Ísafold - 22.03.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.03.1902, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Reykjavík laugardaginn 22. marz 1902 Kemur út Ýmist einu sinni eða tvisv. i vikn Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða V/a doll.; korgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram.) XXIX. árg. I. 0. 0. F. 8332881/,. E Forvgripasafn opið mvd. ogld. 11—12 Landsbókasafn epið hvern virkan dag bi. 12-2 og einni stundu lengur (til kl. 3) nud., mvd. og ld. tii útlána. Okeypis lækning á spitalrnum á þriðjud. og föstud. kl. 11 -1. Ókeypis augniækning á spitalanum íyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Svems- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Verkleg búnaðarfræðsla. Á búnaðarfundum þeim, sem haldn- ir hafa verið í vetur að tilhlutun Búnaðarfélags Islands í Árness, Bang- árvalla, og Borgarfjarðar sýslurn, hefir meðal annars hreyft verið þeirri uppá- stungu Magnúsar sýslumanns Torfa- sonar í bréfi hans til Búnaðarfélags- ins, dags. 3. nóv. f. á., að búfræðingar ferðuðust um að vetrinum, til þess að Jeiðbeina mönnum i búnaði. Flest- ir og enda allir hafa tekið þessu vel, talið það þarft og gott, og á einum fundinum, að fúngnesi í Borgarfirði, var eftir nokkrar umræður samþykt að fela einum fundarmanninum að skrifa sýslunefndum Borgarfjarðar- og Mýrasýslna þess efnis, að þær fari þess á leit við Búnaðarfélag íslands, að það styðji að því, að slíkri umferð- ferðarfræðslu sem talað var um, yrði komið á fót sem fyrst. Og sérstak- lega var mælst til þess, að næstuvet- ur yrðu einn eða tveir menn látnir fara um nefndar sýslur í þessum til- gangi. Uppástunga Magnúsar sýslumanns, sem áður er getið og birt er í »í s a f o 1 d« (tölubl. 76. f. á.) fer því fram, að búfræðingar séu látnir ferðast um að vetrinum, til þess að leiðbeina mönnum í fénaðarhirðing, húsabótum o. s. frv. Ætlast hann til, að þessir menn komi á heimilin og haldi fyrir- lestra í sveitunum. þetta vakir einnig fyrir mér; en á hinn bóginn hefir tillagan breyzt nokk- uð í meðförunum, fengið annan bún- ing, án þeBS þó að hugsuninni eða tilgangi hennar hafi verið breytt. Og með því nú, að þetta mál er komið í hreyfingu, virðist eígi úr vegi að fara um það nokkrum orðum til þess að skýra hugmyndina og benda á það gagn, er slík umferðarfræðsla getur eða gæti haft f för með sér. Erlendis er þessi fræðsla algeng, bæði í Danmörku, en þó einkum í Nor- egi. Er hún þar nefnd ýmsum nöfn- um, eftir því hvað hún er yfirgrips- mikil. 1 Noregi sumstaðar eru menn látnir fara um að vetrinum aðallega til þess að líta eftir meðferðinni á kúnum og hirðing þeirra. |>að eru öefndar fjósskoðanir. I öðru lagi eru Esenn látnir ferðast um til þess að Vaita leiðbeiningar, ekki einungis 1 fénaðarhirðingu, heldur einnig í með- ferð mjólkur og yfirhöfuð öllu því, er að búskap lýtur. þeir, sem hafa þennan starfa á hendi, eru nefndir umgangskennararar. Mönnum þe38ura er launað af sveitarbúnaðarfélögum og að nokkru leyti af amtsbúnaðarfé- lögum. Hér á landi hefi eg hugsað mér fyr- irkomulag þessarar fræðslu þannig: Að vetrinum eru ráðnir menn til þess að ferðast um í sveitunum, einn eða tveir í sýslu. f>eir komu fyrst og fremst á þau heimili, sem óskað hafa eftir þeim, og leiðbeina í fénaðarhirð- ing, meðferð áburðar, kenna mjaltir á kúm o. s. frv. f>eir þurfa að dvelja 2—4 daga á hverju heimili og taka sjálfir þátt í þeim störfum, sem þeir eiga að leiðbeina í. Að sjálfsögðu þurfa þessir menn að vera vel valdir, og hafa fengið undirbúning undir þetta starf. þeir þurfa að hafa áhuga á búnaði og góðan vilja til þess, að rækja starf sitti og leysa það vel af