Ísafold - 03.12.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.12.1901, Blaðsíða 3
303 Föðurlandsást Og gróðahugnr. Hr. ritstj. ísafoldar! Bg er í vaDd- ræðurn um, hvað eg á að gera. Svo stendur á, að eg var frumkvöð- ull þess fyrir nokkrum missirum, að sótt var um löggilding á höfn í minni sveit, sem þóttist eiga heldur langt í kaupstað að sækja. Og svo hefi eg nú verið að braska í því, að fá ein- hvern til að byrja verzlun á þessari nýlega löggiltu höfn. Eg var loks kominn í samning um það við mann, sem mér leizt á og eg hugsaði gott til, að sveit mín og nágrannasveitirn ar hefðu tilætluð not af — spöruðu sér mikinn kostnað og fyrirhöfn af löngu og erfiðu kaupstaðarferðalagi. Eg bjóst að vísu við, að vörur kynnu að verða eilítið dýrari hjá þessum kaupmanni en í stærri kauptúnum yfirleitt; en taldi það vel tíl vinnandi, og vissi okkur ætlð hafa í hendi okk- ar a.ð fara þá heldur í gamla kaup- staðinn heldur en að láta hann setja oss afarkosti — heldur en að líða honum of mikla gróðafíkn. En nú sé eg, að eg hefi farið alveg vitlaust að. Mér hefir alveg yfirsést að áskilja við manninn, að hann mætti ekki ætla sér að græða neina minstu vitund á þessari fyrirhuguðn verzlun. Mér hefir gleymst að semja við hann um að gera það af tómri föður- landsást, eða réttara sagt af tómri hreppsást, ást við hreppinn okkar. |>að var og er skylda hans; eg sé það nú. þ>að var og er skylda hans, að reisa verzlunarhús og leigja skip og vá- tryggja á þessa nýju höfn, og ráða sér búðarfólk og launa því sómasam- lega og taka á móti átroðningi af viðskiftamönnum sínum, án nokkurs áforms í þá átt, að bera eitthvað úr býtum í móti. Og eg sé það nú, að það er ekki annað en klaufaskapur af mér, hreinn og beinn asnaskapur, að áskilja það ekki fyrirfram. Eg hefði fengið 10 fyrir 1 til þess eigi að síð- ur, hefði eg nefnt það og áskilið fyr- ir fram berum orðum. Eg hefði átt hægt með að sýna og sanna, að hver sá maður hefði verið föðurlandssvik- ari, sem færst hefði undan að ganga að þeim kostum. það voru bankamálsumræðurnar, sem opnuðu loks á mér augum. feim hafði sem só orðið sama á, þessum herrum, sem fá vildu útlenda peningamenn til að stofna hér banka — þeim hafði orðið sama á eins og mér, þegar eg fór að semja við utan- héraðsmann um að reisa verzlun á nýlöggiltu höfninni hjá okkur. |>eim hafði láðst að áskilja við þá, að þeir mættu ekki ætla sór að græða á því. f>eir höfðu verið svo heimskir, eins og eg, að gera ekki ráð fyrir, að fyrirtæk- ið fengist sett á stofn öðru vísi en að hugsað væri ura að hafa heldur hag á því en óhag. f>eim hafði orðið sú skyssa á, for- mælendum blutafélagsbankans fyrir- hugaða, að láta sér lynda lög frá al- þingi um tilhögun bankans og banka- stjórn, er alþingi réði að meiri hlut, hvernig skipuð væri, og reglugerð, sem sú bankastjórn setti, og loks sarokepni annara peningastofnana innan lands og jafnvel utan, til þess að tryggja landinu okurlaus viðskifti af hálfu hlutafélagsbankans, alveg eins og eg hafði látið mér lynda hitt, að eg og sveitungar mínir leituðu til gamla kaupstaðarins okkar, ef okkur líkaði ekki við hinn nýja,. En þeim hafði gleymst að áskilja hitt þar að auki, að bankamennirnir réðust ekki í fyrir- tækið með neinni hugsun um að á- batast á þrí. Svo þegar sýnt var fram á af framsýnum og forvitrum föðurlaudsvinum, að þeir væru ekki að því arna, ef þeir hugsuðu sér ekki að hafa heldur hag af þvi en óhag, hvar stóðu þeir þá, hlutabankaformæl- endurnir? Hvar nema í gapastokk heimsku og skammsýni og jafnvel landráða? •Getið þið sannað, að þeir geri það af tómri mannást, af tómum brjóst- gæðum, af tómri hjálpfýsi, eins og við gerum, hinir, sem viljum láta landið búa að sínu, »Landsbankanum«, — en ekki af gróðahug eða í ábataskyni?