Ísafold - 15.03.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.03.1902, Blaðsíða 2
46 um samskotum. Nýmæli þetta á að létta undir með þeirri viðleitni, og er gert ráð fyrir, að með þeim hætti, verði þess eigi langt að bíða, að aldr- ei þurfi nokkurt barn í landinu að sitja svangt á skólabekk. Löggjafarstarf samþegna vorraí Dan- mörku hefir lengi verið heldur ógirni- legur fróðleikur, meðan afturhalds- stjórnin stóð þar við stýri og fátt nýti- legt gerðist í þeirri grein. Nú er ný öld upp runnin, og ekki ólíklegt, að vorri þjóð geti orðið að því gagnlegur fróðleikur að ýmsu leyti, að vita, hvað lagasetning líður suður við Eyr- arsund og ýmsum framfaramálum. f>ví er þessi grein hér sett, og er margt í henni haft eftir nýlegum fréttapistlum frá Kaupmannahöfn til erlendra blaða. Yaltýmgar og innlend stjórn Meðal annarar illinda-lokleysu, er skriffinsku rægitólið nýja ísfirzka kvað hafa borið að staðaldri á borð fyrir lesendur sína frá því er það skreið úr eggi í haust, hafði verið einu sinni sú aðdróttun, að krafan um innlenda Btjórn só í munni Valtýinga ekki ann- að en gildra til að veiða í grunnhygna kjósendur; um það geti engum bland- ast hugur, sem fylgst hafi með bar- áttu þeirra og hugfest röksemdir þeirra undanfarin ár. f>eir fáu málsmetandi menn.er skúma- skots-gagn þetta sjá eður heyra, virð- ast hafa gert sér að reglu, að láta sem það sé ekki til. f>ó hefir f. alþm. síra Sigurður Stefánsson gert eina tilraun til að sinna því ofurlítið og sent því hógvær mótmæli gegn fyrnefndum rógi. En vitanlega þótti tólinu ekki ráð að láta lesendur sína sjá flett greinilega og rækilega ofan af rógþvælu þess, og synjaði svarinu rúms. — Fyrir því hefir höf. sent það ísafold. f>að er svolát- andi: Eftir síðasta aukaþingið 1894 voru víst flestir orðnir úrkula vonar um, að hægrimannastjórnin í Danmörku mundi nokkurn tíma Ijá samþykki sitt til að lögleiða hina endurskoðuðu stjórnar- skrá, er tvívegis hafði verið afgreidd til hennar af aukaþingi. f>ing og þjóð hafði í milli 10 og 20 ár eindregið haldið fram kröfum Islendinga um al- innlenda stjórn, en svör stjórnarinnar voru hvað eftir annað svo ákveðin, að ekki þótti til neins, að halda málinu til streitu, meðan alt stóð við sama í Danmörku. f>annig var ástatt 1897, er valtýsk- an kom til sögunnar. f>á gaf stjórnin kost á töluverðum breytingum á stjórnarskránni; og þótt breytingar þessar fullnægðu hvergi nærri óskum íslendinga, töldu all- margir þingmenn þær tíl verulegrar bótar og vildu ganga að þeim; með því var samkvæmt yfirlýsingu stjórn- arfulltrúans (1899) engu slept af lands- réttindum vorum, en hins vegar bætt úr sumum mestu meinunum á stjórn- arfari voru, samvinnuleysi stjórnarinn- ar við þingið, ókunnugleika hennar og ábyrgðarleysi gagnvart þinginu. f>ess vegna töldu margir þær spor í áttina til meiri stjórnarbótar, sem ekki skyldi óstigið, úr því ekki var kostur annars meira. Valtýskan komst á dagslcrá þings og þjóðar að eins fyrir þá sök, að örvœnt var um að fá frekari bcetur á stjórn- arhógum vorum hjá stjórninni. f>etta veít eg að allir þeir kannast við, er þekkja til þessa máls og satt vilja segja, hvernig sem þeir að öðru leyti líta á valtýskuna. Síðan 1897 hefir stjórnarskrárdeilan einkum verið um það, hvort