Ísafold - 27.07.1901, Page 1

Ísafold - 27.07.1901, Page 1
Kemur út ýmist einn sinni eÖa tvisv. i viktt YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/j doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram) ISAFOLD. TJppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYm. árg Reykjavík laugardaginn 27. júlí 1901. 51. blað. f. 0 0. F. 83829 Forngripas. opið md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafii opið hvern virkan dag ki» 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) nad., mvd. og Id. til útlána. Okeypis lækning á spítalvnum á þriðjud. og föstud. -kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar k. 11—1. Ókeypis tanniækning í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Stjórnarbótin. f>að var samþykt í neðri deild í gær við 3. umr., frumvarp meiri hluta nefndarinnar óbreytt, með 12 atkv. gegn 10, hinum sömu sem talin eru í síðasta bl. Enginn talaði neitt, nema E. J. nokkur orð um atkv. greiðslu sína. þar með er málið afgreitt til efri deildar og mun koma þar á dagskrá þriðjudag 30. þ. m. Landsspítalinn Hann er nú kominn gegnum 2. nmræðu í neðri deild. En þrátt fyrir það er enn mjög óvíst, hvernig um hann kann að fara þar. Ýmsir þing- menn hafa tilhneiging til að létta kostnaðinum við fyrirtækið af lands- sjóði að einhverju eða öllu leyti, enda benda á úrræði til þess. Tvær leiðir hafa mönnum hugkvæmst til þess að öðru leytinu að komast hjá því, að landssjóður þurfi að leggja út í þennan kostnað, og að hinu leytinu að tryggja það, að hér komi upp góð- ur spítali, er læknaskólinn geti átt aðgang að, sem vitanlega er aðalatriði málsins frá sjónarmiði þingsins og landsstjórnarinnar. Önnur er sú, að veita Eeykjavík til- tekna fjárhæð, t. d. 60,000 kr., til þess að koma spítalanum upp, og styrkja hana svo eitthvað árlega til þess að standast kostnaðinn, sem af spítalahaldinu leiðir. Með þeirri til- breytni yrði það helzt unnið, eftir þeim meðmælum, sem hugmyndin fekk við 2. umræðu, að landssjóður rendi þá ekki blint í sjóinn um kostnaðinn. Um þessa Ieið er nú það í fljótu bragði að segja, að hún er alveg vafa- laust Jokuð. Beykjavík tekur aldrei að sér að fara að kljást við slíkt spí- talafyrirtæki, sem hér er um að ræða. Og það er ekki heldur von. f>ví að engin skynsamleg ástæða verður fyrir því færð, að hún ætti að gera það. Hún hefir enga þ ö r f á því, gæti látið sér nægja að koma upp miklu minni spítala, sem minni ábyrgð fylgdi á allar lundir. Og hún hefir enga s k y 1 d u til þess að sjá óllu landinu fyrir spítala, sem væri ekki að eins þeim mun fullkomnari en allir aðrir spítalar landsins, að hingað yrði leitað af öllu landinu, þegar í nauð- irnar ræki, heldur og sérstaklega til þess gerður, að læknaefni landsins geti þar fengið þann Iærdóm, er lands- mönnum megi að góðu haldi koma. Eeykjavík mundi eðlilega setja fyrir sig kostnaðaráhættuna ekki síður en þingið, og ekki hugsa til þess með eindreginni ánægju, að þurfa ef til vill alt af öðruhvoru að leita til þings- ins með fjárbeiðni, né heldur til þess, að láta slíkt vandamál sem rekstur annars eins spítala vefjast inn í bæj- armálefnin, sem stöðugt eru að verða víðtækari og örðugri viðfangs, eins og eðlilegt er. Eeykjavík mundi pví alveg fráleitt þiggja fjárstyrk þann, er þingið byði í þessu skyni. í stað þess mundi hún koma sér upp einhverri spítalaholu af eigin rammleik að mestu leyti eða basla áfram við þá spítalanefnu, sem nú er hér, og byggja læknaskólanum út þaðan. Nú mátti heyra það á ræðum þing- mauna i neðri deild, að þeim þótti sumum einmitt þetta ekki svo illa farið. þá losnaði landssjóður að mestu við kostnaðinn og þá kæmi hér upp spítali, sem gæti komið að miklu gagni — ekki sízt ef St.