Ísafold - 27.07.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.07.1901, Blaðsíða 2
202 í rnálinu, reka kaþólskir menn trúboð sitt hvarvetna þann veg, að reisa fyrst kirkju og því næst spítala. þe8si leið er því ófarandi. Hún væri roluháttur að öðru leytinu, og upp- gjöf að hinu leytinu af hálfu fulltrúa, sem mótmælendaþjóð sendir á löggjafar- þing sitt. Leiðin er ekki nema ein og getur ekki verið nema ein — sú, að landið komi sér sjálft upp spítala. Spítala- lausir getum vér ekki verið áfram, svo framarlega sem læknaskólinn á að halda áfram, eftir eindregnu áliti kennaranna þar. Til eru þeir menn að vísu, utan þings og innan, sem telja það ráðið vænlegast, að læknaskólinn verði lagð- ur niður, og. að vér setjum alt vort traust til Kaupmannahafnar-háskólans, að því, er læknaefni vor snertir. En fyrst og fremst verður aldrei úr því. Svo er fyrir þakkandi, að þjóðin hefir aldrei lund til að senda mikilsverða méntastofnun út úr landinu, menta- stofnun, sem er vísir til innlendra vís- inda. Og það væri líka einkar-óhyggi- legt, auk þess, hve kotungslegt það væri; það eitt ætti að nægja til þess að afstýra slíku háttalagi, að engin líkíndi, enn miklu síður trygging, er fyrir því, að vér fengjum nógu marga lækna með því móti. Auk þess sem fjöldi íslendinga heltíst úr lestinni á námsbrautinni við Kaupmannahafnar- háskóla, er reynslan sú, að ekki nema helmingur þeirra Islendinga, sem tek- ið hafa læknispróf þar á síðustu öld, hefir horfið hingað heim aftur. Hinir hafa ílenzt erlendÍ3, og gera það eft- irleiðis, meðan ekki er unt að bjóða þeiin hetri kjör en læknar eiga hér að að hverfa. Fjarri fer því, að vér gerum lítið úr rökfærslu þeirra manna, sem láta sér vaxa í augum, hve kostnaðurinn er að verða mikill til heilbrigðismál- anna. En við þeim kostnaði verður ékki gert. f>að er kostnaðarsamt að vera menningarþjóð, og ekkert svarar lakara kostnaði, þegar alls er gætt, en menningarleysið. Bjargráðið er hvorki í þessu efni né öðum að stifla menningarstrauminn, heldur hitt, að efla atvinnuvegina svo, að vór fáum risið undir þunganum. Yindhögg vasmiðuri n n. Miklir menn erum við Hrólfur minn! I 23. tölubl. fjóðólfs hefir hinn al- þekti Lárus H. Bjarnason, sýslumað- ur og alþingismaður Snæfellinga, látið ritstjóra þess blaðs birta greín, er hann kallar svar til mín út af einkar- hógværum athugasemdum, er eg hafði gjört við kjörfundarfréttir úr Snæfells- nessýslu í vetur. í grein þessari sýn- ir L. Bj., hvílíkur listamaður hann er, hve hagur hann er á—ljót orð. Hon- um hefir tekist óviðjafnanlega vel að sannfæra almenning um, að hann er miklu meiri en meðalmaður í þeirri list. Að þessu leyti er stórmikið í manninn spunnið. En ekki þykir mór listin svo fögur eða girnileg, að mig iangi til að reyna mig við hann í henni. Eg ætla að láta hann eiuan um þessa list sína, en að eins benda á nokkur af ósannindum þeim, er hann kryddar greinina með, þótt þau séu raunar flest svo auðsæ hverjum meðalathugulum blaðlesanda, að óþarfi er að villast á. Pyrst gefur L. Bj. ótvíræðlega í 1 skyn, að eg hafi verið að ofsækja hann síðan við komum hingað báðir og jafnvel áður, og það á laun. Hvort- tveggja er