin, ætlast til.
Jón þórarinsson.
Öhæf og óhafandi.
Allir þeir, sem að nokkuru hafa
kynt sér stjórnmálasögu vora, vita það,
að í einu atriði hefir stjórnin verið ó-
spör á loforðum.
Atvinnuvegi vora hefir hún þózt
vilja efla.
Stjórnarbót hefir bún verið treg til
að veita oss. En hugkvæmdist oss
nokkuð til þess að efla hagsæld Iands-
ins, þá hefir svo sem ekki átt að
standa á stjórninni.
Og oss íslendingum hefir legið við
að trúa þessu. Vitaskuld höfum vér
nær því dagsdaglega þreifað á sinnu-
leysi stjórnarinnar um hag vorn. Vér
höfum kent það ókunnugleik, sam-
vinnuleysi við þing og þjóð og þvi,
að ráðgjafi vor hefir um alt annað
að hugsa en oss. Oss hefir skilist
það vel, hve lítil líkindi væru til þess,
að stjórn vor ætti nokkurn tíma, að
kalla mætti, upptökin að máli,
sem nokkuru verulegu skifti. Og alt
af höfum vér jafnvel mátt við því bú-
ast, að stjórnin mundi ekki reynast
hafa rænu og framtaksemi í sér til
þess að kynna sér þau mál, er þingið
legði fyrir hana og eyða þeim af ein-
tómum ónytjungsskap.
En hitt hafa áreiðanlega fæstir ætl-
að henni, að hún mundi gerast at-
vinnuframförum vorum beinlínis and-
víg — að hún mundi teygjasc til að
vera í samningum svo missirum skifti
um afarmikilsvert atvinnu-velferðarmál
þjóðarinnar, fá öllum sínum kreddum
framgengt í þeim samningum og —
láta s v o hafa sig til þess að ónýta
málið, að svo miklu leyti sem í henn-
ar valdi stendur.
þann veg hefir atferli hennar í
bankamálinu verið háttað.
Ekki ætti að þurfa að leiða frekari
rök að því en þegar hefir verið gert,
um hve stórvægilegt mál fyrir velferð
þjóðarinnar þar er að ræða. f>jóðin
veit nú, hvert niðurdrep vöruskifta-
verzlunin er fyrir sig, og hún veit
líka, að ekki verður bót ráðin á því
megna ólagi á annan hátt en með
nægum peningum. f>jóðin veit, að
landbúnaðurinn þarf stórfé til þess að
geta ræktað landið og gert vörur sín-
ar verulega útgengilegar. f>jóðin veit,
að auðurinn liggur miljónum saman
umhverfis strendur landsins, og að
ekki þarf nema peninga til að eignast
hann. Annarstaðar en á þeim tíltölu-
lega litla bletti, sem til Landsbankans
nær og að honum býr, er peninga-
leysið sannkölluð hörmung og harm-
kvæli. Ekkert af lánum þeim, er fjár-
lögin ætla landsjóði að veita, hafa
menn fengíð þar — og sama sem tek-
ið fyrir þau lán, sem menn hafa áður
gatað gengið að vísum í landssjóði,
svo sem embættislán og prestakalla-
lán. Ejölda manna finst eins og þeir
séu viðjum reyrðir fyrir peningaleysið.
Og öllum vorum framförum, andlegum
og efnalegum, stendur það fyrir þrif-
um.
A siðasta þingi var oss boðin bót á
þessu ástandi, svo sem kunnugt er.
Engum kom á óvart, hvernig stjórn
vor snerist við málinu á undan því
þingi. Hún afsagði gersamlega að
sinna nokkuð þeim mönnum, sem voru
að bjóðast til að koma hér upp öfl-
ugri peningastofnun. Annað eins um-
hugsunarefni taldi hún fyrsta sprett-
inn langt fyrir neðan sig. f>að könn-
umst vór við. f>að er ekkert annað
en búast mátti við af annarri eins
stjórn og vér höfum.
Svo kemur málið inn á þing. Al-
þingi er lengi í standandi vandræðum.
Hér á það að glíma leiðsagnarlaust
við algerlega óundirbúið vandamál,
sem ekkert á skylt við það, er þing-
menn hafa nokkuru sinni numið eða
átt kost á að kynna sér neitt veru-
lega. Fyrir einstaka framtaksemi og
elju fáeinna manna varð þinginu samt
að lokum nokkurn veginn skiljanlegt,
hvernig í málinu lá. Og aldrei þessu
vant, varð það a 11 á einu bandi. Svo
tilfinnanlegur er peningaskorturinn, að
þetta frámunalega sundurþykka þing
krafðist þess í einu hljóði, að þarværi
bót á ráðin.