hendi. þeir, sem halda manninn eða njóta leiðbeininga hans, fæða hann og annast flutning hans til hins næsta, er hann á að dvelja hjá. Kaupið til þessara manna greiðist sumpart af hreppsbúnaðarfélögunum og sumpart af sýslusjóðum í þeim sýslum, er þessa fræðslu nota. Einnig tel eg líklegt, að Búnaðarfélag íslands mnndi styðja þessa umferðarfræðslu, bæði með fjár- framlögum og útvegun á mönnum til þessa starfa. Starf þessara manna hefi eg hugsað mér aðallega verklegt, fyrst og fremst búfjárhirðing, meðferð mjólkur, hirð- ing áburðar o. s. frv. Til frekari at- hugunar vil eg minnast hór á nokkur atriði, sem eg tel sjálfsagt, að þeir fræði um og leiðbeini í, en þau eru þe8si: 1. Fénaðarhirðing. Ollum er það kunnugt, hve fénaðarhirðingu er að ýmsu leyti ábótavant, og margt er það í meðferð hennar, sem lagfæra má án mikils kostnaðar. Fénaðarhú eru víða léleg og þá eigi sfzt fjós og hesthús. Fjósin eru dimm og loftlítil, en oft má bæta úr þessu tvennu einungis með því, að búa til glugga eða stækka þá, og setja stromp á mæuinn. það er mikils um vert, að fjósin séu björt. Kúnum líð- ur betur í björtum fjósum en dimm- um, og hirðing þeirra hlýtur þá einn- ig að fara betur úr hendi. Góð birta í fjósum gerir fjósaverkin auðveldari og aðgengilegri. Á þetta verður að leggja mikla áherzlu; en því er tíðast alt of lítill gaumur gefinn. Einnig er nauðsynlegt að kýrnar séu burstaðar eða þeim kembt á máli hverju. Nú er það umferðakennarans, að leiðbeina í þessu, benda á það, sem miður fer, og segja fyrir um, hvernig það má betur fara. Hann á að leitast við, að koma mönnum í skilning um, hvað það er áríðandi, að fénaðarhúsin séu björt og loftgóð, hve nauðsynlegt sé að hirða fénaðinn, kemba kúnum og hestunum, og láta skepnunum yfir höfuð líða sem bezt. Um leið og hann brýnir þetta fyrir mönnum, tek- ur hann sjálfur þátt í störfunum og sýnir verklega, hvernig þetta og hitt á að gera. Og eg er í engum vafa um það, að slík fræðsla á heimilunum mundi hafa miklu meiri áhrif, koma miklu meir áleiðis, en þótt ritaðar væru langar og góðar greinar í blöðin um þetta efni. Slík fræðsla mundi jafnvel taka fram fyrirlestrum í sveit- um, þótt þeir séu góðir með. það er yfirhöfuð afarirargt smáveg- is í hirðingu og meðferð á búfénaði, sem hæfur maður til þessa starfa gæti gefið bendingar um, og það yrði of- langt mál hér, að nefna það alt. Yf- irhöfuð er það svo margt, sem breyta má og betur getur farið, en kostar ekki nein veruleg fjárútlát. Og þegar mönnum er bent á þetta heima hjá þeim og sýnt verklega, hvernig það á að vera, þá skilja þeir það, og færa sér það í nyt. 2. Mjaltir. Umferðafræðarinn þarf að kunna að mjólka og kenna það svo þar, sem hann kemur. Hann þarf að brýna fyrir mönnum, hve mikils- vert það er, að mjólka með réttum handtökum og mjólka vel. Rétt hand- tök við mjaltir örva mjólkursæld kúnna, fá þær til að mjólka betur en ella. Einoig er þess að gæta, að með því að mjólka vel, fæst smátt og smátt meiri mjólk, og sfðustu drop- arnir úr júgrinu eru feitastir, eða smjörmeiri en hitt á undan. þetta verða bændur að skilja, og það gjöra þeir bezt með því, að þeirn sé sýnt það og kent. 3. Meðferð mjólkur er og eitt af því, er umferðakennarinn þarf að leið- beina í. Sérstaklega þarf hanu að kenna mönnum að nota h i t a m æ 1 i við mjólkurmatseldiua og brýna fyrir þeim, hversu á þvf ríður, að skilja mjólkina mátulega heita og búa vel f strokkinn. En þessu verður eigi kom- ið við, nema með hitamæli. Jafn- framt þessu þarf að áminna urn meiri þrifnað í meðferð mjólkurinnar og kenna fólki að nota k a 1 k við þvott á mjólkurílátum o. s. frv. 4. Hirðing áburðar. Eigi er van- þörf á, að menn séu