Ísafold - 09.10.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.10.1901, Blaðsíða 2
266 Erindisleysa „erindrekans". Vikið var lítils háttar í síðasta bl. á forsending þá, er erindreki aftur- haldsliðsins (H. H.) hafði farið á stjórnarinnar fund. Hann hvarf heimleiðis eftir 10 daga dvöl í Khöfn, í stað 40 daga, sem ráðgert hafði verið. Hann fekk enga nainstu áheyrn hjá ráðaneytinu, ekk- ert annað svar en það, að því væri ekkert hægt um málið að segja, með því að það gæti ekki málinu sint fyrst um sinn og vantaði öll gögn í hend- ur til þess. þeir sögðu því, sem honum voru vinveittastir, að hann hefði komið of snemma til Khafnar. En töldu þó um leið alveg gagnslaust fyrir hann að bíða. Hvað sem þeir kunna að hafa átt við með því. f>að þykir mörgum eftirtektarvert, að hann leggur leið sína norður um land og kemur hvergi nærri höfuð- staðnum. í stað þess að bíða eftir Laura og verða samferða frænda sín- um, bankastjórauum, til þess að sýna sig í höfuðstaðnum og tjá þeim, sem hann sendu, erindislokin. |>eir gera ráð fyrir, að svo mundi hann gert hafa, ef þau hefði glæsileg verið. f>rátt fyrir þetta láta nánustu vin- ir hans hér úr afturhaldsliðinu í veðri vaka, að hann hafi stórmikið afrekað. En það er eintóm blekking, er á sum- part að vera plástur á vonbrigðissár hans, en sumpart til að villa almenning. f>að er nú sannspurt, að erindrek- arnir voru tveir, sem afturhalsliðið sendi í þinglokin, þeir H. Hafstein og dr. Finnur Jónsson. En bankastjór- inn ekki með í því umboði; mun hafa þótt eiga nóg með bankamálið; en hvað hann kann að hafa gert um- boðslaust og óbeðið til að styðja fé- laga sína, er annað mál. f>að fer vitanlega ekki í hámæli. Leyndu er því og haldið stranglega, umboðs- skjalinu til hinna og ávarpinu til ís- landsráðgjafans; 14 voru undir því nöfnin, þ. e. allra hinna þjóðkjörnu í flokknum. Framfaraflokkurinn sendir lögum samkvæmt opinbert ávaip til konungs — ávarpið frá efri deild. Afturhaldsliðið sendir leyni-erind- reka með leyniskjal um laundyr til ráðgjafans. f>að á vitanlega bezt við þ e s s eðli og einkunn. Og erindis- lokin svo eftir því. Meir þarf ekki að orðlengja um þann samanburð. Sögulegur þurfamaiinaflutniiigur. Hingað kom með »Ceres« tm dag- inn vestan að, vestau úr Stykkishólmi, fjölskylda utan undan Jökli, úr Fróð' árhverfi, send bingað áleiðis á sveit sína, Dyrhólahrepp í Skaftafellsýslu, — hjón með 7 börnum, 1 til 10 ára. Hjón þessi höfðu flutt bygðum fyr- ir rúmum 6 árum vestur í Staðar- sveit, bjuggu þar 4 ár og fluttust síðan út yfir heiði, þangað sem þau hafa búið síðan. . Maðurinn misti heilsuna, og lá þungar legur hvað eftir annað. frnrfti því að fara að þiggja af sveit, og þar kom loks, sem lög gera ráð fyrir, að senda skyldi hann á framfærslusveit sína með allri fjölskyldunni. f>að eru ein hlunnindi að strand- ferðunum, síðan þær hófust, að þær hafa dregið stórum úr hrakningum fátækraflutningsfólks sveit úr sveit laudshornanna í milli. það er ólíku saman að jafna, að geta farið beina leið á gufuskipi frá og til næ3tu hafnar við heimilið. Hér stóð og vel á. Gufuskipaferð- ir nógar milli Ólafsvíkur og Víkur fram undir haust. En lengur ekki vitanlega. En hér var nú farið svo ráðvíslega að, í þessu dæmi, að fólkið er ekki látið fara á stað fyr en einmitt eftir að ferðir til Víkur eru hættar. Náð- ist að eins í þessa gufuskipsferð frá Stykkishólmi til Reykjavíkur. Verð- ur svo að flytja alt landveg þaðan, eftir að komin eru frost og snjóar. Orsökin var sú, að sýslumaður, hið nafntogaða Snæfellingayfirvald, komst ekki til að gefa fjölskyldunni lögboð ið vegabréf í tæka' tíð. Hann þurfti að vera á þingi, til þess að láta þar skína yfir þjóðina ljós mælsku sinnar og löggjafa-viturleiks. Einhver mun hafa átt að nafninu til að þjóna fyr- ir hann sýslunni á meðan, auk þess sem sýslumaðurinn í næstu sýslu fyr- ir sunnan var löggiltur til að gegna dómarastörfum, ef á þyrfti að halda. »Löggjafinn« hefir líklega