«. þá stóðu þeir uppi eins og þvara og gátu ekkert sagt. J>eir vissu mikið vel, að »það heyrði til«, -— að hver sú verzlun er óhafandi, óalandi og engum bjargráðum ráðandi, sem rek- in er í ábata skyni og ekki af tómum brjóstgæðum og föðurlandsást. Af þessu só eg þá mína sæng upp reidda. fað er eins auðsætt og að 2 og 2 eru 4, að eg er föðurlandssvikari, eg er landráðamaður, enda í stuttu máli Valtýimjur. Ekki snemma sumars. Hann vill láta þess getið, Snæfellingavaldsmaðurinn, að viðurkenning fyrir sveitfesti þurfamanna- flutningsfólksins, er segir frá hér i blað- inu 9. október, hafi ekki komið snemrea sumars, eins og þar stendur og fólkið sagði sjálft, — ekki fyr en 24. júlí, sem getur þó varla heitið seint heldur, en þó svo seint, að ekki var hægt úr þvi að koma því sjóveg alla leið til 'Víkur. segir hann. Þó var eigi vegabréf útgefið fyr en í september; annars hefði mátt flytja fólkið landveg frá Reykjavík löngu fyrir haust. Það skiftir mestu. Skipafregu. Hingað kom i gær frá Englandi gufuskipið »Stord», (377, Ha- gerup Nielsen) með kol o. fl. til verzl. »Nýhöfn« o. fl. Botnvörpu-útgerðin h a íi s Breiðfjörðs. W. Ó. Breiðfjörð hefir i blaði sínu, er hann nefnir »Reykviking«, ritað all langt mál um útgjörð sína i sumar. Eg vildi nú, herra ritBtjóri! biðja yður um rúm i yðar heiðr- aða blaði fyrir eftirfarandi athugasemd. Sagnariturum hefir oft verið borið það á brýn, að þeir vildu bera sem mest lof á söguhetjuna og hefja kappann upp til skýj- anna, en rýra heldur og ófrægja mótstöðu- menn hans. Líkt fer W. ó. B. í þessari sögu hans; hann kemur þar fram á sjónarsviðið sem aðalsögubetjan, er berst með undra-afli gegn »ótrú og óvild og algerðum þekkingar- skorti«, eins og hann kemst að orði í hinni hörmulegn útgerðar-6ögu sinni, sem er æði- dimm, enda þótt sjáist til sólar við og við; en það ætti að bera vott um, að hann sé á réttri leið til Ijóssins og sannleikans, sem honum hefir nú hepnast að sneiða allvel fram hjá, og er það vegna þess, að eg rita þess- ar linur, og af þvi, að eg var skipstjóri á skipi því, er hann ritar sína hörmungarsögu um, enda þótt eg jafnframt viti, að flestir, sem þekkja mig, muni ekki trúa þvi, sem W. Ó. B. segir um mig í grein sinni. En það er fyrir hina, scm ekkert þekkja til þes8arar útgerðar, er eg rita þessar línur, og af því að eg álit, að ekki sé hálfsögð sagan meðan einn segir frá. W. Ó. B. segir meðal annars, »að hann hafi ráðið skipstj >ra og annan mann til þess að fara til Englands að velja skipið og kynna sér botuvörpuveiði«. Þetta eru ósannindi. Eg var að eins ráðinná skipið sem skipstjóri, og hann nefndi ekki á nafn við mig, hvorki hér né á Englandi, að eg skyldi kynna mér botnvörpuveiði, og hið sama er að segja um hinn manninn, er hann sendi i téða ferð, enda höfðum við nóg að gera, að ferðast bæ úr bæ til þess að leita að þvi skipi, er hann vildi kaupa. En taf- ir á skipi hans á Englandi, er hann minnist á, stöfuðu nokkuð af þvi, að hann, sjálfur kaupandinn að skipinu, »gleymdi vitinu á veggnum«: gleymdi andvirði skipsins i Rvik, að hanu sjálfur sagði, og þar af leiðandi fengust ekki skjöl skipsins fyr en andvirði þess var greitt; og svo loksins, eftir að póstskipið hafði farið til íslands og kom- ið aftur til Kaupmh., var skipið borgað út. En þá tók ekki betra við, þvi þá var lagt löghald á skipið, eins og B. liefir skýrt frá. A Englandi var ráðinn enskur botnvörpu- veiðistjóri á skipið, og var hann með skip inu fram á sumar. W. Ó. B. segir um hann, að hann hafi ekki kunnað að fiska annað en kola; en það skal eg láta ósagt, því ó- sannað er enn, hvort hægt sé að veiða þorsk hér með þeirri