Ísafold - 26.06.1901, Blaðsíða 3
167
hátfc, er frumvarp þingsins 1899 gjörir
ráð fyrir; þurfi að leggja á nýja tolla
til að vega upp þá upphæð, er endur-
gjalda þarf úr landssjóði, mælir fund-
urinn á móti tolli á matvöru og eins
móti hækkun á kaffi- og sykur-tolli, en
vill að tollur sé lagður á aðflutta
skinnavöru og smjörlíki. 1. liður
samþykktur með 21 atkv. gegn 1; 2.
liður samþyktur í einu hljóði.
5. þjóðjarðasala. Fundurinn er
hlyntur þjóðjarðasölu. Samþykt í
einu hljóði.
6. Fátækramál. Fundurinn álítur,
að í því efni sé eina ráðið, að skipuð
sé milliþinganefnd, er taki fá-
tækralöggjöfina til gagngjörðrar endur-
skoðunar, en að sveitfestistíminn verði
þó þegar í stað styttur til muna, helzt
niður í eitt ár, að dvalarsveitin borgi
veittan styrk að nokkuru leyti, og að
gangur sveitfestismála verði gjörður
greiðari.
7. Landbúnaðarmál. Fundurinn skor-
ar á þingið, að greiða fyrir landbúnaðin-
um og hlynna að honum svo sem unt
er, sérsfcaklega að auka styrk til bún-
aðarfélaga, veita styrk fyrir haughús,
safnforir og heyhlöður, og enn fremur
að veitt verði veruleg upphæð til þess,
með vatnsveitingum, að verja þjóð-
jarðir í Leiðvallarhreppi fyrir eyðilegg-
ing. Samþykt í einu hljóði.
8. Kosningarlög. Að þingið sam-
þykki ný kosningarlög með leynilegri
atkvæðagreiðslu og fleiri kjörstöðum,
helzt í hverjum hreppi, og að meiri
hluti atkvæða í sýslunni ráði kosning,
eins og nú eru lög. Samþykt með
öllum þorra atkvæða.
9. Alþýðumentunarmál. Fundur-
inn vill, að veittur sé styrkur til um-
gangskenslu, eins og að undanförnu, en
hert skilyrðin fyrir styrkveitingunni
og að jafnframt sé aukinn styrkur til
kennarafræðslu. Samþykt með öllum
afckvæðum.
10. Fundurinn vill að yfirsetukvenna-
laun séu greidd úr landssjóði. — Sam-
þykt með öllum þorra atkv.
11. Skattamál. Fundurinn er með-
mæltur því, a lauáafjárskatturinn sé
afnuminn og lausafjártíund numin úr
lögum.
12. Strandferðir. Fundúrinn óskar,
að strandferðabáturinn komi við í
hverri ferð í Vík í Mýrdal.
13. Fiskiveiðamál. Fundurinn mót
mælir því, að leyfi verði veitt til botn-
vörpuveiða í landhelgi hér fyrir
ströndinni, nema því að eins að hér-
aðið fái fullkomið endurgjald fyrir
skaða allan, er af því leiðir, og að
fyrirsjáanlegt sé, að gjörð verði í hér-
aðinu trygg höfn eða lending innan
skamms tíma.
14. Fundurinn óskar þess, að fé
verði veitt til að gjöra brú á Skaftá
á póstleiðinni.
Fundargjörð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið.
Magn. Bjarnarx. Guðl Guðmundsson
fundarstjóri. skrifari.
Fyrir vesturhreppa sýslunnar var
haldinn annar fundur 18. þ. mán. að
Vík í Mýrdal og þar borin upp öll hin
sömu mál og með nær sömu ályktunum,
nema í stjórnarskrármálinu, og í stað
brúar á Skaftá er þar beöið um styrk
til að »rannsaka hafnarstæði hér við
ströndina, og hvað kosti að gera hér
höfn, og lsstur í Ijósi, að til þess ætti
að leggja nokkra upphæð af héraðsins
hálfui.
Fundarstjóri var Gunnar Ólafsson
faktor og fundarskrifari Gísli prestur
Kjartansson.
Reykvíkinqab.
