Ísafold - 28.09.1901, Síða 2
258
er sá, að þegar EnglenrHngum var
fyrirmunað að nota hin beztu fiakí
mið í landhelgi, fyrir euður- og
vesturströnd landsins, þá voru þeir
neyddir til að flýja. Kapt. Hovgaard
hefir rekið þá burt af landhelgis- fiski-
miðunum, og eingöngu þesa vegna
hafa þeir nú neyðst til þess, að leita
fisksins annarstaðar.
því var hreyft við nokkra alþingis-
menn í sumar, að þingið skærist í leik-
inn og bæri á einhvern hátt fram þá
almennu ósk, að kapt. Hovgaard
fengist til þess að vera með strand-
gæzluskipið næsta ár. En þingið mun
ekki hafa séð sér fært að skifta sér
af því máli; líklega ekki fundið neina
lögmælta aðferð að þeirri málaleitun.
En hvaða ráð á þá að hafa til þess
að fá þeirri ósk, því áhugamáli sjó-
mannanna framgengt? Ekki einungis
ósk sjómannanna sjálfra, heldur allra
þeirra manna, sem láta sér umhugað
um, að útlendir yfirgangsseggir láti
ekki greipar sópa um hina auðugustu
fjársjóðu Islendinga.
það er áreiðanlegt, að verði ekkert
gert að hálfu íslendinga til að fá því
framgengt, að þessi frábærlega ötuli
°g vörður vor, sem lætur sér
svo einkar-ant um, að starfsemi hans
verði landi og lýð til blessunar, haldi
varðskipinu næsta ár, þá kemur ein-
hver annar og nýr. Hepnir getum
vér orðið; en það getur Ifka farið svo,
að vér fáum einhvern hægfara mann,
sem heldur til á höfnum inni, telur
sér skylt að spara kol. |>á er skipið
gagnslaust, og víkingarnir brezkuvaða
uppi eins og áður.
Leiðarþing
héldu þingmenn Skagfirðinga á Sauð-
árkrók 11. þ. m. Komu þar allmarg-
ir kjósendur. Fundarstjóri var kosinn
Eggert sýslumaður Briem og skrifari
síra Sigfús Jónsson á Mælifelli. Skýrðu
þingmennirnir frá því helzta, sem gjörst
hafði á þingi:
1. Stjórnarskrármálinu, gangi þess
á þinginu, í hverju breytingar þær, sem
farið er fram á í hinu samþykta frum-
varpi, séu fólgnar, og til hvers þær
miða. Enn fremur gjörðu þeir glögga
grein fyrir afstöðu flokkanna og bentu
á aðalágreiningsatriðin þeirra í mílli.
Fundarmenn létu í ljósi ánægju sína
yfir úrslitum málsins á þingi og vott-
uðu þingmönnum sínum þakkir fyrir
framkomu þeirra; og var að lokum sam-
þykt svo látandi yfirlýsing í einu hljóði:
»Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir
úrslitum þeim, sem stjórnarskrármálið
fekk á þingi í sumar, og telur breyt-
ingar þær, sem fram á er farið í stjórn-
arskrárfrumvarpi því, er samþykt var
af þinginu, til stórraikilla bóta«.
2. Landbúnaðarmálinu og 'óðrum at-
vinnumálum, sem þingið hafði fjallað
um, var rækilega lýst, sk/rt frá fjárveit-
ingum til eflingar atvinnuvegum, og
lögum, sem þar að lúta.
3. Bankamálið röktu þingmennirnir
ítarlega, bæði aðgjörðir stjórnarinnar
milli þinga, er mönnum þóttu allslæ-
legar, og gang málsins á þingi. Létu
menn í ljósi mikla óánægju yfirbreyt-
íngu þeirri, er bankafrumvarpið fekk í
efri deild, einkum breytingartillögu
landshöfðingja. Eftir nokkrar umræð-
ur var í einu hljóði samþykt svolát-
andi yfirlýsing:
xFundurinn lýsir megnri óánægju yf-
ir aðgjörðum stjórnarinnar í banka-
málinu bæði utan þings og innan«.
