Ísafold - 29.03.1902, Qupperneq 1
Kemur nt ýmist einu sinm eða
tvisv. í viku Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
\ll» doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrír fram.)
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
dtgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Auxturstrœti 8.
XXIX. ársr<
JReykjavík laugardasfiim 29. marz 1902
15. blað.
Biðjið ætíð um
OTTO M0NSTBD S
DANSKA SMJ0RUKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrnstu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
I. 0, 0. F. 83448'/2.
Forugripasafn opið mvd. og Id 11 —12
Landsbókasafh opið hvern virkan dag
ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
nnL, mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spitalsnum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11 —1.
Ökeypis tannlækning i húsi Jóns Svems-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. bvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landakotskirkja. Gruðsþjónusta kl. 9
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Brlend tíðindi.
Búar hafa unnið eun töluverðan sig-
ur á Breturn í Transvaal vestanverðu,
7. þ. m. Kéðust þar á brezkt herfylki,
1200 manna, er 300 voru fótgöngulið,
en hinir ríðandi, og fyrir því Methuen
lávarður, einn nafnkendastur hershöfð-
ingi Breta þar syðra og hefir siýrt þar
liði frá . upphafi ófriðarins. Methuen
var á leið að taka höndum saman við
annan hershöfðingja enskan og ætluðu
að kvía milli sin Delarey Búahershöfð-
ingja og hans lið, síðustu leifar Búahers
þar í Transvaal, um 1500 manna. En
þá vissu þeir Methuen eigi fyrri til
snemma morguns, fyrir afturelding, en
þeir voru umkringdir af Búum á 3 vegu.
Bretar liöfðu múlasnaþvögu mikla á
undan sór með vistir og hergögn. —
Búar dembdu þeim á þá og riðluðu
fyrir þeim fylkingu. Methuen hershöfð-
ingi varð sár á fæti og handtekinn í
öndverðri orustu. f>ar fóllu af Bretum
nær 60 manna, og á annað hundrað
sárir, eil 550 komust undan á flótta;
hinir handteknir eða óvíst um forlög
þeirra. Búar ráku flóttann 4 mílur
enskar.
111 tíðindi þóttu þetta heima á Eng-
landi. En rækilega tók Roberts lávarð-
ur, yfirmaður alls Bretahers, svari Met-
huens í efri málstofunni og tóku aðrir
undir það afdráttarlaust; svo vel hafði
verið látið af framgöngu hans alla tíð
og unnið hafði hann rnargar orustur af
Búum áður.
Sumir óttuðust, að Búar mundu láta
skjóta Methuen lávarð, til hefnda fyrir
hertekna yfirmenn þá af þeirra liði, er
Bretar hafa af lífi tekið, eða þá að
minsta kosti halda honum í gislingu í
lengstu lög. Þeim brá því heldur en
eigi í brún, Breturn, er Delarey lét
Methuen lausan að fyrra bragði og um-
talslaust fám dögum síðar, og fá eigi
ensk blöð nógsamlega lofað slikt dreng-
skaparbragð af hendi fjandmanna sinna.
Tala um, að sjálfsagt sé að gera þeim
likan greiða í méti, t. d. láta lausan
Cronje hcrshöfðingja, er Bretar hafa
haft í haldi á St. Helena nær 2 árum.
En friði nær er ekki að heyra eftir en
áður, og það sagt síðast af ráðagerð
höfðingja Búa, að þeir hugsi til og
treysti sér vel til, að halda uppi vörn
1—2 ár enn.
Sendimenn frá Búum hafa fundið
nýlega að máli Roosevelt Bandaríkja-
forseta, en enga áhevrn fengið um
nokkurt liðsinui, hvorki í orði og því
síðnr í verki.
Hinrik keisarabróðir hinn þvzki kom-
inn heim á leið aftur frá Ameríku.
Hann var við skírn skemthkútu bróður
síns í New-York, er dóttir Roosevelt
forseta framdi. Skútan heitir Meteor.
Bretum finst fátt um ferð keisarabróð-
ur. Þeir vita refana vera til þess skorna,
að meir vingist með Bretum og Þjóð-
verjum en þeir hefðu á kosið, bæði
vegna verzlunarsamkepni og annarra
liluta.
Sala Vesturheimseynna dönsku var
samþykt í fólksþinginu í Kaupmanna-
höfn 13. þ. m. með 88 atkv. gegn 7.
Þá átti landsþingið eftir að leggja á
málið sitt samþykki, en ekki er búist
þar við ueinni fyrirstöðu.
Nýfarin fram í Norður-Slesvík auka-
kosnjng á ríkisþingið í Berlín, í stað
Gustav Johannsens, er lézt í haust.