þeir samþyktu á pingmálafundi í
gærkveldi þannig orðaða tillögu í
bankamálinu, er Björn Jóns-
aon ritstjóri flutti:
»Fundurinn telur nauðsynlegfc að
koma hér upp öflugum banka með nægu
fjármagni, — og sér ekki annað ráð
til þess en að ganga í félag við úfc
lenda peningamenn um stofnun hluta-
félagsbanka, en yfirráð landsmanna
yfir þeim banka sóu trygð sem bezt
að verða má«.
Fyrri hluti álykfcunarinnar, út að
strikinu — var samþyktur í einu
hljóði eða því sem næst, en sfðari
hlutinn með 53 atkv. og svo fáum í
móti, að fuudarstjóri (B. M. Olsen)
kvað óþarft að vera að telja þau; en
— gegnir svo þar á effcir einhverju
kalli fram í salnum um, að gengið sé
til atkv. aftur móti síðari hlutanum
tjáist þá fá 55 atkv. í móti og læt-
ur svo bóka, að síðari hlutinn sé feld-
ur með 55 atkv. gegn 53! það var,
sem nærri má geta, áþreiíanlegt, að
fundarmenn áttuðu sig ekki á þannig
lagaðri ífcrekaðri atkvæðagreiðslu eftir
á um n o k k u ð af fcillögunni, heldur
ímynduðu sét svo og svo margir, að
verið væri að bera málið a 1 t upp aftur í
heilu lagi, og greiddu því atkv. því
til staðfestingar. Vegna þess misskiln-
ings var heimtuð ítrekuð, skýr atkvæða-
greiðsla um alla tillöguna, en því neit
aði fundarstjóri harðlega, eins og hans
var von og vísa.
Feld var áður en fyrgreind tillaga
var upp borin svo látandí tillaga frá
þingmanni Eeykvikinga, bankastj.
Tr. Gunnarssyni, með 49 atkv. gegn
42 (að meðtöldum fundarstjóra, sem í
því eina máli greiddi atkv., auðvitað
með bankastjóranum):
•Fundurinn telur nauðsynlegt að
auka fjármagn Landsbankans, sam-
kvæmt þörfum landsmanna*.
þá var í stjórnarskrármál-
i n u samþykt svolátandi ályktun, er
Jón Jenson yfirdómari flutti, með 54
atkv. gegn 44:
»Fundurinn skorar á alþingi að
samþykkja frumvarp til breytingar á
stjórnarskránni í þá átt, að skipaður
verði sérstakur ráðgjafi fyrir Island,
er mæfci á alþingi og beri ábyrgð fyrir
því á allri stjórnarafchöfninni».
Feld var áður eftirfarandi tillaga
þingmannsins, bankastj. Tr. G., með
49 atkv. gegn 38:
»Fundurinn skorar á alþingi að hafna
slíkum breytingum á stjórnarskipun
landsins, sem fara 1 líka átt og dr.
Valtýr hefir haldið fram, og vill jafn-
framt leggja til, að alþingi gjöri ráð-
stafanir á þann hátt, sem hentugast
má virðast, til að koma á nauðsyn-
legum umbótum á stjórnarfari landsins*.
Enn fremur var feld, með mjög litl-
um atkvæðamun þó, þessi tillaga frá
Vilhj. Jónssyni.
•Fundurinu skorar á alþingi, að gera
það sem f þess valdi stendur til að
færa æðstu stjórn sérmála vorra inn í
landið, t. d. þannig, að skipaður verði
sérstakur Islandsráðgjafi, er væri Is-
lendingur, bæri ábyrgð á stjórnarat-
höfninni, væri launaður af landsfé og
búsettur í Rvík«.
þá var í kosningarlagamál-
i n u samþykt í einu hlj. og nær um-
ræðulaust tillaga frá Jóni ritstj. Ólafs-
syni um heimullegar kosningar og
fjölgun kjörstaða.
Að því loknu var mjög áliðið orðið
fundartímans og gelrk þorri manna af
fundi. þó voru enn gerðar ályktanir
í nokkrum (7—8) málum öðrum, með
fám atkvæðum og daufu fylgi. þ>au
munu nefnd verða næst.
