Ísafold - 28.05.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.05.1902, Blaðsíða 1
ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœt.i 8. Reykjavík miðvikudaginn 28. maí 1902. 32. blað. Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 krv eriendis 5 kr. eða l*/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram.) XXIX. árg. L 0. 0 F. 845309. I. III.___________ Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbókasafii opið hvern virkau dag k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) nud., mvd. og ld. ti) útlána. Okeypis lækning á spitals num á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar ki. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kt. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landakotskirkja. Gruðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Ösaiinindaílækja afturhaldsliðsins. Enginn hlutur blöskrar meir hverj- um heíðvirðum manni og heilskygn- um í allri stjórnbótarbaráttu vorri, er vonandi fer nú að styttast í úr þessu, heldur en hinn botnlausi, fádæma-ó- skammfeilni ósannindavefur, sem and- stæðingar stjórnbótarinnar bregða sí- felt fyrir eig, einkum upp á síðkastið, eíðan er afturhaldsliðið tók til að ör- vænta sér sigurs í baráttu þess gegn allri stjórnarbót eða þá sérhverri þeirri stjórnarbreytingu, er eigi trygði höfð- ingjum þess völdin eftirleiðis sem und- anfarið. |>að er ekki skoðanamunur, sem hér er um teflt, ekki verið að rökræða stefnumun og tína til sönnunargögn fyrir málstað afturhaldsliðsins, eins og vanalega gerist, er sitt sýnist hverjum. J>að er beiut úti sú tfð fyrir þeim kumpánum. feir beita hér um bil eingöngu fyr- ir sig öðrum vopnum: látlausum ósann- indum; tönlast á þeim svo oft og svo víða, sem þurfa þykir til þess, að nógu margir hætti að ímynda sér, að það g e t i verið ósannindi. Ipetta bendir á tvent: a ð þrotin séu nýtileg rök fyrir málstað þeirra afturhaldsséggjanna, og a ð þar séu framarlega í flokki þeir menn, er fátt láti sér fyrir brjósti brenna um bjarg- ráð í þeim nauðum. »Eigi mundi út leitað viðfanga, ef gnógt væri inni« mælti Gizur hvíti, er Gunnar seildist út eftir örinni á skála- veggnum. Eigi mundi óskammfeilnum ósann- indum fyrir sig brugðið, ef nóg værí um nýtileg rök. 1. Herþjónustu-lygasagan, semHorn- strendingar voru mataðir á fyrir síð- ustu kosningar, mun vera eitthvert fyrsta tiltækið af því tægi. 2. Vera má þó, að hin vísvitandi ó- sannindi um að vér Framfaraflokks- menn höfum viljað og viljum sjálfsagt enn flytja stjórnarvaldið út úr landinu, sé fult eins gömul, þótt mest hafi ver- ið á þeim tönlast nú síðustu missirin. |>ar g e t u r ekki verið um neinn mis- skilning að tefla, heldur h 1 j ó t a þeir, er þann áburð eru með, að vita mjög vel, að þeir eru að segja alveg ósatt. J>að veit hvert mannsbarn, er stjórn- bótarbaráttunni er kunnugt, að vor flokkur hefir alla tíð barist fyrir svo gagngerðri færslu stjórnvaldsins inn í landið, sem frekast væri fáanlegt: að ráðgjafinn mætti á alþingi o. s. frv., til þess að þungamiðja valdsins yrði þar, raeðan ekki var nærri því kom- andi að hann væri hér búsettur, en búsetunnar krafist jöfnum höndum, ef þess væri nokkur kostur, og hennar helzt í hinum fullkomnasta búningi (landst jórafyrirkomulagsins). 