Ísafold - 03.12.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.12.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einti sinni eða tvisv. í vikn Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD Uppsögn (skvifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé ti) itgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstræti 8. XXYIII. árg, Reykjavík þriðjudagiiin 3. des. 1901. 76. blað. I. 0. 0. F. 83)268V8._______________ Forngripas. opið md., mvd. og ld 11—12 Lanasbökasafn opið ht'ern virkan dag kj. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útláua. Okeypis lækning á spitale num á þriðjud. og föstud. kl. 11 -1. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers tnánaðar k. 11-1. Ökeypis tannlækuing i húsi Jóns Sveins- Sonar hjá kirkjunni 1. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Háseta á fiskiskip ráðum við undirritaðir, fyrir næstkom- andi útgerðartíma (1902), upp á hálf- drætti og mánaðarkaup. Atvinnan borgast að ö I u leyti í peningum. Menn snúi sér til Sigfúsar Bergmann í Hafnarfirði, sem gefur nánari upp- lýsingar og semur um vistráðin. Bíldudal í ágúst 1901. P. J. Thorsteinsson & Co. l00-1200 "is fyrirtaks-skemtisögur (Yendetta, í heljar greipum) alveg ókeypis. Nýir kaupendur að ísafold 29. árg., 1902, 80 ark. stórar, fá í kaupbæti Vendettu alla, um 40 arkir samtals, og auk þess söguna I heljar greipum, það sem út verður komið um áramót, á að gizka 12—15 arkir. Þetta verða alls 1000—1200 bls. Sögur þessar báðar eru heimsfrægar skáldsögur. Af Vendettu seldust 200,000 eintök í Vesturheimi á örstutt- um tíma. Sjálft er blaðið ísafold hér um bil helmingi ódýrara, árgangurinn, en önn- ur innlend blöð yfirleitt eftir efnismergð. íS3’ Porsjállegast er, að gefa sig fram sem fyrst með pöntun á blaðinu, áður en upplagið þrýtur af sögunum.— petta eru hiu mestu vildarkjör, sem n o k k u r t ísl. blað hefir n o k k u r n t f m a boðið. Vikublaðið „Norðurland“ (ritstj. Einar Hjörleifsson, Akureyri) hefir til sölu hér í Reykjavík Kristján Þorg'rímsson, Kirkjustr. 10. Kostar 3 kr. árg.________________ _______ Sunnanfari IX. 10. f>. Guðjohusen faktor, Húsavik (með mynd). f>orbrandur i Hal og Hreiðar i Vilpu, saga eftir Gnðm. Friðjónsson. Hljóðfærið hennar Rósalindu Petersen. Gullhúsið kóngsins og drengirnir. Þingvallamynd. Biðjið ætíð um OTTO MONSTBD’S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. Búfræðslufuiidir á vetrrnn. Landsbúnaðarfélagið hefir í áformi að gefa almenningi til sveita, þar sem því verður við komið og þess er ósk- að, kost á að ná með hægu móti fundi góðra búfræðinga á vetrum, er aðrar annir baga minst, til fræðslu og leiðbeiningar í ýmsum búnaðarat- riðum og búnaðarframförum, með þeim hætti, að leiðbeinendur þesair eigi fyrirfram boðaða viðtalsfundi við bændur og búmenn og láti þeim þar í té alla þá fræðslu, er tækifæri býðst til og þeir hafa áhuga á, bæði með minni háttar fyrirlestrum og með því að leysa úr spurningum m. m. Hefir hr. sýslumaður Magnús Torfason í Árbæ, sem er bæði mikill búhöldur og búnaðarframfaramaður, útlistað hug- mynd þessa rækilega í bréfi til Bún- aðarfélagsstjórnarinnar frá 3. f. m., svo sem hér segir: #Mér hefir eigi getaðdulist, að bún- aðarframfarirnar hér á landi hafa far- ið býsna hægfara, þrátt fyrir Iofsverð. an áhuga ýmsra góðra manna til að greiða fyrir þeim. Að því er jarða- bætur þær snertir, sem landssjóður styrkir, er