* * *
Níðurstaðan í stórmálunum á fundi
þessum varð, eins og menn sjáT, held-
ur bágborin í garð bankastjórans, og
þarf hann þó ekki að saka sig um,
að hann gerði ekki það, sem hann gat,
til þess að hún yrði öll önnur. Til
fundarstjóra fekk hann kjörinn óbrigð-
ulan fylgifisk sinn, rektor B. M.
Ólsen, með litlum atkvæðamun þó
(aðrir höfðu í kjöri Halldór Jóns-
son), mann, sem kunnugir vitanlega
auk þess hafa nauðalítið traust á
að því er til óhlutdrægni kemur.
Annað bragð bankastjórans var, að
tiltaka dagskrá, þar sem höfð voru
hin og þe8si miður merkileg mál á
uudan stórmálunum, en þannig vaxin,
að hann gerði sér beztu von um mik-
ið fyigi kjósenda í þeim, auðvitað í
því skyni, að stórmálin yrðu þá út und-
an. Bu um það tók þó fundurinn af
honum ráðin.
I heljar greipum.
Frh.
Arabar höfðu numið staðar hér
um bil 300 faðma þaðan, sem ferða-
mennirnir voru. Auðséð var á því,
hve hægt þeir fóru sér, að þeir vissu
það vel, að ferðamennirnir gátu ekki
með nokkuru móti gengið úr greipum
þeirra. Fiestir hleyptu af, án þess að
fara af baki úlföldum sxnum; nokkur-
ir höfðu þó farið af baki, krupu hér
og þar, og voru eins og ofurlitlir hvífc-
gljáandi blettir á gulum grunni. Stund-
um kvað við eitfc og eitt skot, líkt og
barið væri að^dyrum snarplega, stund-
um glamraði heil skothríð. eins og
þegar drengur dregur spýtu effcir járn-
grindum. Uppi á ásnum þutu kúlurn-
ar líkt og býfleygisfylking og skullu
snarplega á klöppunum.
*þ>ér gerið ekkert gagn moð því að
standa á bersvæðú, sagði Belmont og
dró Cochrane hersi bak við bjarg
mikið, er þrír af súdönsku hermönn-
unum höfðu fyrir varnargarð.
»f>að bezta, sem við getum vonast
eftir, er að verða fyrir einhverri kúl-
unni«, sagði Chochrane þungbúinn.
»MikiIl bölvaðnr asni var eg, Belmont,
að eg skyldi ekki þvertaka fyrir þetta
flan. Hvað ilt, sem mér ber að höna-
um, þá á eg það skilið ; en þetta er
hart fyrir aumingja fólkið, sem hafði
alls enga hugmynd um hættunaa.
»Við getum ekki gert okkur neina
bjargarvon ?«
»Alls enga«.
•Haldið þér ekki, að þessar skothríð-
ir kunni að verða til þess, að hersveit-
ir komi frá Halfa?«
»|>að er ómögulegfc, að þær heyrist
þangað. Héðan til gufubátsins er full-
komlega 9£ röst. þaðan til Halfa eru
svo 8 rascir í ofanálag«.
»Satt er það; en frá gufubátnum
verður gert viðvart, þegar við komum
ekki þangað aftur«.
»Og hvar verðum við þá?«
•Aumingja Nóra ! Aumingja Nóra
litla!« tautaði Belmont fyrir munni
sér.
»Hvað haldið þér, að þeir geri við
okkur, Cochrane ?« spurði hann eftir
dáiitla stund.
»]?eir skera okkur að líkindum á
háls; líka getur verið að þeir flytji
okkur til Khartum sem þræla. Eg
veit ekki, hvort betra er. fparna losn-
aði nú að minsta kosti einn okkar við
áhyggjur sínar«.
Hermaðurinn, sem uæstur þeim var,
hafði skyndilega sezt niður og hallað-
ist áfram á hné sín. Hreyfingin var
svo eðlileg og eins stellingarnar, að
örðugt var að gera sér grein fyrir því,
að kúla hefði farið gegn um höfuðið
á honum. Hvorki hreyfði hann sig
nú minstu vitund, nó sfcundi neitt.
Félagar hans lutu niður að honum
allra-snöggvast, yptu svo öxlum og
sneru aftur svörtum andlitunum að Ar-
öbum.
Belmont tók upp rifSl látna manns-
ins og skotfærapuug hans.
