Ísafold - 04.01.1902, Side 2
Danskir stjónmiálafiokkar
og stjórnarbót vor.
|>ess gengur almenningur dulinn að
avo komnu, að kunningjum vorum
hérna í hinurn landsmála-herbúðunum
hefir borið nokkuð sérstaklegt til
fagnaðar á þessari jólahátíð.
það er hvorki meira né minna en
það, að í blaði því, er hingað barst
aðfangadaginn með grein dr. Valtýs
um stjórnbótarmál vort, þeirri er
ísafold miuti8t á síðast, stendur sú
neðanmálsathugasemd, að »Politiken«
hafi synjað henni viðtöku.
Var það svo sem ekki greinileg og
glæsileg staðfesting þess, sem þeir fé-
lagar og frændur »erindrekinn« og
»auka-erindrekinn« fluttu hingað úr ut-
anför sinni í haust, að vinstriblöðunum
væri nú alveg lokað fyrir dr. Valtý;
hann fengi alls eigi að taka til máls í
dönskum málgögnum, nema ef vera
kynni þeim, er hægrimenn réðu fyrir?
Og það átti að vera einn ávöxturinn
af utanför þeirra, og haun ekki ó-
merkilegastur, að nú sæju Danir, að
dr. Valtýr og hans fiokksmenn væri
hægrimenn og afturhaldsmenn, en hin-
ir (Lárus — Hannes H. — Tryggvi —
Jósafat — Hannes hinn — & Co.) gall-
harðirfsl. vinstrimenn og framfaramenn.
Er þeim þá láandi, þótt þeir séu
glaðir, og að þeim hafi þótt meir en
lítið vrent um þessa jólagjöf?
Eeykur er það vitanlega alt saman.
En hann er blessað happ alt um
það, að þeim finst.
því það eru svo litlar líkur til, að
almenningur sjái í gegnum þannreyk.
Pyrnefnd ritgerð í »Nationaltid.« í
öndverðum fyrra raánuði er svar gegn
hinni alkunnu grein í »Politiken« 13.
sept., mjög kurteist svar og vingjarn-
legt að vísu, en þó svo gengið frá hér
um bil hverri setningu í henni, svo
rammvitlaus sem hún var að efni til,
innblásin af »erindrekanum«, að þar
stendur nú ekki steinn yfir steini. Hún
var mjög góðvildarleg í vorn garð að
öðru leyti, þ. e. það sem ritstjórnin
hafði lagt til frá sjálfri sér; og því
segir dr. Valtýr í svari sínu, að hann
hafi ekki getað fengið sig til fyrst í
stað að vera að andæfa henni, en hafi
séð, er frá leið, að það var ekki
hyggilegt, með því að ella kynni eitt-
hvað að vera á henni bygt ,til hnekk-
is réttum málstað; eða eitthvað á þá
leið.
Og hver er þá orsök þess, að «Poli-
tiken« synjar svarinu viðtöku?
Blátt áfram sú, að auk þess sem
»Politiken« hefir þá reglu, eins og al-
gengt er um mörg meiri háttar blöð,
að taka ekki andmæli gegn r i t-
s t j ó r n a r-greinum sínum,—en blaðið
hafði glæpst á að koma með »upp-
lýsingar« »erindrekans« í ritstjórnar
nafni —, þá var sama sem að játa sig
hafa vaðið hér um bil eintóman reyk,
að leggja fram fyrir sömu lesendur
nákvæmlega rökstudd skilríki í móti
frá n a f n-greindum manni og máli
þaulkunnugum.
Synjunin var og er því svo skiljan-
leg, sem framast má verða.
Og jafnskiljanlegt er hitt, að dr. V.
biður þá annað víðlesnast og tilkomu-
mesta blað landsins, »Nationaltid.«,
fyrir greinina. Hann lætur sig það
eðlilega engu skifta, þótt það sé
hægriblað. Hann ritar með sínu nafni
og á sína ábyrgð, en er e k k i að
lauma faðerninu á aðra, — menn, sem
enga ábyrgð geta á því haft, er þeir
fara með í þessu máli, fyrir ókunnug-
leika sakir.
Auk þess ber og þess að gæta, —
og það er aðalatriðið — að
í íslenzkum málum eru hvorki til
hægriblöð né vinstriblöð í Danmörku. '
Vor mál eru alls ekki fiokksmál
þ a r.
|>að er öðru nær, eins og kunnugir
vita.
