Ísafold - 04.01.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.01.1902, Blaðsíða 3
3 er vitaskuld, að þau hafa nú ekki há- an sess í huga sjálfra þeirra, hvað þá annarra. En þó má mikið á 'milli vera, að skoða það eins og sjálfsagð- an hlut, en láta sér ákaflega bilt við verða, ef í ísafold sést einu sinni á mörgum árum ein veruleg villa. — |>að bar til »eldhússdaginn« svo nefndan á þingi í sumar, að lands- höfðingi þurfti að verjast ákúrum út af gjafsóknaveitingunum eða gjafsókna- farganinu alkunna. Hann gerði það œeðal annars með rammskakkri frásögn eitt gjafsóknarmálið að minsta kosti, — fullyrti, þvertofan í dóminn, að ekki hefði sannast það, sem á gjaf- sóknarþega hafði borið verið; gaf í skyn, að ekki væri séð fyrir endann á niálinu, þar eð því væri áófrýjað, þ ó 11 áfrýjunarfrt.s ur væri þá löngu liðinn, o. s. frv. Og hann er meir að segja ekki farinn að leiðrétta það enn. En mundu þeir, mótstöðumenn vorir, ekki telja hann jafnmikinn og merk- an mann og áreiðanlegan í orðuin og gjörðum eftir sem áður? |>að er e k k i hætt við öðru. f>ví fer og fjarri, að vér hinir tökum mjög hart á því eða getum verið að tönlast á því sí og æ. Vér vitum mikið vel, að þetta hef- ir stafað af misminni, eða af því, að landshöfðingi hefir trúað rangri frá- sögn annarra og talið sér óhætt að hafa hana eftir. Vér vitum ofurvel, að honum hefir verið fjarri skapi, að vilja koma fram með vísvitandi ósann- índí sér til varnar. En hann á vitan- lega það sammerkt við aðra dauðlega menn, þar á meðal höf. fyrnefndra bankamálsgreina, að honum getur skjútlast. — Og ættu þeir að minnast þess, andstæðingar vorir, næst þegar þeir ætla að fara að afplána syndir sínar með líkum hætti og hér hafa þeir sýnt sig í. Sök bítur sekan. »f>jóðviljinn« hefir rekist á í aftur- haldsmálgagninu 6. f. mán., sama dag- inn og framfaraflokksstjórnin ritaði ráðherranum, einhver ummæli, innan Um venjulegan lokleysuhrærigraut, þar sem ábm. þess lætur í veðri vaka, að það sé raunar landsstjórafyrirkomu- lagið (landstjóri og ráðherrar), sem þeir kumpánar, hann og hans félagar, helzt vilji fá. »Og þetta«, bætir blaðið við, »segir pilturinn nú, 6. des., 1- þvert ofan i tíu-mannafrumvarpið, 2- þvert ofan i bréf þeirra til ráðherrans i þinglokin, 3- þvert ofan í málaleitanir „erindrekans" við ráðherrann, þvert ofan i bréf það, er studentar i Kh. voru látnir senda til ráðherrans, og 5 Nert ofan i alla ,,Þjóðólfs“ eigin þvælu, mö'-gum mánuðum saman, og dálk eftir dálk!! Er það nú trúlegt, sem »þ>jóðólfur varpar fram 6. des>, að landsstjórafyr- irkomulagið mundi þeim afturhalds- görpunum kærast? Hví hafa þeir þá látið eins og vit- 8tola til að hindra, að vér fengjum Mð, svo sem flokkur vor stjórnbóta- fflanna fór fram á í ávarpi efri deild- ar til konungs? Hg hví hefir þeim þá aldrei orðið að vegi að nefna þetta fyr, hvorki á Þ'ogi né síðan, en gera jafnvel út »er- lndreka« til að fara fram á alt annað hil að beiðast hinnar verstu »inn- lrQunar« og »lögfestingar«, sem þing- Saga vor íslendinga þekkir? *«. Það er auðsætt, hvað »J>jóð- s,’rnanninum gerir. ^íegnin um askorun stjórnbótaflokks- fát" k°mið