Ísafold - 12.05.1902, Blaðsíða 2
110
raátti stæltan stálkjaft sjá
standa fjöndum móti.
Rafmagnsljós ei Ivstu þar
lýðum Valtýs snjöllum,
en »m/raljósið« magnað bar
mikla birtu öllum.
Lauga mun eg minnast á,
mesti jötunn var hann;
ægilega ygli-brá
andlitssvartur bar hann.
»Grenjaði voða hljóð með há«,
hnefum skjöldinn barði,
dreka Valtys djarfur sá
diengilega varði.
Glæsimenni Valt/r var,
af virðum flestum bar hann;
þó um hann þytu örvarnar
aldrei smeykur var hann.
Orða-hremsur þutu þétt,
þrumdi í mælsku tólum;
stjórnarskútan leið fram létt
líkt og vagn á hjólum.
Bleki spúðu berserkir,
beittir pennar flugu,
málaoddar eitraðir
inn í hjörtun smugu.
Benedikt fellur, en heldur velli, eins
og Brjánn konungur. Hann vitrast
síðan Valt/ í draumi, og segir meðal
annars:
»Fyrst vér sjáum sannleikann, er sárt
þegar losna líkamsböndin, [vór þráum,
lyftir sór til himins öndin.
Ljóst er mór nú loksins hvað þú liðið
fyrir íslands frelsi og heiður ; [hefir
fjarri’ er nú að eg só reiður.
Valt/skan minn versti fjandi var á
eg hefi’ fengið æðri þekking; [jörðu;
engin nú mig ginnir blekking.
Upp nú lyftí’ eg höndum hátt og hana
hún skal ráða 1/ð og landi, [blessa;
ljúf og góð sem verndarandi.
Allmikil saga er af bardaga nokkrum
á Fjárlagavöllum :
»Varð Fjárlagavöllum á
válegt fleina kafaldið.
Keppist hver að köku sinni
kappinn eld að skara þá;
brennur mjög í brjóstum inni
bálheit gull- og silfurþrá.-----
Sumir mjög á svipinn fóru
súrir burt, og fengu ei neitt-----
Ekkert fekk hann »Binni bróðir«,
bágt þó væri um prestgjöldin;
verndi allir englar góðir
Olafsvalla guðsmanninn.
Ein rfman er um banka-leiðangur
þeirra Warburgs til Reykjavíkur. Onn-
ur er um Batterí-leiðangurinn fræga:
»Stóð þar drós í stafni fríð,
stafaði ljós af hvarmi björtum,
fegri en rós í fjallahlíð
fekk hún hrós í allra hjörtum. —
Blóminn Hafnar hyreygur
hugum allra í skyndi sneri,
svo að jafnvel Sighvatur,
sjötugur karlinn, varð að smóri.
Margt hermir skáldið sögulegt af
kosningaleiðangrinum síðasta, í /msuin
kjördæmum landsins. Hér eru fáein
brot:
»Höggorusta háð var grimm í Húnaþingi:
Árni sleit í Höfðahólum
^ á hlaupum sínum fernum sólum.
i’aut hann eins og þeytispjald um Þing
til að æsa að álma-róti [og Dali
alla karla Valtý móti.
Komst því ekki til á túni töðu’ að hirða,
þessi fleina freyrinn mætur
fyrr en undir veturnætur — —.
»Doktor forna fóllust hendur
fyrir sólar-brá;
hann varð þá að steini’ og stendur
stór við Kötlugjá«.
»Símon hafði beizlað bæði
Bakka- og Flóamenn;
lót þá sprikla’ í leyniþræði
lengi marga í senn«.
Af framgöngu eins garpsins segir svo
meðal anuars:
»Upphaf sig og endi sagði ’ann
allra framkvæmda:
á hvert minsta orð sitt lagði <ann
áherzluna: »/ta« — —
Af kosningaundirbúningi í ónefndri
borg einni segir svo meðal annars:
»Agiterað inn við Laugar
er af pilsvörgum;
risu úr haugum rammir draugar,
riðu húsunum«.
Þá segir í næstu rímu frá viðureign-
inni á þingi 1901. Þar getur þess, að
»Nær því jafnmargt 1/ða lið
laufa háði gjálfur;
báðum fylgdi á sónkar svið
síra Einar hálfur«.
Loks er minst sendifararinnar frægu
til Khafnar eftir þing og getið þar
manns, er
»um afrekverk sín hafði hann
harla margt að tala.
Sagt er að kæmi England á
aldinn vopna-runnur,
og herra Thordal hitti þá,
sem hór er flestum kunnur.
Sá var ekki blankur — bjór
bauð hann Tr. og fleira.
— En hvað þeim meira milli fór
mátti enginu heyra«.
Marg er í rímunum græskumeira en
það, er hér hefir verið til tínt — sneitt
hjá því í þessu litla synishorni.
Síðasta rínian (15.) endar á svo lát-
andi fyrirbæn og kveðju:
Kom þú svo með Fróða-frið,
fögur tímans stjarna;
skín þfx brosh/r vöggu við
vorra ungu barna.