Islend- ingar ættu að ganga að valtýskunni, eður hafna henni og láta alt sitja við sama um stjórnarfar vort. Krafan um alinnlenda stjórn hefir síðan að mestu leyti legið í þagnar- gildi, bæði utan þings og mnan, e i n- u n g i s af þeirri einföldu ástæðu, að ekki hefir verið til neins að hreyfa henni við stjórnina. Um baráttu gegn henni eða röksemdir hefir alls ekki verið að ræða frá Valtýinga hálfu; and- stæðingar þeirra hafa ekki haldið henni fram, enda sumir þeirra and- stæðir henni frá öndverðu. Valtýingar hafa undanfarin ár barist fyrir því, að fá þær umbætur á stjórn- arhögum vorum, sem nokkur líkindi hafa verið til að fengist gætu; bar- átta þeirra hefir einkum lotið að því, að fá skipaðan sérstakan ráðherra fyrir ísland, er mætti á alþingi og bæri ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum sínum. Er það nú þessi barátta, sem blaðið telur vitni þess, að Valtýingar hafi nú innlenda stjórn að eins á vörunum, sem gildru til að veiða í grunnhygna kjósendur? Röksemdir Valtýinga undanfarin ár hafa allar miðað að því, að reyna að sannfæra þjóðina um, að þóttvérgæt- um ekki fengið framgengt hinum fylstu stjórnbótarkröfum vorum, þá ættum vér þó ekki að sitja oss úr færi að ná þeim endurbótum, er fengist gæti, því að á þann hátt héldum vér þó í áttina að takmarkinu: sjálfsforræði í sérmál- um vorum. Eru nú þetta röksemdir fyrir því, að Valtýingar séu í rauninni algerlega horfnir frá kröfunni um alinnlenda stjórn, en noti hana að eins sem gildru til að veiða í grunnhygna kjós- endur, sem þeir svo svíki, er á þing kemur, eins og blaðið gefur í skyn? J>egar er það fréttist, að frjálslynd stjórn væri komin til valda í Dan- mörku, þá skora Valtýingar á hana að láta uppi við aukaþingið að sumri, að hve miklu leyti hún geti orðið við hinum fyrri kröfum íslendinga um al- innlenda stjórn, um leið og hún tekur það fram, að frumvarp það, er þingið í sumar samþykti, fullnægi ekki ósk- um þjóðarinnar í þessu efni. Sannar nú þessi áskorun þau um- mæli blaðsins, að Valtýingar séu and- stæðir alinnlendri stjórn á íslandi? Um það má þrátta fram og aftur, hvorir réttara hafi haft fyrir sér, Val- týingar, eða þeir, sem barist hafa á móti þeim breytingum, sem fáanlegar hafa verið á stjórnarskránni. En hafi blaðið ekki aðrar röksemdir til að styðja við þennan þunga áburð á mótstöðu- menn sína, þá get eg ekki betur séð, en að það í augum allra ekki því grunnhygnari lesenda sinna fari hér með ósannað og ósannanlegt mál, þótt ekki vilji eg drótta því að því, að það gjöri það til að veiða með kjósendur. Meðan svar stjórnarinnar er ókom- ið og engin veit með neinni vissu, hvernig það muni verða, þá virðist stjórnbótarmál vort græða næsta lítið á hinum og þessum getgátum og get- sökum um það, hvernig þingflokkarnir frá í sumar muni snúast við þessu svari. þegar stjórnin hefir látið uppi, hvernig hún tekur 1 málið, þá sést að Iíkindum innan skamms, hverjum það er mest alvörumál, að fá verulega 8tjórnarbót. í báðum þessum flokk- um eru sjálfsagt mjög margir, sem fá vilja sem mést sjálfaforræði í sér- málum vorum; en því verra ertilþess að vita, að heyra aðdróttanir um auð- virðilegustu hvatri og enda hinamestu varmensku. Slíkar umræður miða að eins til að sundra kröftum vorum, sem