ámintir um betri hirðu á áburðinum, enda ætti það að vera eitt af störfum umferðakennarans, að leiðbeina í því efni. Hann ætti að geta gefið bænduro bendingar um á- burðarbús og safnþrór, og hvetja þá til að nota og dtýgja áburðinn sem bezt. Hann brýnir fyrir bændum, hvað mikið er í varið, að bera saman við áburðinn eða blanda hann mold, mómyslnu, moði og fleira; og margt annað gæti bann frætt um. 5. Enn er eitt, sem slíkur maður ætti að kenna bændum og hvetja þá til, og það er, að halda greinilegar töflur yfir mjólk og fóðureyðslu kúnna. Slíkar töflur geta verið harla mikils- verðar við kynbótatilraunir. Af þeim má sjá, hvert kynið launar bezt fóðrið eða gefur mestan arð. þegar farið verður að gera tilraunir til kynbóta á búfénaði, þá eru slíkar mjólkur- og fóðurtöflur nauðsynlegar. Auk þess eru þessar töflur ómissandi fyrir hvern bonda, sem eitthvað hugsar um bú- skap sinn og gagnsmuni fénaðarins. Bændum er því miður enn ekki Uppsögn (skrifleg) Imndin við áramót, ógild nema komin sé ti) átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. 14. blaft. ljóst, hvað mikið er í þetta varið, en við nánari athugun hljóta allir að sjá, að þessar töflur eru undirstöðuatriði til þess, að auðið sé að vita um arð og tilkostnað hverrar skepnu eða hver geri mest gagn. þegar eg nú virði fyrir mér þetta mál, fæ eg eigi betur séð en að slík umferðarfræðsla og sú, er hér hefir verið áminst, geti orðið að mjög góð- um notum og borið blessunarríka á- vexti. Málefnið er þess vert, að því sé gaumur gefinn, enda ætti eigi að láta neitt það ógjört, sem ætla má að geti orðið landbúnaðinum að gagni. |>að, sem hvað mest er undir komið, er, að maðurinn eða mennirnir, sem kjörnir eru til starfans, séu honum vaxnir, og að almenningur beri gott traust til þeirra. |>eir þurfa undir- búning. Hvergi mundi hentugri stað- ur til þess en á Hvanneyri, bæði við mjólkurskólann og búnaðarskólann? Búnaðarfélag íslands ætti að hafa um- sjón og eftirlit með fræðslustarfinu, og gefa bendingar um framkvæmd þess. Jafnhliða þessari umgangsfræðslu ætti vel við, að haldnir væru fyrir- lestrarfundir í sveitum um búnaðar- mál, einkum um mikilsverðar nýjungar eða fyrirtæki, sem þurfa undirbúnings og athugunar við. Slíkir fyrirlestrar og samræðufundir geta haft vekjandi áhrif og stutt mjög að búnaðarfram- förum. Sigurður Sigurðsson. Skólaniál 'Vestur-íslendlnga. Vel er látið af vfsi þeim til íslenzkr- ar kenstustofnunar, er upp komst f haust í Winnipeg, með stofnun kenn- araembættis við Wesley College þar, er ágætismaðurinn síra Friðrik J. Bergmann þjónar. Nemendur voru þar framan af vetri lð, en voru eftir nýár orðnir 25, þar af 6 stúlkur. Byrjað var á þessum námsgreinum íslenzkum: stafsetning, skýring ís- lenzkra ljóða, íslands lýsing, íslands saga, goðasögum. Kenslustundir 5 á viku, ein fyrir hverja námsgrein. Síra Friðrik kennir einnig latínu þar í skólanum. Svo ritar mikið mikið merkur mað- ur vestra og því máli kunnugur ný- lega: »þess er hin brýnasta þörf, að eitt- hvað sé gjört hér vor á meðal til að styðja að mentun fólksins. Almenn- ingur er hér nú orðinn svo efnum bú- inn, að fjöldi af æskulýðnum ætti að geta notið ágætrar mentunar og um leið staðið margfalt betur að vígi í samkepninni í lífinu. En það erstórt Grettistak, að koma upp sæmilegum skóla íslenzkum, en svo fáir til að lyfta. En miklu má til leið- ar koma, ef ekki brestur samheldi og neytt er allrar orku«. Ekki messar síra Jón Helgason i morgun i dómkirkjunni. Veitt brauð. Lundur í Borgarf. veitt- ur af landsh. 10. þ. m. sira Sigurði Jóns- syni á Þönglabakka samkv. kosningu safn- aðarins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.