á hann ofboðslegu Hann hefir séð, að einhvern snaga yrðu þeir fólagar að hafa til að reyna að hanga á við kosningarnar, og hug- kvæmst þá, að blekkja menn með þessu«. — Hvernig ber nú -málgagnið (aftur- halds) af sér jafnrækilega rökstudda lýsingu á hátterni þess? Ja, það er ómaksins vert, að vera sér úti um að fá að sjá það svar í t.blað- inu því í fyrra dag, og óhætt að heita háum verðlaunum fyrir annað jafn- greinilegt sýnishorn andlegs amlóða- háttar og vesaldóms, eða fyrir jafn- glöggvan vott þess, hve fast bítur sök sekan. Blaðstækkun. Fyrir nokkrum árum stækkaði aftuihaldsmálgagnið hérna á sér brotið og hoðaði það fyrir fram, eins og lög gera ráð fyrir, með geysimiklum trumbuslætti og nógu grohhi; þóttist ætla að verða öllum blöðum meiri vexti hér- lendum. Þá gekk sú saga, og var sönn meir að segja, að mikið merkur maður einn, er blaðið hafði haldið langa lengi, segir því upp af þeirri ástæðu, að úr því að heimsku- og lokleysuvaðallinn eigi að fara að. verða enn meiri að vöxtunum en áður, þá geti hann ómögulega veitt því húsaskjól framar. Sbr. orðtakið: »því meira sem hann át, því meiri kálfur varð hann«. En svo fór annars slysalega um stækk- unina þá, að samtímis stækkaði Isafold svo í broti, að fyrnefnt málgagn varð enn sem fyr miklu minna fyrirferðar og þar að auki miklu ódrýgra aðleturmergð, auk þess sem árgangurinn var enn sem fyr meir en 20 örkum minni, og þ ó seldur sama verði og ísafold. I haust hoðar sama málgagn enn nýja stækkun og með ekki minni gorgeir og grobbi en fyrra skiftið. Þá kváðu gár- ungarnir: Paddan upp sér allri skaut, Ætlaði að verða stór sem naut, o. s. frv. Og hverjar urðu svo efndirnar ? Yiðlíkar og áður. Brotið enn ekki stærra en á Isafold, nema að eins ‘/2 þuml. á annan veginn (breiddina), en letrið sem fyr þeim mun ó- drýgra en meginmálsletur Isafoldar, að hvert tölublað verður eftir sem áður sjálf- sagt heldur efnisminna en hitt, jafnvel að meðtöldum öllum upphrópununum eða ha- unum (gáfnaflugsneistunum), — og árgang- urinn þar að auki um eða yfir 20 blöðum (örkum) minni en ísafold er uni árið, fyr- ir sama verð. Sama lagið á vörugyllingarskruminu við kaupendur blaðsins eins og þegar það er ota sinni grímuklæddu Hafnarstjórn að þjóðinni og skírir þá ókind »heimastjórn«. Sama takmarkalaus oftrú á atliugaleysi hennar og auðtrygni. Bernskusakleysi. Nokkurir merkir og mætir menn úr andstæðingaflokk vorum I atórmálum landsins hafa látið á sér heyra undr- uu og gremju yfir því, að afrurhalds- málgagnið hér skuli hafa snúist eins og það hefir gert við, bréfi Framfara- flokksstjórnarinnar til ráðgjafans 6. f. mán., — að það skuli ekki gera annað en vonzkast og skattyrðast út af því, í stað þess að taka nú í sama streng, úr því að sú var þó tíðin, að það lézt vera þeírri sömu stefnu fylgjandi. |>etta ber vott um, a ð þessum and- stæðingum vorum er alvara að vilja fá ákjósanlega stjórnarbót, og a ð þeir hinir sömu eru meiri bernskusakleysi gæddir en .að þeir geti fylgst með »töktum« málgagnsins og nánustuföru- nauta þess. (íðrum kemur ekki á óvart, þótt nú geri það sig, málgagnið, bert að því, hve mikil