Ísafold - 12.04.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.04.1902, Blaðsíða 3
75 taka til í haust að koma sér upp voldugu stórhýsi, og að bankastjórinn eigi að standa fyrir því. En nú vill svo til, að ekki er neinum manni kunnugra um hagi og fyrir- ætlanir félags þessa en ritstjóra þessa blaðs, og getum vér því fullyrt afdráttarlaust, að fyrir þeirri atvinnuvon er engin flugu- fótur, og eins hitt, að þótt svo hefði ver- ið, þá fer mjög fjarri því, að nokkrar lík- ur séu til, að banKastjóranum mundi hafa verið falin forstaða þess fyrirtækis. Þessi atvinnuvon er með öðrum orðum eintómar smíðar og þær í auðsæjum til- gangi gerðar. Nýjan leiðangur er afturhaldsliðið hér að búa þessa dagana á hendur dr. Valtý, samkynja og þann í haust til Vestmann- eyia. Hefir nú fengið þá t'lugu i höfuðið, að dr. V. ætli að bjóða sig fram i öðru, tilteknn kjördæmi, en hér ónefndu að svo stöddu. Senda nú þangað til að eitra fyr- ir hann þar. En skoplegast er, að þetta er greinileg fýluferð, með því að aldrei hefir til mála komið og mun ekki komá til mála í þetta sinn að minsta kosti, að dr. V. ieiti fyrir sér þar um þingmensku. Hefði því mátt spara þennan leiðangur: mann á 2 eldishestum, 10 daga ferð eða meir. Með kosningabraski ber vafalaust að telja 2 flogrit., sem afturhaldsliðið er að utbúa héðan þessa dagana með strandbát- OBi og landpóstum, annað um stjórnar- skrdrmálið (eftir »séniið« Lárus), en hitt um bankamálið, og eru að sögn sérprent- anir úr Andvara, með nógum ósannindum, dylgjum og illmælum um framfaraflokkinn, og samsvarandi gyllingum á höfðingjum afturhaldsliðsins og þeirra ráðlagi öllu i þes8um stórmálum. Með þetta er pukrað hér, þangað til það er alt komið á stað, bæði á sjó og landi. Vel og drengilega varið landssjóðsfé, styrknum til Hjóðvina- félagsins! Hverir ófriðinum valda. Hverir, nema Valtýingar. Eða hverjum er svo sem um að kenna ófriðinn í Suðurafríku, nema Búum? Hefðu þeir ekki verið svo ósvífnir að rísa upp til vopna, er Bretar vildu hafa þá undir sig, þá hefði ekkert þurft úr ófriði að verða, eða sízt að hann yrði svona langvinnur. Hefðu þeir lofað Bretum að saxa þá niður eða skjóta, þurfti enga stund á þvf að standa, og gat varla ófriður heitið einu sinDÍ, heldur að eins friðsamleg slátrun. Hefðu ekki Valtýingar verið svo ó- skammfeilnir að þræta fyrir »glæpinn« ífá síðasta þingi, þá hefði hann verið talinn sannaður viðstöðulaust og þeir þar með óalandi og óferjandi, þ. e. al- veg óhafandi á þing framar. Hefðu þeir ekki verið svo bíræfnir að sýna fram á með áþreifanlegum °g órækum rökum, að þ e i m væri að þakka stjórnartilboðið frá í vetur og yfir höfuð að stjórnarbótin er kom- iu það áleiðis, sem húm er komin, þá fiefðu hinir staðið í augum alþýðu sem sigursælar »heímastjórnar«-hetjur, þrátt fyrir hið alræmda cilræði þeibra í fyrra við alt sjálfsforræði landsins, og þrátt fyrir margra ára andróður sumra þeirra gegn allri stjórnarbót. Væru þeir ekki, Valtýingar, að reyna brölta inn á þing núna í vor hing- °g þangað, þyrfti engiu mis^líð, enginn ófriður eða ágreiningur að Verða út af kosningunum. þá héldu Þeir iuureið sína á þing með dýrlegum fagnaði og friði, Lárus, bankastjórinn, Jósafat, Dalavaldsmaðurinn, þm.Flóa- manna og aðrar frelsishetjur vorar. Hefðu þeir, Valtýingar, eigi yfirleitt ylli kjósenda víðs vegar um land, þyrfti afturhaldsliðar ekki að vera að kosta sendifarir í ýmsar áttir til að eitra fyrir Valtýinga, þar sem hættan er mest að þeir komist að. f>á þyrfti ekki að vera að dreifa ut nafnlausum rógbréfum og flogritum í sama. skyni. Alla þá fyrirhöfn og amstur mætti spara, ef Valtýingar gerðu skyldu sína og sætu þögulir og hreyfingarlausir fyrir atlögum hinna. jpá þyrfti ekki baukastjóriun að hrópa: E n g a n f r i ð! Eg vil eugan