Ísafold - 09.10.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.10.1901, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Uppsögn (skiifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. Reykjavík miðvikudaginn 9. okt. 190l.j 67. blað. Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða D/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlsudis fyrir fra'g' XXVIII. árg. I. 0. 0. F. 8310118'/., II.__________ Forngripas. opið md., mvd. og Id. 11—12 Lanasbókasafii opið lirern virkau dag ki. 12—2 og einni stundu iengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækniug k spitale.num á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrst.a og þriðja þriðjud. hvers mánaðar s. 11—1. Okeypis tannlækning i húsi Jóns Svems- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Hvað stjórnarmálinu líður. Bkki nokkur minsta vitund uppi látin enn af stjórnarinuar hendi um undirtektir undir stjórnarbótina, eins og hún var afgreidd frá þinginu í sum- ar. f>ess er ekki von fyr en með síð- ustu ferð í haust (nóv.). f>að létu og ráðgjafarnir skýlaust á sér heyra þeg- ar eftir komu #Vestu« til Khafnar í upphafi f. mán. Sama segja þeir enn. Bru til þess þær eðlilegar orsakir, a ð þeir eiga ákaflega annríkt fram yfir þingbyrjun hjá sér (1. okt.); a ð þeir fá ekki skjöl málsins héðan fyr en um það leyti, hafa t.d. ekki einu sinni fengið ávarpið frá efri deild til konungs fyr en með Vestu 5. þ. m., en engin von að þeir fari að gefa sig við tnálinu fyrri; og loks, að þeir þarfa, eða rétt- ara sagt og sérstaklega íslandsráð- gjafinn, þó dálítinn tíma til að kynna sér málið og íhuga. En það er oss óhætt að fullyrða, að þá, með síðustu ferðinni (nóv.), kem- ur svar, ákveðið svar, sjálfsagt í kon- unglegri auglýsingu, er verður nánast svar upp á ávarp efri deildar. Svarið verður ákveðið bæði að því leyti, hvort von muni á staðfesting frumvarpsins frá í sumar á sínum tíma, ug eins um hitt, hvort þessi stjórn mundi fáanleg til að ganga að því, sem kallað er »rífari stjórnarbót« að ein- hverju leyti, smáu eða stóru. Fyrir því er heimska tóm og hé- gómi, að vera að henda nú álofti hvik- sögur um það, hvernig stjórnin muni svara, tilbúnar ýmist út úr tómum hugarórum, eða þá í blekkingarskyni við auðtrúa kjósendur, sem afturhalds- liðið veit sér ríða lífið á að veiða á sitt band til vorsins. Erlend tíðindi. Aukakosningar (3) til landsþingsins danska 12. f. m. fóru svo, aökosnir voru 2 hægrimenn og 1 vinstrimaður. Líkt og áður var. Flokkarnir vega því hér um bil salt í landsþinginu; ráðaneytið mun ekki hafa þar meiri hluta. Mikill mannfagnaður við hirð konungs vors í f. mán. Þeir dvöldu þar 2—3 vikur, Rússakeisari og Englakonungur, með drotningum sínum og öðru stór- menni. Játvarður konungur er gleði- maður mikill. Enginn Englakonungur hefir til Danmerkur komið nokkurn tíma fyr en þetta. Rússakeisari brá sér suð- ur í Danzig til fundar við »bróður« sinn Yilhjálm Þ/zkalandskeisara. Með þeim fór alt ástsamlega. Alfarin fóru þau hjón, Rússakeisari og drotning haus, frá Danmörku 23. f. mán., og hóldu þá til Frakklands. Þar var ákaflegur fagnaðar-viðbúnaður. Það er gert til að treysta bandalagið sem bezt, hve nær sem til þarf að taka eða hvað sem í skerst. Meiri