Ísafold - 16.11.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.11.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvisv. í vikn Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l’/s doll.; borgist fyrir miðjan jiíH (erlendis fyrir fram.) ÍSAFOLD. Uppsögn (shnfleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYIII. árg. Keykjavík laug'ardaginn 16. nóv. 1901. 73. blað. Bidjið ætíd um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadriúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu i samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0. 0. F. 831122^.________________ Forngripas. opið md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbólcaxafu opið bi-ern virkan dag k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útiána. Okeypis lækning á spítalfnnm á þriðjud. og föstud. kl. 11 -1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar fe. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Háseta á Hskiskip ráðum við undirritaðir, fyrir næstkom- andi útgerðartíma (1902), upp á hálf- drætti og mánaðarkaup. Atvinnan borgastaC öilu leyti í peninguni. Menn snúi sér til Sigfúsar Bergmann í Hafnarfirði, sem gefur nánari upp- lýsingar og semur um vistráðin. Bíldudal í ágúst 1901. P. J. Thorsteinsson & Co. Kommissionsforretning. Vi tillade os höfligst at bringe til D’ Herrer Köbmænds Kundskab, at vi have etableret os som Kommissions Agenter for Færöerne & Island. Vi have förste Klasses Forbin- d e 1 s e r saavel her i Landet, som paa Continentet for Salg af Færöiske og Islandske Produkter. De Ordres, der maatte blive os betroede, effectueres til laveste Markedspriser. Til stabile Köbmænd gives en kortere eller iængere Kredit. Dansk Korrespondance. Ærbödigst Anderson Brothers 15 Robinson Kow. Hull. Aldamótarit. ísland um aldamótin. Ferðasagasumarið 1899. Eftir Friðrik J. Berg- mann. Rvík 1901. VIII + 322 bls. |>að hefir ósjaldan verið brýnt fyrir oss, að landar vorir í Vesturheimi bugsuðu mest um það, að ginna sem flest fólk burt af þessu landi, vestur til sín í dýrðina og sæluna, og í því skyni gerðu margir þeirra sér það að reglu, að bera íslandi sem verst sög- una og lasta flest hér á ættjörð vorri. Eitt blað hér á íslandi hefir að minsta kosti gjört tilraun til að telja alþýðu manna trú um. að slíkur væri hugsun- arháttur leiðtoganna þar vestra, enda var og farið að hafa orð áþví hérum árið, að láta »lastmæliu« um landið varða við lög. Prestarnir þeirra Vest- ur-íslendinganna — sumir að minsta kosti — hafa verið taldir með leiðtog- unum. Nú er þá nýprentuð bók um ísland eftir einn þeirra; segir hún aðallega frá ferð hans hér á landi fyrir 2 árum og flytur oss jafnframt álit höfundar- ins á íslandi og á högum og hátterni landsmanna. Er þá full ástæða til að ætla, að mörgum sé forvitni á að sjá bókina, og að margir hafi þegar sval- að þeirri forvitni sinni, því að bókin kom út í vor sem leið. Nú er þess sem sé nokkur kostur, að dæma um það fyrir eigin reynslu, hvort getsakir þær, er höf., ásamt öðrum, hafa verið gerðar, séu á rökum bygðar. Aðallega mun bókin rituð í þeim tilgangi, að fræða Vestur-íslendinga um ástandið á fósturjörðu vorri, eins og það er nú. Höf. veitþað, að mörg- um landa fyrir handan hafið er hug- arhaldið að fá sem beztar og sannast- ar fréttir »að heiman«; hann þekkir það af sjálfs sín reynslu, eins og allir ir þeir, er lifað hafa langdvölum fjarri fósturjörðu sinni, að fátt eru menn fíknari í að lesa en það, sem skrifað er um »gamla ættlandið«. Marga Vestur-íslendinga langar án efa mikillega að bregða sér til íslands snöggva ferð, en eiga fæstir kost á því. Slíkum mönnum vill höf. veita hlut- deild í þeirri ánægju og þeim fróðleik, er hann hafði upp úr ferðalaginu, með