Kosning sótt af hinu mesta kappi af
Dönum og Þjóðverjum, og veitti Döu-
um hálfu betur, — þingmannsefni þeirra,
Jessen ritstjóri, kosinn með meir en 10
þús. atkvœðum, gegn rúml. 5 þús., er
þingmannsefni Þjóðverja hlaut. En ó-
spart heldur stjórnin þýzka áfram upp-
teknum hœtti um burtrekstur Dana
þeirra, er henni líkar ekki við, og þyk-
ir beita þar hinu mesta gjörrœði. Fyrir
því hafa margir á orði, að illa sitji á
þeim brigzlyrði við Breta út af harð-
ræði þeirra við Búalýð vegna annarlegs
þjóðernis, slíkum yfirgangi og harðstjórn
sem þeir beiti við þýzka þegna sína,
Dani, Pólverja o. fl.
Enn ókomnar nánari fréttir um af-
drif Andrée, og eru enn rengdar sem
fyr.
Bæjarstjórn Reykjavíkur-
Fundur 20. þ. m. Veganefnd falið
mál um upptöku vatnsbóla í túni land-
fógeta A. Th. eða þar í grend.
Stungið upp á Eir. Briem til að vera
prófdómandi við stýrimannapróf hið
minna í nœsta mánuði.
Ekkert fundið athugavert við ferða-
áœtlun gufub. »Reykjavík«.
Samþykt kjörskrá til alþingis um
timabilið 1. júlí 1902—1. júlí 1903.
Afsalað forkaupsrótti að Eyólfsstaða-
bletti, 1000 ferh.álnum í Hlíðarhúsatúni
nr. 3 og erfðafestulandi Stef. Egilsson-
ar, 2435 ferh.áln., fyrir sunnan Grettis-
götu. Kaupandi að Eyólfsstaðabletti er
franskt félag, er ætlar að reisa þar í
sumar sjómannaspítala, en seljandi
Frönskuhúsafélagið hór í bænum, þ. e.
sem flutti Frönskuhúsin; söluverð 50 a.
hver ferh.alin. Seljandi Hlíðarhúsatúns
nr. 3 er franska trúboðið í Landakoti,
en kaupandi Karl Bjarnesen; verð 650
krónur.
Herskipið Hekla, hið nýja st.rand-
gæzluskip danska, er kemur í stað Heim-
dalls og er á sömu stærð og gerð að öllu
leyti, hafnaði sig hér í fyrra kveld. Fyr-
ir þvi er R. H a m m e r höfuðsmaður, sá
er verið hefir yfirmaður á Diönu hér við
land undanfarin ár við landmælingar og
getið sér bezta orðstír.
t
Halldór Kr. Friðriksson
yfirkennari.
Hann lézt að heimili sínu hér í
bænum pálmasunnudag, 23. þ. m.,
eftir stutta legu; hafði fengið »slag«
rúmri viku áður og rétti ekki við úr
því. Hann var kominn á þriðja ár
um áttrætt, f. 27. nóv. 1819. Föður
sinn, Fríðrik bónda Eyólfsson, misti
hann kornungur — hann druknaði —
og ólst upp hjá afa sínum, Eyólfi
presti Kolbeinssyni á Eyri við Skut-
ulsfjörð (1821—48, dó 1862, kominn á
tíræðisaldur) og konu bans Onnu Pét-
ursdóttur Kuld; sá Pétur var kaup-
maður 1 Flatey, Norðmaður að kyni.
Dóttir Eyóifs prests og föðursystir
Halldórs var Jóhanna, kona Ólafs pró-
fasts Sigurðssonar í Flatey (t 1860),
en þeirra börn voru þau Eiríkur pró-
fastur Kuld (f 1894) og Katrín, kona
Guðm. prófasts Einarssonar, síðast á
Breiðabólstað; hún lifir enn (á Bíldu-
dal). Móðir Halldórs hét Sigríður
Olafsdóttir þorbergssonar, og var Ó-
lafur sá bróðir Hjalta prests þorbergs-
sonar, afa Bergs landshöfðingja Thor-
berg.