4. þá var skýrt frá aðgjörðum
þingsins í mentamálum, samgöngumál-
um, tollmálum o. fl., og loks beindu
fundarmenn nokkrum fyrirspurnum til
þingmannanna. Einn fundarmanna
spurði meðal annars um það, til hvers
flokks í 8tjórnarskrármálinu þeir þing-
menn hefðu einkum talist, er mest
andæfðu bankamálinu og reyndu að
koma því fyrir kattarnef, eða hvort þeir
hefðu verið af báðum flokkum; því það
þyrfti að muna þeim það við næstu
kosningar. þessari spurningu svöruðu
þingmennirnir á þá leið, að þeir hefðu
allir verið úr andstæðingaflokki þeirra;
þó Iétu þeir þess getið, að í þeim
flokki væru stöku menn málinu mjög
sinnandi, t. d. Klemens Jónsson, en
þess hefði ekki gætt nú, vegna þess,
að hann var í forsetasæti.
Glæsilegt gjafsóknar-j afnrétti.
Sk/rt var frá því í Isafold í sumar
snemma, 15. júní, að maður nokkur á
ísafirði, heldur umkomulítill, er taldi
sig hafa orðið fyrir skakkafalli af yfir-
valdinu og neyddist til að kæra það
fyrir yfirboðurum þess, hafi hlotið þann
ábæti í umsagnarskjali þess um málið,
að vera borið þar á br/n, að hann
hafi:
1) farið með logna sakargift;
2) falsað vottorð það, er hann sendi
með kærunni;
3) stolið nafni 2 manna undir þetta
vottorð; og
4) að hann, sem þá var staddur er-
. lendis, muni naumast eiga afturkvæmt
til landsins, með því að hann hafi
»komið vel nærri 227., 228 og 272. gr.
hinna almennu hegningarlagac
Maðurinn þóttist, sem vonlegt var,
svo freklega meiddur af þessum um-
mælum, að hann kærir yfirvaldið til
sekta fyrir þau, þegar hann var loks-
ins búinn að ná í skjalið, sem ekki lá
laust fyrir, þótt lagaheimting ætti á
því; hann varð að sækja það sjálfur alla
leið til Khafnar.
Hann stefnir málinu fyrst fyrir sátta-
nefnd, eins og lög gera ráð fyrir, sem
og var auðgert; en varð auðvitað ár-
angurslaust.
En þá var eftir þyngri þrautin, og
hún var sú, að koma málinu fyrir dóm,
eftir að því var »vísað til dóms og laga«
af sáttanefndinni.
Hin lögmælta, fagra meginregla, að
»fyrir lögunum skuli allir jafnir«, vill
verða að fánytu pappírsgagni hér á landi,
þegar svo stendur á, að þegnarnir þurfa
lagaverndar að leita gegn sjálfu yfir-
valdinu, sem laganna á að gæta, — gegn
sjálfum héraðsdÓmurunum.
Þá þarf að fá annan dómara, fá hann
lengra eða skemmra að, og með þar af
leiðandi ærnum kostnaði um fram þa»,
er ella gerist.
Það fyrirkomulag getur auðvitað orðið
og verður oft sá þröskuldur, sem fá-
tækir menn komast eigi yfir. Þeir
verða blátt áfram að snúa aftur við
hann, og sætta sig ef til vill við mesta
gjörræði og réttleysi. Og með því að
yfirvöld, þar á meðal héraðsdómarar,
eru menn, eins og aðrir, og mannlegum
breyskleika undirorpnir, þá er líklega
ekki of djarft að gera sér í hugarlund,
að þeir verði ekki ætíð grandvarari í
orðum og gerðum fyrir það en ella
mundi.
Lög höfum vér nú að vísu, þess vel
og fagurlega hugsaða efnis, að fátæktin
skuli ekki verða neinum að fótakefli, er
leita þarf réttar síns. Þau eru rúml.