aðferð, sem notuð var á skipinu frá upphafi til enda. En hitt get eg sagt um hann, að hann var dugleg- ur og vandaður maður, kunni vtl til allra verka, sem fyrir féllu á skipinu, sem og eðlilegt var, þer sem hann hafði verið skipstjóri um 20 ár. Skipið lagði svo út og reyndi að fiska i flóanum, en því miður gátum við ekki fengið neitt i vörpuna, ekki svo mikið sem kolarusl, erW. Ó. B. svo nefuir; það litla, eem við komuin með af fiski, var sníkthjá enskum botnvörpungum i skiftum fyrir aðra vöru! Hann segir, »að ótrúin, óviidin og óbeit- in« hafi verið hjá mér og hásetum minum, og að eg hafi viljað leggja skipinu upp og hætta veiðinni. En þarna hefir hann einn- ig sneitt lijá sannleikanum En hitt er rétt, að eftir að eg hafði farið tvivegis út og reynt að fiska, en ekki fengið neitt, og sá fram á, að annaðhvort hlutu þau áhöld, sem við höfðum, að vera rangt tilbúin, og þá ómögulegt að fá það lagað hér, eða þessi aðferð gat alls ekki hepnast hér — að eg þá fór fram á við hann, að senda skipið út á þorskveiði; en við það var ekki kom- andi hjá honum. Tildrögin til þess, að eg fór fram á þetta við hann, voru einnig þau, að við áttura jafnframt að »snikja« fisk hjá Englendingum; en það er sú fiski- aðferð, sem mér hefir aldrei geðjast að. Að eg hafi minst á við hann sð varpa gufuvélinni og botnvörpunni í sjóinn, er ekki rétt; en hvar hann hefir sofið, þegar hann dreymdi það, skal eg iáta ósagt. Hitt er vist, að eg hefi aldrei talað þau orð. W. 0. B. segir einnig, að hann hafi lagtskipi sinu til þrjá nýja báta; og auk þess orðið við að gera stórskemdir á þeim. En sannleik- urinn er sá, að W. Ó. B. lagði ekki til neinn nýjan bát; þær fleytur, sem við höfð- um, voru gamlar, og man eg ekki eftir skemdum á þeim utan tvisvar, sem stöfuðu frá óviðráðanlegum atvikum frá minni hálfu; auk þess hefi eg og hásetar minir borgað þann kostnað, enda þótt við værum ekki skyldir til þess. Eitt er það, sem W. Ó. B. virðistkenna mér um í grein sinni: að hásetarnir voru ráðnir á skipið um óákveðinn tíma; en það má hann sjálfum sér um kenna, þvi það var með hans ráði gert; en hinu gat eg ekki við gert, þótt hann hafi brostið vit til að íhuga þetta i tima. En þar sem hann er svo ósvifinn, að beina því að mér, að eg hafi viljandi komið inn fisklaus og með rifna og eyðilagða vörpuna, þá eru þau ummæli hans svo vaxin, að hægt væri að láta hann sæta ábyrgð fyrir á öðrum stað. Um viðtal það, sem hefir átt að fara fram milli min og hins enska botnvörpu- stjóra, er það að athuga, að eg hefi aldrei vanrækt að gjöra það verk á skipinu, er mér bar; en hitt er rétt, að hann sem botn- vörpustjóri átti að segja fyrir verkum um brúkun og tilhögun botnvörpunnar, einkum þar sem eg hafði reynt að fiska, en ekki hepnast það; en hann fullyrti við útgerð- armann minn, að við befðum ekki rétta að- ferð við veiðina, og að hægt mundi vera að fiska með sinni aðferð; en sannleikurinn var sá, að hann kunni alls ekki að láta út vörpuna og vildi þvi láta mig segja sér að- ferðina. Þegar þessi maður hafði verið á skipinu 2 daga, varð eg að sigla inn til Reykjavíkur með hann með lítilli sæmd, án þess að fá nokkurn fisk, en talsverðar skemdir á vörpnnni. »Svo fór um sjóferð þá«. Þá fór skipið út enn af nýju með þriðja botnvörpustjórann, sem var hinn bezti að mínu áliti; en ekki vildi ganga vel að fiska samt. Þó kom einu sinni talsvert i vörp- una af lýsu og öðrum smáfiski; en án þess að hægt væri að kenna neinum af þeim sem á skipinu voru, slitnuðu þær festar sem átti að draga vörpuna inn með, og smaug þá talsvert af þessum smáfiskum út um möskvana, á meðan við vorum að lagfæra það, sem bilað hafði. en botnvarpan sjálf var i' það skifti óskemd. Er eg kom