í síðasta blaði ísafoldar var þess
að nokkuru getið, hvernig stjórnin
brást við þeirri málaleitun alþingis.
f>að, sem henni kemurfyrst til hugar,
er þetta, hvort enginn bagi kunni nú
að verða að þessu frá sjóuarmiði
Dana. Vitanlega eru ýms framfara-
mál vor skemmra á veg komin nú en
þau voru með öðrum þjóðum fyrir 100
árum. Vitanlega á þjóðin við svo örð-
ug kjör að búa, að menn ganga með
lífið í lúkunum út af því, hvort mik-
ill hluti hennar muni ekki stökkva af
landi burt, þegar minst vonum varir.
En samt er það nú fyrsta umhugsun-
arefni stjórnar vorrar, hvort ekki geti
hugsast, að einhverir í hópi hinnar
auðugu bræðraþjóðar vorrar í Dan-
mörku kunni að h a 1 d a sig bíða
einhvern dálítinn halla fyrir það, að vér
fáum í hendur fyrsta skilyrðið fyrir
því að geta þokast áfram í menning
og velgengni.
I þessum samvizkusamlegu hugleið-
ingum kemsthún að þeirri niðurstöðu,
að öflugasta og voldugasta peninga-
stofnunin í Danaveldi, f>jóðbankinn,
sé líklegastur til þess að komast í eín-
hverja kreppu, ef vér Islendingar för-
um að geta aflað oss nægra peninga.
f>ar af leiðandi er þetta velferðarmál
vort borið undir hann.
En svo vill svo kynlega til, að
pjóðbankinn mælir kröftuglega með
málinul Við þann banka þykir ekki
við eiga, að bankastjórar komi með
gífurlegar staðhæfingar, sem ekki ná
nokkurri átt, um fjármál. Við þann
banka rausa ekki bankastjórar um að
menn »afsali sér fjárhagslegri sjálf-
,stæði«, þegar um ekkert slíkt afsal er
að ræða. Við þann banka þykir ekki
sæma, að bankastjórar riti um, að nú-
tíðarmenn og niðjar þeirra verði bundn-
ir »á klafa«, þegar þeir geta ekki fært
nein rök fyrir því. Við þann banka
hafa bankastjórar nokkura siðferðilega
ábyrgð á orðum sínum, og þess vegna
segja þeir ekki alt, sera þeim dettur
í hug að g æ t i komið sér vel fyrir
þá sjálfa að væri satt; sé það bersýni-
lega ósatt þá segja þeir það ekki. Við
slíkar stofnanir er talað gætilega.
f jóðbankinn telur bersýnilega hættu-
legt að auka útgáfu óinnleysanlegra
seðla að nokkrum mun umfram það,
sem hún er nú.
þjóðbankinn telur engin líkindi til
þess, að landið geti aflað sér nægra
peninga á annan hátt en þann, að
stofnaður verði hlutafélagsbanki og
honum veittur réttur til seðlaútgáfu.
þjóðbankinn gerir ráð fyrir því, að
það sé nauðsynlegt eða æskilegt, að
slíkur banki sé stofnaður til þess að
auka peningamagn í landinu, og tekur
það fram afdráttarlaust, að slíkur
banki muni að öðru leyti efla fram-
farir landsins.
Hvað gerir nú stjórnin, þegar hún
er búin að fá slíkt skjal í hendur frá
aðalkeppinaut hlutafélagsbankans fyr-
irhugaða?
|>á verður henni það fyrst fyrir, að
krefjast allra þeirra takmarkana á
hlutafólagsbankanum, sem þjóðbank-
anum hafði getað hugkvæmst að fara
fram á til þess að tryggja hagsmuni
sína, rýra á sem flestan hátt þennan
fyrirhugaða banka Islands, sem á að
verða aðalstoð allra vorra bjargræðis-
vega og líkamlegrar og andlegrar menn-
ingar — hefir það eitt fyrir augum, að
hann skuli ekki á nokkurn hátt, í
smáu né stóru, geta orðið þrándur í
götu fyrir gróða hinnar miklu stofn-
unar úti í Kaupmannahöfn, sem oss
er gersamlega óviðkomandi.
Hvað gera forgöngumenn hlutafé-
lagsbanka-fyrirtækisins þá?
þeir ganga að öllurn skilyrðunum.
Heldur en að láta fyrirtækið velta um
koll, lofa þeir keppinaut sínum að búa
verkfærið í hendur sér eftir sinni vild,
í því trausti, að með tímanum og
smátt og smátt verði unt að fá stofn-
unina sniðna til fulls eftir þörfum
þjóðarinnar og óbrjáluðu viti þeirra
manna, sem eru að hugsa um hags-
muni þ e s s a lands og þess banka,
sem á að koma þ e s 8 a r i þjóð á
æðra menningarstig.
Að eins eitt atriðið, sem á milli
hefir borið, er óútkljáð: fyrirkomulag
útibúsins í Kaupmannahöfn. En svo
auðsveipir hafa forgöngumennirnir ver-
ið þjóðbankanum, að þeir tjá sig fúsa
til að láta enga íslenzka seðla frá sér
fara þar. f>eir vilja að eins hafa
umboðsstofnun í Kaupmanna-
höfn, er bankinn geti snúið sér til
með þau miklu viðskifti, sem hann
hlýtur að hafa í öðrum löndum.