því að segja þeim frá því helzta, sem fyrir augun bar. Eigi virðist ástæða fyrir oss að taka slíku öðru vísi en með þökkum, svo framarlega sem höf. gerir sér far um að segja sem sannast og réttast frá högum þjóðar vorrar. Blöð vor hafa oft borið mikið lof — stundum full- mikið — á ýmsa útlendinga, er ritað hafa eitthvað um þjóð vora, siðu vora og bókmehtir, og hefir þó þekking þeirra sumra verið fremur af skornum skamti, og það því eigi sem réttast í öllum greinum, er þeir rituðu. |>að er engu síður þakkarvert, að fræða bræður vora þar vestra um hagi vora. Slíkt hlýtur að verða til þess, að efla og glæða ræktarsemi þeirra til íslands og styrkja þjóðernistilfinning- una. Og því betri og sannari fréttir sem vér höfum hvorir af högum ann- arra, þess betra og bróðurlegra verð- ur sambandið milli ættbræðranna vest- an hafs og austan. Höf. tekur það og fram í formála bókarinnar, að»sighafi langað til að láta ferðasögu sína leggja brú milli landa«. Menn sannfærast vonandi um það af þessari ferðasögu, að þ e s s u m Vestur-íslendingi liggur ails ekki illa hugur til vor, heldur langar hann til þess af öllu hjarta., að þjóð vor taki sem mestum framförum og bagur vor hér blómgist í hvívetna. Fátt er unaðslegra í heiminum en að ferðast. Áhyggjurnar og hinar daglegu annir verða þá eftir heima; sálin hvílist og hressist; gleði og ánægja fylla hugann, því að augun fá ávalt nýtt og nýtt að skoða. Ferðamaður- inn fær öðrum fremur að sjá það, hve lífið er margbreytilegt, og nýtur þeirr- ar unaðsemdar í fyllri mæli en aðrir, sem þeirri margbreytni er samfara. Ánægjan, sem jafnan fyllir buga ferða- mannsins og oft sést á svip hans, set- ur mark sitt á frásögu hans, og fyrir því eru ferðasögur vanalega skemtileg- ar bækur. En það liggur í hlutarins eðli, að þekking ferðamannsins hlýtur oft að verða fremur lausleg; hann er jafnan gestur, og þótt gestsaugað sé glögt, má þó heldur ekki gleyma því, að fólkið — ekki sízt hér á landi — gerir sér far um að snúa ekki nema betri hliðinni að gestinum. Niðurstað- an mun því verða sú, að oftast eru ferðasögurnar lýsingar á sólskinshlið lífsins og fólkið kemur fram í spari- fötum sínum. En þær eru jafnsannar fyrir því, — það sem þær ná. Eg fæ eigi betur séð en að höf. þess- arar ferðasögu hafi dregið upp fremur bjarta mynd af íslandi. Honumvirð- ist hafa verið fult eins kært að lýsa framförunum, er orðið hafa á síðustu tímum, eins og hinu, sem honum finst ábótavant. það er anuars mesta furða, hve vel höf. hefir tekið eftir öllu hér. Og þótt hann sé prestur, og kristindómsástand þjóðar vorrar sé hans mesta áhugamál, þá ber ferðasaga þessi glögg merki þess, að hann hugsar mikið um verk- legar framfarir landsmanna og öll á- hugamál vor; enda virðist skilningur hans á þeim emkar-ljós. Og um bú- skapinn talar hann svo-, að rnaður fer að halda að hann sé engu lakara að sér í þeirri grein en prestarnir hér, og ern þó margir þeirra búhöldar góð- ir. Aðallega er bókin um Island; en höf. brá sér í sömu ferðinni til Nor- egs og Danmerkur, og segir ýmislegt um bæði löndin, svo og nokkuð frá Skotlandi. Er þessi hluti ferðasögunn- ar fróðlegur fyrir þá, sem aldrei hafa komið út yfir pollinn, og það því frem- ur, sem fáar ferðasögur eru til á voru máli. þess skal sérstaklega getið, að lýsing hans á kirkjulega lífinu í Dan- mörku, flokkaskipuninni þar innan kirkj- unnar og starfsemi fiokkanna er mjög greinileg. það sem hann segir um heimatrúboðið (»innri missíónina«) er miklu sannara og réttara en það, sem sum blöð og tímarit vor hafa sagt um þá hreyfingu, því að frásaga þeirra hefir oftast verið sprottin af óvildar- hug og stakri vanþekkingu á starfsemi þess öfluga félagsskapar. Oþarfi er á það að minna, hve