Ísafold - 28.09.1901, Síða 1
Kemur ut ýinist einu sinm eÖa
tvisv. i viku VerÖ árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða
11 /* doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
Reykjavík laugardag'inn 28. sept. 1901.
05. b!ao.
Bidjið ætíð um
OTTO M0NSTBD S
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadriúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
XXVIII. árg
I. 0 0. F. 83IQ48*/2 III.____
Forngripas. opið md., mvd. og ld. 11—12
Lanasbókasafn opið hvern virkau dag
k].12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spítalsnum á þriðjud.
«g föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
k'. 11-1.
Ókeypis tannlækning 1 búsi Jóns Sveins-
sonar bjá Uirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
k 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
».!> --T- -t*.
‘ *xix"*i>"^i>F‘?ix"jýi>"xi>,‘<í>"<i>,Vi>.,Vi>.’Vi> Vix
Háseta á fiskiskip
ráðum við undirritaðir, fyrir næstkom-
andi útgerðartíma (1902), upp á hálf-
drætti og mánaðarkaup.
Atvinnaii borgast að öllu
leyti í peninarum.
Menn snúi sér til Sigfúsar Bergmann
í Hafnarfirði, sem gefur nánari upp-
lýsiugar og semur um vistráðin.
Bíldudal í ágúst 1901.
P. J. Thorsteinsson & Co.
l000-1200 "is
fyrirtaks-skemtisögur
(Vendetta, í lieljar greipum)
alveg ókeypis.
BjÍT Nýir kaupendur að
ísafold
29. árgf., 1902, 80 ark. stórar,
fá í kaupbæti
Vendettu alla,
um 40 arkir samtals,
og auk þess söguna
I heljar greipum,
það sem út verður komið um áramót,
á að gizka 12—15 arkir.
Þetta verða alls 1000—1200 bls.
Sögur þessar báðar eru heimsfrægar
skáldsögur. Af V e n d e 11 u seldust
200,000 eintök í Vesturheimi á örstutt-
um tíma.
Sjálft er blaðið, Isafola, hór um bil
helmingi ódýrara, árgangurinn, en önn-
ur innlend blöð yfirleitt, eftir efnismergð.
Forsjállegast er, að gefa sig
fram sem fyrst með pöntun á blaðinu,
áður en upplagið þrýtur af sögunum.—
Þetta eru hin mestu vildarkjör, sem
n o k k u r t ísl. blað hefir n o k k u r n
tfma boðið.
Handa skólum s
Bökverzl. ísafoldarprentsm.
(ATJSTURSTRÆTI 8)
hefir miklarbirgðir af margs kouar kenslu-
bókum, íslenzkum og útlendum, svo og.
ritföng alls konar, mjög ódyr.
Meðal ísl. kenslubóka má nefna marg-
ar í dönsku, ensku, íslenzku, mannkyns-
Sögu, landfræði o. fl., o. fl.
Ennfremur Biblíusögur, Lærdóms-
kver, Vitnisburðarbækur o. fl.
Nýtt blað á Norðurlandi.
Ekki er það yfirleitt með tíðindum
tsljaudi, þótt blað fæðist einhverstað-
ar á landi hér. Það er ekki svo fátítt
orðið. Þau spretta nærri því eins og
liljur á lækjavbökkum, og — eiga séi
alloft jafnskamma æfi. Þau eiga og
fæst nokkurt skyldarerindi í heiminn eða
nytsemdar, enda tíðum feigðarsvipur á
þeim undir eins í vöggunni.
Öðru vísi er, sem betur fer, háttað
um blað ])að, sem verið er að koma á
stofn um þessar mundir á Norðurlandi.
Þeim eru engir gullhamrar slegnir,
Norðlendingum, þótt taldir sóu að ýmstt
leyti hinn gervilegasti og myndarleg-
asti hluti þjóðarinnar. Það er eins
og hreinviðrin nyrðra hafi gert kynslóðina
þar bragðlegri og fjörmeiri en f hin-
um landsfjórðungunum yfirleitt. Menta-
líf hefir þar verið oft og tfðum og
er enn í sumum greinum öllu fjöl-
breytilegra og engu þróttminna en í
hinum landsfjórðungununi.
