Ísafold - 15.03.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.03.1902, Blaðsíða 3
47 í>á lezt hér í bae 8. þ. m. Jón bóndi Þórðarson í Hákoti, áttræður, og hafði verið blindur mörg ár. Var lengi nokkuð bæjarfulltrúi í Rvík, fyrir meir en 30 árum. Maður vel viti borinn, stiltur og gætinn. Druknað liafa af þilskipaflotannm hér Faxaflóa 2 menn, i fyrri viku, — þá fók iit i stórviðri aðfaranótt iaugard 8. þ. ffl-i annan af »Josephine« hér úr bænum skipstj Jón Ólafsson; hinn af »Kjartani« úr Hafnarfirði, skipstj. Halldór Kriðriksson. hét Belgi Magnússon, 18—19 vetra PÚtur, mikið efnilegur, frá Háteig á Akra- Des>, sonur fátærkar ekkju þar, og druknaði Puðir hans, Magnús Helgason, i róðri það- an fyrir nokkrum árum. .Hinn, sem tók ut »Josepliine«, hét Kristófer Jónsson, frá Fremri-Langey á Breiðafirði, sl árs, fæddur og uppalinn að Litla-Lóni undir Jökli, sonur ekkjunnar Ragnhildar Jóns- dóttur, er þar býr. Faðir Kristófers heit- lns er látinn fyrir nokarum árum, en þrír bræður, Guðmundur, Sigurður og Lárus, Lfa hann ásamt móðurinni. »Kristófer sál. v*r siðprýðis- og reglumaður og dugnað- ffiaður hinn mesti; er þvi mjög mikill n>annskaði að bonum«. Maður hafði druknað í vetur i jan. í Jök- uf8á á Sólheimasandi, vinnumaður frá Sól- heimahjáleigu; var með fleirum að flytja S1g í útver; áin var inikil og lá milli skara; vi8su samferðamenn hans eigi fyr en hann var horfinn af hestinum, og fanst lík hans löngu síðar á Jökulsár-aurum. Aðrar slysfarir. Maður hafði orðið »ti 22. jan. á Fjarðarheiði eystra, Sölvi að nafni Bjarnason frá Ekkjufelli; hafði orð- fð ilt á heiðinni, og fór bróðir hans, er Œeð honum var, til bygða að fá mann- hjálp; var S. með litlu lífsmarki er hún kom, og lézt áður honum yrði komið af heiðinni. Vinnumaður frá Kerlingardal i Mýrdal, er Guðmundur heitir, lenti þar i snjóflóði 1 vetur (í jan.) og hrapaði langa leið nið- ur i Kerlingardalsá; hann komst þó lifandi QPP úr ánni og skreið á fjórum fótum hHm að Bólstað, all-langa leið; hefir legið s'óan, að síðast fréttist, á litlum batavegi. Það er borið aftur, sem stóð i austfirzku blöðunum i vetur, að þeir hefðu orðið úti, Stefán nokkur Jónsson frá Fossvölium og Ljarni Eiriksson búfræðingur. Dánir í Rvík. Jan. Í4. Rósa Kjartans- dóttir, ekkja i Fischerssundi, 79 ára, og Vilborg Jónsdóttir, lausakona i Grrettisg., 61 árs. Jan. 15. Guðrún Hákonardóttir, ógift, trá Haga á Barðastr. (til lækninga), 27 ára_ Jan. lb. Símon Björgólfsson, sjúkl. í íjaugarnesspitala, frá Söndum á Miðnesi, 38 ára. Jan. 17. Ingibjörg l’orbergsdóttir, Klapp- *rst. 22, ógift, 19. Jan. 28. Valgerður Bjarnadóttir, ógift Wsak. í Veghúsum, 56 ára; og Ása ís- ^ifsdóttir, 22 ára, ógift hjá móður sinni i ^eltusundi 3. Þebr 2. Gróa lvarsdóttir, ekkja i Skála (Þingh.), 70. Þebr. 9. Guðrún Jónsd., óg. vk. í Ána- naQstum, 23. Þebr. 11. Vilhj. Jónsson, cand. phil., 31. Pebr. 22. Jóhanna Olafsd. Schiött, ekkja 1 Þósthússtr. 16, 69 ára. Marz 1. Ólina Vigfússon ekkja, 81 árs, Marz 3. Steinunn Jónsd., gamalrn , Lauga- Veg 40, 75 ára. Marz 8. Jón Þórðarson, ekkill, Hákoti, »0 ára. Marz 9. Einar Magnússon, kvæntur husin-, Skólabæ, 78 ára. Ennfremur hafa dáið siðan á nýári 2 "rn á 1. ári, og 2 fæðst andvana. Lausn fPá prestskap hefir lands- öföingi veitt 26. f. mán. sira Lárusi '"oediktssyni i Selárdal, er því sama rauði hefir þjónað allan sinn prestskap, u ^r> fyvstu árin kapellán hjá föðnr sín- Táli ~~ "r0ugri annexíu, Laugardal í au^. natirðj, og stundum Otradalsbrauði að a * arnin saman. Hann er rúmlega sext- lafHjÓnaVlK8lUr 1 Rvik‘ JaD' 28‘ Ó- j, Ur ^rarins8on, vm. Laugaveg 31, og rgerður Vilhelmina Gunnarsd. vk. Lauga- v6g 27. 