Só eg þú í 3k/jum skín,
skærust undir daginn. —
Þá er harpan þögnuð mín,
þakkið þið, stúlkur, braginn.
II.
Ekki var stjórninni nein þága í
stjórnarskrárbreytingu, og því vildi
hún ekki leggja sjálf fyrir þingið 1897
neitt stjórnarfrumvarp, enda mun hafa
kunnað miður við að verða hálfvegis
tvísaga við landshöfðingja. Hét ráð-
gjafinn því einu, að útvega konungs-
staðfe8tingu á frumvarpi frá þinginu
með þeim umbótum, er þeir höfðu
b á ð i r farið fram á, landsh. og dr. Y.
G., hvor í sínu lagi, að því einu undan-
skildu, að Islandsráðgjafinn væri utan
ríkisráðs. Búsetu ráðherrans hér hafði
bæði landshöfðingi sjálfur lagt beint
á móti, sagt hana þá »óhugsanlega«,
enda stjórnin tekið alla tíð engum
hlut fjær en því, að ráðgj. væri ann-
arstaðar en við hlið konungi. En að
öðru leyti hafði frumvarp það, er dr.
V. G. bar upp á þessu þingi (1897)
og kallað var síðan »valtýska«, að
geyrna yfirleitt sömu meginatriðin,
sem nú felast bæði í frumvarpinu frá
þinginu í fyrra og stjórnartilboðinu
nýja: sérráðgjafa íslenzkan og íslenzku-
mælandi, er mæti á alþingi og beri
ábyrgð á allri stjórnarathöfninni.
þessum vísi til stjórnarbótar, er dr.
V. G. kallaði svo sjálfur, var tekið af
miklum flokki manna á þinginu með
ofstækislegum fjandskap; vildu jafnvel
margir ekki leyfa málinu í nefnd til
íhugunar. Búast hefði mátt við, að
það hefði opnað flestra heilskygnra
manna augu um, hvað hér bjó undir,
er það sýndi sig, að fremstir í flokki
gegn frumvarpinu voru einmitt sömu
mennirnir, sem áður höfðu verið alla
tíð andvígir allri stjórnarbót og sam-
þykt »tillöguna« á þinginu næsca á
undan í þeim einum tilgangi og e n g-
u m öðrum, að fá málið (frv. B. Sv.)
ónýtt þá. f>eir sögðu það
s j á 1 f i r þ á, þótt þrætt kunni að
geta fyrir það nú, vegna vitnaskorts.
Enginn hlutur kom þ e i m því ver en
að alvara varð úr þessu, sem fram á
var farið í þingsályktuninni frá 1895.
En nú létu þeir sem þetta væri o f
1 í t i ð, sem hér var kostur á gerður!
Nærri má geta, hver alvara fylgt hef-
ir þeim orðum þeirra.
það var þó e k k i aðallega þannig
undir komin vonzka stjórnbótarfjenda
á þingmannabekk, er réð niðurlögum
málsins á þingi 1897, né hinn og þessi
hégómafyrÍFsláttur þ e i r r a í móti
málinu, heldur stuðningur sá, er
landshöfðiugi, sjálfur stjórnarfulltrú-
inn, veitti aðalmótspyrnu atriðinu, rík-
isráðs3etu tslandsráðgjafans. Hann
vildi hafa hann út úr ríkisráðinu og fekk
á það mál meiri hlutann í neðri deild.
f>að var ríkisráðsfleygurinn
svo nefndur. Hann, landshöfðingi, hélt
frara þeirri kenningu, að af setu hans
í ríkisráðinu leiddi, að »ef hann vill
ekki gera það, sem alþingi heimtar,
getur það höfðað mál á móti honum;
en ef hann lætur að óskum þess, get-
ur hann átt á hættu, að fólksþingið
höfði mál á móti honum fyrir ríkis-
rétti«. f>essu var trúað. Lagavit
landshöfðingja var haldið óskeikult þá
sem oftar, meðal annars t. d. þegar
hann sagði ráðgjafabúsótu hér óhugs-
anlega. Neðri deild feldi frumvarpið
(13 : 10), er efri deild hafði numið
burtu ríkisráðsfleyginn. En á næsta
þingi (1899) kannaðist landshöfðingi
s j á 1 f u r við, lýsti því yfir afdráttar-
laust, að hann hefði haft alveg rangt
fyrir. Vitanlega er hann maður að
meiri fyrir þá drengilegu játningu.
