Ísafold - 03.07.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.07.1901, Blaðsíða 2
174 og Vér lítum með alpingi Voru d pað með pakklátri viðurkenning, hve miklar framjarir hafa orðið síðan á peirri undirstöðu, er pá var lögð. Oskir pœr, er menn engu að síður hafa á Islandi um breytingar á pess- ari undirstöðu, haja liingað til ekki fengið fylgi alpingis með peirri takmörk- un á peim, ér geri pað liægt yfirleitt að verða við peim, eða í peirri mynd sérstaklega, er stjórn Vor heúr á tveim síðustu pingum lýst aðgengilega án pess hún hafi sjálf borið málið fram; en fáist fylgi alpingis til pess í ár, er pað jramvegis ætlun Vor að synja ekki er til kemur um sampykki Vort til pess, að pannig breytt skipun megi komist á. Með hinum heitustu óskum um fram- tíð Islands og innilegri von um, að starj alpingis verði og landi til heilla og hamingju, heitum vér pví hylli vorri og konunglegri mildi. Ritað á Amalíuborg /7. maí lyoi undir vorri konunglegu hendi og inn- sigli Christian R. Synodus. f>atm fund sóttu nú (28. f. m.) auk stiftsyfirvaldanna 23 prestar og prófast- ar, og 2 prestaskólakennarar, — nokkr- ir úr öðrum landsfjórðungum. — Síra Arnór f>orláksson sté í stólinn áður og lagði út af Tít. 2, 7—8. Biskup lagði fram og las upp ávarp frá hinu evang. lúterska kirkjufélagi Is- lend. í Vesturheimi, dags. 25. júní 1900, út af kristnitöku íslendinga fyrir 900 árum, svo og svar sitt, fyrir hönd kirkjunnar, til kirkjufélagsins vestra. Fundurinn lýsti yfir hluttöku sinni og samþykki með því að standa upp. f>á var skift styrk til uppgjafapresta og prestsekkna — samþyktar tillögur stiftsyfirvalda um það, og ennfremur, að einhverri minni háttar fjárhæð skuli eftirleiðis vera óráðstafað, er á syn- odus kemur. Biskup lagði síðan fram reikning Prestaekknasjóðsins árið 1900; var sjóðurinn í árslok þá 22638 kr. 74 a., og hafði aukist um fullar 500 kr. á áriuu. Tillög og gjafir á árinu námu 214 kr. 84 a. úr 15 prófastsdæmum. Um síðastliðin 11 ár hefir gefist til sjóðsins 2446 kr. 53 a., og á sama tíma hefir prestsekkjum verið veittur styrkur úr sjóðnum að upphæð 6500 kr. Sú tillaga biskups var síðan samþykt, að útbýta næsta ár úr sjóðn- um sömu upphæð, 700 kr. Síðan flutti docent síra Jón Helga- son fyrirlestur um ávinninginn af biblíurannsóknum nútímans. Að fyr- lestrinum loknum þakkaði biskup ræðumanni í nafni fundarins fyrir hina röksamlegu og fróðlegu ræðu. Biskup gaf síðan annálsbrot eða kirkjulega statistik og yfirlit yfir ytri hag kirkjunnar islenzku nú um alda mótin. Prestaköll voru í árslokin talsins 142, en 2 þeirra eru í raun og veru enn ekki orðin sérstök presta- köll, sem sé Klyppstaður og Staður í Súgandafirði. Af þessum 140 presta- köllum voru um síðustu áramót 134 skipuð, en 6 laus; aftur voru á land- inu 5 aðstoðarprfistar. Tala kirkna var í árslokin 279. A árunum 1863— 1900 hafa verið lagðar niður 21 kirkja og við sameiningar fækkað um 25, fækkun alls 46. Aftur á móti hafa verið reistar 6 kirkjur þar sem engar voru áður og við sameignirnar reistar 20 nýjar kirkjur; viðbót þá alls 