6 Febr. 26. Guðjón Guðnason, vm. í Hörgs- holti, og Guðlaug Jónsd., vk. i Bergstaða- stræti 8. Marz 3. Helgi Jónsson skipstjóraefni frá Þorlákshöfn, og Guðrún Olafsd., bóndad. Laugaveg 11. Strandasýslu sunnanv 1. marz: Harð. indasamt hefir verið fremur síðan um ný- árið í vetur. Um miðjan janúarm. gjörtók fyrir haga af áfreðum; hvergi varð niður stigið nema á svell. Um þær mundir voru stundum snarpar norðanhriðir, og oft mikil frost, kringum 20 stig R. En þá gerði i mán- uðinum sem leið góða hláku, svo jörð varð auð meiri hlnta hans. Nú meir en viku hefir snjóað nálega á hverjum degi, svo nú er all-fanndjúpt, en þó hagi nokkur enn fyrir hross. Fregnir berast um hafísstrjáling fyrir öllu Norðurlandi, og oftast er norðanátt, en hvorki mjög vinda- né frostasamt nú um tima. Mjög eru menn liér ánægðir yfir kon- ungsboðskapnum, er blöðin færðu oss með siðasta pósti. Menn vona fastlega, að ófriðaröldurnar fari nú lækkandi úr þessu, þar sem út lítur fyrir, að allir verði nú samdóma um hið væntanlega frumvarp stjórnarinnar. Stjórnin virðist munu taka syo til greina kröfurnar frá síðasta þingi, að allir sannir stjórnbótarvinir megi vel við una. Og á því er enginn efi, að lang- flestir alþýðumenn vilja i raun og veru stjórnarbót, vilja umbót á stjórnarfarinu, þó surnir þeirra hafi leiðst til að fylgja i blindni þeim mönnum, sem ekkert sýnilegt markmið hafa haft annað en það, að halda öllu sem lengst i sama horfi og nú er. Húnavatnssýslu (Vatnsnesi) 24. febr. Nú er nýlega byrjað annað ár hinnar ungu aldar, og heilsar það nokkuð kulda- legar en liðna árið reyndist, enda má nú sjá liafíshroða nokkurn hér í flóanum. — Liðna árið var oss nesbúum eitt hið bezta og hagstæðasta ár, grasvöxtur víðast með bezta móti, nýting á heyjum ágæt og afli rétt góður um tíma fyrir sláttinn, en haustvertíð að sönnu rýr. Heilsufar manna yfirleitt gott og fáir burtkallaðir Þó má telja til liðna ársins fráfall bænda- öldungsins Jóhannesar Ólafssonar á Súlu- völlum, sem andaðist á jóladagsmorguninn, i2 ára að aldri. Hann var sómamaður í stöðu sinni, vandaður maður og hygginn búhöldur, þótt ekki væri hann settur til menta, fremur en tiðkanlegt var um fá- tækra manna sonu á uppvaxtarárum hans. Með sinni hyggilegu umsjón hélt hann búi sínu furðanlega vel við, þó að vinnuþrekið væri nú síðustu árin mjög þrotið. Hann vildi hvarvetna koma fram til góðs, og var svo greiðvikinn og sanngjarn i öllum við- skiftum, að menn vildu fremur skifta við hann en flesta aðra; var hann því að vonum og maklega mjög vel látinn af sveit ungum siðum og öðrum þeim, er þektu hann. Um haustið áður en hann dó, hafði hann staðráðið að hætta búskap vorið eft- ir, ráðstafað húsi sínu, sem menn segja, vistað dætur sínar tvær, unglingsstúlkur, en ekki afráðið um dvalarstað sinn eftir- leiðis, enda þurfti ekki á þvi að halda. Yið fráfall hans mátti heita, að bú hans væri alveg skuldlaust, og mun það liklega nær eins dæmi hér í sveitum á þessum árum. Til nýlundu hér á liðna árinu má telja gullbrúðkaup heiðurshjónanna Ólafs Jóns- sonar og Sesseliu Jónsdóttur á Gnýstöðum. Þeim var haldið allfjölment (meir en 100 'manna) samsæti á Tjörn laugardaginn 27. júli. Þan höfðu gifst 24. júlí 1851. Fór samsæti það laglega fram, eftir því sem vænta má í fátækri útkjálkasveit En á- nægjulegast var þó ef til vill að heyra og sjá hinar glaðlegu og