Báðir flokkar bera góðvild'arhug til
vor og hafa lengi borið, að minsta
kosti síðan er fjárheimtuþrasinu létti,
fyrir nær 30 árum.
það værí hin mesta heimska, að í-
mynda sér, að það hati verið af góð-
vildarskorti af hægrimanna hálfu, er
vér höfum orðið að bíða svo lengi eft-
ir stjórnarbótinni. jpeir höfðu þá
sannfæring, þeir sem um það mál áttu
að fjalla, að eindregin heimastjórn
með því sniði, er fram á var farið við
þá (benedizkan), væri ósamrýmanleg
lögmæltu ríkisheildar-fyrirkomulagi
Danaveldis. Og vér höfum enga bók
fyrir því, að vinstrimannastjórniu sé
ekki sömu skoðunar í því efni. þ>að
höfum vér ekki að svo komnu, þrátt
fyrir alla hennar vinsemd í vorn
garð.
Hinu megum vér og ekkí gleyma,
að bak við þá, sem ráðin hafa í orði
kveðnu, sjálfa ráðherrana, beitir hið
dansk-íslenzka skrifstofuvald ótæpt
sínum áhrifum, — hefir beitt og mun
beita áfram. Allir vita, hvert það
stefnir; og hver veit, hvað því vinst,
þrátt fyrir alt og alt?
það er eftirtektaverð sönnun þess,
er fyr sögðum vér um danskt flokka-
dráttarleysi í stjórnbótarmáli voru,
að einmitt sama blaðið, sem flutti
mótstöðumönnum vorum fyrnefudan
jólafagnaðarboðskap, hafði og meðferð-
is þá frásögn af umræðunum um mál-
ið í Studentersamfundet 30. nóv., aö
hægrimaðurinn Jak. Scavenius
kammerherra, fyrrum ráðherra með
Estrup mörg ár, vinstrimaðurinn
Oct. Hansen og miðlunarflokks-
maðurinn N. J. Larsen (fyrrum
ricstj. Morgunblaðsins) eru þar allir
nákvæmlega sammála og vilja allir
veita oss sem rífasta stjórnarbót (með
tilteknum skilyrðum). það sýnir mjög
greinilega, hvernig málið horfir við
dönskum þjóðmálaskörungum —, sem
sé a 1 v e g e i n s, hvern flokk sem
þeir fylla í þarlendum málum.
En það eru svo sem engin ný tíð-
indi.
J>að hefir lengi kunnugt verið öllum
þeim, er vita nokkurn veginn glögg
deili á mönnum og málum þar við
Eyrarsund. f>ess vegna meðal
annars hefði það verið mesta glap-
ræði, að skilja við stjórnarskrármál-
ið ókljáð á síðasta þingi. jþeir vissu
vel, hvað þeir sungu, mótstöðumenn
vorir, er þeir sóttu þ a ð svo ákaf-
lega fast, sem þeir gerðu.
Hann er óleystur enn, bnúturinn
sá, hvernig hægt er að samrýma lag-
lega fullkomna heimastjórn við það,
sem danskir stjórnvitringar skilja við
óhaggaða ríkisheild. Vér vonum og
óskum, að hinni nýju stjórn hugkvæm-
ist einhver greið og góð leið til þess,
og að vér fáum vísbending * um hana
innan skamms. En v i s s u höfum
vér enga fyrir því, að svo verði, frem-
ur nú en meðan hægrimenn voru við
völd. Og ekki mundi það angra mjög
skrifstofuvaldið og »erindreka« þess,
þótt fyrir því tefðist, og þingi og
stjórn dveldist enn nokkur ár við að
tæta þann flóka. Mæcti þá svo fara,
að hygnum stjórnbótamönnum, hvorn
flokkinn sem þeír fylla n ú, þætti stór-
um mun ákjósanlegra að hlíta frum-
varpinu frá síðasta þingi en að velkja
málið þann veg áfram, án þess að þar
sæi fyrir endann á, en afturhaldsvald-
inu aldrei betur dillað en að horfa á
það sem allra lengst í botnlausum
sökkvanda. Meira að segja margs til
getið ólíklegra en að n ú rói skrif-
stofuvaldið að því öllum árum, að
stjórnin veiti oss ekkert ákveðið svar
fyrst um sinn, ekki sízt er það sér al-
vöruna fyrir stjórnbótaflokkum í bréf-
inu til íslandsráðherrans og »kákinu«
þar með hættu búna, meiri en áður,
heldur lofi oss að glíma við málið á-
fram vísbendingalaust frá hennar hálfu
um, hvað hún muni þýðast vilja eða
ekki þýðast. þá mundi þ v í dillað.
