Ísafold - 03.07.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.07.1901, Blaðsíða 3
175 ir kjörf’and hefði hann fengið hótunar- bréf þess efnis, að hætti hann ekkj kosningabraskinu, mætti hann eiga von á kæru fyrir ýms afglöp. Svo hefði maður skammað sig á kjörfund- inum. |>essu hvorttveggju hefði hann reiðst og í reiði sinni steytt huefann, minst á bréfið og sagt, að þess mundi verða minst í blöðunum. En ekki hefði hann gert þetta sem kjörstjóri. Kristján Jónsson (framsögumaður kjördeildarinnar), Skúli Thoroddsen og dr. Valtýr Guðmundsson vildu láta rannsaka kæruna og fresta sam- þykt á henni, þangað tíi er sú rann- sókn hefði fram farið. Klemens Jóns- son.LárusH. Bjarnason og Björn Bjarn- arson sjálfur mæltu með því, að kosn- ingin værí þegar tekín giid. Kosningin var samþykt með 19 at- kv. En eftir krötu dr. V. G. lofaði forseti sameinaðs þings að skjóta á fundi bráðlega til þess að ræða um, hvort skipa skuli rannsóknarnefnd í málið. Stjórnar-frumyörp. jpau eru ekki færri en 26 að tölunni til, frumvörpin sem stjórnin lét leggja fyrir þingið í gær. En »smátt skamtar hún móðir mín smjörið«. Jþvílík smásmíði. jpvílíkur árangur af 22 mánaða vinnu þessarar stjórnarnefnu, sem vér höfum! Ekki að kalla má nokkurt eitt n ý mæli. Ekkert sem þurft hefir nokk- uru skapaðan hlut fynr að hafa, eða fyrirhöfn geti kallast, hvort heldur er umhugsun eða rannsóknir af nýju tægi. Varla mun nokkurt land í heiminum eiga stjórn, sem færra dettur nýtt í hug né minna leggur á sig til að undirbúa lög- gjafarmál. Ekki einu sinni Danmörk, oger þá langt til jafnað. |>að lítið af þessum 26 frumvörpum, sem nokkur veigur er í, er uppsuðaaf frumvörpum frá síðasta þingi, sem stjórnin hefir fundið eða þózt finna einhverja skekkju í og því synjað staðfestingar, eða af nýlegum lögum, sem smíðalýtin hafa ekki fundist á fyr en eftir að búið var að staðfesta þau. Prófarkalestur á því, sem þ i n g- i n u dettur í hug og þ a ð ber upp nýmæli um; það er alt og sumt hér um bil, sem stjórn vor leggur á sig. Frumvarparollan byrjar á fernum fjárhagsfrumvörpum, eins og vandi er tií: reikningssamþyktar-lögum, fjárlög- um og tvennum fjáraukalögum. þ>ví næst kveður mest að nýjum póstlögum, sem eru þó ekki aðallega annað en samdráttur úr eldri póst- lögum, frá síðustu 30 árum, stórum og smáum, og gerir því þeim hægðarauka, sem á þeim þurfa mest að halda. Ný fyrirmæli eru þar mjög fá og smávægi- leg, nema helzt þetta, sem Blaðamauna- félagið fekk upp borið á síðasta þingi, um krossbands-burðargjald o. fl. J>á er nýtt bólusetningalagafrum- varp, uppsuða á lögum frá 1898, ekki eldri en þau eru; þau hafa reynst svo gölluð, að ekki þykir við unandi. |>að er héraðslæknir Guðm. Björnsson, sem mestan þátt á í þessari endurskoðun þeirra, og má þá gera sér góða von um, að nú verði þau í lagi, ef þing- inu fellur frumvarpið í geð. Um stofnun landsspítala í Reykjavík er næsta frumvarp. f>að er stórmál og nauðsynjamál, vakið og rætt á und- anförnum þingum, meir að segja af- greitt frumvarp þar að lútandi frá síðasta þingi, en fjárframlag svo naumt skamtað, að ekkert vit var að leggja út í spítalastofnun með það. Nú er stungið upp á að verja til landsspí- tala 90,000 