Ísafold - 18.01.1902, Síða 1
Keruur ut ýmist einu sinm eða
tvisv. i viku Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða
1'/* doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram.)
ISAFOLD.
Uppsögn (sK.ifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaðsins er
Austurst.rœti 8.
XXIX. ár£.
Jleykjavík laugarda^inn 18. jan. 1902.
3. hlnö.
I. 0 0. F. 831248' ,.
Forngripasnfn opið mvd. og Id 11—12
Lanasbókasafit opið hrern virkan dag
ki.L2—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
nid., mvd. og )d. t.ii ntlána.
Okeypis lækning á spitalfnum á þriðjud.
,og fiistud. kl. II -L.
Ókeypis augnlækning á spítalanum
,fyrsta og þnðja þriðjud. bvers mánaðar
s.. LL — 1.
Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
-sonar hjá kirkjnnni l. og 3. mánud. bvers
ninii. kl. 11 1 ■
Landsbnnkinn opinn hvern virkan dag
k 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Skarlatssóttar-yariiirnar.
Svo fór, sem við mátti búast, að
bæjarstjórnin treystist ekki til að
verða við ósk héraðslæknisins um að
taka að sér kostnað af skarlatssótt-
Vörnum hér, eftir að lands3tjóruin hef-
ir kipt svo sviplega að sér hendinni,
sem hún hefir gert, og í miðjurn klíð-
um.
Kostnaðaratriðið var sök sér, þótt
nokkuð yxi það í augum, oe látin væri
að sögn í ljóai grunur um, að lands
höfðíngi mundi tæplega samþykkja
lántöku af bæjarins hendí í því skyni,
fyrir ósamkvænini sakir við þeirra ráðs-
ályktun, hans og landlæknis.
Hitt er lakara, hve hæpið er því
að treysta, að almenningur sýni und-
antekningarlaust eða því sem næst
sömu hlýðni við óiögboðnar ráðstafan-
ir, eins og þar sem lagavaldið stendur
á bak við með vöndinn á lofti. Fjöldi
manna, allur fjöldinn jafnvel, mundi
gera það, eftir þá skólagöngu í sótc-
varnarháttum, er þeir hafa notið fyr-
ir jafnlipra sem einbeitta tilsögn og
afskifti hius ötula og einkarskyldu-
rækna héraðslæknis höfuðstaðarins.
En það er ekki nóg. Haldist hinum
uppi að þrjózkast, þá er alt hálfónýtt.
þá er og í annan stað sá agnúinn
ef til vill enn erfiðari viðfangs, að
þótt lánast kynni að halda sóttinni í
skefjum í höfuðstaðnum, þá getur hun
ásótt hann látlaust úr öðrum héruð-
um, úr því að enginn hemill verður á
henni hafður þar úr þessu.
En getandi er þess í því sambandi,
til maklegs lofs hreppsnefndinni í
næsta hreppi við Reykjavík, Seltjarn-
arneshr., að hún bauðst til að taka
að sínu leyti, eftir fólksfjölda, tiltölu-
legan hlut í kostuaði af varnarráðstöf-
unum þeim, er bæjarstjórnin kynni að
vilja færast í fang. —
Svo getum vér auðvitað verið lán-
samir, að sóttin sé nú hér um bil á
förum, svo að lítið sem ekkert verði
að sök, þótt slept sé af henni taumn-
um af landstjórnarvaldinu.
En hún getur líka stórmagnast aft-
ur, þegar hún er svona laus látin, og
gert voðaspell. Og mundu þá fáir
kjósa að vera í þeirra sporum, er því
hafa ráðið, hvort heldur er beinlínis
eða óbeinlfnis, að hætt er við að hafa
nokkurn lagahemil á sóttinni, svo
greinilega sem reynslan hafði sýnt, að
hann hafði tilætlaðan árangur, eftir
atvikum.
Hitt er sjálfsagt, og stórum áríðandi,
að ekki sé þar fyrir lagðar gersam
lega árar í bát andspænis sóttinni,
heldur kostað kapps um eftir mætti
að haga sér eftir hyggilegum varúðar-
reglum og bendingum lækna um við-
ráðanlegar varnir og alia varúð við
henni.
Ný stjórnbótartillaga.
Páll amtmaður Briem hreyfir nýrri
stjórnbótartillögu í »Norðurl.« 31. f.
mán., — nýrrí að því leyti til, að
henni mun ekki hafa verið hreyft
á prenti fyr, nema lítillega í einu
blaði nú nýlega (þjóðv.), þótt komið
hafi til mála fyrir nokkurum árum,
en eigi þótt tiltækilegri eða líklegri til
framkvæmdar en hinar, er lengst hafa
verið á prjónum hafðar.