ljúfu undirtektir, sem mál Þorláks hreppstjóra í Hólum fekk. Hann skýrði samsætismönnum frá þvi, að á mannfundi þessum væri stödd fátæk sunn- lenzk stúlka, er boðin hafði verið þangað af vinafólki sínu, að stúlka þessi hefði mist annan handleginn i veikindum, og að hún bæri, þótt lítið bæri á undir sjalinu og nálega öllum gestunum mundi vera ó- kunnugt um það, að eins járnkrók einn í handar stað; hér væri þvi sannkölluð guðs- kista til að leggja i. — Að þessu var svo góður rómur gjör, að menn bókstaflega keptust á um, að rétta skerf sinn í bolla þann, er hreppstjórinn rétti fram, og inni- lag hluttekning og ánægja, en ekki eftir- tölur, virtist skína út úr hverju andliti gef- endanna. — Bláfátækur barnamaður sagði: »Tólf eru börnin, eg legg liér 5 aura fyrir hvert, það er lítið, að eins 60 anrar. En eg gef lítilræði þetta af heilurn hug og með þeirri ósk og von, að börnin mi'n megi halda höndum sínum heilum og ó- sköddnm*. — Á svipstundu var skot-ið sam- an 40 kr. í peningum, stm stúlkunni voru siðar afhentar. Bæði eru hin öldruðu gullbrúðhjón vel ern, þó að hann sé nú orðinn 76 ára, en hún 75, og þau hafi unnið framúrskarandi mikið nm dagana Auk vanalegrar bú- vinnu hefir hann suiíðað mjög mikið og hún eius að sumu leyti ofið mjög mikið. Sér i lagi er það skipasmiði, er hann hef- ir lagt fyrir sig, og til skamms tíma mátti kalla svo, að hér væri hver fleyta eftir hann. — Á yngri árum sinum smlðaði hann 1 teinæring (eða fleiri), sem jiilfar var síðan sett í og hafður var til hákarla- veiða við Eyjafjörð. — Báta hefir hann smiðað alt til þessa. og frá orfinu og hrif- unni mátti kalla að þau gengi til gull- brúðkaupsins, og þaðan aftur til þeirrar vinnu sinnar. J. St. Þ. N.-Þingeyjarsýslu, Núpasveit 13.fehr. — Tiðin’hefir verið heldnr köld og snjóa- söm síðan fyrir jól; þó komu hér beztu hlákur um mánaðamótin (jan.—febr.) og kom þá hér í sveitunum bezta jörð. 6.—7. þ. m. voru hér norðvestanbruna-stórviðri með miklu frosti, og fylti þá alt hér með hafis, svo ekki sér út fyrir. Þessa dagana hafa verið heiðríkjur og frost. 8. þ. m. var uppboð haldið á hinu strand- aða gufuskipi »Inga« og vörum þeim er bjargað varð, em voru 130 tunnur af síld og 90 tunnur af salti; var boðið i salt- tunnuna um 2 kr., en síldartunnuna fullar 4 kr. Skipið með öllu tilheyrandi var selt fyrir 710 kr. Óveitt prestaköll. 1. Selárdalur. Selárdals- og Stóra-Laugardalssóknir í Barðastrand- arprófastsdæmi, mat: 1589 kr. 76 a. Uppgjafaprestur er í brauðinn, sem nýtur eftirlauna af því samkvæmt lög- um, og húsavistar á prestsetrinu næsta sumar ókeypis og hagbeítar fyrir fén- að, að því leyti sem atvik leyfa. Lán til húsabóta hvílir á prestakall- inu, upprunalega 1500 kr., samkvæmt lhbr. 7. marz 1895; það er tekið í landsbankanum, ávaxtast með 5/. og afborgast með 105 kr. árlega í sept- embergjalddaga; í síðasta sinn 1911. Lánsupphæðin er nú 1050. Veitist frá næstkomandi fardögum; auglýst 13. marz; umsóknarfrestur til 28. apríl. 2. þönglabakki. |>önglabakka- og Brettingsstaðasóknir í Suður-þing- eyjarprófastsdæmi. Mat: 1021,39. Tillagið úr landssjóði, 500 kr., er lagt út í kirkjujörðum frá Laufáss og Grenjaðarstaðar prestaköllum. Veitist frá næstkomandi fardögum (1902). Auglýst 13. marz. Umsóknarfrest- ur til 28. apríl. Til hýðingar voru þeir dæmdir í gær í héraði, smástrákamir, sem uppvísir urðu að þjófnaði eigi alllitlum hér í vetur og fyr er getið,—þrir þeirra, 25 vandarhöggva hver; hinn 4. sýknaður, sá er yngstur var og langminst hafði