það að vísu eðlilegt, að þeim miði hægt og bítandi, því þær kosta afarmikið fé. Bændur hafa nú sfðustu árin átt mjög erfitt uppdráttar, og hins vegar vinnukraftur dýrari og tor- fengnari en áður. Samt sem áður hefðu þær orðið mun meiri, ef ekki hefði skort kunnáttu til að framkvæma þær, og á eg þar einkum við þær jarðabætur, sem mælinga þarf við, t. d. vatnsveitingar. — Og enn hefir það tafið fyrir þeim, að búfræðingar þeir, sem félagið hefir sýnt þá góðvild að senda hingað, hafa komið of seint til þess að nokkur framkvæmd yrði á jarðabótum það ár- ið, en það vill oft við brenna, að sé ekki byrjað á jarðabótinni strax, vill áhuginn dofna og ýmsar ástæður verða til þess að þær dragist á langinn. — Ferðuðust búfrœðingar aftur á móti um á vetrum, þann tímann, sem bænd ur hafa beztan tíma til að sinna þeim, væri það unnið, að unt væri að byrja á jarðabótum á vorin strax og stungu- þítt væri orðið, og væri mjög mikið við það uunið, því allur þorrinn af jarðabótum er unninn frá þeim tíma og þangað til nokkuð fram yfir fardaga, því úr því fara ferðalög og byggingar að tefja fyrir. það sem aðallsga vakir fyrir mér, er samt að aðrar búnaðarframfarir en þær eiginlegu jarðabætur, sem tiltölu- lega litlu þarf til að kosta, ganga harla seint, og skal eg þar tilnefna hirðingu á áburði, fénaðarhirðing, kyn- bætur og húsaskipun. |>ótt að vísu einstakir menn og jafnvel einstaka sveitir hafi tekið sér vel fram í sum- um þessara atriða, má því yfirleitt segja, að flest standi í stað. |>ar sem nú ekki þarf neitt fó, sem um munar til að kippa þessu í lag, virðist hér helzt vanta vekjandi áhrif. í þá átt ættu farandbúfræðingar að vetrinum að geta verkað, bæði með því að koma á heimilin og leiðbeina mönnum og halda fyrirlestra í sveit- unum um ýms af þessum efnum. Um leið ættu þeir að taka skýrslur um ástandið í hverri sveit, sem svo ætti að prenta í Búnaðarritinu, og þyk- ist eg þess fullviss, að það mundi ýta eigi alllítið undir myndarskap í bún- aði. — Eg get eigi búist við, að Búnaðarfé- lagið nú í vetur geti komið þessu full- komlega í framkvæmd; get varla von- ast eftir meira en fáeinum fyrirlestr- um þennan vetur. En tilraun mætti gjöra með 2—3 búfræðingum nú þeg- ar, og gæti það orðið undirbúningur fyrir næsta ár«. Stjórnskipimarfyrirlestur. Hr. Jón Olafsson ritstjóri flutti fyrra þriðjudag bér í Iðnaðarmanna- húsinu langan og rækilegan fyrirlestur •um sjálfstjórn*. Fyrst um það, hvað sjálfstjórn sé, og þá um stjórnarbaráttu vora, sér- staklega endurskoðunarbaráttuna, síð- an 1881, er hann rakti vandlega og gerði grein fyrir innihaldi frumvarpa þeirra, er höfð hafa verið á prjónun- um hér þau 20 ár, sem síðan eru lið- in; sagði kost á þeim og löst öllum saman frá sínu sjónarmiði. Hann lét bezt yfir miðluninni frá 1889, er verst yfir tíu-mannafrumvarp- inu og afkvæmi þess, því er aftur- naldsliðið hefir verið að ympra á upp á síðkastið og sumir hafa nú fyrir satt að vera muni huossgætið, — það eða þvi sem næst —, er hin nýja stjórn vor ætli að gæða oss á, að þeirra ráði, afturhaldssinna, sem henni hefir verið talin trú um, að væru hinir réttu, ó- menguðu framfaramenn, vinstrimenn- irnir ísleazku, og þeir skíra »heima- stjórn«, æpandi óskapleg fagnaðaróp yfir öðrum eins feng og þyljandi böl- bænir yfir öllum þeim, er svo gott kunna ekki að þiggja og þakka af mesta fjálgleik. |>etta fyrirkomulag: »það, að ráð- gjafi sé einn og sitji