Þar hefði þvf mátt búast við góðum
gróðrarskilyrðum fyrir nýtilega blaða-
mensku. Sú var og tíðin, fyrir rúmum
fjórðung aldar og meir, að þar voru
samdar og birtar beztar blaðagreinar á
landi hór, þótt blaðamenskunni þeirri
væri að öðru leyti heldur ábótavant. En
nú um langa hríð hefii Norðurland ver-
ið sama sem blaðlaust, og jafnvel ver
en blaðlaust.
Þess var von, að Norðlendingar yndu
því ekki til langframa, að vera bór eft-
irbátar annarra laudsbúa. Enda hafa
þeir nú tekið rögg á sig, stofnað mynd-
arlegt hlutafólag til að halda úti al-
mennilegu blaði, og látið sór ekki lynda
minna en úrvalsmann til að hafa á
hendi ritstjórn þess. Þeir hafa haft
gloggan skilning á því, að því að eins
var vit í að ráðast í annað eins fyrir-
tæki; því að eins von um, að því yrði
meiri þrifnaðar auðið en »liljunum«, sem
fyr var á miust.
Þeir hafa ráðið sór ritstjóra E i n a r
Hjörleifsson, eitm hinn færasta og
snjallasta blaðarithöfund á vora tungu.
Blaðið á að verða vikublað, í lítið eitt
minna broti en Isafold, og hefja göngu
sína í byrjun næsta mánaðar. Það á að
heita »Norðurland«, og verður prentað í
hinni nýju prentsmiðju hr. Odds Björns-
sonar. Hr. E. H. lagði á stað héðan
norður í byrjun þessa mánaðar, meðfram
til að undirbúa útkomu þess, kom til
Akureyrar 11. þ. mán. og er seztur þar
að. Fólk hans fer norður með strandskipi
9. næsta mán.
Hlutafélagið nefnist og »Norðurland«
og meðal stjórnenda þess eru þeír nafn-
greindir, alþingismennirnir Ólafur I|i'iein
og Stefán Stefánsson kennari á Möðru-
völlum.
Ekki þarf þess að geta, að ísafold
muni meir en lítil eftirsjá í hr. E. H,
En því að eins er þessi breyting á
orðin, og það með vilja og ráði eiganda
og áhyrgðarmanns þessa blaðs, að það
var leiðin til að tryggja sér lið hans á-
fram í baráttunni, —hinni hörðu og örð-
ugu barattu fyrir viðreisn landsins, í
móti hinum mörgu skaðræðisöflum, sem
halda vilja þjóðinni niðri í hinu sama fetii
örbirgðar og umkotnuleysis, mentunar-
skorts og ósjalfstæði, er hún hefir í leg-
ið um langatt aldur, eða jafnvel vilja
sökkva henni enii dýpra. Hr. E. H.
hefir með þessari breytingu ekki gert
nema fært sig úr stað í fylkingunni,
fært sig út í annan fylkingarartninn,
þar sem var forustu vant, en á enguni
völ honum jafnsnjölhtm, og mttn hattn
berjast þar engu óvasklegar ett áðttr.
Fyrir því er það, að ytn leið og Isa-
fold minnist með miklu þakklæti margra
ára frábærlega lipurrar samvinnu og ó-
metanlegs fulltingis meðritstjóra síns,
er henni það mikið gleðieffii, að vita
svo vel skipað rúm það, er nú hefir
hann að sér tekið.
Kapt. Hovgaard
Og
botnvörpungar.
Ar eftir ár hefir verið mikil fiski-
ganga upp að suðurströnd landsins í
febrúar og marzmánuði. Eftir fornri
venju hefir því verið útlit fyrir góðæri
fyrir fiskimenn við Faxaflóa. En síð-
an botnvörpuskip fóru að venja kom-
ur sínar til þessara fiskistöðva hafa
þessar vonir brugðist. Fiskimennirnir
hafa ár eftir ár séð strandgæzluskipið
koma, og væntu sér verndar af því
framan af. En svo hefir sú vernd
reynst allsendis ónóg. Hinir útlendu
yfirgangsseggir hafa eftir sem áður
farið með þennati atvinnuveg fjölda
manna, enda hefir strandgæzlan verið
svo stopul, að þeir hafa haft g’ott
næði til að fiska í landhelgi. Við og
við hefir strandgæzluskipinu tekist að
hremma sökudólgana, og hefir það að
vísu verið fagnaðarefni; en Htilsvirði
hefir það verið, þó að nokkur skip af
öllum þeim hóp, sem spilt hafa fiski-
veiðum opnu bátanna, hafi orðið fyrir
lítils háttar útlátum, — í samanburði
við hitt: hefði landhelgissviðið verið
varið svo, að hinir útlendu botnvörpu-
veiðendur hefðu aldrei haft frið til að
vera þar að veiðum.
f>að var því samkvæmt reynslu
undanfarandi ára orðin trú manna, að
í raun og veru væri ekkert gagn að
komu strandgæzluskipsins. Og verður
því ekki neitað, að slælegri framgöngu
varðskipsins var um kent, þó að for-
menn þess muni yfir höfuð hafa látið
sér ant um, að reka vel erindi sitt.