20 ára gömul, frá 1878. Það eru hin
frægu gjafsóknarlög. Þau eiga sem só
ekki e i n g ö n g u við um embættis-
menn, sem margur kann að ímynda sér,
af alkunnri reynslu, heldur og um
snauða menn og hinar og þessar stofn-
anir til almenningsheilla. — Maðurinn
vissi vel af þessum lögum. En ekki
átti hann neitt við að reyna að
hagnyta sér þau, hvernig sem á því
hefir staðið; líklegast hefir það þó ekki
verið af oftrausti á happi sér tii handa
af þeim.
En ferð þurfti hann að gera sér til
höfuðstaðarins, til þess að verða þeirrar
náðar aðnjótandi, að setudómari yrði
skipaður í málið. Það tókst svo, sem
þá segir í fyrnefndu tbl. Isafoldar.—Hið
kærða yfirvald tók setudómaranum með
kostum og kynjum. En kærandanum
varð hann til lítilla nytja, og hvarf
hann heim aftur við svo búið, án þess
að rnálið kæmist eitt fet áleiðis,—áti þess
að stefna yrði út gefin, hvað þá heldur
meir, og það þótt á boðstólum væri sú
150 kr. fúlga, sem setudómariun áskildi
sér fyrir fram, og ennfremur ábyrgð
fyrir því, sem kostnaðurinn ltynni að
fara fram úr því. — Maðurinn, sem
sjálfur er blásnauður, hafði fengið ann-
arra manna hjálp til þeirra útláta.
N/ja ferð verður hann svo að gera
sór til Keykjavíkur, til þess að fá
n/jan setudómara, og er þá skipaður
s/slumaðurinn í Barðastrandars/slu,
Halldór Bjarnason. En þá var yfirvald-
ið, H. Hafstein syslum. og bæjarfóg., um
það leyti að fara á þing, og varð málið
því ekki upp tekið að sinni, ekki fyr
ett eftir þinglok.
Nú er að segja frá viðskiftum hins
n/ja setudómara og Samsons Eyólfsson-
ar, manns þess, er hér ræðir um, og leita
þurfti réttar síns gegn yfirvaldinu ís-
firzka.
Hann skrifar Samsoni bréf 26. júlí,
og segist skuli koma til ísafjarðar í
setudómaraerindunum hvort hann vilji
heldur 31. ágúst eða 2. okt. »Jafn-
framt .skal það tekið fram«, bætir syslu-
maður við, »að eg fer ekki ferð þessa
nema þór sendið mér fyrir fram í pen-
ingum (ekki ávísun) farareyri og ferða-
kostnað, og þegar eg kem til
Isafjarðar, verðið þór að borga
allan fyrirsjáanlegan kostnað við mál
þetta, og setja góða og gilda trygg-
ingu fyrir ófyrirsjáanlegum kostnaði; að
öðrum kosti verður málið ekki tekið
fyrir«.
Samson kaus, að s/slumaður (setu-
dómarinn) kæmi 31. ágúst, og sendir
honurn 100 kr. »til fyrirframgreiðslu og
ferðakostnaðar«. Hann varaði sig ekki
á öðru en að yfirvaldið, sem hann átti
skærum við, yrði þá heim komið af
þingi. Hann grunaði ekki það, sem
ekki var von, að það yrði þá á leið til
Khafnar til þess að verða íslandsráð-
gjafi!
Setudómarinn greip því í tómt, er
hann kom til ísafjarðar. Vitaskuld hefði
hann getað gefið út stefnuna eigi að
síðtir með hæfilegum fresti og komið
svo ^ftur síðar, er hún fólli í rótt og
stefndi yrði væntanlega heim kominn.
En ekki lá við, að sú yrði niðurstaðan
fyrir honum. Samson fær í þess stað
frá honum svolátandi bréf ó d a g-
s e 11:
»Með skirskotun til bréfs míns til yðar,
dags 26. júli, og þar að lútandi samtals
okkar, læt eg yður bér með vita, að áður
en eg gef út stefnu í máli yðar gegn bæj-
arfógeta Hannesi Hafstein, verðið þér að
setja mér góða og gilda tryggingu fyrir að
minsta kosti 500 kr. (fimm hundruð krón-
um)«.