kr. úr landssjóði og 18,000 kr. úr bæjarsjóði Reykjvíkur, auk 10,000 kr. úr landssjóði til útbúnaðar spí- talans. Tvö frumvörp eru um Reykjavík: ofurlitla breyting á bæjarstjórnarlög- unuiD, eftir ítrekaða atrennu á þingi og ágreining við þingið, og hitt um manntal í Reykjavík. Nýja atrennu gerir stjórnin til að fá breytt fjárkláðalögum vorum. Fór í mola síðast. Um eignarrétt og leigurétt utanrík- ísmanna til jarðeigna á íslandi samdi og samþykti síðasta, þing dálítið ný- mæli. Stjórnin las þar í ýmsa ann- marka og synjaði um siaðfestiug; en kemur nú með annað betra, að hún hyggur. Lögin frá 1897 um undirbúning verðlagsskráa hafa, sem fleiri ný lög, orðið fyrir því slysi, að þar hefir orð- ið lykkjufall á einum stað eða fleir- um, er þau voru á prjónunum, þótt hvorki séu löng né veigamikil. Stjóm- in vill nú laga það. það hefir vanalega verið mesta þrek- virki stjórnarínnar undanfarið, að snúa á íslenzku — skrifstofu-íslenzku — dönskum lögum og senda alþingi til þakklátlegrar meðtekningar. JafDvel þ á fyrirhöfn virðist hún nú vera farin að slá slöku við af sjálfsdáðum; hefir líklega þótt þakkirnar daufar stund- um. En þá hefir Landsbankinn gert henni þann mikilsverða greiða, að mælast til við hana að fá íslenzkuð nýleg lög, dönsk- norsk- sænsk, um það sem hún kallar checka — nokk- urs konar banka-ávísanir —, ekki af því að þeirra sé neiu þörf að svo stöddu, heldur af því, að þau halda bæði, Landsbankinn og stjórnin, að vel geti svo farið, að heldur verði betra en ekki að hafa þau einhvern tíma síðar meir. Laun sýslumannsins í Suður-Múla- sýslu er lagt til að færð séu upp í 1. flokk (3500 kr.), og að stofnað sé aðstoð- arprestsembætti í Reykjavík með 1500 kr. árslaunum úr landssjóði. Fyrir botnvörpuveiða-frumvarpið frá síðasta þingi, sem stjórninni líkaði ekki, vill hún nú fá lögleidd svofeld lagafyrirmæli: »Hver annar en skipverjar sjálfir, er leiðbeiuir skipi við botnvörpuveiðar í landhelgi við ísland eða liðsinnir því við slíkar veiðar eða hjálpar því til þess að komast undan hegningu fyrir þær, skal sæta 50 til 1000 kr. sekt- um, er renna í landssjóðn. |>að stórvægilega nýmæli í skatta- löggjóf landsins hefir stjórnin látið sér hugkvæmast og skrásett um það 3—4 Iína lagafrv., að greiða skuli 20 aura toll (á pd.) »af öllum brjóstsykurs- og konfekt-tegundum«. f>á kemur stjórniu með ofurlitla breyting á einni grein í lögum frá 1898 um skrásetning skipa, og annað frv. um próf í gufuvélafræði við stýri- mannaskólann í Reykjavík. Um fiskiveiðar hlutafélaga í land- helgi við ísland er eitt frumvarpið — lögun á eldri fyrirmælum þar að lút- andi, svo að síður verði farið í kring- um þau. Um kirkjugarða og viðhald þeirra er eitt nýmælið og annað um útvegun á jörð handa Fjallaþingaprestakalli. J>á er frv. um forgangsrétt veðhafa fyrir vöxtum (4 línur), um að eim- skips-útgerðarlögin frá 1895 séu úr gildi numin, um tilhögun á löggæzlu við fiskiveiðar í Norðursjónum, og — um bann gegn því, að íslendingar flytji vopn og skotföng til Kína! (tvö síðustu frv. staðfesting á bráðabirgða- lögum). Gjöf til Laugarnesspítalans. Til umbóta og þæginda á spítalan- um er nú komin ný, mörg þúsund króua gjöf, sem svo stendur á, að