vitanlega tilhæfulaust. þeg- ar okkur L. Bj. hefir lent saman, hefir hann ávalc átt upptökin. Og að því er þáð snertir, að eg hafi átt að sækja að honum með leynd, má benda á skiftafundinn sæla, Helgafells- fundinn og blaðið ísafold. þetta sýn- ir alt, að eg hefi komið beint framan- að hinum mikla manni og ekki nent að láta hann troða ofan á mér, enda verður honum það óvart á einum stað í grein sinni, að kvarta sárlega yfir því, hvað eg hafi verið óhæfilega tann- hvass við sig oftar en einu sinni. Öll þvæla hans um það, að glíma við bakið, er því fávíslegt bull. Alt það, sem eg sagði í vetur ura viðskifti okkar á Helgafelli, er sact. Alt það, sem eg hermdi þar eftir hon- um og sjálfum mér, er rétt, og tjáir honum eigi að eyða heiium dálkum í blöðunum til að breiða yfir það og snúa út úr því. f>að var hann sem átti upptökin þar, eins og endranær. Orð míc til kjósenda, er eg bauð mig fram, voru á engan hátt löguð til að vekja deilu — það munu þeir kannast við — og gáfu sízt tilefni til nokkurra stóryrða, nema fyrir þanu, sem endilega vildi troða illsakir að ástæðulausu og sletta sér fram í það sem honum kom alls ekkert við. Að Helgfellingar hafi farið að kvarta yfir framkomu minni á Helgafelli við sýslumanninn sinn, trúi eg ekki, þó hann segi það, og mun enginn lá mér það, eftir annari sannsögli velnefnds yfirvalds að dæma í jpjóðólfsgreininni gagnvart mér. En hinu gæti eg vel trúað, að það hrygði hann ekki, þótt spillast mætti sambúð mín og safnað- armanna minna. L. Bj. gjörir mér þann heiður, að líta náðugum auigum yfir þingstörf mín. þingsafreksverk mín eru tvö, að hans dómi — henn hefir lengi verið sleipur dómari — og er hinu fyrra lýst þannig: »Hann (síra Sig.) var einna fremstur í þeim flokki, sem sló stóra vindhöggið í Skúlamálinu hérna um árið«. Svo Lárus H. Bjarnason, forðum rannsóknardómari af náð, talar um vindhögg f Skúlamálinu! Heyr endemi! Hefir þá vitsmunamaðurinn og lærdómsmaðurinn mikli ekkert veð- ur af því, að enginn dómari íslenzkur hvorki í fortíð né nútíð hefir sleyið hroðalegra vindhögg % nokkru máli en sjdlfur hann einmitt í Skúlamálinu\ L. Bj. má reiða sig á það, að þótt hann sjálfur sé máske búinn að gleyma hæstaréttardómnum með öllu tilheyr- andi í því máli, þá muna einhverjir þann dóm fleiri en eg, og mun hann lengi í minnum hafður í sögu þessa lands. Hinu þingsafreksverki mínu lýsir L. Bj. þannig: »Og svo mun það ekki sízt vera honum (síra Sig.) að þakka, að við eigum von á nýrri þýðingu af biblíunni«. þarna náði pilturinn sér niðri! En, því miður, er þetta ekki mér að þakka, og alþingi íslendinga ekki heldur. Alþingi eða landssjóður hefir enn ekki lagt einn einasta eyri fram til biblíuþýðingarinnar. það er til sjóður, sem heitir biblíu- félagssjóður, er ekki stendur í hinu minsta sambandi við landssjóð. Fyr- ir fó úr þeim sjóði eingöngu er að biblíuþýðingunni unnið. Og til er stjórn, sem heitir biblíufélagstjórn. það er hún, sem hrundið hefir biblíu- þýðingarstarfinu á stað og vinnur að því með dugnaði og áhuga. Eg er ekki í þeirri stjórn, og hlutverk þeirr- ar stjórnar á ekkert skylt við þing- mensku. Hart er það, það segi eg satt, fyrir mann, og það