Tillagan er, að hafa ráðgjafana tvo,
er íslenzk mál hafi meó höndum,
sinn á hvorum stað búsettan, hér og
í Khöfn, en með þeim stórvægilega
mun frá tíu-manna-frumvarpinu sæla,
að Hafnarráðgjafinn á að vera jafn-
skyldur hinum til að mæta á alþingi
og jafnskyldur hinum til að kunna ís-
lenzku í ræðu og riti ,o. s. frv. þar
með telur hann bæði þjóðræðinu
borgið og búsetuna fengna.
En óleyst er þar úr þeim vanda,
hvernig komist verður hjá tvískifting
stjórnarábyrgðarinnar og hættulegum
tvískinnung í stjórnarathöfninni, með
fleiri íhugunaratriðum.
Hitt leynir sér ekki, að tillaga
þessi er sprottin af verulegum, ómeng-
uðum 8tjórnbótaráhuga, og á ekk-
ert skylt við yfirdrepsskap skrif-
stofuvaldsliða og dulræði þeirra til að
lögfesta Hafnarstjórn þá, er nú höf-
um vér, eða jafnvel annað þaðan af
verra.
Mikill eldsbruni á Akureyri.
100,000 króna tjön.
Viku fyrir jól, fimtudagsmorgun 19.
f. mán., brunnu 7 íbúðarhús á Akur-
eyri til kaldra kola, og önnur nokkur
skemdust til muna.
Mestan skaða beið Vigfús Sigfússon
veitingamaður, 40—50 þús., þar af
húsin 30,000 kr.
f>ar næst Sigvaldi þorsteinsson
20,000 kr.
f>á Klemans Jónsson sýslumaður
1272 þús., þar af húsið 8 þús.
Síra Geir Sæmundsson er hinn 4.,
sem brann hjá, fyrir 5 þús., þar af
húsið 4 þús.
Fimta húsið áttu Höepfners erfingj-
ar. f>að var 3000 kr. virði.
Loks 2 smáhús, um 1000 kr. virði
hvort: (Ma Guðmundssonar og frú
Margrétar Halldórsdóttur.
Skemdir á húsum, sem ekkibrunnu
til fulla (þeirra á meðal St. Stephen-
sens umboðsmannsj, talin um 1500 kr.
sarutals.
Rúmir 50 manna urðu húsnæðis-
lausir, og erfitt mjög að koma þeirn
fyrir, með því að afarþröngt var í
bænnm undir.
Upp kom eldurinu í gestaherbergi
hjáleiguskála veitingahússins. f>ar
kom maður um nóttina frarnan úr
Oxnadal og legst þar fyrir, en kveik-
ir áður á lampa og hengir upp á fata-
suaga rétt uudir súðinui. Sofnar síð-
an frá logandi ljósinu, sem kveikti
von bráðara í súðinni og heyi, er þar
var fyrir ofan.
Ekkert er slökkvilið á Akureyri né
slökkvitól. En mikið orð á gert vask-
legri framgöngu margra bæjarbúa að
bjarga úr húsunum, sem brunnu, og
verja hin. Amtmaður gekst aðallega
fyrir björgunarsamtökum. Skjalasafni
sýslumanns varð bjargað og bókasafni
Jóns Borgfirðings í sama húsi.
Öll voru húsin vátrygð, sem brunuu,
og töluvert af lausafénu, en sumt
ekki.
Illkvitni og ósannsögli
Svar tii Lárusar K. J. H. Bjarnasonar.
f>essi virðulega peraóna hefir 4. okt.
síðastl. látið gáfnaljós sitt uppljóma
dálka »f>jóðólfs« í grein, er hann kall-
ar svar til mín út af nokkurum orð-
um, er eg hafði neyðst til að víkia að
honum í »ísafold« 27. júlí síðastliðinn.
Sumum athugulum mönnum kynni nú
samt að þykja þetta pj’ ðólfs ljós eiga
eitthvað fremur skylt við mrýraljós; en
eg fæst ekkert um það. f>að væri
sannarlega synd, að ræna manninn
með öllu þeirri ímyndun, þó barnaleg
8é, að hann reiði þverpokana steytta
a.j viti, hvar sem hann fer yfir foldina.
Eg læt því þessa mikilmensku-brjálsemi
mannsins hlutlausa, en verð að minna
hann enn þá einu sinni á, að fult eins
vel mundi fara á því, að hann héldi
sér ofurlítið betur við sannleiksnn, og
væri ekki eins smásmuglega illkvitt-
inn og hann hefir reynst í döilu sinni
við mig. En manntetrinu dauðliggur
á að sverta mig; þess vegna sparar
hann hvorugt, ósannsöglina ué ill-
kvitnina, og þarf til hvorugs miklar
gáfur.