26. Fækkun 20. Auk þess eru 2 bæna- hús, á Ketilstöðum og í Papey; enn er eitt bænahús reist í Furufirði, óvígt og ótekið til brúkunar. Af þessum 279 kirkjum eru 92 í umsjón presta, 82 í umsjón safnaða og 104 bændakirkjur; 12 eru úr steini, 252 úr timbri og 15 úr torfi. Um 1860 voru timburkirkjur og torfkirkjur jafnmargar. Menn í andlegum embættum voru alls 144; uppgjafaprestar hérlendir 19. Síra Friðrik Hallgrímsson vakti máls á því, að í prentuðu frumvarpi um alþingiskosningar væri gjört ráð fyrir koaningum á sunnudegi, og skyldi þá vera messufall um land alt. Bar hann fram svo látandi tillögu: Sýnódus mótmælir því fastlega, að sunnudagur eða helgidagur verði tek- inn til ko3ninga til alþingis, eins og gjört er ráð fyrir í nýprentuðu laga- frumvarpi, og skorar á alþingi, og sér- staklega á biskup og presta þá, er á alþingi sitja, að afstýra því. Tillagan var samþyiit. þegar hér var komið fundinum, var klukkan um 3 og var þá fundarhlé til kl. 5, og fór þá þaðfram,er hér segir: Biskup hóf urrræðijr um störf og_ verksvið sóknarnefnda. Máli því hafði meðal annars verið beint til biskups frá hóraðsfundi Árnesiuga með þeirri áskorun, að semja reglugjörð fyrir sóknarnefndir, og lagði biskup fram frumvarp til reglugjörðar, sýnó- dus til athugunar. Beglugjörðin var lesin upp í heild sinni, og síðan íhug- uð grein fyrir grein, alls 9 greinar, og þær allar samþyktar með fáeinum smávægilegum breytingum; síðan var reglugjörðin samþykt í heild sinni. Biskup tók að sér að flytja inn á þing þá breyting, að sóknarnefndir verði kosnar til 3 ára. Biskup tók þá fyrir málið um vá- trygging kirkna, og hafði hanu leitað álita prófastsdæmanna um það. Vfð- ast hefir ýerið óskað að fá innlenda á- byrgð, og ýmist stungið upp á lands- sjóði eða kirkjusjóði, eða þá sameigin- legum innbyrðissjóði kirknanna til á- byrgðar. Stiftsyfirvöldin töldu kirkju- sjóðinn eigi færan tii þess, og mjög hæpið að landssjóður vildi beint taka ábyrgðina að sér, og því vart um ann- að að ræða en sameiginlega ábyrgð eða erlenda eldsvoðaábyrgð. Til tals hafði komið, að fá ábyrgð fyrir öðru tjóni en af eldsvoða, en talið víst að slík á- byrgð fengist ekki. Samþykt var að kjósa 3 manna nefnd til að íhuga mál- ið og segja álit sitt um það fyrir næstu sýnódus. þessir voru kosnir: Bískup Hallgr. Sveinsson með 15 atkv. Lektor þórh. Bjarnarson — 15 — Docent Eiríkur Briem — 8 — jþá flutti lector þórhallur Bjarnar- son inngangserindi um umferðarkenslu og kristindómsfræðslu, og lagði sér- staka áherzlu á það, að skilyrðin um landssjóðsstyrkinn trygði eigi prestin- um ráðning sveitakennarans, og að sveitakennarinn yrði að kenna kristin- dóm, hvort sem hann væri hæfur til þess eða ekki. Eftir nokkrar umræður voru eftir- farandi áskoranir til alþingis sam- þyktar: 1. Að prestar fái að lögum meira at- kvæði en þeirnú haíaum ráðning sveitakennara. 2. Að landssjóðsstyrkur sé veittur sveitakennurum, þótt eigi hafi þeir kristindómsfræðslu á hendi, hafi viðkomandi sóknarprestur leyst þá frá því starfi. 