alþingismann, sem hefir jafn-hlægilega háar hugmyndir um eigin vitsmuni og eigin mikilleik, sem L. Bj., að verða uppvís að annari eins dóma- dags lokleysu, og hér kemur fram. Eða heldur maðurinn þessu fram gegn betri vitund, til þess að reyna að láta líta svo út sem eg hafi sýnt hlut- drægni á þinginu, verið að útvega tengdasyni mínum atvinnu? Hver veit? En hvort sem heldur er, þá hefir L. Bj. einnig með þessu biblíuþýðingar- máli sýnt svo átakanlega, að hann er frægasti vindhöggvasmiður nútíðari nn- ar. þar sem L. Bj. er að lýsa fyrir al- menningi embættisfærslu minni, segir bann meðal annars: »Hann (síra Big.) hefir einu sinni, í hæsta lagi tvisvar, komið á héraðsfundi, og hefir hann þá alla-jafna (sic!) hnýtt þeim aftan í fundi sem eg« eg taki menn eftir því — »hefi boðað, enda dugði það einu sinni«. Yarla þarf að taka það fram, eftir öðru sem á undan er komið, að þetta er tilhæfulaust, eins og sanna má af héraðsfundabók prófastsdæmisins. Að eg hafi hnýtt héraðsfundum aft- an í fundi, er hann hefir boðað, er og tilhæfulaust, en þótt svo hafi verið, sé eg ekki, að slíkt hefði sakað eða verið nein vansæmd í. AIls einu sinni ætlaði eg að halda héraðsfund degi fyrir fund, er L. Bj. boðaði til, þ. e. kjörfundinn í fyrra haust, en það mis- tókst sakir þess, að daginn fyrir var bráðófært veður. Hér hafa menn þá sýnishorn af sann- sögli híns virðulega dómara logreglt- stjóra og alþingismanns Snæfellinga. Að öðru leyti er greinin í »|>jóðólfi« ágætt sýnishorn af rithætti þess manns, sem ekki að eins mun telja sig hátt hafinn yfir okkur hina aumingjaua í Snæfellsnessýslu, heldur hygst og að hafa í hendi sér alþingi íslendinga og stjórn landsins, ef marka má af því, hvernig hann »breiðir út halann« hér heima fyrir. Líklega ættum vér allir — eg veit það — í hvert sinni er við lítum aUg- ' um hinn mikla manninn, að hrópa fullir undrunar og aðdáunar: Islands Chamberlain! íslands Bismarck! En eg fyrir mitt leyti get þó ekki verið að þvi. Eg held eg láti mér nægja að segja bara þetta: »Miklir menn erum við, Hrólfur minn«! Að endingu vona eg, að menn virði mér til vorkunnar, þó eg fari ekki að gera að blaðamáli tóbaksbrúkun sýslu- mannsins í Snæfellsnessýslu, búða- göngur hans, sljóleik við lestur bóka, svo sem alþingistíðindanna o. s. frv. Eg ætla, eins og eg sagði í upphafi, að Iáta hann einan um slík ritgerðar- efni. Vonandi er og, að L. Bj. verði ekki mjög vondur við mig, þótt greinar- stúfur þessi komi seinna en honum má- ske þætti bezt við eiga, heldur verði mér samdóma, ekki að eins um það að »einu gildir hvaðan gott kemur«, heldur og, eftir atvikum, um hitt, að »einu gildir, hve ncer gott kemur«. Sigurður Gunnarsson. Póstgufusk. Laura, kapt. Aasberg, lagði á stað til útl. 1 fyrra kveld. Þeir fóru aftur, ferðamennirnir útlendu, sem komu um daginn, þar á meðal biskup Joh. v. Euoh, Ari Johnson sönglistarmaður, Christensen stórkaupm. frá Arósum; enn- fremur aðjunkt Þorleifur J. Bjarnason, prestaskólastúdentarnir Ásgeir Ásgeirsson og Jón Brandsson á kristil. stúdentafund í Sviþjóð, Pétur Brynjólfsson ljósmyndari o.fl. Gjafsóknir embættismanna. Ágrip af kafla úr ræðu frv.