-Jósefs-systur í Landakoti reistu líka spítala af eigin rammleik, svo sjúkrahúsin yrðu tvö hér í bænum. En sú ánægja hlýtur að stafa af því, að mennirnir hafa ekki íhugað málið til fulls, ekki gert sér í Ijóst, í hverju skyni farið er fram á, að 1 a n d s- s p í t a 1 i verði reistur. J>að er frem- ur öllu öðru læknaskólans vegna, í því skyni, að landsmenn geti fengið sem bezta lækna. Og þeim tilgangi yrði ekki náð með þessum smáspí- tölum. Ungum og efnilegum læknaskóla- kandídötum er ætlað að fá stöðu við landsspítalann, . einum og einumísenn, áður en þeir takast héraðslæknisem- bætti á hendur. Á þetta atriði leggja læknakennararnir hér hina mestu á- herzlu fyrir læknamentun landsins. En fyrir það væri girt, ef menn sættu sig við þessa smáspítala eina. Engin trygging væri heldur fyrir því, að læknakennararnir kæmust að þessum smáspítölum með nemendur sína. Eigendurnir hefðu enga skyldu til þess, og þeir gætu sett þá lækna við spítalana, sem væru skólanum ó- viðkomandi. Engin líkindi eru neldur til þess, að á þessum smáspítölum yrði sjúkling- unum skift í deildir eftir innvortis og útvortis sjúkdómum og læknar ráðnir samkvæmt þeirri skiftingu. Öllum hlýtur að liggja í augum uppi, sem í- huga málið vandlega, hve mikils er um það vert fyrir læknaefni, sem þar eiga að stunda nám. Með því einu móti fæst trygging fyrir, að tilsögnin verði svo góð, sem kostur er á. Enn fremur má og á það benda, að læknaskólinn yrði þá sviftur hús- næði sínu. Oss virðist, sem ekki ætti að þurfa að eyða fleiri orðum að því, að koma mönnum í skilning um það tvent, sem hér hefir verið rainst á, a ð ekki er til neins að vera að veita Eeykjavík fó til að koma upp Iands- spítala og reka hann á eigin kostnað, því að hún gengur aldrei að því; og a ð smáspítalar hér í bænum, sem bæjarfélagið eða aðrir kynnu að koma upp af eigin rammleik, gera ekki lækna- skólanum, og þar af leiðandi ekki landinu, það gagn, sem landsspítali mundi gera, og að ekki er einu sinni nein trygging fyrir því, að læknaskól- inn mundi hafa þeirra nein not. Svo er hin leiðin þeírra tveggja, sem minst er á í upphafi þessa máls. þinginu hefir borist tilboð frá St.- Jósefs-systrum í Landakoti um að reisa spítala yfir 30—40 sjúklinga. f>ær ætla að eiga spítalann og reka hann sjálfar, að öðru leyti en þvi, að landið leggi til læknishjálp. f>ær bjóð- ast til að gera hann svo úr garði, sem kennarar læknaskólans heimta. Sjúklingar eiga að komast þar að, hvaðan sem er af landinu. Og því er heitið, að sjúklingar skuli ekki verða þar fyrir neinum trúbragðaáhrifum. Til þess að koma þessu fyrirtæki í framkvæmd fara þær þess á leit við þingið, að landssjóður veiti þeim 60,000 króna lán, er afborgist með 6% á 28 árum. Pyrir þessu veði á landssjóður að hafa 1. veðrétt í spítalanum. Landið þyrfti því ekki öðru til að kosta en læknishjálpinni. Vilji það hafa kandídat við spítalann, sem læknakennararnir telja sjálfsagt, verð- ur hann að eiga heimili úti í bænum. Kostnaðurinn við læknishjálpina er talinn 2000 kr. í spítalafrumvarpinu I og yrði sjálfsagt hér um bil sá sami í Landakotsspítalanum. Frá fjárhagslegu sjónarmiði er til- boðið óneitanlega all-álitlegt. Vitaskuld komu fram í deildinni nokkurar ve- fengingar og aðfinningar frá