Ísafold - 09.04.1902, Síða 1

Ísafold - 09.04.1902, Síða 1
Kemur nt. vinist einu sinni eða tvisv. í viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjau júli (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé ti) útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er AusturstrcBti 8. XXIX. árg:. Reykjavíb miðvikudaginn 9. apríl 1902. 18. biað. I. 0 0. F. 834ll8*/2. Forngripasafn opið mvd. og ld, 11—12 Landsbólcasafit opið heern virkau dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) nad., mvd. og ld. tii útlána. Okeypis lækning á spitalsnum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyr8t,a og þriðja þriðjud. Iivers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar kjá kirkjunni l. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. LandsbanJcinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. LandalcotsJcirkja. Gruðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Framfaramál vor og stjórnarbótin f>að er ein eðlileg afleiðing af kon- ungsboðskapnum frá í vetur og þar með fylgjandi góðum horfum á fram- gangi stjórnarbótarinnar og stjórnar- skiftum að rúmum 3 missirum liðnum, að önnur stórmál þjóðarinnar munu að öllum líkindum liggja í dái þangað til, og eiga helzt að gera það. Meðan eigi sá fyrir endann á stjórn- bótarbaráttunni, hlutu framfaramenn að hafa þau einnig á prjónum,—reyna að koma þeim eitthvað áleiðis, þótt ó- efnilegt væri með þeirri stjórn, er vér höfum haft og höfum enn. En til hvers er n ú að vera að eyða kröftum sínum þeim til framgangs, í samvinnu við 3tjórn, sem flest visnar í höndum á, úr því að engar líkur eru til annars en að þeirn fáist framgengt jafnsnemma (eða seint), hvort þau eru látin hvíla sig eða ekki þessi fáu miss- iri þangað til stjórnarskiftin verða? Sumir kunna að vísu að líta svo á, sem engin fyrirstaða ætti að þurfa að vera fyrir góðri samvinnu af framfara- liðsins hálfu við hinn nýja ráðgjafa vorn, einn höfuðskörung í framfara- stjórninni nýju í Danmörku. En það er hvorttveggja, að hann mun þykjast hafa nóg á sinni könnu fyrir sitt land, fult fangið af dönskum stórmálum, er beðið hafa sum heilan mannsaldur, eða meir, einmitt eftir frjálslyndri stjórn (t. d. dómaskipunarréttarbótin); enda næsta ólíklegt, að honum þætti taka því hvort sem væri, að fara að leggja á sig mikla fyrirhöfn til að kynna sér vor meiri háttar mál og berjast fyrir þeim, er hann veit vera ekki tjaldað nema til einnar nætur yfir afskiftum sfnum af stjórn lands vors. f>að væri mjög svo eðlilegt, og er að öllum lík- indum alveg óhætt að ganga að því vÍ8u, að hann mundi bera það fyrir sig, ef til kæmi. þingin þessi 2 næstu verða því sjálf- sagt fremur aðgerðasmá og tfðinda- lítil. Vér verðum að gera oss það að gúðu, í þeirri öruggu von, að eftir það akifti um, líkt og vel vottar nú í Dan- mörku um áhugamáJ framfaramanna þar. Eitt stórmálið, sem bíða verður, er hlutabankamálið. t>að er óskemtilegt að vísu, að vita meiri hlut lands í sama peningasvelti enn svo árum skiftir, að þarflausu í sjálfu sér, úr því að annað stendur til boða, ef vér kynnum að þiggja. En til hvers er að vera að berjast fyrir slíku máli með þeirri stjórn, er nú höf- um vér? það er hún, sem fengið hef- ir það ónýtt til þessa, eða sérstaklega landshöfðinginn, bæði á undan þingi í fyrra (i utanför sinni) og á þinginu; og má ganga að því vísu, að svo mundi fara enn, ef reýnt væri að eiga eitt- hvað við það á næstu þingum, auk þess sem ekki er efnilegt að eiga að koma jafnmikilfenglegri umbót í fram- kvæmd undir