•Bkkinema þrjú skot eftir, Cochrane«,
sagði hann og hélt á litlu látúns-
hylkjunum í lófa sínum. »Við höf-
um látið þá skjóta alt of oft og alfc of
snemma. Við hefðum átfc að bíða á-
hlaupsins*.
»f>ér eruð nafnfræg skytta, Belmont«,
sagði hersirinn. »Eg hefi heyrt, að
þór séuð ein af beztu skytfcum í heimi.
Haldið þér ekki, að þér gætuð hitt
foringjann þeirra?«
»Hv r þeirra er það?«
»Eftir því, sem eg ímynda mér, er
það maðurinn þarna á hvíta úlfaldan-
um, í fararbroddi hægra megin. Eg
á við rnanninn, sem bregður báðum
höndum fyrir augu sér og starir á
okkur«.
Belmont hlóð byssuna og breyfcti
miðinu.
»|>að er afleitlega ilt að gera sér
grein fjrir fjarlægðinni í þessu skygni«,
sagði hann. »f>egar svona stendur á,
kemur uppfundning Lee-Metfords að
góðu haidi. Við getum reynt á 500«.
Hann hleypti af; en engin breyting
varð sýnileg á hvíta úlfaldanum, né
mauninum, sem á honum sat og starði
fram fyrir sig.
»Sáuð þér, hvort sandurinn þyrlaðist
nokkurstaðar upp?«
»Nei, eg sá ekkert«.
»Eg geri ráð fyrír, að eg hafi miðað
of hátt«.
. »Reynið þér aftur«.
Alt var jafnstöðugt — maðurinn,
byssan og steinninn ; en ekki sakaði
úlfaldann né foringjann fremur en áð-
ur. f>riðja skotið hefir víst verið nær
því að hitta; því að foringinn flutti
sig um nokkur skref til hægri handar,
eins og honum væri orðið eitthvað ó-
rótt.
Belmont var nú orðinn skotfæra-
laus og fleygði riflinum frá sór í
gremju.
»f>að er þetta bölvað skygni!« sagði
hann og roðnaði af skapraun. »Að
hugsa sér, að eg skuli hafa farið svona
með þrjú skothylki! Ef eg hefði
haft hann í Bisley, þá skyldi eg
bafa getað skotið túrbaninn af honum;
en í þessari óstöðugu, skörpu birtu er
jafn-örðugt að miða, eins og miðað
væri móti sól. Hvað gengur að franska
manninum ?«
Monsieur Fardet óð fram og aftur
um flöfcina, eins og maður, sem geit-
ungur hefir stungið.
S’cré noml S'cré nom\ æpti hann og
sá í sterklegar hvftar tennurnar fyrir
innan svart, vaxborið yfirskeggið.
Hann vingsaði hendinni í mestu á-
kefð, og blóð rann fram á fingurgóma
honum. Hann hafði fengið skinn-
sprettu á úlnliðinn.
Headingleg hljóp út undan steinin-
um, sem hann hafði kropið bak við,
til þess að koma franska manninum
æðisgengna í skjól fyrir kúlunum; en
hann var ekki fyr kominn þrjú skref
burt frá sfceininum en kúla kom 1 mjó-
hrygginn á honum og hann hneig nið-
ur innan um grjótið. Hann stóð npp
aftur, en skjögraði, hneig svo aftur
niður í sömu sporum og bylci sérfram
og aftur eins og hryggbrotinn hestur.
»Eg er alveg frá«, sagði hann í
hálfum hljóðum við hersinn, sem hljóp
til hans til þess að hjálpa honum.
Svo hætti hann að hreyfasfc nokkuð,
lá grafkyr með postulinshvíta lfinnina
upp við svarta steinana. Ári áður
hafði hann verið á gangi undir álm-
unum 1 Cambridge, og þá hefir hon-
um vísfc sízt af öllu komið til hugar,
að það mundi eiga fyrir honum að
liggja, að verða veginn af ofstækis-
fullum Múhameðstrúarmanni í Lybíu-
öræfum.
Meðan þessu fór fram, hafði fylgd-
arliðið hætt að skjóta; það var orðið
alveg skotfæralaust. Afiur hafði einu
maður úr þeim hóp baðið bana, og