Ísafold - 21.05.1902, Qupperneq 1
Keruur ut ýmiet einu sinni eða
tvisv. í viku Verð árg. (80 ark.
ininnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða
1'/* doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram.)
Uppsögn (skiifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé ti)
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXIX. ársr.
Reykjavík miðvikudaginn 21. maí 1902.
íl 30. blað.
I. 0. 0 F. 845239. 0. (I).
b'orngripasafn opið md., mvd. og ld.
11—12.'
Landsbókasafh opið brern virkan dag
•ki. 12—2 og einni stundu iengur (til kl. 3)
nad., mvd. og ld. ti) ótlána.
Okeypis lækning á spitalsnum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spltalanum
fyrsta og þriðja þriðjnd. hvers rnánaðar
kl. 11 — 1.
Ókeypis tanniækning i húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni l. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag
ki, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Mjólkurbú og mjólkurmeðferð.
Síðan farið var að ræða um etofn-
un mjólkurbúa hér á landi, hefir þeim
Btöðugt fjölgað, er viðurkenna kosti
þeirra og mikilvægi. |>að er viðurkent,
að þau smámsaman bæti mjög smjör-
verkunina, bæði beinlínis og óbeinlín-
is, og stuðli að meiri þrifnaði.
þess er heldur eigi vanþörf, því
þrifnaði er víða sorglega ábótavant, en
hann er og mun jafnan talinn ein-
hver sterkasti þátturinn í smjörgerð-
inni.
þetta verður aldrei of vel brýnt fyr-
ir mönnum, enda er það víst, að gæði
mjólkurinnar og smjörsins eru að miklu
leyti komin undir því, að gætt sé alls
þrifnaðar í meðferð þess. þrifnaður
«r jafn-nauðsynlegur bæði á mjólkur-
búunum og heimilunum.
f>ví ríður mikið á, að bústýran á
mjólkur- eða rjómabúinu hafi þá góðu
kosti til að bera, að vera bæði þ r i f-
in og reglusöm. Ef hana vaut-
ar þetta, getur hún alls eigi talist að
vera vaxin starfi sínu. þrif mjólkur-
eða rjómabúanna hljóta að verða mjög
undir því komin, hvernig verkinu á
þeim er stjórnað og það leyst af hendi.
Fyrir því varðar miklu, að bústýran
sé vel valin, enda ætti mjólkurskólinn
ekki að veita öðrum prófskírteini en
þeim, er kennari skólans teiur bústýru-
etarfinu vaxna.
Bústýran verður að finna til þeirr-
ar ábyrgðar, er á henni hvílir, bæði
gagnvart starfinu á búinu, og þeim, er
senda mjólk eða rjóma til þess. Hún
verður að hafa vakandi auga á öllu,
sem gerist, og halda góðri reglu í
mjólkurskálanum.
Hver hlutur á að vera á sínum
stað og ákveðinn staður fyrir hvern
hlut.
Hún verður að athuga hverja fötu,
sem send er til búsins eða innihald
hennar, með því að skoða, lykta og
bragða á því.
Ef eitthvað þykir athugavert við
mjólkina eða rjómann, þá er að leita
eftir, hvað það er, sem því veldur, og
vanda um við félagsmenn, ef það er
þeirra óaðgætni eða óþrifnaði að
kenna.
Bústýran má eigi leyfa mönnum,
sem eru allavega til reika, að vaða
innan um mjólkurílátin. Hún verður
að banna öllum umgang um mjólkur-
skálann, sem ekki eiga beinlínis brýnt
erindi.
En það er ekki einhlítt, þótt bú-
stýran sé bæði þrifin og reglu3öm.
Hið sama verður að heimta a.f öllum
þeim, sem eru samlagsmenn búsins.
Pyrsta skilyrðið til þess, að auðið
sé að búa til gott smjör, er það, að
mjólkin sé hrein og ógölluð.
þetta hefir nú að vísu verið tekið
fram áður; en »góð vísa er aldrei of
oft kveðin«, og »brýna þarft deigt járn,
að bíti um síðir«.
En skilyrði fyrir því, að mjólkin
geti verið góð, er fyrst og fremst það,
að kýrnar séu heilbrigðar, að þær lifi
á óskemdu og góðu fóðri, og að alls
þrifnaðar sé gætt í meðferð mjólkur-
innar.
Ekki má senda mjólk eða rjóma til
búanna úr kúra, sem eitthvað eru
veilar eða lasnar, er t. d. ilt í júgri
eða spenum.
Eigi má heldur senda mjólk eða
rjóma úr nýbærum fyr en eftir
nokkura daga.