Landsvegabætur 1901.
Að landssjóðsvegagerð var unnið í
sumar á 4 stöðum.
Erlendur Zakaríasson lagði veg frá
Suður-Vík í Mýrdal að Hvammsá, 6
rastir (km), og annan kafla frá
Hvammsá að Brandslæk, 2 rastir.
Auk þass gerður nýr vegur á köflum
frá Brandslæk á Steigarháls vestast,
samtals nær 2 rastir. Vegarstæðið
mest heiðarland, giljótt, en lítið mýr
lendi; brattlent mjög í Gatnabrún og
Víkurgili; vegur þar sumstaðar 20
fet á hæð. Unnið frá 25. maí til 31.
okt., af rúmum 30 mönnum lengst af,
þar af 2/3 þarsveitamönnum, sem gátu
lagt til nokkura vagna, eiga 5—6; eru
framfaramenn í búnaði og hafa þétt-
býlt; flogist á um hvern jarðarskika.
Kostnaður um 14:/2 þús., og fór býsna-
mikið í flutning áhalda m. m. svo
langt austur.
|>á 8tjórnaði Tómas Petersen vega-
bót í Holtum, er var nær eingöngu
fólgin í ofaníburði, er verið hafði lítill
og slæmur þá er vegurinn var þar
lagður fyrir nokkurum árum — rokið
nær allur burt. jpurfti að bera alger-
lega ofan í 8 rastir rúmar, milli Eanða-
lækjar og Steinslækjar. Ufaníburður
fanst nú góður við Bauðalæk og bæri-
legur við hinn vegarendann. Langt
varð að aka honum; 15—18 vagnar í
gangi. Kostnaður tæpar 9 þús. kr.—
Sami hópur, um 20 vanalega, gerði
og við veginn í Fóerluvötnum, eða
lagði af nýju kafla þar, um 380 fðm.,
en borið ofan í 130 fðm. á Öldunum.
það kostaði um 2000 kr. hvorttveggja.
Sá vegur var lagður í upphafi fyrir
13—14 árum.
jpriðju vegamannasveitinni stýrði
Arni Zakaríasson í Borgarfirði, á tírna-
bilinu frá 15. maí til 30. sept. Hann
gerði nýjan veg á Hesthálsi, meiri
hlutann af honum frá Mannamóts-
flöt að Andakílsá, rúma 1300 faðma,
en ruddi hitc, nær 400 faðma. —
Sunnan ár var rutt upp á miðjan
Dragann, nær 1400 fðm., og síðan út
Svínadal vestanverðan út á móts vió
Geitaberg, 1500—1600 fðm. Auk þess
var rudd hlíðin hjá jpyrli og nýr veg-
ur gerður þar á dálitlum kafla. Sömu-
leiðis smáviðgerð í Eeykjadal og Flóka-
dal. Verkamenn 20—30 (mest 34);
úr ýmsum áttum. Kostnaður rúm
10,000 kr.
Loks lagði Ólafur Pétursson (frá
Ananaustum) nýjan veg, 5 álna breið-
an, yfir Hrútaíjarðarháls, frá Hvíta-
bjarnargili í Keykja landi austur á
móts við Sveðjustaði, samtals 3400
fðm. eða rúml. 6J röst. Hjá Sveðju-
stöðum er rúmlega hálfnuð leið að
Miðfjarðará; sá kaflinn er eftir, verður
líklega haldið áfram þar að sumri. —
þeir voru 20—30, er þar unnu, frá
24. maí til 30. sept., og höfðu 12
hesta, en 6 vagna, Erfiður vegur,
mjög hár (hliðarhallamikill) og með
ekki færri en 36 rennum, og þeim
mörgum stórum; því vatnsgangur er
þar mikill. Varð þó ekki dýrari en
2 kr. 78 a. faðmurinn. Meðaldagsverk
var 2 kr. 68 a., og hestleiga 60 a. —
Kostnaður alls nær 9J þús. Brú þarf
á Sveðjustaðaá, 15 álna; en stöpla
ekki mikla, með því sléttar klappir
liggja að beggja vegna.
