Ísafold - 12.05.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.05.1902, Blaðsíða 3
annað en heitið því staðlestingu. Hægrimannaatjórnin hafði boðið öll breytingaratriðin, sem veruleg voru, önnur eu þjóðræðistryggingarnar o: breytingarnar á 28. og 36. gr. og breyt- inguna á skipun efri deildar. Stjórn- in gat ekki, sóma síns vegna, boðið oss að neinu leyti lakari né ófrjáls- legri kjör en hægrimannastjórnin hafði gert. Og hún gat ekki heldur látið þjóðræðistrygginguna verða að þrösk- uldi á samningabrautinni, þar sem flokkur hennar hafði einmitt verið að berjast fyrir þjóðræði hvern áratugiun eftir annan. Af þessum ástæðum hlaut hún að bjóðast til að staðfesta frumvarpið. En að hinu leytinu hafði hún hina ríkustu hvöt til að fá breytingu á því. Frumvarpið var í raun og veru sannkallað neyðarúr- ræði frá stjórnarinnar sjónarmiði. Að fá ráðgjafa, búsettan í Kaupmanna- höfn og launaðan af ríkissjóði, er lyti þjóðræði úti á Islandi og færi á eftir- laun hve nær sem alþingi Islendinga þóknaðist, — það var ekki að eins gersamlega frábrugðið stjórnarfyrir- komulagi í öllum löndum veraldarinn- ar, heldur batt það og Dönum all- miklar og kynlegar útgjaldabyrðar, 8em hætt var við að þeim mundi veita ör'ðugt að sætta sig við, þegar þeir væru verulega búir að átta sig á málinu. Fyrir því mátti ganga að því alt að því vísu, að stjórnin mundi af fremsta megni leita við að bjóða önn- ur boð, sem svo væru vaxin, að kom- ist yrði hjá annmörkunum, sem á frumvarpinu voru frá Dana sjónarmiði, jafnframt því sem Islendingar yrðu gerðir ánægðir með búsetu stjórnar- innar hér á landi í einhverri mynd. Einmitt með því að samþykkja frum- varpið stóðum vér því einkennilega vel að vígi. Með því að leggjast undir höfuð að samþykkja það, hefðum vér flutt OS8 úr því beztavígi, sem stjórn- mál vort hafði nokkru sinni í komist, út á bersvæði. Með þetta fyrir aug- um hefði verið glæpsamleg fásinna af flokkinum, að haga sér í þessu efni á annan veg en hann gerði. Hann sýndi í þessu efni svo miklu meiri stjórnmálaþroska en andstæðingar hans, að ekki verður saman jafnað. Úrslitin hafa orðið þau, svo sem öllum er kunnugt og búast mátti við, að stjórnin býðst til að staðfesta frum- varp síðasta alþingia; en jafnframt býður hún oss önnur boð, þau, að vér fáum ráðgjafa vorn búsettan hér á landi, en tökum af Dönum útgjalda- byrðina við hina æðstu stjórn sérmála vorra. |>etta er bein afleiðing af at- ferli Framfaraflokksins á síðasta þingi«. Sendiförin alræmda eftir þing (H. H.) er enn eitt atriðið, sem hr. E. H. skýrir betur en gert hefir verið áður af nokkurum þeim, er á það hefir minst. Hann segir, að ekki verði séð, að H. H. hafi átt nokkurt erindi á stjórn- arinnar fund. »f>ví það tel eg ekkert erindi, að veita stjórninni þá fræðslu um flokkaskifting hérálandi, semhann yeitti dönsku þjóðinni í blaðinu »Nati- or>altidende« og gerð hefir verið að um- ræðuefni í íslenzkum blöðum, einkum >)í’jallkonunni«. .f>ar er svo ómótmæl- anlega rangt skýrt frá því, er öllum mönnum er kunnugt hér á landi, að orðin hefðu miklu betur verið ótöluð. Hafi hann farið til að mæla fram með 10-manna-frumvarpinu, eina stjórnar- bótarfyrirkomulaginu, sem hans flokki hafði hugkvæmst, þegar síðasta þingi var slitið, þá