Lárus hefir lengi »steininn klappað«,
að því er það snertir, að víkja mis-
jöfnu að mér. Eg var ekki búinn að
vera lengi í Stykkishólmi, þegar hann
hóf það starf. Tilefnið tók hann sér
af afstöðu minni í Skúlamálinu á þingi,
þoldi það ekki, að eg, ásamt mjög
mörgum öðrum þingmönnum, hélt því
fram, að rétt væri að skipa opinbera
rannsókn til að vita, hvort kærur þær
yfir framkomu L. sem rannsóknar-
dómara í greindu máli, er amtinu
höfðu borist, væru á rökum bygðar
eða ekki. Úr þessum kolunum hefir
rokið síðan.
Árið 1896 kom svo fyrir eitt atvik,
er jók eigi alllítið á ilskuna og gremj-
una í Lárusi við mig. Eg tók að
mór, fyrir ítrekaða beiðni amtsins,
skiftaráðandastarfið í dánarbúi Sig.
sýslumanns Jónssonar, þegar ráðstafa
átti búseign búsins. f>ótti mér ekki
rétt að afsegja þetta starf, með því
amtið lagöi að mér og virtíst ekki
hafa á öðrum betri völ, þótt mig grun-
aði þegar, af því eg þekti innræti
Lárusar, að eg mundi með því starfi
baka mér ýms óþægindi, eins og marg-
faldlega er fram komið. Lárus vildi
með öllum ráðum fá mig til að úr-
skurða sér húseignina; en sannfæring
mín, er eg hlaut að mtta meir en yf-
irvaldið, leyfði mér það ekki. Ætlaði
Lárus þá að ganga af göfíunum, hót-
aði mér og búinu málsókn, sendi hrað-
boða suður í Reykjavík til að fá tekna
út yfirréttarstefnu í málinu; en með
því aðfarir hans mættu þar ekki öðru
ea annaðhvort undrun eða hlátri, en
úrskurður minn talinn í alla staði rétt-
ur og starf mitt fyrir búsins hönd
allrar þakkar vert, heyktist maðurinn
og þagnaði; en gleymdi ekki. Fult
ár þar A eftir gat hann mig ekki aug-
um litjð, og aldrei greri um heilt frá
hans hlið. f>á komu þingkosningarn-
ar 1900 og frumhlaup hans á hendur
mér á Helgafelli, og áreitni hans við
mig í grein »Snæfellings« í fyrra haust;
eg segi hans, því fáir kunnugir munu
nú framar efast um, að einmitt Lárus
sjálfur, þessi hreinskilninnar engilll,
hafi átt fullan bróðurpartinn í þeim
samsetningi.
Hann gat þá líka eftir þessu brugð-
ið fyrir sig þeirri listinni, að skríða í
skúmaskotin, sami maðurinn, sem
bregður öðrum upp úr þurru um ó-
hreinlyndi. En er honum þótti ekki
lengur vært inni í skotinu, skreiddist
hann út og hefir spúið yfir mig hverri
ólyfjaninni annari daúnverri.
Síðasta spýjan er f>jóðólfsgreinin 4.
okt. síðastl. f>að er nákvæmlega sama
markið á henni og hinum fyrri, sama
ósvífnismarkið.
Eða hvað segja menn um aðrar
eins óþokkadylgjur og hann við hefur
um breytni míua við presta þá, er eg
er yfir skipaður, einkum þann, er hann
nefnir nágrannaprest minn? Auðvitað
nefnir hann ekki prestinn nafni, en
kemur þó þannig orðum sínum, að
lesandi þurfi ekki að vera í efa um,
hvern sé við átt. Ekki nefnir hann
heldur brot það, er eg hafi gjört mig
sekan í gagnvart þessum presti; talar
að eins undir rós um einhverja sögn,
er eg hafi sagt af honum í margra
manna áheyrn. En hvað þetta er
líkt Lárusil, og einni persónu til —
Gróu gömlu á Leiti. Hún hefði náum-
ast gert það betur, og var hún þó
sleip. Hér hygst Lárus að vinna tvö
þarfaverkin! í einu: rægja mig við
prestana, og hefna sín jafnframt á
þeim og ástvinum þeirra. Komi Lár-
us með sögu sína og hina mörgu sann-
leiksvotta; eg öfunda hann ekki af
þvf; honum lætur bezt, hvort sem er,
hlutverkið gömlu Gróu. En hitt þori
eg að fullyrða, að eg hefi ekki reynst
neinn ódrengur, hvorki nágrannaprest-
inum, né hinura öðrum, og væri vel,
ef Lárus hefði sjálfur jafnhreinar hend-
ur gagnvart þeim.
Ekki þreytist Lárus á að blanda