Sama er að segja um mjólk úr kúm,
sem farnar eru mjög að geldaat, eða
komnar nærri burði.
Fóður kúnna á að vera óskemt,
ekki myglað, mjög ornað eða frosið.
Að sumrinu verður að beita þeim í
gott haglendi, og helzt að fylgja þeim
1 hagann og heim á stöðulinn.
Fjósin eiga að vera loftgóð, björt og
rúmgóð.
Til þess að bæta loftið í fjósunum
og gera þau ásjálegri, er gott að
k a 1 k a allar stoðir og milligerðir, og
yfir höfuð alt tré í þeim.
jþað kostar ekki mikið, en það
margborgar sig. Viðirnir endast leng-
ur, og kúnum líður betur. jbeir eru
því miður fáir hér, sem þetta gera. —
Eg man ekki eftir öðrnm en sýslu-
manninum f Kaldaðarnesi, enda er
fjósið hans eitt hið bezta, sem eg hefi
séð. Honum hefir ekki gleymst, að
kalka það.
Að kalka fjósin, samfara nægri
birtu, hefir heilnæm áhrif á loftið í
þeim; það eyðir skaðlegum gerlum,
eykur þrif kúnna og gerir fjósaverkin
mun auðveldari.
í fjósunum á aldrei að hanga þvott-
ur eða annað, er spillir loftinu í þeim.
J>á er það og áríðandi, að mjaltir
fari fram með þrifnaði oa réttum
handtökum. Að sumrinu, eða meðan
kúnum er beitt, ætti helzt ætíð að
mjólka þær úti, ef veður er bærilegt.
Hve gott sem loftið er í fjósunum,
þá er það þó aldrei eins hreint og
undir berum himni.
Mjaltakonurnar eiga að vera þokka-
lega klæddar; þær ættu helzt að vera
í síðum slopp með stuttum ermum.
Áður en byrjað er að mjólka, skal
strjúka burtu alt rusl og öll óhrein-
indi af spenum, júgri og kvið kúnna.
Mjólka skal jafnan f sömu föturnar;
og þegar hver kýr er búin, þá á að
hella mjólkinni í aðra fötu og sía hana
um leið.
Mjólka skal með hreinum og
þ u r r u m höndum, og gera það svo
vandlega, að ekki sé nokkur dropi af
mjólk eftir í júgrinu.
Að loknum mjöltum skal skilja
mjólkina undir eins. Bezt er svo að
flytja rjómann til rjómabúsins einu
sinni á dag og þá að morgninum.
Kveldrjóminn sé geymdur i flutninga-
fötunni yfir nóttina, og hún látin
standa í vatni, köldu vatni, svo að
rjóminn kælist sem bezt.
Ekki má blanda saman rjóma frá
tveimur málum fyr en hann er orðinn
jafn kaldur.
Mjög ríður á því í einu orði, að fara
svo vel og þrifalega með rjómann, sem
auðið er. Rjóminn er mjög viðkvæm-
ur og þarf lítið til að skemmast.
Hann þarf að vera sem allra-hreinast-
ur og beztur, er hann kemur tíl
rjómabúsins.
Föturnar, sem notaðar eru undir
mjólkina, þarf að þvo sem bezt.
Sama er að segja um flutningaföt-
urnar, sem rjóminn er fluttur í.
Við þvott og ræsting mjólkurílát-
anna er sjálfsagt að nota k a 1 k.
f>að er rniklu betra en nokkuð annað,
betra og ódýrara en soda.
Hvernig á að þvo föturnar, hefir áð-
ur verið sagt fyrir um, og læt eg mér
nægja að vísa til »Leiðarvísi um með-
ferð mjólkur* eftir H. Grönfeldt f Bún-
aðarritinu 14. árg. (bls. 71—72 og í
sérprentuninni bls. 11—12), og »ísa-
foldar. 1898 (XV., 47).
En eg tek það enn fram, að það er
afaráríðandi, að halda flutningafötun-
um hreinum og ósúrum; því annars
getur rjóminn í þeim spilst.
Undir eins og búið er að losa föt-
urnar, þarf að þvo þær vandlega og
láta þær síðan út, að þær þorni vel
innan; því ella er hætt við, að ryð
setjist í þær. Só þeim eigi haldið
þurrum og hreinum á milli þess, sem
þær eru notaðar, getur tinunin farið
af, og þá er hætt við ryði; en það
skemmir rjómann og þá um leið smjör-
ið. Fötur, sem hafa verið illa hirtar
eða eru ryðgaðar, má því alls eigi
nota undir mjólk eða rjóma.
f>að, sem almenningur þarf fyrst og
fremst að temja sér og læra, er þrifn-
aður og aftnr þrifnaður. þrifnaðurinn
er harla mikilsverður í allri meðferð
mjólkurinnar, því án hans eru aðrar
umbætur lítilsvirði.