háttar eldsvoði varð í borginni Kalundborg á Sjálandi 21, f. m., meiri en dæmi er til í Danmörku síðan' er Kristjánshöll brann (1884). Eyddist um J/4 hluta bæjarins. Skaðinn metinn IVs milj. kr. Vinnuteppunni ólokið enn í Grimsby, er staðið hefir mestalt sumarið, milli botnvörpu-fiskimanna og útgerðarmanna þeirra, og hefir nú snúist upp í róstur. Útgerðarmenn hafa afsagt, að hlíta neinni gerð. Dæmdur var morðingi Mc Kinley’s forseta, Czolgosz, 24. f. m., sekur um morð að fyrirhuguðu ráði. Hann verð- ur líflátinn með rafmagni; svo mæla amerísk lög fyrir. Ekki hefir uppvíst orðið, að neinir hafi verið í vitorði með honum. Það er nýjasta að frótt af viðureign Búa og Breta, að Búar unnu sigur í 2 smá-orustum um miðjan f. mán, — við- skiftin eru tómar smá-orustur — þar sem fóllu af Bretum 39, en sárir urðu 61, og 155 haudteknir. Suður í Rúmeníu varð í f. m. tniðj- um hroðalegt járnbrautarslys, ef banaði nær 40 manna. Fögur veðrabrigði. Það grunaði Isafold sýnilega um græzku síðast, afturhaldsliðið hórna í bænum. Það þýddist ekki heilræði hennar um að leggja ekki trúnað á ófagtiaðar- tíðindin um, að dr. Valtýr væri orðiun ráðgjafi. Það grunaði hana um óheil- indi og svaf heldur illa nóttina næstu. En svo rann upp sunnudagurinn, heiður og fagur, og póstskipið inn á höfnina með þau tíðindi, sem Isafold hafði sagt því óbeinlínis, að enginn Valtýr væri enn orðinn íslands-ráðgjafi né nein önnur því ógeðfeld persóna. Og »erindrekinn«, »íslands bezti full- trúinn« raunar ekki heldur. En það var nú sök sér. Þ a ð gat lagast með tímanum. En hitt var ekki aftur tekið, ef nokkuð hefði verið í því hæft. Hvílíkur hugarléttir ! Hvílíku fargi af létt! Hvílíkur sólskinsblær yfir hinni fáliðuðu, en ekki eftir því fyrirferðar- litlu afturhaldssveit hér í bænum, sem er aðallega nokkuð af »fínni« enda em- bættalýðsins og stöku dilkar hans. Og svo kom »himnabréfið« frá signor »Stefni«, með þýðiugu á nokkrum klaus- uip úr grein í »Politiken«, sem aftur- haldsliðinu fanst ganga því næst, sem það ætti vísa margra ára frestun á stjórnarbótinni, méð milliþjóðanefnd (Dana og Islendinga) og annað góðgæti eftir þess höfði. Þetta hafði hann afrekað »erindrek- inn« þeirra, snillingurinn! Eins og hann væri nú ekki sjálfsagður til að verða ráðgjafi ! í þess augum, afturhaldsliðsins, er stjórnarskrárbreytingin og stjórnarbótar- baráttan þ a ð e i 11, hver verði íslands- ráðgjafi, hvort heldur einhver þess félagi og lagsmaður, einhver af þess sauða- húsi, svo að völdin hverfi ekki »úr ætt- inni«, eða þá eitthvert miður geðþekt aðskotadýr. Já, þetta hafði hann afrekað, snill- ingurinn. Það er satt: hann e r snillingur — snillingur að skálda bæði í samföstu máli og sundurlausu, og snillingur að — leika! Hann er gerður afturreka með erind- ið. Hann kemur liryggbrotinn aftur. En — er samt ákaflega á báðum buxun- um og leikur sigri hrósandi stjórnvitr- ing. Lætur »Stefni« senda út »himna- bróf« til þess, að leiða lýðinn í allan sannleika um það. Bankamálið. Sannfrétt er það, að bankamennirn- ir, þeir Arntzen og Warburg, treysta sér ekki til að ganga að bankafrum- varpi þingsins frá í sumar, eins og það var fleygað síðast í efri deild, með því að láta landsbankann standa. — Hins vegar mun og