ríður lífið á að sameina í þessu vel ferðarmáli þjóðar vorrar; þær eru því málinu til tjóns, mönnunum til mink- unar og öllum góðum mönnum til skapraunar. Vigur 30. jan. 1902. Sigurður Stefánsson. Skólaröð. A‘ð aflokna miðsvetrarprófi í f. m, i latínuskólannm voru þar þessir 88 piltar og í þessari röð — fyrri hluti ölmusu aftan við nöfn þeirra, er hana hafa fengið, i kr., — og að eins tilnefnd heirn- ili pilta utan Rvíkur. VI. bekkur. Þorst. Þorsteinsson, 100; Magnús Guð- mundsson frá Holti (Hv.), 100; Jón Magn- ússon, 75; Bjarni Jónsson, 75; Ólafur Bjiirns- son, ritstjóra; Pétur Bogason, heit. læknis; Björn Þórðarson frá Móum, umsjm. skólans og bekkjarins, 100; Sigurður Gfuðmundsson frá Mjóadal (Hv.), 50; Halldór Jónasson, skólastjóra á Eiðum, umsjm. úti við; Bryn- jólfur Björnsson, Bangárv., 50; Halldór Stefánsson; Vílhj. Finsen, heit. póstm.; Jón Ben. Jónsson, Isaf., 25; Sturla Guðmunds- son, læknis í Sth.; Sigurður Sigtryggsson lyfsala; Sigvaldi Stefánsson múrara. V. hekkur. Geir Zoega, kennara; Guðm. Hannesson frá Látrum (Isafj.), 100; Jóhann Briem frá Hruna, 75, Bogi Brynjólfsson, prests Jóns- sonar, 25; Georg Ólafsson, gullsmiðs Sveins- sonar; Ólafur Þorsteinsson, járnsm. Tómas- sonar; Guðm. G. Jóhannsson frá Kollafjarð- arnesi, 75; Haraldur Sigurðsson, fangavarð- ar; Lárus Sigurjónsson frá Húsavik, umsj - maður, 75. IV. bekkur. Stefán Jónsson frá Hrisakoti (Hv.), 100; Konráð Stefánsson frá Flögu (Hv.), nmsj.m., 100; Olafur Þorsteinsson af Eyrarhakka, 75; Jón Kristjánsson, yfirdómara; Guðhrandur Björnsson, prests í Miklabæ, 50; Björn Páls- son, skálds Ólafssonar, 75; Bogi Benedikts- son, 75; Gunnl. Þorsteinsson frá Vik i Mýr- dal; Oddnr Hermannsson, heit. sýslum., 25; Jóhann G. Sigurðsson frá Svarfhóli (Snæf ), 75; Gunnar Egilsen, kaupm. Hafnarf.; Magnús Júliusson, læknis á Blönduósi; Jón Kristj- ánsson frá Viðidalstungu. III. bekkur. Þorsteinn Briem, umboðsmanns áÁlfgeirs- völlum; Magnús Pétursson, veit.m. á Sauð- árkrók, 50; Ólafur Jóhannesson, heit. sýslu- m. Ólafssonar, 50; Björgólfur Olafsson, skrifara Jónssonar, 50; Ólafur Lárusson prests í Seiárdal; Brynjólfur Magnússon frá Ljárskógum; Andrés Björnsson frá Brekku (Skagaf.), umsj.m. 25; Julius Havsteen, kon- súls á Oddeyri; Þórarinn Kristjánsson, yfir- dómara; Baldur Sveinsson, Húsavik, 25; Þorgrimur Kristjánsson, kaupmanns; Ingvar Sigurðsson ,heit. kaupm. Magnússonar; Karl Sæmundsen, faktors á Blönduósi; Magnús Stephensen, landshöfðingja; Magnús Magn- ússon, 75; Guðmundur Guðfinnsson; Pétur Sigurðsson frá Hörgslandi; Ólafur Oscar Lárusson, homöop. II. hekkur. Árni Árnason frá Skildinganeskoti, 75; Sigurður Jóhannesson, Norðdal frá Eyólfsst. (Hv.), 75; Guðjón Baldvinsson frá Böggvis- stöðum (Eyjaf.)*; Konráð Konráðsson, um- sjónarm.; Hafsteinn Pétursson, veit.m. á Sauðárkróki*; Sigurður Lýðsson úr Arnarf.*; Guðm. Kr. Guðmundsson; Páll Sigurðsson úr Gullbr.s.; Guðm. Jónasson frá Hlíð (Hv.); Pétur Jónsson, verulunarm Árnasonar; Björn Guðmundsson frá Böðvarshólnm (Hv.)*; Þorhjörn Þorvaldsson frá Þorvalds- eyri; Vernharður Þorsteinsson úr Þingeyj- ars.; Magnús Gislason úr Fáskrúðsf.