fyrir sér gert, enda hinir tælt hann með sér. Strand. Botnvörpungur enskur hefir strandað vestur við Stapa nýlega, en menu bjargast, og kom skúta með þa hingað i gær vestan úr Stykkishólmi. Full 79,000 þykir nú mega fullyrða, að manntal hafi verið á laDdinu öllu 1. nóv. f. á. ]?að er ókornið að vísu úr 3 smáum sóknum, og látið vera þar líkt og síð- ast. En vitanlega er þetta að eins bráðabirgðaskilagrein, og frumskýrslur ekki endurskoðaðar til hlítar. Veðurathuganir í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1902 marz Loftvog millim. Hiti (C.) C-r- ct <í ct> o ff cv œ 7T B 7* OTQ U rkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 8. 8 742,3 2,5 E8E 2 10 1,5 -o,i 2 741,4 3,1 E 2 10 9 745,6 1,4 8SE 1 10 Sd. 9.8 747,4 0,8 8SE 1 10 8,7 -0,1 2 750,4 2,5 SSE 1 4 9 753,9 0,5 SE 1 5 Md.10.8 758,8 U SE 1 9 3,0 -1,0 2 758,7 2,5 E 1 5 9 753,7 0,9 E 2 10 Þd. 11.8 745,7 5,3 E 3 10 21 2 -o,i 2 743,9 6,6 S8E 2 ”8 9 748,4 2,6 E i 7 Md.12.8 743,3 1.5 ESE i 3 4,9 -0,2 2 741,0 4,6 S t 6 9 740,3 1.0 E 2 4 Fd.13. 8 739,4 1,4 E i 9 2,8 -0,3 2 739,3 2,5 ENE i 8 9 739,1 1,4 ESE i 8 Fsd.14.8 739,9 -0,2 N i 10 8,4 -0,9 2 742,7 -0,8 NNE i 10 9 747,5 -2,6 NE i 9 i I heljar greipum. Frh. Jafuvel Sadie hrestist heldur við þessa gleðisjón, og uppgefnir úlfald arnir fóru að snugga og teygja fram álkuna og voru að leitast við að greikka sporið, af veikum mætti. Við- brigíin voru svo mikil eftir öræfa- hrjóstrin, að þeim fanst öllum sem þau hefðu aldrei séð fegurri sjón. f>au rendu augunum fyrst mður á kafloðið grasið, með forsæluskuggum af liminu á pálmunum, og síðan upp á dökk- græn eikarblöðin, er bar við heiðan himinblámann; og þau gleymdu ægi- legri návist dauðans fyrir fegurð nátt- úrunnar, er átti þá og þegar að fela þau í skauti sínu. Brunnarnir í kvosinni miðri voru 7 stórir pyttir og 2 litlir, fullir af mó- rauðu vatni, meir en nógu fyrir hvað stóra lest sem væri. Menn og skepn- ur drukku úr þeim með ákefð, þótt megnt > væri nokkuð á bragð af lútar- salti því, sem í því var. Úlfaldarnir voru tjóðraðir. Arabar snöruðu ábreiðum sinum í forsæluna og bandingjarnir fengu skamt af pálma- aldinum; þeim var síðan sagt, að nú mættu þeir láta sem þeim líkaði, með- an sól væri hæst á lofti, og að kennimað- urinn mundi finna þá að máli fyrir sólarlag. Kvenfólkið var látið leggjast fyrir þar sem mest var forsælan, en karlmennirnir á öðrum stað. það þaut hægt í hinum miklu grænu pálma- blöðum yfir höfði þeim; þeir heyrðu lágan klið af samtali Araba og jórtr- inu í úlföldunum, og síðan gerðist það einkartorskilda kraftaverk, að einn þeirra var alt í einu Btaddur í græn- um dal írskum, annar horfði á hina löngu, beinu húsaröð í »Comnonwealth Avenue*, en hinn þriðji sat að dögurð við lftið borð kringlótt beint á móti Nel- eons-styttu í klúbb landhersins og ejó- liðsins, og í hans eyrum varð þyturinn í pálmaliminu að ómnum af ysnum í Pall-Mall-stræti í Lundúnum. þann veg hvarflaði andi þeirra sína leiðhver, eftir kynlegri,ósporrækri braul endurminningarinnar, meðan lfkamir þeirra lágu örmagna og illa til hafðir vitundarlausir í grænum pálmalund suður í Lybíuöræfum. Áttundi kapítuli. Cochrane hersir vaknaði við, að ein- hver tók í öxlina á honum. þegar hann lauk upp augunum, varð honum litið á Tippy Tilly, gamla dátann e- gipzka, og var Blámannsandlitið á hon- um heldur smeykt að sjá. Hann hafði lagt finguma digra og kræklótta á lif- rauðar varirnar, og skimaði órór á tvær hendur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.