alvara því er eða hefir á sínum tíma verið með sannarlega heimastjórn. , þ>eim dylst og eigi hitt. /að ábyrgð- arm. málgagnsins er og nefir lengi verið »bandingi« skrifstofuvaldsins, eins og tekið hefir verið fram nýlega 1 öðru blaði (þjóðv.), en um það vita allir, að það vill enga áðra sijórnarbót en þá, er lögfestir sem nánast fyrirkomu- lag það, sem nú er, með nýju titla- togi í hæsta lagi (sbr. tíu-manna-frv. og uppsuðuna úr því). Loks er hér um lífið að tefla fyrir málgagninu. Að semja frið í stjórn- bótardeilunnni er sama sem að ráða því bana, gera það hungurmorða. Á hverju á það að nærast, ef það má ebki nalda áfram rifrildinu og lát- lausri rógburðarþvælunni út af því rnáli? Hvar á það að ná sér í annað eins- æti og eðli þess samboðið? það er því eintóm bernska, einskært bernskusakleysi, að láta sér bilt við verða, er málgagnið snerist svo við sendibréfinu til ráðherrans, sem það gerði. Bæjarstjórn lieykjavíkiir Afsalað á fundi í fyrra dag for- kaupsrétti að erfðafestutúni þorv. Thoroddsens, Miðvelli og Suðurvelli, er aelja á með húseign þar fyrir 14J þús. kr. Sömuleiðis að Norðurmýrar- dletti 2 fyrir 2000 kr., og eins erfða- festublettinum Litlalandi í Noröur- mýri fyrir 500 kr. Yísað til veganefndar beiðni frá ýmsum búendum um vatsupóst í brunn hjá Frostastöðum. Leyft að lána Eramfarafél. Reykja- víkur 3 gamla bekki og 1—2 gömul borð frá Barnaskólanum til afnota í lestrarstofu handa almenningi. Allir á fundi nema G. B. og Tr. G. Af Tyrkjasoldáni. Grískur maður, er Dorys nefnist og hefir dvalið lengi í Miklagarði, hefir ritað bók um Abdul Hamid Tyrkja- soldán, »morðingjannmikIa«. |>ar kenn- ir margra grasa. |>ar segír svo með- al annars Hann er gersamlega taugaspiltur maður. Útlitið samsvarar alveg hng- arfarinu. |>að þarf ekki annað en að sjá í honum augum, þá sjaldan hann lítur þeitn upp, hve augnaráðið er flóttalegt og óeinlægt, til þess að sjá, að ástúð hans í orðum og viðmóti er eintóm hræsni. Ferðamönnum, sem koma til Yildiz-Kiosk, er fagnað með hinni mestu blíðu. En þeir sem þekkja soldán sjálfir, einkum tyrkneskir hirð- menn hans og þjónustufólk, kunna fátt gott af honum að segja. Tyrkneskur maður nokkur, er verið hafði honum handgenginn lengi, sagði svo: »Eg veit ekki enn, hvort hann er hygginn eða heimskur, hugaður eða hlauður, skynsamur eða vitstola«. Höf. átti eitt sinn tal við tyrknesk- an kennimann og spurði hann, hvern- ig trúmaður soldán mundi vera. Sá svaraði svo:. »Kalífinn er slæmur Mú- hamedstrúarmaður; stjórnaratferli hans er sífeldyfirtroðsla lögmáls spámannsins; trúin er honum ekki annað en tól til að færa sér í nyt ofstæki fáfróðs múg- mennis«. Að því leyti, sem æðsta stig vits- muna með austrænum þjóðum er slægð, þá er soldán vitsmunamaður. Með slægð komst hann til ríkis, með slægð hefir hann völdunums haldið, og með slægð hefir hann áttað sig mætavel á vélaflækju stjórnkænskugarpanna. — Hann hefir haft beztu tök á að eyða öllutr íhlutunartilraunum stórveldanna með því að ala á ósamlyndi þeirra«. |>að er gersamlegur misskilningur, að soldán viti ekki um það, sem gerist í ríki hans. Tortrygni hans er meiri