því sjón- armiði. En vér verðum hreinskilnis- lega við það að kannast, að oss virð- ist þær ekki vera á verulegum rökum bygðar. Tilboðinu var frá fjárhagslegu sjón- armiði fundið tvent til foráttu. Ann- að var það, að systurnar hefðu svo lítið fé með höndum, ekki nema eitt- hvað 30,000 kr., auk hins fyrirhugaða landssjóðsláns, að ókleift virtist fyrir þær að koma upp svo vönduðum spí- tala, sem til væri ætlast, ekki sízt þar sem fleiri sjúklingum er ætluð þar vistarvera en á spítala landsstjórn- arinnar. En við þeim leka virðist mega sjá með því, áð Iáta ekki lánið af hendi fyr en spítalinn er kominn upp. Að sumu leyti yrði Landakots- spítalinn kostnaðarminni en landsspí- talinn; þar er t. d. engin læknisíbúð. Enda mun vera almenn skoðun hér, ! að kostnaðurinn við landsspítalann sé all-ríflega áætlaður, jafnvel eftir að nefndin hefir fært áætlunina niður. í öðru lagi var það að tilboðinu fundið, að engin trygging væri fyrir því, að eigendurnir gætu staðist árs- kostnaðinn, þar sem spítalinn ætti alveg að bera sig, ekki að eins standast árskostnaðinn, heldur og af- borgun á peningaláninu. |>á væri lík- legast, að farið yrði að leita til lands- sjóðs með fjárbænir, sem hann neydd- ist til að sinna, ef eigendur ættu að getahaldið spítalanum áfram. Umþessa mótbáru er það að segja, að lands- sjóður á þar sízt meira á hættu en eigendur. þ>eir eiga á hættu að missa spítalann, ef þeir geta ekki staðið straum af honum. Og kaþólska trú- boðið er áreiðanlega komið hingað til lands með öðrum ásetningi en þeim, að fara slíka sneypuför. Enda alls eng- in líkindi til að svo fari, eftir því sem sams konar erindi er rekið í öðrum löndum mótmælenda. Vér þykjumst þess fullvissir, að svo megi um hnútana búa, að frá fjárhags- legu sjónarmiði verði ekkert verulegt að þessari leið fundið. En fleiri hliðar eru til á málinu. Og í vorura augum er það aðalatriðið, hvort vér eigum að þiggja þetta af kaþólskum mönnum, sem vitanlega eru hingað komnir í því skyni, að leggja undir sig landið. Oss dettur ekki í hug að amast við kaþólskum mönnum hér á landi eða að Íslendingar eigi að sýna þeim nokkurn skort á umburðarlyndi. Oss kemur ekki til hugar, að hefta eigi nokkurt líknaryerk, sem þeir vilja hér vinna af eigin rammleik og landsmenn þiggja af þeim af fúsum vilja. Hér getur ekki verið um það að rseða, að kristnir menn hér á landi byrji 20. öld- ina með þvf, að útiloka líknarstarfsemi kristins félags, eins og mikisvirtur og mælskur þingmaður komst að orði í neðri deild í fyrra dag. En hitt er ekki umburðarlyndi, held- ur roluháttur, að landstjórn og lög- gjafarþing gangi í það bandalag við kaþólska trúboðið, að á herðar þess verði varpað byrði, sem þjóðfélagið alveg að sjálfsögðu á sjálft að bera. Hitt er ekki umburðarlyndi, heldur gjörræði af landstjórn og löggjafarþingi mótmælendaþjóðar, að neyða hvern sjúkling, sem leitar á náðir þess spl- tala, er stendur undir landstjórninnar umsjón, til að þiggja hjúkrun, þegar dauðinn ef til vill stendur fyrir dyr- um, af ramm-kaþólsku fólki. Hitt er ekki umburðarlyndi, heldur uppgjöf, að löggjafarþing og landstjórn geri ráðstafanir til þess að styðja kaþólskt trúboð hér á landi. J>ví að þessi fyrirhugaði Landakotsspítali é r trúboðsfyrirtæki og ekkert annað, þrátt fyrir loforðin um, að ekki skuli gerðar tilraunirtil að hafa áhrif á trúarsannfær- ing manna. Eins og þórður J. Thorodd- sen tók fram í sinni ágætu framsögu

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.