inn úr þessari útivist, rar vÍ8tartími minn á enda; fór eg því frá skipinu og afhenti það eigandanum, og var það álit þeirra manna, er út i skipið komu, að það væri vel hirt og alt sem þvi til- heyrði. Eftir 26 vikur var eg svo laus við þennan útgerðarmann minn, og get ekki lýst þvi, hve feginn eg varð, hafandi verið jafnlangan tíma án þes3 að geta unn- ið mér og útgerðarmanni minurn það gagn, er ætlað var; en eg hafði þó jafnframt bú- ist við, að svona mundi fara; þvi eftir að eg réðst á skipið, sögðu margir heiðvirðir menn mér, að eg mundi ekki sækja mikla gæfu til hans. Það hefir lika komið í ljós, að við höfum ekki borið gæfu til að vinna saman. Eg befi þá reynt að leiðrétta helztu ó- sannindin og lokleysurnar i útgerðarsögunni hans W. Ó. B., þótt eg nenni ekki að tína hana upp orð fyrir orð En þó vildi eg bæta við og athuga dálitið það, sem hann segir um sjómennina. W. Ó. B. var úti með skipi sínu nokkra daga í sumar, og var fremur hress að vanda, sem ekki var að undra, þar sem bann lét mig vita, að hann hefði verið formaður i æsku og stundað sjó af miklu kappi! I þessari ferð kveðst hann hafa orðið margs þess vísari, sem hann hefði ekki trúað að ætti sér stað meðal sjómanna, hefði hann ekki verið sjónarvottur að þvi; einnig seg- ist hann hafa verið »heynarvottnr að því, að skipstjóri og sýrimaður um borð á fiski- skipi hafi haft sér til skemtunar að bölva, formæla og klæmast svo hroðalega, að eng- inn heiðvirður maður mundi hafa haldist við inni hjá þeim í húsi á landi«. Eg veit ekki til, að Breiðfjörð hafi verið neitt við þilskipaveiðar utan þessa daga sem hann var með mér í sumar, og verð eg þvi að álíta, að hann eigi við mig og skips- höfn mfna með þessum orðum. Eg ber algerlega á móti þvi, að þannig löguð orð hafi verið töluð á skipi þvi, sem eg hefi nokkurn tíma verið á, því siður að eg hafi látið þau mér um munn fara. En þann tíma, sem bann var sjálfur með skipinu, get eg gefið honum þann vitnis- burð, að hann kom fremur vel fram, enda þótt eg geti ekki sagt, að hann hafi verið nein fyrirmynd að siðgæði. Eg hefi verið i förum með mörgum sjó- mönnum Norðurlanda, og eins hefi eg ver- ið með Islendingum á fiskiveiðum nokkur ár; og ef eg ætti að bera þá saman, mundi eg ekki hika við að segja, að íslendingar stæðu útlendum sjómönnum jafnfætis að 8iðgæði; um þetta vona eg að almenning- ur taki orð min eins trúanleg og það, sem W. Ó. B. skrifar um sjómennina islenzku i blaði sinu. Þar er litil undantekning hjá honum. Flestir eru þar með sama marki brendir. En sem betur fer, eru islenzku sjómennirnir ekki eins og hann lýsir þeim, enda þótt mái,ke megi finna þess dæmi; það væri sama og sagt væri, að öll íslenzku blöðin bæru ósannindaþvætting og óhróður út um almenning, af því að »Reykvíking- ur« gerir það. Eg vil svo að siðustu óska minum fyr- verandi útgerðarmanni til hamingju með út- gerð sina eftirlerðis. En jafnframt mælast til þess, að ef hann skrifar um útgerð sína eða sjómannastéttina yfir höfuð, að hann þá skrifi sannleikanum samkvæmara en i þetta skifti. Reykjavik, 18. nóv. 1901. Jóhann Þórarinsson. i I heljar greipum« Frh- |>eir fengu með sér sitt flatbrauð- ið hver í nesti hjá Aröbum og hafði þeim aldrei fundist hin dýrleg- asta krás frá elda-meistaranum á gufu- skipinu gómsætari en þetta harða, dökkleita brauð; og svo fengu þeir nýjan skamt af vatni, en það var þeim hinn stórkostlegasti munuður; þessir, sem náðu þeim þarna í án- ingarstaðnum, höfðu verið nýbúnir að fylla hjá sér leðurbelgina, svo að nóg var af að taka. Ef líkaminn gæti fylgt dæmi sálar- innar, eins og sálin fylgir dæmi líkam ans, þá væri ekki margt að lífinu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.