3. Að fjárveitingarvaldið styrki sem raest barnaskólana, og hafi það fyrir augum, að þeir taki við af umg’ngskenslunni, þar sem því með nokkuru móti verður við kotnið. Fyrsti sigurinn. í fyrra dag vann stjórnarbótin fyrsta úrslita-sigurinn á þingi. Til þess að henni geti orðið fram- gengt, þurfti stjórnarbótarflokkurinn að haga svo kosningu til efri deildar og forsetakosningum, að í b á ð u m deildum sé meiri hluti þeirra þing- manna, er atkvæði greiða, stjórnarbót- inni sinnandi. Undir þessum kosningum voru af- drif málsins í þinginu komin. Og við þessar kosningar hlaut það að koma í ljós, hvor flokkurinn, stjórnarbótar- menn eða afturhaldsliðið, væri öflugri. Úrslitin urðu þau, að stjórnarbótar- menn unnu hvarvetna sigur. Allar kosningarnar fóru nákvæmlega eins og þeir ætluðust til. Nú leikur þá enginn vafi á þvf framar, að stjórnarskrárbreytingar vsrða sam- þyktar á þessu þingi. Vitaskuld má við því búast, að aft- urhaldsliðið gefist ekki upp, fyr en í síðustu lög, og ef til vill aldrei. |>að beitir auðvitað kröftum sínum enn til þess að spyrna á móti broddunum. f>að byggir vafalaust framar öllu öðru vonir sfnar á landsböfðingja. Og það reynir að bera hann fyrir ósönn- um sögum nú, eins og að undanförnu. Afturhaldsliðið minnist þess nú með viðkvæmum og vonarrlkum hugarhrær- ingum, hve óþyrmilega stjórnarfulltrú- inn flutti alþingi 1897 tilboð stjórnar- innar 1 stjórnarskrármálinu — að hann flutti það þá þann veg, að sumir þingmenn þorðu ekki að sinna því, fyr en búið var að kveða niðurgrýlur stjórnarfulltrúans eftir langa mæðu. Skiljanlega gerir afturhaldsliðið sér vonir um aS takast kunni að leika sams konar leik með þingmenn í sum- ar eins og á þingi 1897, þegar ein- stök stjórnarskrárbreytingaratriði koma til umræðu. Vér segjum engan veginn, að þetta verði reynt nú af stjórnarfulltrúans hálfu. En hitt getur ekki veriS nokk- urum vafa bundið, að afturhaldsliðið vonast eftir því og lítur á það sem helzta skilyrði þess, að nnt verði enn í sumar að hnekkja stjórnarbót- inni. Og jafnframt má ganga að því vísu, að sama athæfinu verði beitt, eins og vér erum nú farnir að venjast við, því athæfi, að fylla eyru manna og huga með tilhæfulausum sögusögnum og bera landshöfðingja fyrir þeim. Hvernig var ekki heimkoma laudshöfðingja úr utanför hans notuð í vor. Tafarlaust þegar hann er stiginn á land, taka sendlar afturhaldsliðsins að þenja sig um bæinn til þess að telja mönnum trú um, að landshöfðingi hafi komið með þær fregnir frá stjórninni, að útséð sé um alla samninga. Og svo er aftur- haldsmálgagnið látið flytja ósannindin út til þjóðarinnar allrar í því skyni að lama þingmálafundi stjórnarbótarvina. Hver getur efast um, að afturhalds- liðið taki til sömu ráða nú í fjörbrot- unum? En við öllum slíkum blekkingum á stjórnarbótarvinum nú að vera óhætt. Boðskapur konungs vors tekur af öll tvímæli. jpar er skýrt og skorinort lýst yfir því, að konungur vilji stað- festa allar þær kröfur í málinu, er hægt sé að verða við. Engin hætta ætti því á því að geta verið, að stjórn- arbótarmenn bresti hug til að fara nógu langtí breytingaáttina. Yið