annari eins stjórn. það er því einsætt, að gera sér biðina að góðu. f>ar að auki ætti og sá kostur að fylgja biðinni, að mikið eyddist af hé- giljum þeim og hindurvitnum, sem fjandmenn hlutafélagsbanka eru að reyna að koma inn og hefir að sumu leyti tekist að koma inn hjá almenn- ingi móti þeirri stofnun, gerandi þjóð- ina þar með að sjálfs sín böðli, eins og siður er afturhaldsmanna yfirleitt, t. d. hégiljan um okurvextina; um að bankinn yrði óþjóðlegur eða hvað það nú er, sem þeir kalla það, vegna þess, að hluthafar yrðu margir eða flestir útlendir framan af, þ ó 11 alt hans starf færi fram hér og þ ó 11 meiri hlutinn í stjórn hans yrði innlendur og þ ó 11 höfuðskilyrði fyrir þrifum hans yrði að sjálfsögðu það, að hann væri sem þjóðlegastur; sömuleiðis hjá- trúin sú, að Landsbankinn geti nokk- urn tíma fullnægt þörfum landsbúa með því að auka veltufé sitt með lán- tökum; og margt og margt fleira, sem þyrlað hefir verið upp til þess helzt að bregða grímu yfir eins manns drotnunargirni og þjóna hans, samfara hrapallegum þekkingarskorti, sem jafnan er undirrót flestrar hjátrúar og hindurvitna. Sú hætta er vitanlega samfara bið- inni, að ekki verði síðar meir kostur á sömu vel færum og valinkunnum forgöngumönnum eins og nú er eða verið hefir til að koma blutabankan- um á stofn. En við því verður eigi gert. |>að verður að ráðast, hvernig til tekst að því leyti. Konungsafmælið í gær var haldið hér með venjuleg- um hátíðabrigðum og veizluhaldi. Bjargráðaskip Frederikshavn, frá Switzersfélagi í Kaupmannahöfn, kom hingað í morgun, eftir 6 daga ferð frá Khöfn, í sömu erindum og Helsingör í fyrra. Eugar fréttir. Gufuskip Scandia kom hingað í fyrra dag frá Mandal með kolafarm til B. Guðmundssonar kaupmanns. Lárus í sporum Jöhannesar. Satt er það að vísu, að lengi á mannshöfuðið oft í að skapast, en því lengur á það í því, að gjörbreytast að fullu og öllu. Mörgum mundi því hnykkja við í íyrstu, væri þeim sagt, að ísinn væri orðinn heitur, djöflarót- in sæt, og kattarkynið meinlaust og farið að bíta gras. En mundi nokkrum hnykkja meir við þetta hvert fyrir sig en að Lárus af Snæfellsnesi væri alt í einu orðinn friðarboði og þættist jafnvel genginn í fótspor Jóhannesar postula? Og þó er sá dagur upp runninn. Hann lætur jafnvel svo, sem hann sé kominn vestan undan Jökli til þess að leiðbeina Keykvíkingum í stjórnarskrár- málinu, en þó einkum til þess, að hvetja þá til friðar og eindrægni. »Börn mín, elskið hvert annað« mælti Jóhanues postuli. »Börn mín, elskið hvert annað« segir Lárus, en — sýnið mér kærleik yðran af verk- unum, og kjósið engan þann á þing, sem hefir aðra skoðun eða hefir haft aðra skoðun en eg. Vera má, að sumum virðist hér af alvöru mælt, því »af ávöxtunum skul- uð þér þekkja þá«, og ætti slóðinn af klæðafaldi hans til þessa dags að benda á, í hverja stefnu hann mundi halda eftirleiðis. Sumum mun þó hafa sýnst, að hann seildist nokkuð langt til loku með friðarboðskap, ekki af því, að friður á tryggum grundvelli sé ekki góður í sjálfum sér, heldur af því, að ekki mun trygt, að ekki lifi nokkrir eldneistar enn í kolunum á Snæfells- nesi; fáein smáhandarvik munu þar enn ógerð, sem til framfara gætu leitt. Mundi Snæfellsnes engan skaða bíða af því, þótt atvinnuvegir væru dálítið bættir þar, þótt þar væru grædd upp fáein fleiri strá en þar gróa enn, og nokkrir fleiri lífsneistar og menta- nei8tar glæddir í hugum manna. En það væri ef til vill rangt, að fetta fingur út í, þótt jafn-stórhuga maður og yfirvald Snæfellinga sé ekki