-flutningsmanns, Skúla Thoroddsen. Gjafsóknin er fólgin í því, að em- bættismaður, sem fyrir móðgun verður á prenti eða ann&n hátt, getur fengið sér skipaðan málfærslumann og borg- aðan fyrir fram úr landssjóði allan þann kostnað, sem af málinu leiðir fyrir hann. þegar svo er litið á það, að oftast nær verður að skipa setudóm- ara, sem þarf að ferðast lengri eða skemmri veg, þá verður kostnaðurinn gífurlegur og margfalt hærri en kostn- aður við önnur mál. |>ennan kostnað verður sá að greiða, sem málið er höfðað móti, ef hann tapar því. þess- ar gjafsóknir embættismanna koma því þungt niður á einstökum mönn- um. Hér kemur fram misrétti, er litið er á, hvernig sá er settur, sem fyrir móðgun verður af embættismanni. Hann fær sjaldnast gjafsókn, verður að kosta til að fá setudómara og reka- málið á eigin spýtur. Gjafsóknir embættismanna eru for- réttindi, sem þeir njóta og naumast eru samrýmilegvið 60. gr. stjórnarskrár- innar. |>ær eru leifar af fornri venju, sem ætti að leggjast niður. þegar litið er á, hvernig gjafsóknar- réttinum er beitt, sjáum vér enn bet- ur, hve illa hann er til fallinn. Dæm- in eru mörg. Eg ætla ekki að nefna þau nú. Nóg tækifæri verða til þess síðar. Algengt er, að þó að yfirboðarar em- bættismanna finni ekki ástæðu til að skipa þeim að höfða mál, þá íara þeir sjálfir þess á leit, að þeim sé sú skip- un gefin, af því að hún er skilyrði fyrir að gjafsókn fáist. þess eru mörg dæmi, að þótt þær misfellur, sem um er kvartað, t. d. í blöðum, sannist, þegar mál hefir verið höfðað út af umkvörtuninni, þá skifta yfirboðararnir sér ekkert af því. þeir eru harðánægðir, ef hægt er að klína sekt á blaðið, þó að sektin sé ekki á lögð fyrir það, að neitt hafi verið sagt ósatt, heldur eingöngu fyrir hitt, að ekki hafi verið ástæða til að fara alveg jafn-hörðum orðum um misfelluna eins og viðhöfð hafa verið. þegar þessa er gætt, sjáum vér, hví- líkur hógómi þessar gjafsókir eru. Til- gangur þeirra er enginn annar en sá, að fá blaðstjóra dæmda til lítilfjörlegra fjárútláta. Vór vitum lika, að þessí gjafsóknarréttur hangir eins og sverð yfir höfði þjóðarinnar, ekki einungis blaðstjóranna, sem hafa þá skyldu að finna að því, sem miður fer, heldur og yfir höfuð annarra borgarajþví enginn þorir að senda kæru gegn yfirvaldi sinu, þar sem hann má búast við, að sá veg- ur verði valinn, að láta embættismanni í té eftirrit af kærunni, og honum svo skipað að höfða mál. jpannig gírða gjafsóknirnar fyrir, að hægt sé að kæra embættísmennina, og gera þeim kosc á að klekkja á mót- stöðumönnum sínum. Eg veit, að gjafsóknirnar fara mjög eftir því, hvernig embættismaðurinn er kyntur hjá yfirboðurum sínum. þessari aðferð er einkum beitt, ef embættismaður nýtur náðar yfirboðara síns, og þó einkum, ef hlutaðeigandi blaðstjóri er í ónáð fyrir þær skoðanir, sem komið hafa fram í blaði hans. Tilgangur þessara lagfyrirmæla er sá, að gera embættismönnum auðvelt að hrinda af sér röngum sakargiftum; en það fer svo, að í stað þess að þeim á að beita í þjónustu réttlætisins, er þeim beitt í þjónustu ranglætisins. Árangurinn verður svo sá, að þjóðin fær fyrirlitDÍng fyrir lögum og rétti;.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.