hinu virðist oss sannast að segja hættara, að konungs-boðskapurinn kunni að freista stjórnarbótarvina til að fara 1 e n g r a í breytingaáttina en hyggilegt er. Og ganga má að því vísu, að afturhaldsliðið leiti við að ala á þeim freistingum, þegar önnur ráð reynast ónýt! Yér verðum að minnast þess fyrst og fremst, að þó að stjórn vor só samningafús, sem hún vitanlega er — það sannar konungs-boðskapurinn svo áþreifanlega, sem framast verður — þá er hún ihaldssöm, og þar af leið- andi hyggilegast og varlegast að sýna sem mesta sjálfsafneitun í kröfunum, eins og nú er ástatt, svo framarlega 8em vér viljum geta gengið að því nokkurn veginn vísu, að stjórnarskrár- breytingar-frumvarp alþingis í sumar nái staðfesting konungs óbreyct. Og þó að það væri engan veginn árang- urslaust, eins og sýnt var fram á í síðasta blaði Isafoldar, að samþykkja í sumar frumvarp, sem stjórnin gæti ekki til fulls gengið að, en væri ann- ars bygt á þeim samningagrundvelli, er hún hefir afmarkað, þá væri þó að sjálfsögðu mikið mein að töfinni, sem af því hlytist. Ólagið á stjórnarfari voru er sannarlega megnara en svo, að gerandi sé leikur til þess að tefja fyrir Iagfæringum á því, þó ekki væri nema um eitt ár að tefla. Og jafnframt eigum vér að hafa það hugfast, að jafnvel þótt engu væri aukið við þau stjórnarbótaratriði, sem stjórnin hefir skýlaust lýst yfir að hún muni ganga að, stöndum vór alt öðru vísi að vígi eftir en áður, að því er til nýrra Stjórnarskrárbreytinga kemur. Fáum vér ráðgjafann á þing, og þar af leiðandi í samvinnu við þjóðina, er engin ástæða til að efast um, að vér munum framvegis geta komið fiam þeim stjórnarskrárbreytingum, er þjóð vor kann á þeim og þeim tíma að þarfnast, þar sem vér aftur á móti höfum fengið dýrkeypta reynslu fyrir því, hve örðugt það er, meðan þingið nær ekki tali af stjórn sinni. þess vegna á meiri hluti þingsins, stjórnarbótarliðið, að fara varlega í þetta sinn, sýna stillingu og sjálfsaf- neitun og tefla ekki á tvær hættur að svo miklu leyti, sem með nokkuru móti verður hjá komist. Kosniner þingmanns Dalamanna. Allsnarpar umræður urðu um kosn- ing Björns Bjarnarsonar, þingmanns Dalamanna. Kæra hafði komið frá þingmönnum út af tvenns konar göll- um. • Annar var sá, að kjörfundarboðið hafði ekki komið í tvo hreppa kjör- dæmisins fyr en örfáum dögum fyrir kjórfund. |>á fyrst hefði sýslumaður sjálfur farið eð ríða um sveitirnar og tilkynna mönnum kjörfundinn. Hinn gallinn var framkoma sýslu- manns á kjörfundi; þar hefði hann beitt hlutdrægni, mælt freklega fram með sjálfum sér og móti keppinaut sínum, steytt hnefann framan í kjós- endur úr kjörstjórnarsæti bg gefið í skyn, að framkomu þeirra gagnvart sér mundi verða minst. Að því, er fyrra liðinn snerti, færði B. B. sér til afsökunar, að kjörfundar- boðið hefði hann sent í tæka tíð, en svo hefði það glatast á leiðinni, og lagði fram vottorð frá verzlunarstjóra í Búðardal því til sönnunar. Fyrir vanstilling sinni á kjörfundi gerði hann þá grein, að kvöldinu fyr-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.