þegar svona er komið, tekur stjórn-
in alt í einu þvert fyrir alla samninga.
þegar hún er búin að draga samning-
ana þrjú missiri, þegar hún er búin
að fá hinn málsaðilanu til þess að
ganga að öllum skilyrðum hennar —
þá segist hún ekki vilja semja lengur.
Hér virðist ekki geta verið nema
um tvent að tefla:
Annaðhvort hefir f>jóðbankan-
um danska, vegna sinna eigin hags-
muna, þótt ískyggilegt að láta nokk-
uð eiga við málið, láta það fá fram-
gang í nokkurri mynd og fengið stjórn-
ina til þess að virða heill íslendinga
gersamlega að vettugi — e ð a stjórn-
in hefir látið bugast af áhrifum frá
þeim örfáu mönnum hér, sem þykir í-
sjárvert og óviðkunnanlegt, að stofna
yfirráðum sínum yfir fjármálum þjóð-
arinnar í nokkura hættu.
Hvort heldur sem er, ætti þetta að
geta lokið upp augunum á öllum heil-
vita mönnum hér á landi, sýnt þeim
afdráttarlaust, hve vel, eða hitt þó
heldur, véi stöndum að vígi með þá
stjórn, sem vér höfum.
Slík meðferð á heilli þjóð er, sem
betur fer, fágæt, og mundi óvíðast
með þökkum þegin. Hvað halda menn
að brezkar nýlendur mundu segja, ef
svona væri með þær farið í Lundún-
um, — ef stjórniu þar færi að aftra
því, að þær gætu fengið þá peninga,
sem þeim sárlægi á?
f>ær mundu auðvitað segja hið sama,
sem allir menn um allan heim mundu
segja, þeir er ekki telja sig fædda til
þess að eyða aldri sínum undirnauta-
svipunni — að slík stjórn sé óhæf og
óhafandi, og að við hana verði menn
að Iosna, hvað sem það kosti.
Yerndun fornleifa.
Það er kunnugt, hvað ymis konar forn-
leifar, fornar rústir og fornir gripir, geta
gefið mikilsverðar uppl/singar að því er
snertir sögu hverrar þjóðar, siöu henn-
ar og háttu um liönar aldir; þetta á
sór eigi síður stað hér á landi en hvar-
vetna annarstaðar; að vísu gefa hin
merkilegu rit forfeðra vorra að ymsu
leyti rækilegar upplýsingar um siðu
þeirra, hugsunarhátt og menningarstig,
en fornleifarnar geta eigi að síður haft
mjög mikla þ/ðingu, að því leyti sem
þær staðfesta orð rithöfundanna og sk/ra
þau — því ávalt er sjón sögu ríkari —
og þess utan fræða þær menn stundum
um atriði, sem ritliöfundarnir þegja um
og það um atriöi, er snerta eigi að eins
sögu lslendinga, heldur og annarra þjóða;
þannig hafa hvergi fundist rústir af
hofum, er Æsir voru d/rkaðir í, annar-
staðar en hér á landi.
En því meira sem fornleifarnar eru
verðar, því meir ríður á að sjá um, að
þær séu eigi skemdar; almenningur hér
á landi hefur og yfir höfuð kannast við
þetta, sem lysir sér bezt í því, hve fús-
ir rnenn hafa yfirleitt verið til að láta
forngripi af hendi til Forngripasafnsins
og hve greiðviknir menn hafa veriö við
erindreka Fornleifafólagsins. Eigi að
síður þykir okkur ástæöa til að skora
á hvern og einn, sem á fornan grip, að
gefa fyrst og fremst Forngripasafninu
kost á að kaupa hann, og má þá um
leiö benda á, að ef gripurinn er eitthvað
merkilegur í sögulegu tilliti, þá mun
enginn borga hann betur en safnið.
Ennfremur viljum við biðja menn, er
vita af fornum rústum, að hagga eigi
við þeim, nema nauðsyn beri til, og ef
eigi verður hjá því komist, að gjöra þá
Fornleifafólaginu viðvart um það, ef auð-
ið væri að láta rannsaka þær, áður en
við þeim er haggað. En só þess eigi
kostur, þá að hyggja sem nákvæmast
að rústinni og öílu, sem þar kann að
koma fram, og skrifa upp þegar í stað
sem nákvæmasta 1/singu á því með
máli, uppdrætti og öðrum sk/ringum.
Skyldu menn að óvörum koma niður á
forna dys eða hitta aðrar fornmenjar í
jörðu, þá viljum við biðja menn að
hreyfa helzt sem minst við því, þangað
til maður gæti verið við til að rannsaka
það, en umfram alt forðast, ef þeir
koma niöur á nokkuð hart, er kynni að
vera forngripur, að brjóta það þá ekki
sundur, heldur grafa gætilega kringum.
það.
Við treystum því, að almenningur, sem
s/iit hefir Forngripasafninu og Forn-
leifafólaginu þá góðvild, sem að undan-