en svo, að hann gefi því ekki öllu gætur og hafi ekki hvarvetna hönd í bagga. Hann er lifandi dæmi þess, hversu varúð og vitundin um varmensku sjálfs sín verður smámsaman að sífeldri tor- trygni og því næst að grimd, fyrir ótta sakir og samvizkubits. Hann er ein- æðismaður, vitstola í einni grein, — •grimdarseggur, sem alt af sækir að«, segir höf. Grimdin er aðallyndiseinkunn hans. Salráður hanS einn segir, að lesa verði hann í svefn á hverri nóttu með hroða- legum vígasögum og manndrápa. það er eitt til marks um skaplyndi hans, að er honum þótti vildarnmður sinn einn, er Gani Bey nefndíst og var raunar mesta illmenni, fara að verða sér heldur til vanza, þá lét hann vega hann á laun yfir í Peru. Sá hét Hafiz-Omer, er hann hafði til þess, og var pasja að nafnbót, Og er vígið vitnaðist, lét hann sem sér yrði mikið um og skipaði að leita morðingjans; en lét skjóta honum undan í kyrþey. En svo var annar embættismaður, sem honum var lítið um gefið og nefndist Djavid Bey, sonur Halil-Kifat pasja, stórvezírs. þ>á lætur hann kalla fyrir sig Halil Bey, mág Ganis, þess er myrtur var, og lýsir Djavid bana- mann Gams. En þeir voru Albanar báðir, Gani og Halil, og var soldáni kuncugt um, að Halil var skylt að hefna mágs síns að lögum og lands- venju Albana. Svo fór og, sem hann ætlaðist til, að Halil vó Djavid Bey. Vambory, austurheimsfræðamaðurinn frægi, heimsótti soldán einu sinni og fór að hæla ráðgjöfum hans, hugði að soldáni mundu láta það vel í eyrum. Soldán horfði framan í hann og fór að hlæja. »Flónin þau!« segir hann; •viljið þér sjá eitt sýnishornið?*, snýr sér að Said ráðberra, er stóð spölkorn fjær, svo að hann heyrði ekki, hvað þeir Vambéry töluðu, og segir við hann: »Er það ekki satt, sem eg segi?« «Jú« segir ráðgjafinn og brosir auð- mýktarlega. »þarna sjáið þér það sjálfur* segir soldán við gest sinn. Árið 1896, er mest voru vfgin f Armeníu, sendu Armenar soldáni bæn- arskrá og hétu á hann að þyrma þjóð- inni, og flutti ermsk-grískur yfirbiskup, er Aehikian hét, soldáni bænarskrána. Soldán svaraði svo: »f>ér hugsið yður sjálfsagt, að fá með þessum ráðum stórveldin til að skerast í leikinn. En það segi eg ykkur, að þó svo færi, að herflotar þeirra kæmi hér við land og tækju meira að segja herskildi höfuð- borg mína, þá léti eg fyr Sæviðarsund alt blóði litað allra Armena«. Yfir- biskupinri féll á knó fyrir soldáni; en hann sinti því ekki hót. Eftir vígin átti soldán tal við ermsk- kaþólskan yfirbiskup, er Azarían hét, og kvaðst harma mjög þær aðfarir, enda enga ábyrgð á þeim bera; lézt hafa leitast við að afstýra þeim, en engu fengið við ráðið. Blöðin ensku skoruðu á stórveldin eftir þetta, að reka frá ríkjum »morð- ingjann mikla«, er Gladstone nefndi svo, og ensk herflotadeild var á vakki í Grikklandshafi, undir forustu Seym- ours lávarðar; fór soldáni þá eigi að lítast á blikuna og hugði á fiótta; kvaddi í því skyni ráðgjafa sína til viðtals og hafði skemtiskip sitt Izeddin ferðbúið til Odessa. »Hann hafði á sér alla gímsteina sína og vasarnir voru úttroðnir af bankaávfsunum«. |>á kem-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.