Halldór Kristján Friðriksson út-
skrifaðist úr Bessastaðaskóla 1841,
sigldi til Khafnarháskóla og stundaði
þar fyrst guðfræðisnám og síðan mál-
fræði, en tók í hvorugu próf, varð
kennari við Reykjavíkur lærða skóla
1848 og þjónaði því embætti hátt upp
í hálfa öld, eða 47 ár, til 1895, —
yfirkennari frá því 1874. Aðalkenslu-
grein hans var íslenzka; þýzku kendi
hann og lengi. þingmaður fyrir
Reykjavík var hann og um 30 ár
samtíeytt, á tímabilinu frá 1855—
1885, að 2 þingum undanskildum
(1865 og 1867), og síðan loks á þing-
inu 1893. f>á var hann og í bæjar-
stjórn Reykjavíkur nál. 37 ár, alt
fram á síðasta ár aldarinnar. Enn-
fremur forseti fyrir Búnaðarfélagi Suð-
uramtsins rúm 30 ár (1868—1899) og
fyrsti forseti Búnaðarfélags íslands
(1899—1901). Ýms störf önnur í al-
mennings þarfir hafði hann á hendi,
fyr og síðar, — var síðast annar sátta-
maður hér í bæ. Áður fekst hann og
til muna við málaflutning. Hann var
verklundarmaður frábær og allra manna
ósérhlífnastur, einbeittur, einarður og
kjarkmikill, trygglyndur, fastráður og
vinhollur. í þingmálum fylgdi hann
Jóni Sigurðssyni trúlega hans tíð alla.
Rit líggja eftir hann eigi allfá, svo
sem íslenzk málmyndalýsing, ísl.
rétiritunarreglur, f>ýzk málmyndalýs
ing og Dönsk málmyndalýsing, Land-
fræði íslands og þýðing á Landafræði
Ingerslevs m. fi.
Hann var sæmdur af konungi bæði
riddarakrossi dannebrogsorðunnar og
heiðursmerki dannebrogsmanna.
Hann átti danska konu, er lifir
mann sinn, Leopoldínu, dóttur Degens
höfuðsmanns í Khöfn. f>eirra börn
eru: Júlíus héraðslæknir á Blönduósi;
Móritz, læknir í Dakota; og 4 dætur,
er giftar eru þrjár þeim Halldóri bæj-
arfógeta Daníelssyui, síra Janusi próf.
Jónssyni í Holti og síra Kristni Dan-
íelssyni á Söndum, en hin 4. ógefin.
Jarðarförin áformuð þriðja í páskum.
Til hans Finns.
»Bósi, gelta, Bósi,
en bittu ekki!«
Þessi orö duttu mér í hug, þegar mér
var sýudur »ÞjóSólfur« frá 21. þ. m.,
og eg las þar rógburðar-þvættings-grein
prófessors Finns Jónssonar til mín. Þó
má enginn skilja þetta svo, að eg vilji
nefna prófessorinn Bósa; það sé fjarri
mér, að eg vilji misbjóða og skaprauna
hundunum með því, þessum meinlausu,
mannelsku og gagnlegu skepnum, að
taka þetta nafn frá þeim og gefa pró-
fessornum það; en orðin flugu mér í
hug, jafnframt og eg las áminsta níð-
grein, og um leið mintist atferlis og
framferða prófessorsins um síðastliðið
hálft annað missiri. Það stóð mér þá
alt fyrir hugskotssjónum, hversu hann
hefir frá því í þingbyrjun í fyrra verið
með látlausar illgirnir-árásir, sí-glepsandi
og sí-bítandi ýmsa sér betri menn, fyrir
þá eina sök, að þeir gerðu skyldu sína í
sumar er leið á löggjafarþingi þjóðar-
innar. Einkanlega virðist það þó hafa
umturnað gersamlega skapsmunum pró-
fessorsins, og gert hann sem óðan, að
starf þessara manna á þinginu hefir
haft hinn happasælasta árangur, einmitt
þann árangnrinu, sem þeir ætluðust til.
Einn af þessum mönnum var eg, og
hefir prófessorinn einkum lagt mig í
einelti með alls kyns svigurmælum, að-
dróttunum, skammaryrðum og brigzl-
yrðum, og hefi eg þó aldrei á æfinni
stigið á það reipi, er Finnur þessi hafi
ástæðu til að láta sér líka miður. Við
höfum engin persónuleg kynni haft hvor
af öðrum né nein viðskifti fyr en í vor
er leið. S í ð a n hefi eg kynst Finni meir
en svo, að það geti verið þægilegt fyrir
hann, úr þv/ að hanu hefir kosið að snúa
úc úlfshanmum. Þegar nú máli er svona
varið, mun enginn róttsýnn maður geta
láð mór það eða álitið það vera um
skör fram, þótt eg nú taki til athugun-
ar atferli og framferði Finus þessa síð-
an í vor er leið, og mun það þá koma
í ljós, hvort hann hefir ástæðu til að
fjandskapast við mig og samdeildarmenn
mína, eins og hann hefir látið sér sæma
að gera.
Finnur þessi flæktist hingað til lands
illu heilli rótt um þingbyrjun síðastlið-
ið sumar. Það liefir aldrei kunnugt
orðið, hvort hann heimskaðist hingað
af eigin hvöt, eða hann var sendill ann-
ara. En brátt kom það í ljós, að
h a n u þ ó 11 i s t koma hingað sem