hefir það verið auðsæ erindisleysa, ekki að eins fyrir þá sök, að s t j ó r n i n afsagði það frumvarp tafarlaust, heldur og vegna þess, að enginn vafi getur á því leikið, að þ j ó ð i n hefði afsagt það, hve nær sem til hennar kasta hefði komið. Og hafi hann tekist þessa ferð á hendur til þess að biðja um alinn- lenda stjórn, þá var það ekkert ann- að en hinn flokkurinn hafði fram á farið í ávarpi efri deildar til konungs; og hann gat ekki á nokkurn hátt eflt þá ríku hvöt, er stjórninni var gefin til að verða við þessari ósk vorri með frumvarpinu, sem samþykt hafði verið, og konungsávarpinu, Hann gat ekk- ert sagt stjórninni um óskir vorar í stjórnarmálinu, annað en það, sem stóð í frumvarpi Framfaraflokksins og konungsávarpinu — nema ef hann hefir sagt, að vér mundum gera oss ánægða með undirtylluráðgjafa, og það hefði verið ilt erindi. Hvort hann hefir gert þ a ð, skal með öllu ósagt látið«. |>að sem til hefir verið tfnt í grein þessari, er ekki nema ö r f á atriði af því, sem hr. E. H. hefir tekið til með- ferðar í margnefndu riti og rætt þar af þeirri snild, sem honum er lagin. Eúm blaðsins leyfir ekki meir en þetta, og hefir orðið þess vegna ýmist að draga þessi fáu atriði yfirleitt svo mjög saman, eða aulca inn í lítils háttar til skilningsauka, fyrir það sem úr er felt. Hvorttveggja veldur töluverðum af- brigðum frá frumritinu, sem er meðal annars enn stillilegar og hógværlegar orðað en hér hefir gert verið sumstað- ar. |>að er fáum lagið, að fara mjög hógværum orðum um ýmislegt, sem verður á að minnast, er rakin eru til- drög stjórnbótarinnar. Niðurlagsgrein ritsins er um svarið ráðgjafans, grein hans í blaði sínu »Dannebrog« 12. jan. þ. á., þar sem hann, útlendur maður og svo óhlut- drægur, sem framast er hægt að hugsa sér, — óhlutdrægur í dómi sínum um þingmálaflokkana hér —, segir svo um frumvörpin tvö, er aukaþingið í sumar á um að velja, annað frá síðasta þingi, en hitt frá honum sjálfum, ráð- gjafanum, að »efiir þeim b á ð u m nái íslendingar því marki og miði, er þeir hafa þráð, að æðsta stjórn íslands verði íslenzk í raun og verrn. J>etta segir h a n n um »landráða«- frumvarpið,” »glæpsamlega« frumvarpið frá síðasta þingi, þetta, sem nokkrir kjósendur hér í höfuðstaðnum voru vélaðir til fyrir skemstu, að tjá sig •algerlega andvíga«! »Jafnframt því«, segir hr. E. H., »sem hann« (ráðgj.) »er að bjóða oss önnur boð, sem hann hefir ríkustu á- stæðu til að óska að vér þiggjum* (vegna stjórnarkostnaðarins), »binzt hann ekki þeirra ummæla, að með frumvarpi dr. Valtýs Guðmundssonar náum vér alveg eins hinu þráða tak- marki, eins og með frumvarpi sjálfs hans: að æðsta stjórn landsins verði íslenzk í raun og veru«. Höf. segir því næst, að dómur sög- unnar verði vafalaust sá, að það, að vér fáum nú búsetuna, búsetu-viðauk- ann, það »sé eingöngu að þakka sömu mönnunum, sem unnu að því að fá samþykt og samþyktu á þingi þetta frumvarp, sem íslandsráðgjafinn ber svona söguna—að svo miklu leyti, sem það er ekki að þakka danskri réttsýni og dönskum stjórnmálahyggindum. Með þetta alt í huganum, þennan árangur af starfinu, þennan dóm að baki sér frá stjórninni sjálfri, sem vér eigum að semja við, og þennan dóm sögunnar fram undan sér, virðast þeir dr. Valtýr Guðmundsson