hér, en feli hinum dönsku ráðgjöfum að bera mál vor upp af sinni hendi fyrir konung í ríkisráðinu« — það taldi ræðum. »það versta og óhyggilegasta, sem hann hefði enn séð fram koma í þessu málj — enn verra en fyrirkomulag tíu- mannafrumvarpsins. Afleiðingin yrði sú, að mál vor yrðu í raun og veru lögð undir dönsku ráðgjafana, en ráð- gjafanefnan hér yrði að nokkurs kon- ar aðstoðarráógjafa eða undirráðgjafa (assistent secretary, sem enskumælandi þjóðir svo kalla)«. |>að leiðir af sjálfu sér, að úr því að miðlunin bar í ræðumanns augum langt af öllum stjórnarbótarfrum- vörpum vorum, þá er valtýskan tölu- verður gallagripur hjá honum, eins og hitt annað. Sérstaklega þykir honum vanta í það frumvarp, eins og hin (nema »miðl- unina«), bann gegn bráðabirgðafjárlög- um, þegar fjárlög séu samþykt af öllu þinginu. Telur það hyrningarsteininn undir allri sjálfstjórn. En lakast er það, að sá hyrningarsteinn mun hvergi vera til í nokkurri stjórnarskrá nokkurs lands með þingbundinni ein- valdsstjórn, og þykir þó við mega hlíta. Og bent var honum á það á fundinum (af Jóni yfirdómara Jens- syni), er hann mundi hafa vilst á stjórnarfyrirkomulagi Dana og ógöng- um þeim, er þeir hafa lent í vegna þess, að þeir hafa ekkert sameinað þing, að hann gerði ráð fyrir engri fyrir- stöðu af stjórnarinnar hálfu, hinnar nýju, gegn slíku stjórnlagaboðorði. En að öðru leyti skal ekki farið hér lengra út í það mál, heldur þess að eins getið, að ræðum. tjáist hafa tek- ið það fram gagnvart þeim, er óttast kynnu drátt á málinu og glundroða, ef það nýmæli væri upp tekið t. d. í aukaþinginu í sumar, að hann ætlað- ist því að eins til að því væri skotið inn í sjálfa stjórnarskrána, að þar yrði samþykt nýtt frumvarp hvort erværi, en að öðrum kosti, þ. e. ef frumvarp- ið frá þinginu í sumar hefði fylgi aukaþingsins óbreytt, skyldi hafa bráðabirgðafjárlagabannið í sórstökum lögum, til þess að hætta eigi sjálfri stjórnarskránui í neina tvísýnu hjá stjórninni fyrir það. En þurfa mundi þá nýtt þingrof út af því sérstaklega, með aukaþingi o. s. frv. Ræðum. var hátt upp hafinn yfir báða stjórnmálaflokkana í landinu um þessar mundir, og þurfti að segja þeim til siðanna um margt úr þeim »upphæðum«; hafði tekið það sterklega fram, að báðum flókkunum væri jafn- óheimilt nokkurt ítak í sér. Hafði hann að sumra sögn borið ísafold fyr- ir því, að hún helgaði hann valtýsk- unní. En því veit ísafold sig alhreina af og saklausa. Hann vítti meðal annars flokkana báða fyrir miður fögur heiti, þau er þeir veldi hvor öðrum, og þó raunar ekki Valtýinga um annað en orðið »stjórnarbótarfjendur«. Sagði, sem satt er og við mátti búast af jafn- skýrum manni og flokkabaráttu kunn- ugum víðar en hér, að »afturhalds- meun« sé ekkert lastyrði. Hitt var því óskiljanlegri meinloka hjá honum, að hann lagði »landráðamenn« og »stjórnarbótarfjendur« að jöfnu; — vér viljum heldur gera úr því meinloku heldur en hitt, að það stafi af við- leitni hans til að sýnast svo ákaflega hátt upp hafinn yfir báða flokkana, og að hafi hann viljað varast eins og heitan eld að gera minstu vitund upp í milli þeirra. f>ví hvernig getur það verið illyrði, að segja um þá menn, sem eru ánægðir méð stjórnarfyrirkomu- lagið, eins og það er, að þeir séu mót- stöðumenn eða fjandmenn stjórnar- breytingar, sama sem stjórnarbreyt- ingarfjendur? Að stjórnarbreytingar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.