heunar kgl. tign María prinzessa, kona Valdemars priuz, þurfti að fá í vor lánað hið mikla og veglega húsnæði Oddfellowreglunnar í Khöfn til að halda þar bazar til ágóða fyrir ýmsar líkn- arstofnanir. Félagsstjórnin bauð henni það þá ókeypis — leigan mundi hafa numið um 2000 kr. —. en hún hét aftur á móti að hafa holdsveikraspí- talann í huganum, ef bazarinn gengi vel. f>etta hafði þann árangur, að prinzesaan sendi, að bazarnum aflokn- um, yfirmanni reglunnar, dr. Petrus Beyer, 4000 kr. til frjálsra umráða í þarfir spítalans, en hann ráðstafaði fénu á þá leið, að haDn lét kaupa fyrir það linoleum á öl) gólf í spítal- anum, og er nú vorið að leggja það á þau. |>að er mjög vaudað og mesta þing til þrifnaðar og skjóls. María prinzessa er orðlögð fyrir hjálpfýsi og góðsemi. I annan stað hefir dr. Grossmann frá Liverpool gefið allstóra peninga- gjöf til spítaJans með sama formála: að dr. P. Beyer ráðstafi því. Vestmanneyjum 25. jáni: Mokafli er hér þessa daga af löngn, þorski, ýsn o. fl. Alla umliðna vikn varö hér talsvert vart við hafsild, en mestundir helgina; fórn menn svo á laugardagskveldið 22 þ. m. nt með reknet á 3 hátum, og öflnðu um 40 tunnur; aftur fór einn bátur út í fyrra kvöld og í gærkveldi, öfluðu báð- ir mætavei. Meðan netin lágu í nótt, fekk báturinn, skamt frá landi, 17 í hlut af vænum þorski á færi á nýju sildiua. Með nægilega miklum netum, góðum tilfær- ingum og kunnáttu hefði hér nú mátt veiða einhverja feikn »' en nú bagar illa ishúsleysið. Að þesx . mikla síldarhlaupi verður nauðalitið gagn móti þvi, nem mátt hefði verða, hefði ishús verið til. Er eigi óliklegt, að þetta atvik verði til þb_s að vekja menn til einhverra frekari fram- kvæmda með að koma upp íshúsi. Skarlatsóttin fer hægt og er væg, en er þó að smástinga sér niður. Ekki gam- an að kæfa hana níður í þéttbýlinu, einn- ig víða við þröng og miður góð húsa- kynni að stríða, sumstaðar við launung og miður heilnæmar skoðanir á veikinni. Yfirraaður Oddfellowreglunnar í Danaveldi, dr. Petrus Beyer, kom hingað nú með Botníu 30. f. m. og með honum Thuren liúsameistari (er róð fyrir tilhögun Laugarnesspítalans) og dr. Grosábiann augnlæknir frá Liverpool, einn velgerðamaður spítalans, — kom hér fyrir nokkrum árum —; hann ætl- ar að’ kynna sér frekara veikina að ýmsu leyti, einkum áhrif hennar á augu sjúklinga. Þeir dr. Beyer og Thuren lögðu á stað til Þingvalla og Geysis í morgun. Fara aftur með Botníu 12. þ. mán. Með póstsk. Botnía, sem kom nú 30 f. m., 2 dögum á undan áætlun, kom margt ferðamanna útlendra (enskra) og innlendra, þar á meðal — auk þeirra dr. Beyers og hans félaga — prófeBsor, dr. Pinnnr Jónsson, amtmannsfrú C. Jónassen, faktor Jón Laxdal af ísafirði og hans frú, Einar Jónsson myndasmiður, frk. Anna Þorkelsdóttir (Reyniv.), Ragnh. Björnsdóttir og Ingileif Snæhjarnard., Lárus Pjeldsted stud. jur. frá Hvitárvöllum o. fl. Fjárlaganefnd kosin í dag í neðri deild, með hlut- fallskosning: dr. Yaltýr Guðmundsson, Skúli Thoroddsen, Stefán Stefánsson kennari, Einar Jónsson, Tr. Gunnars- son, Pétur Jónsson og Hermann Jónas- son. Meiri hl., 4 hinir fyrst nefndu, er úr stjórnarbótarliðinu. I heljar greipum. Frh. En mennirnir uppi á hæðinni