og mennirn- ir, sem með honum hafa staðið 1 bar- áttunni, geta látið sér í litlu rúmi liggja allar þær ofsóknir og illmæli, getsakir og svívirðingar, sem nú er helt yfir þá í blöðum andstæðinga þeirra. En í sporum hinna vildi eg ekki vera, þeirra, sem eru að halda þess- um ofsóknum og illmælum á lofti. Svo framarlega sem þeir vita nokkuð, hvað þeir eru að gera, og svo framar- lega sem þeim stendur ekki alveg á sama um sóma sjálfra sín, lífs og lið- inna, þá ætti þeim að vera þungt fyr- ir brjósti. Hve nær sem saga þessara ára verður rituð, mun þess ekki látið ógetið, hvernig þeir reyndu að fá þjóð- ina til að þakka hið mesta þarfa- og þjóðræknisverk, sem lengi-lengi hefir unnið verið fyrir þetta Iand. Mikið þurfa þeir sér til frægðar að vinna, mikið þurfa þeir að láta gott af sór leiða, til þess að fá afmáð þann ó- virðingarflekk, sem þeir hafa nú sett á sjálfasig — miklu meira en eg veit nokkura von til um nokkurn þeirra«. Bindindisféi. Dyrhólahrepps er heitir, »Nýja-öldin«, var stofnað 21. janúar 1900 fyrir orð og framkvæmdir þeirra Friðriks Þorsteinssonar frá Dyrhólum og Guðmund- ar Þorhjarnarsonar á Hvoli. Stofnendur voru 21, og bættust 15 við á árinu, en úr gengu 6, er flestir fluttust hurtu úr hreppn- um. Næsta ár, 1901, hættust við 21, en úr gengu 6, þar af 5 út úr hreppnum, en 1 , rekinn. Félagatal nú yfir 50. Tillög félagsmanna um árið eru: fyrir fullorðna karlmenn eldri en 16 ára 80aur., fyrir kvenmenn eldri en 16 ára 40 a., og fyrir unglinga innan 16 ára 20 aura. Fyr- ir fundarhús notaði félagið gömlu Dyr- hólakirkjuna, og fyrir skemtanir (dans o. fl.) fekk það hús hjá Jónatan Jónssyni í Garðakoti, þar til i fyrra i nóvembermán- uði, að félagið hafði komið sér upp húsi. Hús þetta er úr timbri og járnvarið; það er að stærð 9X10X4 álnir. Til þess að koma þessu húsi upp, stofnaði bindindis- félagið hlutafélag með 10 kr. hlutum; það urðu 300 kr. Auk þess átti bindindisfélag- ið við síðustu árslok um 60 krónur, sem varið var til hússins. Húsið kostaði ná- lægt 900 kr. og er nú vátrygt fyrir 800 krónum; skuldar því talsvert framfarasjóði Dyrhólahrepps, er lánaði það, sem 4 vant- aði. í vetur hefir hús þetta verið notað fyr- ir barnaskóla, og var þá keyptur í það ofn, dágóður, og svo voru smiðaðir bekkir og horð, handa hörnum, áfast, eftir nýjustu gerð, og er að því ómetanlegt hagræði fyrir hörn og kennara, á móts við að hafa alt sundurlaust og smíðað af handa hófi. Skólann sóttu að meðaltali nálægt 20 börn, og sýnir það allmikinn áhuga i fyrsta skifti. Kennari var Stefán Hannesson. Auk þess verður hús þetta notað fyrir öll fundarhöld í hreppnum. Þau 2 ár, sem félag þetta hefir starfað, hefir það haldið »höglakveld« einu sinni hvort ár, til ágóða fyrir félagið. Þann veg hefir félaginu aflast samtals um c. 35 kr. Næsta haust er áformað að halda »tomhólu« til ágóða fyrir húsið. A starfs- tíma félagsins hefir það haldið samtals 28 fundi, þ. e. fram að síðustu áramótum. Það er óhætt að fullyrða, að hús þetta er til orðið fyrir framkvæmdarsemi hind- indisfélagsins og sérstaklega einstakra manna í þvi, svo sem fyrst og fremst hjón- anna Guðmundar Þorbjarnarsonar og Ragn- hildar Jónsdóttur á Hvoli, svo og Friðriks Þorsteinssonar á Dyrhólum o. fl. Yatnsskarðshólum 