Reikningsskekkjan.
það varð í haust einu sinni reikn-
ingsskekkja hér í blaðinu í einni grein
hr. Indriða Einarssonar um banka-
málið; og var hún leiðrétt í næsta blaði,
eins og lög gera ráð fyrir. Og þar
með mundu flestir hafa gengið að því
vísu, að það mál væri úr söguuni.
En þeir hinir sömu þekkja þá ekki
spámenn og leiðtoga afturhaldsliðsins
né hið voðalega hallærisástand í þeirra
landi, — hallæri að viti og réttsýni,
staðgóðum rökum og þolanlegum mál-
stað.
Jpað var eins og þeim hefði verið
gefin heil jörð, og miklu meir — nærri
því heilt land, flóandi í mjóik og hun-
angi, þar er þeir gætu lifað þaðan af
í allsnægtum pragtuglega, þótt hvorki
ynnu né spynnu, heldur lékju sér
jafnt sem áður að látlausu sjónhverf-
ingakáki frammi fyrir lítilsigldum lýð.
Svo mikill fengur þótti þeim í á-
minstri reikningsskekkju. þeir hafa
sí-klifað á henni síðan og linna fráleitt
þeim látum næstu missirin.
Höfundur fyrnefnara greina með
áminstri reiknings-meinloku er maður-
inn, sem þjóðin á að þakka, bæði
þingmenn og aðrir, mestalt það, sem
henni hefir kent verið af vití um
bankamál, fyr og síðar; maðurinn, sem
barist hefir árum saman — og barist
vasklega — gegn botnlausri heimsku
þeirri og hleypidómum, sem neytt hef-
ir verið frá annarri hálfu allrar orku
til að fylla lýðinn með, svo að hann
vissi ekki sitt rjúkandi ráð og hallað-
ist ef til vill að þeim málstað, er hon-
um gegndi verst. Maðurinn, sem vér
- eigum það upphaflega að þakka, að
vér fengum þó seðlabanka, fyrir 15 ár-
um, og barðist þá þegar (fyrir nær 20
árum) fyrir banka með innleysanleg-
um seðlum, eins og hann hefir alla tíð.
gert og gerir enn. Maður, sem unnið
hefir og vinnur þjóð sinni hið þarf-
asta verk, með frábærri elju og ósér-
plægni, og á því skilið mestu þakkir
af hennar hálfu, svo sem flestir mæt-
ir menn og skynbærir munu við kann-
ast. Engum slíkum kemur því vitan-
lega til hugar að taka fyrnefnda reikn-
ingsskekkju öðru vísi en hverja aðra
slysavillu, er hverjum manni getur á
orðíð og hver óhlutdrægur maður tel-
ur útskafna og afmáða jafnskjótt sem
hún er leiðrétt.
En afturhaldsliðinu verður annað
fyrir. |>að er því líkast sem því finn-
ist þ a ð hafa friðþægt fyrir allar sínar
syndir og vammir, alla sína heimsku
og skynleysi á bankamálið, alla hjá-
trú og hindurvitni þar að lútandi, með
því að reka sig á þessa villu hjá höf-
uðmót8töðumanni sínum.
Mikla lotningu hljóta heilskygnir
menn og réttsýnir að bera fvrir þeim
félögum fyrir þessa og aðra göfug-
mensku þeirra og óhlutdrægni! —
f>á er og annars vegar býsnast enda-
laust yfir því, að Isafold skuli hafa
flutt athugasemdalaust grein með þess-
ari skekkju í.
En þar hafa þeir raunar óvart og
óviljandi slegið ísafold svo miklagull-
hamra, að þeir eru lánsmenn, ef þeim
hepnast að taka hæfilega iðrun fyrir
einhvern tíma á undan andlátinu.
f>eir hafa þar með óbeinlínis gert
ísafold svo óskeikula, að ekki verði
einungis engum staf haggað, sem blað-
ið segir sjálft í ritstjórnar nafni, held-
ur að þar geti aldrei slæðst inn nein
skekkja eða villa í greinum eftliraðra.
Málgögn þeirra sjálfra, aftuj'halds-
manna, birtast sjaldan svo, aö ekki
sé þar krökt af stórvitleysum. f>að