ekki slept við varaskeífuna heima hjá sér nemahinu allra-lítilmótlegasta af sínu háleitlega embætti, og þar með hefir að hans dómi ekki talist þetta, að gefa út þurfamannaflutningsvegabréf. Viður- kenning frá sveitinni, sem við fjöl- skyldunni skyldi taka, hafðí komið snemma sumars. þetta hátíðlega skjal, vegabréfið, er því ekki skrásett og út gefið fyr en hið virðulega yfirvald sjálft í eigin göfugu persónu er heim komið í sinn áðsetursstað og tekið við ríkisstjórn. Að vísu átti þá strandb. »Skálholt« eftir að koma við í Ólafsvík 1 sinni í suðurleið, um 17. sept., og k o m þá við þar; en var þá svo troðfullur af fólki, að fyrnefnd fjölskylda komst þar ekki fyrir, enda lítt fært að komast út í skipið. Én þá var og úrhættis orð- ið að komast sjóleiðis til Víkur. Ekkert rúm hafði fjölskylda þessi, 9 manns, á skipinu hingað frá Stykk- ishólmi; varð að sitja uppi nóttina alia í þiljuklefanum uppi yfir 2. far- rými, foreldrarnir með börnin í fang- inu. Nestið var 2 flöskur af mjólk, og vatn og brauð — brauð fyrir 2| kr. þetta nesti varð að duga þeim nál. 2 sólarhringa; fyrkomstekki fjölskyldan á land í Reykjavík, með því að vega- bréfið mátti að hábornum skriffinsku- sið ekki senda meðal póstbréfa, held- ur á stýrimaður að hafa það í hönd- um og afhenda með fólkinu, eins og það væri dautt flutningsgóz; en hann hefir ekki getað snúist við því eða farist fyrir í annríkinu þar til degi eftir að skipið er komið. Himin þóttist þetta aumingjafólk hafa höndum tekið, er það komst loks í Hjálpræðiskastalahælið til gistingar og naut þar vanalegrar manngæzku- alúðar og umönnunar. Nú er eftir fyrir þessu fólki ferðin alla leið austur í Mýrdal, yfir stórárn- ar Markarfljót og Jökulsá á Sólheima- sandi, auk margra smærri, hreppstjóra frá hreppstjóra, í sumum hreppum svo og svo langt afleiðis, þar sem hóp- urinn allur verður svo að bíða á hverj- um stað lengur eða skemur, meðan verið er að safna hestum o. s. frv. til þess að koma því áfram. Cgbörn- in, 1, 2, 3, 4 ára o. s. frv., upp í 10 ára send í aðra eins ferð í mjög skjól- litlum sumarfötum. Hrein og þokka- lega til fara samt. f>eim var gefið dálítið af skjólfötum hér í bænum, svo að lík- lega er þeim nú nokkurn veginn borg- ið að því leyti til, það sem við verð- ur ráðið. Vitanlega mundi hafa verið án þess séð um að dúða þau í flutn- ingnum bæ frá bæ og hreppstjóra frá hreppstjóra svo vel í lánsplöggum, að heilsu þeirra og lífi hefði verið sæmi- lega borgið,bæði lögum samkvæmt og af mannúðlegum brjóstgæðum þeirra, er þau hefðu á milli farið. En ekki er slíkt efnilegt ferðalag eigi að síður. Og annmarkar hljóta að vera á lög- gjöf og landstjórn þar, sém svona ferðalög eru tíðkanleg. Fátækramála- nefndin fyrirhngaða þyrfti sannarlega að gefa þeim kapítulanum auga ekki hvað sízt. Hvað kostar svo þessi flutningur, ekki veglegri en hann er? Hann kostar stórfé, og stór-eykur fátækrabyrði héraðanna, þótt spart sé á haldið og viðhöfnin smá, auk óreikn- aðs ge8trisnisgreiða á leiðinni og marg- víslegrar fyrirhafnar. Gfreinin í „Politiken“. Fádæma-skynleysi og þroskaleysi þarf til þess, að byggja nokkrar vonir um rífari stjórnarbót á grein þeirri í »Politiken« frá 13. f. m., sem »Stefn- ir« hefir verið látinn tína úr nokkrar linur, slitnar úr sambandi, og aftur- haldsliðið hér er samt að veifa með eins og einhverri stórgersemi. Aðalfengurinn á að vera sá, að höf. talar um, að óþarfi virðist að vera að meina oss að hafa ráðgjafann væntan- Iega búsettan í Reykjavík (tvo ráð- gjafa, »tvo tígulkóngana í spilinu«, tal- ar hann um sem heimsku); en segir öðrum þræði agnúa á því, að koma því fyrirkomulagi beim við ríkisráðs- setuna, er hann virðist telja sjálf- sagða, og treystir sér ekki til að ráða fram úr þeim vanda. Annað veifið slær hann upp á dansk-íslenzkri samkomulagsnefnd, sem er, eins og kunnugir vita, ekki annað en eitt af dráttarbrögðum aft- urhaldsliðsins, og er auk þess fullkomin frágangssök, þó ekki væri