10. apríl 1902. Stefán Hannesson. Alt 1 öllu. »Alt í öllu og alstaðar nálægur* þykist hann mega til að vera, Stykkishólms-séniið. Hingað til Reykjavikur þurfti hann að bregða sér í vetur til hjálpræðis hanka- stjóranum og til að flytja lýðnum ýmisleg- an vandfenginu fróðleik, svo sem hvenær al- þingi hefði verið endurreist, hvaða árjúlí- hyltingin hefði orðið á Frakklandi m. m. Nú kvað hann segjast vera pantaður inn í Dali, á kjörfundinn þar, til að hjálpa embættisbróður sínum, Dalavalds- manninum, gegn síra Jens, og líklega til að líta eftir um leið, að lionum verði á færri skyssur en síðast i kjörfundarstjórn- inni. Hyggur hann ekki vera meir en svo sjálfbjarga, og ekki er »ráð ráðið, nema hann ráði«. Hann hefir trúað einum hrepp- stjóranum sínum fyrir því, svo að áreiðan- legt er það. Þess vegna hefir hann sett kjörfund hjá sér, í Stykkishólmi, svo snemma, sem kon- ungsbréfið um alþingiskosningar leyfir, 2. júni. En embættÍ8bróðirinn hagar kjör- fundarhaldi hjá sér svo, að nógur sé tím- inn til að ferðast inn eftir. Strandb. Hólar (Jakohsen) ókominn enn. Lausafrétt segir hann hafa verið skamt kominn norður eftir Austfjörðum, er síðast vissi. Hafis þó horfinn þar að miklu leyti. Strandb. Skáiholt (Örsted) kom i fyrra dag seint vestan að. Hafði ekki komist lengra en á Drangavik. Húnaflói fullur af hafis. — Fjöldi farþega með af Vestfjörðum, amtsráðsmennirnir og ýmsir aðrir, þeirra á meðal Einar Magnússon veitingamaður á Patreksfirði, Þorlákur hóndi Bergsveinss. (Rúfeyjum), Jón Jónasson kennari frá Búðardal, Jón hreppstj. Jónsson á Munáðarhóli, Armann hreppstjóri Jónsson á Saxhóli, o. fl. Amtsráðsfundur stendur yfir hér i dag, fyrir Vesturamtið. Var settur í fyrra kveld. Amtsráðsmeun komu allir í fyrra dag, flestir með Skálholti: Páll próf. Ó- lafsson (Strand.), síra Páll Stephensen (varamaður fyrir Norður-ísafjarðarsýslu), síra Kristinn Daníelsson, sira Þorvaldur Jakohsson, Snæbjörn i Hergilssey Kristjáns- son, Björn Bjarnarson Dalasýsinmaðnr, Sæ- mundur kaupm. Halldórsson og Asgeir Bjarnason. Aðalfundarmálið er Olafsdalsskólinn; og er hr. Torfi skólastjóri viðstaddur. — Fundi á að verða lokið í kveld. Hitt og þetta. Draumur Rússakeisara. Hann trúir á drauma, að mælt er, Nikulás II. Rússakeisari. Hann dreymdi einu sinni í fyrra 3 kýr, er ein var feit, önnur mögur og hin þriðja blind. Hann fór að reyna að ráða drauminn sjálfur, en gat ekki. Þá var sent eftir Pobjedonostzew, kennara keisarans á uppvaxtarárum hans og mesta trúaðarmanni nú og hæstráðanda hjá hon- um. Hann gerðist enn fölari í andliti en hann átti að sér, ei hann heyrði drauminn og fekst ekki til að ráða hann; aftók það alveg og alvarlega; kvaðst ekki treysta sér til þess; en reynandi væri, að senda eftir erkibiskupnum i Moskva og bera drauminn undir hann. Það var gert. Hann hristi höfuðið og færist undan að svara. Keisari gerðist óþolinmóðnr og skipar hon- um það. Þá ræður biskup drauminn sem hér segir: »Feita kýrin er hann Witte, fjármála- ráðherrann; hann fyllir fjárhirzlu ríkisins með nýjum sköttnm og lánum. Magra kýrin er alþýðan rússneska, er verður æ fátækari. Blinda kýrin er Rússakeisari, sem veit ekki, hvað gerist rétt i kringum hann«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.