Það er hvorttveggja, að Samson mun
hafa þótt þessi krafa nokkuð frekleg,
enda veitt örðugt að útvega slíka trygg-
iugu, þótt viljað hefði, félaus maður.
Hann tekur því það ráð þessu næst, að
hann leitar enn á fund háyfirvaldsins hór
í höfuðstaðnum og sækir nú um gjafsókn
í máli þessu. FóLeysisvottorð hafði hann
meðferðis, bæði frá hinu setta yfirvaldi
á ísafirði og sóknarpresti sínum, pró-
fastinum á ísafirði.
Því er tekið ekki ólíklega í fyrstu.
En eftir hæfilegan frest til umhugsun-
ar og ef til vill ráðsumleitunar kemur
skriflegt afsvar.
Þar segir svo: »Eg« (þ. e. amtmað-
ur) »get eigi álitið málstað yðar svo
vaxinn, að yður verði veitt gjafsókn í
þessu máli, sbr. 3. gr. laga 12/7 1878,
enda skal og geta þess, að efnahags-
vottorðin . . . eru eigi svo sk/laus, sem
æskilegt væri«. —
Tilvitnuð lagagrein er svo látandi:
»Þá er beiðst er gjafsóknar, kemur
málstaður beiðanda til álita«.
Málstaðurinn er sá, að hór eru born-
ir á mann í embættisskjali meiri háttar
glæpir: að hann hafi farið með logna
sakargift, falsað vottorð og stolið nöfn-
um undir það, og gefið þar á ofan í skyn,
að hann hafi sama sem strokið af landi
burt til þess að komast undan hegn-
ingu fyrir þessa glæpi.
Ymsir, sem þetta lesa eða heyra,
minnast sjálfsagt málstaðar annara gjaf-
sóknarbeiðenda, sem svarað var alt öðru
vísi: voru sem só bænheyrðir orðalaust.
Til dærnis mannsins, sem sagt var við
í gamni á prenti: »Miklir menn erum
við, Hrólfur minn !« og fleiri viðlíka
spaugsyrði, út af tilefnislausu frum-
hlaupi hans og stórheimskulegum sleggju-
dóm; eða annars, sem gizkað var á um,
að ekki mundi hafa haft mikið við að
/ta undir undirmann sinn einn að gera
hlut, sem hann hat'ði sjálfur talið vit-
leysu og óþarfa; eða enn eins, skifta-
ráöandans, sem yfirmaður hans hafði
gefið þann vitnisburð, að hann hefði ró-
ið að því öllum árum að hafa af búi
1000 kr. handa sjálfum sér og blaða-
maður tjáir sig eftir það ekki hafa mjög
háar hugmyndir um óhlutdrægni hans.
Dæmin þessi eru öll frá síðustu misser-
um. —
Þetta var nú um málstaðinn.
En svo eiga fátæktarvottorðin af hafa
verið ekki nógu sk/laus.
Þar segir í öðru þeirra : »Hann er, að
því er inér er kunnugt, blásnauður mað-
ur« og í hinu: »Hanu er, að svo miklu
leyti mór er kunnugt, maður blásnauður«.
Nú vita það allir, að 99 af 100, sem
vottorð gefa um þessa hluti eða því um
líka, orða þau einmitt eitthvað á þessa
leið, þ ó 11 þeir viti raunar þetta, sem
þeir votta, eins vel eius og að sólin er
á himninum eða að 2 og 2 eru 4. Það
er nokkurs konar ávani fyrir þeim;auk
þess sem þeir g e t a vel borið fyrir sig,
að betur geti enginn vitað slíkt, nema
hlutaðeigandi sjálfur; hann g e t i hafa
grafið fó í jörðu, svo enginn viti af. —-
Svona er nú mál þetta útlits.
Vitaskuld mætti lmgsa sér, að gjaf-
sóknarveitingarvaldinú væri það kunn-
ugra um málstað umsækjanda en öðrum