annars vegna en þess, að þar með væri meir en hálfdönsk nefnd látin fara að fjalla um sérmál vor; — stjóinarskrárdeilan er eingöngu um tilhögun og meðferð sérmála vorra. Greinin er rituð af mikilli velvild í vorn garð, en ákaflega lítilli óreiðan- legri þekkingu og skyni á málinu, sem við er að búast. Höf. glæpist hvað eftir annað á skáldskap, sem »erindrekiun« hefir laumað í hann; greinin virðist ricuð mikið honum til hugnunar. Að byggja á grein þessari nokkurn skapan hlut um skoðun ráðaneytisins nýja á einstökum atriðum í stjórnar- bót vorri, væri hin mesta heimska, þótt ekki væri annars vegna en þess, að það er vitanlega alls ekki farið að skapa sér neina ákveðna skoðun um þau. Sama heimskan er það, að skoða »Politiken« sem sérstaklegt mál- gagn ráðaneytisins í hverju máli sem er. það hefir mörg málgögn, margir ráðherrarnir sitt hver. Helzt kynni að vera að marka, ef málgagn Islands- ráðherrans, Alberti, léti eitthvað uppi; en það er það (»Dannebrog«) ekki farið að gera enn, af vel skiljanlegum ástæðum. »Lárus skiftir búi«. Framar miklu en lagaskyldan b/ður fser Snæfellingagoðinn að þenja sig hér í blaðinu í dag, til að reyna að klóra yfir húskaupin frægu. En hann gerir með öllu því brölti ekki annaö en strengja enn fastara að sér böndin. Það er varla nokkur stafur sannur í því, sem hann segir um sjálf húskaupin og tildrög þeirra. Þar er öllu umhverft. Fyrir því eru nóg gögn til taks, e f nokkuö skyldi úr því verða fyrir hon- um, að fara í mál út af áminstri grein, sem varla mun þurfa ráð fyrir að gera. Hann þóttist ætla að áfrýja tafarlaust í sumar dómnum í málinu út af »kosn- ingarferðinni« (ísaf. 22/9 f. á.) og sótti um gjafsókn til þess, sem hann hefir og sjálfsagt fengið, þ ó 11 vinna þætt- ist hann málið í undirrétti; en hann er ekki farinn til þess enn. Nógu mikið er hann og búinn að bendla amtmann við þetta mál sitt, sér til lítils gagns eða sæmdarauka. Hann fær aldrei, hvernig sem hann fer með þann góð- viljaða yfirboöara sinn, almenning til að trúa því, að hann (amtm.) segist eftir 4^/j ár geta staðið viS það enn, semhann, hafi sagt um tilraun þessa fræga skifta- ráðanda til að hafa af búi undir hans hendi 1000 kr., án þess að vita, hvað hann fer með; en það gerði amtm. í vor, — staðfesti afdrátttarlaust um- mæli sín í bréfinu frá 1896. — Raus- ið um úrfellingar úr »leiðréttiug« hans hór í sumar í blaöinu er tómur hégómi; þar var ekkert úr felt, sem neinu málk skifti. Bæjarstjórn Eeykjavíkur. Kosnir á fundi 3. þ. m. í nefnd til að undirbúa manntal hér 1. nóv. þ. á. með bæjarfógeta þeir Jón Jensson og Sig. Thoroddsen. Sömul. i nefnd til að gera tillögur um styrk úr alþýðustyrktarsjóði þeir Ól. Ólafsson og Guðm. BjörnBson. — Sótt höfðu 34. Eftir tillögu skólanefndar var sam- þykt sú hækkun á kenslukaupi við barnaskólann, að þeir, sem kenna minst 12 stundir á viku, fái á ð. kensluári og upp frá því 60 a. um stundina, en 75 a. á 10. kensluári. Brunabótavirðingar samþ.: Fiski- geymsluhús Ásg. Sigurðssonar (Baróns- fjósið) 19,200 kr.; hús Dan. Daníels- sonar og Fr. Gíslasonar við Vatnsstíg 11,705; hús Péturs Péturssonar (nýtt) við Smiðjustíg 8,370; hús þórðarGuð- mundssonar við Vatnsstíg 8,350; hús Kristófers Sigurðssonar og ÓI. Magn- ússonar við Skólavörðustíg 7,340; hús Sig. Gunnarssonar smiðs við Lauga- veg 4,055; hús Guðrúnar Erendsdóttur á Stöðlakotslóð 3,457; hús Ellerts Schram við Bræðraborgarstíg 3,050; hús Sigurjóns Jónssonar við Nýlendu- götu 2,220; hús Árna Árnasonar við Bakkastíg 1,860; skúrhús hjá Bar- ónsfjósi (Ásg. Sig.) 1,600. Póstskip Ceres kom ekki fyr en 5. þ. m. að morgni, norðan um land og vestan. Hafði fengið mjög vont á leiðinni og taf- ist á að glíma við hafnirnar; gafst upp við Blönduós. Eult af farþegum. Meðal þeirra Jón A. Hjaltalín skólastjóri á Möðruvöllum, sem dvelui' hér vetrarlangt ásamt frú sinni veikri. Sömul. dr. Jón Horkelsson aftur með sínu fólki.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.