höfðu engan tíma til að hugsa um grimd þá, er við essrekana var beitt. Eftir fyrsta reiðikastið hafði jafnvel hersir- inn gleymt þeim gersamlega. Ulfalda- liðið hafði haldið að ásnum og farið þar af baki. Ulfaldarnir iágu eftir á knjánum, en mennirnir þutu eins og æðisgengnir upp ásinn. Fimtíu þeirra voru að klífa upp stiginn og björgm; rauðir túrbanarnir sáust við og við og hurfu svo aftur og aftur, þegar menn- irnir lutu niður. J>eir skutu ekki svörtu hermennina, né námu staðar, þegar þeir voru að þeim komnir, heldur tróðu þá undir fótum á harða hlaupi og drápu einn þeirra. Svo þutu þeir upp á flötinn ofan á ásnum. En þar var þeim snöggva3t veitt óvænt viðnám. Ferðamenn stóðu í þéttri þyrping og biðu Araba, hver á siun einkenni- lega hátt. Hersirinn stóð með hend- urnar í buxnavösunum og reyndi að blístra með skrælþurrum vörunum. Belmont hallaði sér upp að klöpp með krosslagða handleggi og óánægjuhrukk- ur á harðlegu andlitinu. Svo kynleg- ir erum vér mennirnir, að þessi þrjú skot, sem honum höfðu mistekist, flekkurinn á frægð hans sem fyrirtaks- skytiu, gerði honum gramara í geði en forlög þau, er hann virtist nú eiga fyrir höndum. Cecil Brown stóð hnakkakertur og fitlaði vanstiliingar- lega við snúna endana á fallega yfir- skegginu á sér. Monsieur Fardet stundi af sárinu áúlnliðnum. Hr. Stephens hristi höfuðið þungbúinn og ráðalaus — líkastur því, sem hann væri per- sónugervi hinnar óskáldlegu lög- skipunar mannfélagsins. Stuart prest- ur hélt enn regnhlífinni útþaninni yfir höfði sér; þunglamalegt andlitið og starandi augun voru gersamlega fjör- laus. Postulínshvít kinnin á Headingly lá hreyfingarlaus í grjótinu. Strá- hatturinn var dottinn af honum, hann var alveg eins og drengur, hárið gult og hrokkið og andlitið skírlegt og hrukkulaust. Túlkurinn sat á steini, fitlaði við svipuna sína og var óstyrk- ur á honum. Svona voru þeir, þegar Arabar komu að þeim uppi á ásnum. í sama bili, sem þeir, er fremstir voru, ætluðu að leggja hendur áfcrða- mennina, kom hik á þá við atvik, sem kom þeim mjög að óvörum. Frá því, er presturinn feitlagni frá Birmingham hafði komið auga á dervisjana, var líkast því, sem hann gengi í svefni. Hvorki hafði hann sagt neitt né hreyft sig neitt. En nú vaknaði hann alt í einu af mókinu og varð að kappa. Óvíst er, hvort það var af ótta, eða hann hafði í raun og veru fengið ber- serkjablóð að erfðum. Víst er um það, að nú rak hann upp ofboðslegt öskur, þreif göngustaf sinn og lamdi Araba með honum á báða bóga með enn meira æði en var á sjálfum þeim. Einn þeirra, sem viðstaddir voru, hefir játað það hátíðlega, að af öllu því, sem hafi náð óbifanlegri festu í . huga sér, sé ekkert jafn-skýrt eins og þessi maður með þunglamalegt andlitið gljá- andi af svita og stóran búkinn dans- andi fram og aftur með frábærilegum fimleik oa lemjandi á þessum villimönn- um, sem hnipruðu sig saman og urr- uðu. Svo glampaði á spjót við eina klöpp- ina og því var lagt snarlega upp á við. Presturinn féll þá á knén og hendurnar og flokkurinn þaut yfir hann til þess að ná í mennina, sem ekkert viðnám veittu. Fyrir augum þeirra glampaði á hnífa, harðleikDar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.