vafasamt talið, hvort stjórnin fengist til að staðfesta það; bæði má gera ráð fyrir, að ráðu- nautur hennar, þjóðbankinn, mundi leggja á móti því, eftir eldri tíllögum sínum í málinu, og eins mundi stjórn- in telja hættuspil fyrír landssjóð, að láta innleysanlega seðla hlutafélags- banka einstakra manna tefla við óinn- leysanlega seðla landsbankans. Sú hætta er vitaskuld létt á metunum hjá fleygsmiðunum á alþingi, þótt margur mundi telja þeim engu síður skylt um það að hugsa en hinni út- lendu stjórn; þeim var það fyrir mestu, að reyna að fá »stóra bankanum« í hel komið, en landsbankanum haldið við lýði, þótt alls ónógur væri og hlyti að verða áfram nema örlitlum hluta landsins. Til þessa voru refarnir skornir, og það hefir tekist að sinni. »Og er á meðan er«, segja þeir. En þá var hitt eftir, að búa til og hagnýta einhverja þá tegund ryks í augu almennings, er hefði þau áhrif, að hann sætti sig við þetta og héldi sér borgið eigi að síður. f>að er, að útvega landsbankum lán, eitthvert lán og með einhverjum kjör- um. það var nú erindi bankastjórans til Khafnar með fram, annað en að gefa stjórnarbótarmálinu auga. Hann kvað og vera býsna-drjúgur yfir, hverju sér hafi ágengt orðið, alt að því eins og frændi hans »erindrek- inn« yfir sínu erindi. það er þá það, að hann hefir feng- ið hjá Landmandsbankanum fyrirheit um Ú2 m’lj- kr. lán í gulli, með all- góðum vaxtakjörum o. s. frv. þetca þykir óefað í fljótu bragði all- glæsileg fúlga, enda er vissulega svo til ætlast. En sé það mál til mergjar klofið, verður úr pví aumlegt kák. Ný lög þarf nú fyrst og fremst til þess, að slíkt lán verði tekið. Fær því bankinn ekki þennan veltufjár- auka fyr en löngu eftir aukaþingið að sumri, þótt þarfnast kynni hans miklu fyr. þá þarf hann enn fremur að setja veð fyrir láninu, og mun varla hafa annað að bjóða, er um munar, enþað sem hann á óselt af bankavaxtabréf- unum. Hann gæti gefið út 3/4 milj. í innleysanlegum seðlum út á hina lánuðu J/2 rnflj. í gulli — sem vitan- lega yrði þá að liggja kyr í bankan- anum, — en yrði að veðsetja fyrir því viðlíka mikið af verðbréfunum eða alt að því. Niðurstaðan yrði því hér um bil eins og ef hann hefði getað selt veð- deildarbréfin upp. Með öðrum orðum: alls enginn viðauki fram yfir það sem veltuféð hefir veriðtalið; veðdeildarbréfin hafa sem sé verið talin með í því. — þeim yrði að eins með þessu móti komið í handbæra peninga. það er alt og sumt. En þó svo væri, að þetta væri öðru vísi iagt niður, og gert t. d. ráð fyrir 74 milj. veltufjárauka af þessu láni, þá sjá allir, hve skamt það dregur; mundi varla gera að fylla þörfina hér í bænum og kringum hann þá, þegar lánið væri fengið. En útibúanna yrðu hinir landsfjórð- ungarnir að bíða jafnt sem áður, önn- ur 15 árin Iíklega eða lengur. Landburður af síld við Eyjafjörð í f. mán., um 20. f. m. lás, við lás þá inni á »pollinum«. Búist við að næmi 15—20 þús. tunn- um. Með 30 kr. verði yrði það alfc að 600,000 kr. Kostnaður talinn alt að helmingi og yrði þá hreinn ábati full 300,000 kr. Algengt, að sjómenn hefðu 40—50 kr. í kaup á dag éða upp úr deginum, og kvenfólk alt að 10 kr. fyrir að slægja. Mestallur afl- inn eign Islendinga.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.