sokkinn niður í slíka smámuni, og megi ekki vera að því, að eyða sín- um dýrmæta tíma yfir því. f>ér gárungar þessa heims. þegar þér heyrið friðarboðskapinn hans Lár- usar, þá setjið upp hátíðlegan svip og látið yður ekki detta í hug kötturinn í dæmisögunni, sem krækti sig á aft- urfótunum upp um snaga og lézt vera dauður, og lagði þetta alt á sig í þeirri trú, að þá mundi veiðin verða fyrirhafnarminni eftirleiðis. En hvað sem líður hans iðrun og yfirbót, og jafnvel þótt á honum sann- ist það, sem haft er eftir Napóleon mikla, að þegar Rússinn væri skafinn, kæmi Tartarinn í ljós, þá er þó ekki að undra, þótt hann þekki nafnið sitt og komi þegar þeir »Hannes frændit og Tryggvi draga upp nevðarmerkið og kalla til hans til hjálpar sér, þar sem þeir eru að bisa mannlitlir við afturhaldsfleytu sína hripleka í fjör- unni, og treystast ekki að koma henni á flot lengur; þegar svo er komið, að skipshöfn þeirra er sundruð, og ekki lítur út fyrir annað en að margir þeirra manna, er áður hafa fylgt flokk þeirra, muni algerlega gengnir úr skip- rúminu, og muni nú fylkja sér utan um verulega, en ekki grímuklædda heimastjórn,menn, sera ekki fylgdu þeim af afturhaldsanda, heldur af því, að þeir gátu ekki sætt sig við þau kjör, er áð- ur voru í boði. Sízt bæri að amast við því, þótt slíkir menn kæmist á þing; en veri þeir í guðs friði, sem hafa aldrei verið, eru ekki, verða aldrei og geta aldrei orðið annað en afturhaldsmenn. * Þingmannskostir. Helzt til fáir gera sér rétta og glögga grein fyrir, hverja kosti þeir menn þurfa að hafa, sem trúa skal fyrir að reka hið mikilverðastaog vandasamasta erindi, er þjóðinni er fengið á vald að láta af hendi leysa fyrir sig, þingmannsstarfið. Og er hér vitanlega ekki átt við þá, sem alls enga grein hirða um að gera sér fyrir því, heldur beita kosningarrétti sínum líkt og þeir væru að leika sér að einhverjum hégóma, af hinni mestu léttúð og samvizkuleysi, eftir tómri vild eða óvild, eftir áeggjan sér heimsk- ari og óvandaðri kunningja sinna, eða af þrælsótta eða eiginhagsmuuavon, og þar fram eftir götum. Hér er átt við þá, sem fegnir vilja vanda kjör sitt, en láta villast óviljandi til að meta það mest, sem minst er í varið, eða þá hins vegar gera höfuðkostina léttasta á metum. það sem fyrst og fremst ríður á um þingmenn, er, að þeir séu valinkunnir sæmdarmenn, ráðvandir og fölskvalaus- ir, staðfastir og einarðir, hygnir og gætnir, óvilhallir og óháðir, bæði eftir stöðu sinni, ástæðum og skapsmunum, — óháðir jafnt háum og lágum, eða upp á við og niður á við, sem kallað er. þeir þurfa að vera gæddir óbilugu andlegu þreki og ráðdeild. þeir þurfa að hafa mikla vitsmuni og fjölbreytta þekkingu, og um fram alt áreiðanlega, eu ekki hjómkendaog rykmikla. þeir þurfa að unna sannleikanum af öllu hjarta og forðast hvers kyns blekk- ingar og sjónhverfingar. þeir þurfa að' vera öruggir ættjarð- arvinir; og er þar jafnan minst að marka, hvort þeir hafa föðurlandsást á vörum sér sí og æ, eða eins og bera hana í pokum utan á aér, — þykjast alt gera fyrir »föðurlandið«, þótt í raun réttri þjóni sjálfum sér mest. J>eir þurfa að vera einbeittir fram- faravinir, og jafnframt vel að sér um þess kyns mál, hygnir og forsjálir, en beita ekki látlausu framfarahjali til blekkingar fáfróðum og hugsunarlitlum kjósendum, eða hinu og þessu fram- farabralli, sem á engu viti er bygt, en gert eingöngu til að sýnast eðabregða grímu yfir ramman afturhaldsanda og taumlausa drotnunarfýsn.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.