*; Jón Sigurðsson, sýslum. í Kaldaðarnesi; Björn Jósefsson, skólastj. á Hólum; Jóhannes Jó- hannessen, heit. kaupm.; Þórður Oddgeirs- son, prests í Vestmanneyjum; Sigurður Ein- arsson frá Vatnsenda (Árn.); Guðbrandur Jónsson, Þorkelssonar dr.; Oscar Olausen, heit. kaupm. I. bekkur. Alexander Jóhannesson,heit. sýslum. Olafs- sonar; Sigfús Maríns Jóhannesson úr Vest- manneyjum; Jón Jónasson úr Sth., umsj.m.; Pétur Halldórsson, bankagjaldkera Jónsson- ar; Sveinn Sveinsson; Beinhold Richter, kaupmanns í Sthólmi; Sigfús Blöndal; Stein- dór Bjarnarson frá Gröf i Mosfellssveit; Ólafur Pétursson frá Hróifsskála; Vilhelm Ólason; Einar lndriðason, revisors. Tiu piltum var ekki raðað sökum veik- inda um prófið og eru hér taldir síðastir í hverjum bekk, þrir i (i. bekk, einn í 5., einn i 4., fjórir í 3., og einn í 1. Nýsvein- ar 5 i 2. bekk, stjörnumerktir; í 1. bekk tómir nýsveinar nema Sigf. Bl. Enn um raarkaösbætinn í Newcastle f>að hefir dregist nokkuð lengi, að svara grein herra Jóns Jónssonar frá Múla, sem út kom í 77. tbl. ísafoldar f. á. f>að gleður mig, að hann er mór samdóma um, að betra mundi vera að ekki væru fluttir út nema vel litir og hæfilega gamlir hestar. Um þetta atriði snýst alt málið, þvf ef hann, sem umboðsmaður Z. hér á landí, stuðlaði að því, að Z. keypti ekki gamla hesta illa lita, glaseygða og á ýmsan hátt gallaða, að eg ekki tali um tvævetur trippi, eins og hann gerði í sumar sem leið, þá væri vel; því meðan hann lætur gera það, ná íslenzkir hestar aldrei verði, eða áliti á þeim stöðum, sem þau hross eru seld, sem þau mundu fljótt ná, ef ekki væri sent það ljóta með, sem tæplega borgar kostnaðinn að flytja það, því síður meira. fætta veit Z. manna bezt, þó svo hafi litið út, að hann hafi ekki huga- að um annað en að hafa sem mesta töluna. íslendingum væri betra, að selja 1000 af fallegum hestum en 1500 af ljótum, enda muudu bændur fljótt skilja það, ef hætt væri að kaupa það, og hestaræktín batna af sjálfu sér, því það eru engir, sem geta breytt henni eins fljótt og þeir, sem kaupa hestana hér. Hitt atriðið, að sendir hafi verið færri hestar frá Newcastle til Glasgow síðastliðið sumar en mér var skrifað, getur vel verið rétt; en þess vil eg spyrja, hvers virði eru þessir hestar, sem seldir voru í Glasgow, þegar búið er að draga frá allan kostnað við að kaupa þá og geyma þá hér á landi, flytja þá til Newcastle, geyma þá þar og s. frv. f>að netto-verð býst eg við að minn umboðsmaður hafi átt við. Að flutningurinn frá Newcastle til Glas- gow hafi verið dreginn frá í sölureikn- ingnum, það skil eg vel, því eg hefi undir hendi marga þess konar reikn- inga. Eg enda þessar línur með þeirri ósk, að nafni minn frá Múla beri gæfu til að hrinda þessu máli áfram og á rétta leið, sjálfum sór til sóma, en landinu til framfara. Jón Þórðarson. Mannalát. Hér í bænpm andaðist í hárri elli 1. þ. m. ekkja Sigurðar Vigfússonar fornfræðings, Ólína, dóttir Bonnesens sýslumanns síðast í Rangárvallasýslu, en áður gift tvívegia, fyrst Jóhanni sýslumanni Arnasyni í fúngeyjarsýslu (f 1840), bróður Hannesar heit. presta- skólakennara og þeirra systkina, en síðar Vigfúsi gullsmið Bjarnasyni Thorarensen amtmanns. Hún átti börn méð 1. manni sínum, er dóu ung. Sfðari hjónaböndin voru barnlaus. Hún var greind kona og sköruleg. Hún var á 2. ári um áttrætt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.