því er það svo áríðandi, að bústýr-
an á rjómabúinu og hvert heimili um
sig hafi allan þann þrifnað, sem auðið
er, enda er hvergi svo aumlega ástatt,
að ekki megi koma honum við, og það
miklu meir en nú gerist alment.
Loks vil eg taka fram nokkur at-
riði, sem nauðsynlegt er að setja vel
á sig:
1. að mjaltir fari fram með sem
me8tum þrifnaði, og að mjólkað sé
með þurrum og hreinum höndum;
2. að undir eins og búið er að
mjalta, sé mjólkiu skilin, og rjóminn
þegar kældur í köldu vatni;
3. að rjóminn sé hafður hæfilega
þunnur, þegar skilið er, eða að hann
sé 18—20ý« af mjólkinni;
4. að ekki sé blandað saman rjóma
frá tveimur málum fyr en hann er
orðinn kaldur;
5. að aldrei sé sendur óhreinn eða
skemdur rjómi til rjómabúsins;
6. að flutningaföturnar, svo og önn-
ur mjólkurílát, séu vel hirt, þvegin og
þurkuð;
7. að kalk sé jafnan notað við þvott
á mjólkurílátum.
Sigurður Sigurðsson.
K. F. U. M
Eins og áður hefir verið getið um
hér í blaðinu, flutti hr. Ch. Fermaud,
oberstlautinant, frá Sviss, fyrirlestur í
Iðnaðarmannahúsinu á uppstigningar-
dagskvöld um »kristileg félög ungra
manna«, og skal hér getið um helztu
atriðin í fyrirlestri hans.
Fyrst fór hann nokkrum orðum um,
hversu mikilsvert mál það væri, er hann
ætlaði að tala um, enda væru ýmsir
þjóðhöfðingjar hlyntir starfi þessu, og
nefndi hann svo sem dæmi þess forseta
Bandaríkjanna, Svía konung og Norð-
manna, og þýzkalandskeisara.
Englendingar telja oftast George
Williams föður og stofnanda þessa
kristilega félagsskapar. En það er
ekki rétt. G. W. stofnaði fyrstur
kristilegt ungmennafélag meðal ensku-
mælandi manna 1844, og hefir alt til
þessa dags starfað með miklum árangri
að þessari hreyfingu; en þessi sama
hreyfing kom jafnsnemma fram bæði
á þýzkalandi og Frakklandi, og í Sviss
er hún miklu eldri.
Árið 1768 stofnuðu 9 ungir menn í
Basel »kristilegt félag ókvongaðra
bræðra«, og stóð það nærfelt 50 ár;
það var fyrsti vísirinn. Elzta félagið,
sem enn er starfandi, var stofnað í
Basel 1825; það var ekki mannmargt,
en hafði til að bera trúrækni og bæn-
rækni; og því barst þaðan lík hreyf-
ing til ýmissa borga utan lands og
innan. |>að ber samt lítið á þessari
starfsemi fram undir miðja öldina; en
eftir byltingarnar 1848 fór henni óð-
um fram.
1855, — sama árið og Fermaud
fæddist—, áttu fulltrúar K. F. U. M.
úr ýmsum löndum fund með sér í
París.
þar var svolátandi meginregla sam-
þykt:
»Kristileg fél'ög ungra manna leitast
við að safna saman ungum mönnum,
sem trúa, að Jesús sé guð og frelsnri
fieirra samkvœmt heilagri ritningu,
vilja vera lærisveinar hans í trú og lif-
erni, og starfa með sameinuðum kröftum
að útbreiðslu rikis hans meðal ungra
manna«.
fæssi samþykt, sem venjulega er
kölluð »Parísarbasis«, er enn megin-
regla K. F. U. M.
|>essi fundur varð starfinu til mik-
illar eflingar; og svipaðir allsherjar-
fulltrúafundir hafa verið haldnir við og
við síðan á ýmsum stöðum. í ágúst-
mánuði í sumar á að halda slíkan
fund í Kristjaníu, — íslendingar eru
meir en velkomnir þangað.
Á allsherjarfundi í Genf 1878 voru
3 menn kosnir í yfirstjórn alþjóða-
sambands félaganna. Tophel, prestur,
varð formaður; Bardi, háskólakennari,
varaformaður; og Fermaud ritari.
f>eir áttu allir heima í Genf. Hvert
land hefir og einn fulltrúa í stjórnar-
nefndinni. Hall, stiftsprófastur, er full-
trúi fyrir Noreg; A. Moltke greifi,