frið fyr en við höfum sigrað í þing- kosningunum og erum komnir til valda, við »Hannes frændi« og hann Lárus mágur og skjaldsveinar vorir. Frá útlöndum. Dálitlar horfur á friði nú venju fremur með Búum og Bretum, eða höfðingjar Búa þar syðra eitthvað Ijúfari en áður á ófriðarlok, með fram sjálfsagt fyrir hugfró þá, er þeim er að sigrinum á Methuen lávarði. — En Kitchener hins vegar hugarhaldið að hafa rekið af Bretum þann vansa áður en léttir vopnavíðskiftum. — Hann eltir nú Delarey hershöfðingja alt hvað af tekur. Látinn er á sóttarsæng 26. f. m. suður í Kap Cecil Bhodes, er kallaður var um eitt skifti »Napóleon Suður- afríku«, hinn mesti skörungur og af- reksmaður, vart fimtugur. Bæjarstjórnarkosniog í Khöfn í f. mán. gekk mjög í vil vinstrimönnum, að vanda. Bíkisþingi ekki lokið þar í mánaða- mótin. Misklfð um fjárlögin milli þingdeildanna, og varð að gefa út millibilsfjárlög, til tveggja mánaða. — Estrup gamli enn á stjái í landsþing- inu til andróðurs og óþurftar hinni nýju stjórn. Til Vestmanneyinga. Hr. landritari J. M. hefir beðið ísafold fyrir svolátandi yfirlýsing, dags. 23. f. m.: »Til heiðraðra kjósenda í Vestmanneyjum, er skorað hafa á mig að bjóða mig fram til þingmanns þar við næstu alþingiskosning- ar. Við yfirlýsing mína frá 21. þ. m. um það, að eg muni bjóða mig fram til al- þingismanns fyrir Vestmanneyjar við næstu alþingiskosningar þar, skal eg bæta þvi, að iðri einhvern yðar þe.ss, að hafa lofað mér fylgi sinu, og vilji heldur hafa atkvæði sitt óbundið, þá skal hann laus frá loforði sinu um að kjósa mig. Virðingarfylst Jón Magnússon Fjársvlk. Konsúll I). Thomsen hefir 'orðið fyrir því nýlega, að skrifstjóri hans í Khöfn, J. Marx, er hér hefir verið áðnr við verzlun lians með köflum, hefir beitt liann býsna-miklum fjársvikum þar og komist undir manna hendur. Hafði gert sig sekan i sama glæp áður og verið þá fyrirgefið af húsbónda sinum (hr. D. Th.), þótt næmi framt að 2000 kr. Nú hefir hann stolið frá honum um 4,500 kr. í við- bót, að hann hefir játað sjálfur fyrir rétti í Khöfn. Glæpurinn vitnaðist fyrst á því, að hvergi fanst bókuð vörusending héðan, er nam nál. 1800 kr., mest lax, og játaði hinn brotlegi þann stuld á sig íyrir hús- bónda sinum, en þrætti t'yrir frekari fjár- svik. Hafði eytt hinu stolna, fé. öllu í svail og kvennafar. Söngfélag isl. stúdenta í Khöfn átti fyrir skemstu þátt í mikils háttar samsöng í Oddfellowhöllinni i Khöfn, nndir forustu stud. jur. Sigfúsar Einarssonar, og var gerður að mjög góður rómur. Strandferðabátarnii’ eru komnir, Hólar 8. og Skálholt 9. þ. m., báðir beina leið frá Khöfn. Fyrir Hólum enn sem fyr kapt. Öst-Jakobsen, og fyrir Skálbolti kapt. Örsted. Með Skálholti koniu hingað stór- kaupm. Muns 'yngri), Magnús Renjamíns- son úrsmiður og Einar J. Pálsson trésm., enáleiðis vestur Sigfús H. Bjarnarson kousúll og St. Danielsson frá Grrundarfirði ; enn- fremur Guðm. Gruðmundsson verzlunarm. á Eyrarbakka. Síðdeglsmessu flytnr i dómkirkjunni á morgun sira Friðrik Friðriksson. Veðrabrigði eru orðin hér eindregin til batnaðar og vægðar, og veita nokkra von um, að hafis sé á inöttbúningi frá laudinu. Góð skilvindukaup. Eftir þvi sem nákunnugnr maður og skilríkur hefir skrif- að mér, þá stendur svo á hinum óvetiju-ó- dýru skilvindum, er get-ur um i grein úr Austur Skaftafellssýslu í lsafold i;). f. mán., að þær voru afgangur af vélum ir.eð eldra lagi og óumbættu, sem verkstniðjan taidi sér liag að losna við fyrir eitthvert verð. Hið auglýsta verð á skilvindum hér er verksntiðiuverðið; en vér sölu-agentar fá- um okkar ómakslaun og flntningskostnað hjá verksniiðjunni, en leggjum það ekki á söluverðið. Rvik 9/4 1902. S. B. Jónsson. Kaupendum ísafoldar út mn land verður sendur kaupbætir- inn Höljar greipar, fyrri hluti, með