Skipið lá oft tímuuum saman inni á
höfnum, og enskir fiskimenn vissu nær
því ávalt, hvar þess var von, og gátu
svo athafnað sig í næði.
Jpegar sú fregn barst hingað, að
kapt. Hovgaard væri væntanlegur til
að vera foringi Heimdalls, vöknuðu
nýjar vonir í brjóstum íslenzkra fiski-
tnattna. þessi maður hafði, meðan
hanu stýrði póstskipum hér við land,
getið sér þann orðstír hjá íslendiug-
um, að þeir þóttust mega við góðu
búast; og þær vonir hafa sannarlega
ekki brugðist.
það kom fljótt í ljós, þegar kapt.
Hovgaard kom í vor er leið, að hann
hagaði sér gagnólíkt því, sem áður
hafði tíðkast. Hanu hefir í stuttu
máli alla tíð síðan hann kom verið á
verði, svo að botnvörpungar hafa engan
frið haft í landhelgi; þeir hafa aldrei
vitað, hvar sá ndanski djöfulh (svo nefna
þeir hann) var, og hvergi verið örugg-
ir fyrir honum. í öskuroki og frost-
hörkum hefir hann haldið skipi síuu
til hafs og aldrei legið á höfnum
stundu lengur, nema í nauðsynja-er-
indum. Og er það eftir kunnugum
haft, að nóg hafi verið boðið Heim-
dalli og skipverjum í þeim svaðilför-
um vetrarmáuuðina. Skipið er illa
lagað til slíkra vetrarferða, og mundi
jafnvel flestum íslenzkum sjómönnum
þykja ill æfi sú, er undirmenn og yfir-
menn áttu við að búa, þegar veðrin
voru verst, þar sem ekkert viðlit var
að halda hlýju í skipiuu; alt hélaði
innan skips, jafnvel legurúm manna;
rann svo alt út í vatni, íverufatnaður
og rúmföt, þegar frostin linuðu.
En með þessari harðneskju, með
þessari dæmalausu elju og atorku
hefir kapt. Hovgaard tekist svo að
vernda landhelgissvæðið, að það er ein-
mælt meðal fiskimauna, að útlendir
fiskimenn hafi þetta ár engar skemdir
gert á fiskimiðum í landhelgi. Hann
hefir þanuig sýnt, að það má takast,
að veita nægilega vernd með einu
skipi.
Oft hafði áður verið orð á því gert,
að nokkrir íslendingar styddu útlend-
ingana í yfirgangi þeirra. Með þeim
áhuga, sem kapt. Hovgaard hefir á
því, að halda hlífiskildi yfir fiskimiðun-
um, gat hann ekki látið þessa menn
aftkiftalausa. Haun hefir og gert sitt
til þess, að þvo þann smánarblett af
íslendingum, að þeir hjálpuðu sjálfir
til þess, að spilla atvinnuveg sínum
með því, að rótta útlendum ránsmönn-
um hjálparhönd, og það er óhætt að
segja, að þessir botnvörpunga beininga-
menn eru einu mennirnir hér á landi,
sem hafa ímugust á honum; allir aðr-
ir hljóta að kunna honum hinar beztu
þakkir fyrir frammistöðuna í sumar,
og óska einkis framar en þess, að oss
mœtti auðnast að njóta hans við á-
fram nœsta ár að minsta kosti.
í einhverju dönsku blaði var þess getið
í surnar (að oss minnir í »Berlingi«),
að Englendingar hefðu fundið ný fiski-
mið suður og austur af Vestmanneyj-
um og hefðu aflað þar mikið í vor.
|>etta er vitleysa. Fiskimið þessi eru
löngu kunn, og hafa staðið í sjóbréf-
um vtsc um 20 ár. En sannleikurinn