En afleiðing framkomu hans á fyrra
þinginu (1897) varð ekki aftur tekin. —
Nú orðið er allur ríkisráðssetu-ímugust-
ur svo gersamlega horfinn, að nýlega
hefir það verið af einum mikils háttar
stjórnmálamanni vorum utan þings
(P. Br.) kallaður mótmælalaust d ý r-
mætur réttur, að hafa ráðgjafa
vorn í ríkisráðinu. Um það er nú
enginn ágreiningur framar milli þing-
flokkanna. f>eir þýðast nú báðir jafnt
ríkisráð8setuna, — þessa sem stjórn-
bótarfjendur kölluðu fyrir fáum árum
landráð að gera sér að góðu.
f>essi játning landshöfðingja, er stað-
festi mjög svo greinilega þá útlistun á
stöðu ráðgjafans í ríkisráðinu, er þetta
blað flutti eftir þing 1897 (»Corpus
juris«) og hvern hugsandi mann sann-
færði, enda var staðfest af þeim, sem
bezt gátu um það mál borið, sjálfum
ráðgjöfunum, — hún svifti afturhalds-
liðið þess einu röksemdarátyllu til
mótspyrnu gegn stjórnbótinni. f>ess
vegna hafði það engin ráð önnur á
þinginu 1899 en að bindast órjúfan-
legum samtjökum um, að hafna stjórn-
arskrárfrumvarpi framfaramanna orða-
1 a u s t. f>eir sáu sér enga leið að því
að v e r j a það atferli, þeir g e r ð u
það, feldu frumvarpið þegjandi með
11 : 11 atkv., eftir svardögum(?)
bundinni utanþingsályktun kveldið
fyrir.
f>á ksmur þingið í sumar er leið.
f>á höfðu stjórnbótarvinir tekið upp
í frumvarp sitt sérhvað það, er upp á
hafði verið stungið frá hinna hálfu,
og gengu því að vísu fullu samkomu-
lagi við alla þá, er stjórnarbót vildu.
En þá u r ð u hinir, afturhaldsforkólf-
arnir, að kveða upp úr um það, koma
því upp um sig, að enn vildu þeir
e n g a stjórnarbót; þar var ekkert
undanfæri. Enda stefndi öll þeirra
barátta á þinginu að því, að afstýra
framgangi málsins. En til þess að
dylja fyrir almenningi, hvað þeim bjó
innan rifja, og fá til fylgis við sig til
flokksfyllingar nokkra þingmenn, sem
stjórnarbót vildu í raun réttri og hana
sem ríflegasta, en ekkert botnuðu í
málinu, þurftu þeir að koma Bjálfir
með öðru vísi lagað frumvarp og lát-
a s t vilja hafa málið fram á þeim
grundvelli. f>á komu þeir með fals-
búsetuna alræmdu, sem lýst hefir ver-
ið hér greinilega fyrir skemstu. f>eg-
ar það frv. var fallið, börðust þeir af
öllum lífs og sálar kröftum móti því,
að frumvarp Framfaraflokksins næði
fram að ganga — sama frumvarpinu,
sem þeir tjá sig n ú fylgjandi með
»óhugsanlegu« viðbótinni einni sam-
an! —, heldur voru þeir ekki hygnari
en það, að þeir börðust jafnákaft gegn
allri málaleitun af þingsins hálfu til
stjórnarinnar um rífari stjórnarbót.
f>eir fengu ekki ráðið við efri deild.
f>eir ætluðu að sprengja þar fund
þann, er samþykkja skyldi konungs-
ávarpið með hinum brýnu óskum um
alinnlenda stjórn, ef þess væri nokkur
kostur. En það lánaðist ekki. f>eir
urðu offáir í þeim samtökum. f>eir
létu sig vanta 3 á fund; en það var
ekki nóg. Fundurinn varð bæði lög-
mætur eigi að síður og hann samþykti
ávarpið í einu hljóði. — En í neðri
deild tókst þeim að ónýta sams konar
málaleitun, samhljóða ávarp, með því
að þá hafði einn frumvarpsmanna
skotist yfir um til þeirra.
Hverjum heilskygnum manni g a t
nú dulist, hvað þeim bjó niðri fyrir?
Til þess að dylja hið sanna eðli og
undirrót þessa ófagra atferlis — til
þess að reyna að blinda augu almenn-
ings á, hvað hér var verið að gera,
er jafnharðan fundinn upp »glæpurinn*
frægi.
Glæpurinn var sá, svo sem kunnugt
er, að samþykkja stjórnbótarfrumvarp-
ið, í stað þess að láta málið óútrætt.
Allmerkur utanflokksmaður, Páll
Briem amtmaður, hefir áður tekið
allgreinilega af skarið um það, hver
fjarstæða er að ámæla meiri bluta
þingsins fyrir frumvarps-samþyktina.
Hann segir svo, Nl. 22. febr. þ. á.:
»Að fresta málinu hefði að mínu á-
liti verið hrapallegt pólitiskt
glappaskot og hefði landið ef til
vill aldrei beðið þess bæ t
u r«.
Hr. E. H. gerir nú í hér umræddu
riti sínu mjög svo skýra og óræka
grein fyrir, a f h v e r j u frestun máls-
ins hefði verið þetta, sem amtm. P.
Br. segir: hrapallegt pólitiskt glappa-
skot.
•Frumvarpinu var svo háttað«, segir
hann, »að hin nýja stjórn g a t ekki