maíferð strandbátanna, en e k k i núna, vegna áhættunnar að hafísinn teppi ferðir þeirra. Leikfélag Reykjavikur leikur sunnudaginn 13. apríl „c7Ceimilið“, leikur i 4 þáttum eftir Hermann Sudermann. Ur í síðasta sinn. Buuaðarfélag íslands. Búfræðiskandídat Guðjón Guðmunds- son, sem ráðinn er í þjónustu félags- ins til að leiðbeina í kynbótum og allri meðferð búfjár, ferðast um Ár- ness og Bangárvalla sýslu seinní hluta maimánaðar næstkomandi. Síðan fer hann norður til Akureyrar með Vestu 5. júní og fer þá fyrst norður í ]?ing- eyjarsýslu og þaðan vestur og suður um land um Eyjafjarðar, Skagafjarð- ar, Hiínavatns, Stranda, Dala, Mýra og Borgarfjarðar sýslu, og er búist við að hann verði hingað kominn aftur um miðjan ágúst. Búnaðarfélög, sveitarstjórnir og ein- stakir menn, sem njóta vilja aðstoðar Guðjóns Guðmundssonar, leggi bréf í veginn fyrir hann á bréfhirðingarstöð- uuum á aðalpóstleiðinni. Beykjavík, 10. apríl 1902. Þórh.. Bjarnarson. Uppboðsaugíýsing. Mánudaginn 14. þ. m. kl. 11 f. h.. verða kol úr skipinu »Modesta« frá Bergen seld við opinbert uppboð, er haldið verður hjá hafnarbryggjunni. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðastaðnum. Bæjarfógetinn í Bvík, 10. apríl 1902. Halldór Daníelsson. úiranzar af öllum sortum — úr grályngi, blöð- úm og pálmum, alls konar tilbúin blóm, v a x r ó s i r, blöð og pálmagreinar af ýmsum stærðum, slaufur og borðav á kranza o. fl. 10. Grjótagata 10. Ragnheiður Jónsson. Tóbaksbaukur hefir fundist. Vitja má á skrifstofu bæjarfógeta. HéR með tilkynnist heiðruðum kjósendum í Kjósar- og Gullbringu- sýslu, að við höfum i hyggju að bjóða okkur frarn til þingkosninga þeirra, er fram eiga að fara x sýsl- unni i öndverðum júnímánuði þ. á. Undirbúningsfundi undir kosning- arnar munum við halda í sýslunni á ýmsum stöðum, er síðar verða aug- lýstir. Reykjavík, 8. apríl 1902. Björn Kristjánsson. Þ.J.Thoroddsen. UPPBOÐ á tómum tunnum og kössum verður haldið .við verzlun Edinborg þriðjudaginn 15. þ. m. ld. 11 árdegis. Jiítié inn i þar fæst nú flest sem einstaklingur- inn og hvert heimili þarfnast til fata og matar. Allir áfengishatarar verzla nú við Breiðfjörð. Lít- ið einungis inn i Breiðfjörðs- buð áður en þið kaupið ann- arsstaðar. JNokkrir duglegir þilskipahásetar, geta fengið skiprúm á góðu skipi, í síðasta lagi til 22. þ. m. Nánari upplýsingar gefur Th. Thorsteinsson úshnzRt smjör fæst hjá €. Zimsen. Til leigu eru 4 góð herbergi með eldhúsi í miðjum bænum frá 14. maí þ. á. Undirskrifuð sýnir lierbergin og semur um leigu. Sifffíðnr Sigurðardóttir Pósthússtræti 14, b. Útlendar bækur eru útvegaðar hverjum er þess ósk- ar, í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Öllum þeim hinum morgu, sem hafa auð sýnt okkur innilega hluttekningu og veivild í okkar þungu sorg við fráfall mins ástkæra eiginmanns og elskaða föður, trésmiðs Þor kels sál. Gislasonar, og heiðrað útför hans návist sinni, vottum við okkar hjartans þakklæti. Reykjavík II. apríl 1902. Guörún Tómasd.Gísti Þorkelsson. Óskílakindur seldar i Kjalarnesslirepp haustið 1901. 1. Svart lirútlamb, mark: hlaðstýft aft. h., stýft gagnbitað v. Stýft v. á horni. 2. Hvit ær 2 vetra, mark: blaðstýft fr. h.. miðhlutað v. Brennimark: B. 2 hægra m. vin8tra horni. 3. Hrútur (svartur) 2-vetur, mark: sneitt standfjöður aft. li. blaðst.ýft aft. hiti fr. h. Hornamark: tvístýft fr. h., stýft biti fr. v. Brennimark 4 m hægra horni, ó- glögt ú vinstra horni Jafnas, 4. Svartbildótt laml), mark: sýlt stie fr. h., sýlt stig fr. v. Hornmark: blaðstýft fr. h., stýft gagnbif.að vinstra. Kjalarneshrepp, 5. fehr. 1902. Þ. Runólfsson. 1 dlgœtar éansRar Kartöflur hjá C. ZIMSEN. c ffljög óéýrir og góðir myndalistar fást hjá Einari J. Pátlssyni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.