rit- mál höf. er lótt og lipurt; og vel hef- ir bonum tekist að ná tökum á athygli lesandans. Bókin er skemtileg, eigi sízt fyrir þá, ei heima eiga fjarri ís- landi, enda kvað vera mjög mikil eft- irspurn eftir henni vestra. Lýsingar höf. á bygðarlögum og bæjum eru mjög góðar, náttúrulýsingarnar sumstaðar á- gætar, t. d. þar sem höf. lýsir útsýn- inu ofan af Vaðlaheiði. Slík lýsing vekur efalus^viðkvæmar endurmínning- ar í brjÓ8íi sumra landa vorra vestra; það rifjast þá upp fyrir þeim sveitin þeirra, þar sem þeir lifðu æsku sína; þeir minnast þess þá, að það er stund- um frábærlega fallegt á íslandi og býsna byggilegt lfka. það er býsna-mikið af mannlýsing- um í bókinni; en eigi verður yfir því kvartað, að höf. beri þeim illa söguna, er hann minnist á; síður en svo. Hinu gæti eg betur trúað, að sumum þyki hann bera helzt til mikið lof á menn; því að vér erum því óvanir, að lesa á prenti lýsingar á núlifandi mönnum þjóðar vorrar. En einmitt þetta atrið- ið, sem oss hér kann að þykja miður geð- felt, má búast við að falli mjög vel í geð frændum vorum fyrir handan »hyldýp- ishaf«; enda er það ekki nema eðli- legt, að þá fýsi að heyra sagt frá þeim mönnum, er að einhverju leyti gjöra vart við sig öðrum fremur í lífi og starfi þjóðarinnar. Mikið finst höf. til um framfarirnar, er orðið hafi hér á landi hinn síðasta fjórðung aldarinnar. Nefnir hann einkum til kauptúnin, grasræktina, túnaslétturnar, garðræktina, ve^ina og brýrnar, þilskipaútveginn o. s. frv. Híbýlaháttum manna hafi farið mjög fram og yfirleitt sé miklu meiri menn- ingarbragur kominn yfir fólkið; verzl- unin hafi stórum aukist og batnað, þótt skuldaverzlunin sé þjóðinni enn til niðurdreps. Bindindishreyfinguna telur hann mikla framför, svo og það, »að hugurinn til Vestur-íslendinga hafi hlýnað um mörg stig«. Meðal fram- faranna getur hann þess enn fremur, að greinileg flokkaskifting hafi orðið í landinu um öll helztu áhugamál þjóð- arinnar. Fyrir honum, Ameríku-mann- inum, er »sundrungin«, sem vér gerum stundum svo mikið úr og sumir eru að fárast yfir, ekkert hrygðarefni, heldur vottur um va'xandi menning. • Höf. er prestur; það er því eigi furða, þótt hann sé prédikandi í öðru veifinu, þ. e. birti oss skoðanir s í n - a r á hlutunum og lífinu, um leið og hann segir oss frá því, er fyrir augun ber. Að því leytí getur bókin orðið mörgum manninum til vakningar í ýmsum efnum. En einkum á þetta þó heima um síðasta kafla bókarinn- ar. Hann er um kristindóm þjóðar vorrar. Heldur höf. því þar fram, sem fyr, að án kristindómsins verði mentunin mergsvikin, og án hans öðliat þjóðin ekki það siðferðisþrek, sem henni sé nauðsynlegt að hafa í lífs- baráttunni. Finnur hann það einkum að kristindómsástandinu, að meinleys- ið sé orðin vor æðsta hugsjón. þessi kafli bókarinnar er skarpastur í vorn garð, en ef til vill bezt ritaður. Orð- in eru sumstaðar þung, því að síra Friðrik J. Bergmann er fylginn sér; en svo er jafnan, þegar djúp sannfær- ing og einlægur áhugi felst á bak við aðfinningarnar. f>að er vel sagt, sem höf. segir út af ræningjanum á kross- inum og um falsmyndina af mein- lausum guði, er hann vill láta aftur- hvarfsprédikunina brjóta í mul. Á bls. 289 tekur höf. það fram ber- um orðum, að ferðalagið hafi haft þau áhrif á síg, að hann hafi nú miklu sterkari trú á framtíð Islands en áð- ur en hann fór för þessa; hann hefir nú þá trausta trú, að þjóð vor muni lifa og blómgast og taka margföldum framförum á ókominni tíð í öllum efn- um. Við slíka yfirlýsing frá hans hálfu höfum vér því einu að bæta, að vér óskum, að sem flestir Vestur-ís- lendingar komi heim til ættjarðar sinnar til að sannfærast um hið sama, og e£

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.