3. Mútusjóðslygina mætti nefna þessu næst. Hún er einna svæsnust og óþokkalegust, þótt hún sé raunar ekki illgjarnlegri en margt annað. Einna heimskulegust er hún og fyrir það Iíklega óskaðvænlegri en margt annað. 4. |>á er frásagan um, að minni hlut- inn í efri deild á þinginu í fyrra, aft- urhaldsliðið, hafi komið inn í konungs- ávarpið að hinum nauðugum, meiri hlutanum, hinum eindregnu ummæl- um um almenna ósk landsmanna að fá alinnlenda stjórn. Formaður á- varpsnefndarinnar, herra biskupinn, lýsir hér í blaðinu í dag mjög greini- lega, hve óskammfeilin og alveg átyllu- laus ósannindi það er. Bæta hefði þar mátt við til frekari lýsingar á óskammfeilninni, að 3 minni-hluta- mennirnir (2 þjóðkjörnir og 1 kgkjör- inn) létu sig vanta á fund í efri deild, þegar ræða skyldi og samþykkja kon- ungsávarpið — ætluðu sér að sprengja fundinn —. Og í hverju skyni? |>að hlaut að vera f því skyni gert og engu öðru, að ónýta áformið um að senda konungi ávarp með hinum eindregnu heimastjórnaróskum, er þar vorufram bornar, óskum um káklausa heima- stjórn, í stað falsbúsetunnar, er félag- ar þeirra tímenningarnir höfðu verið með. jpettta styrkist og harla greini- lega af framkomu félaga þeirra í neðri déild, er þeir feldu þar tillögu stjórn- bóbarvina um samhljóða konungsá- varp. 5. f>á er líkt bragð að skýrslu »er- indrekans* í Hafnarför hans eftir þing um flokkaskiftinguna á þingi, þar sem tímenningarnir og þeirra félagar í efri deild eru látnir vera íslands vinstri- menn, en hinir, stjórnbótar- eða fram- faraflokkurinn, íhaldsflokkur. 6. Mjög bráðlega eftir komu kon- ungsboðskaparins hingað í {vetur gýs upp lygin um það áform Framfara- flokksins á aukaþinginu í sumar, ef hann verði þess 'megnugur, að hafna stjórnarfrumvarpinu væntanlega, en samþykkja hitt fráífyrra, búsetulaust. Ekki hafa þeir getað með nokkuru móti fundið nokkursstaðar f ritum og ræðum Framfaraflokksmanna nokkurn minsta átyllusnefil fyrir þessum ósann- indum. En þeir eru ekki af baki dottnir fyrir því, heldur smíða þeir sér þá röksemd fyrir því, sem er 7. lygin : um ummæli þau, er einn maður úr stjóru flokksins hafi átt að hafa við stúdent nokkurn í Khöfn og minst hefir verið á hér nýlega í blað- inu. 8. |>á mætti minnast á lygina um, að revisor Indriði Einarsson hafi ver- ið keyptur til að rita meðmæli með hlutabankanum. Um það varð all- mikil vitnaleiðsla hér í vetur og hún mjög nærgöngul. En það mál fór svo, sem nýlega hefir verið frá skýrt hér í blaðinu, —því lyktaði með mestu sneypu för fyrir sakarábera og útlátum. 9. Tilbúningurinn um okurvexti í hlutabankanum fyrirhugaða verður að teljast með vísvitandi ósannindaspuna, með því að enginn maður með óbrjál- aðri skynsemi og nokkurum vitneista á viðskiftalífi getur látið sér detta í hug að ímynda sér aðra eins vitleysu. Hér er, eins og fyr er á vikið, að átt við hin vísvitandi ósannindi, og þó ekki til tínt nema hrafl afþeim. Hitt er ekki á minst, alt góðgætið, sem máltól og flogrit afturhaldsliðsins bera annars á borð fyrir lesendur sína, svo sem landráðabrigzl og margvísleg- ar varmenskuaðdróttanir, rangfærslur, útúrsnúninga og hártoganir á hverju orði vorra manna, í ræðu og riti, og margvíslegan óþverra og áreitni við saklausa menn. Myndi nú mörgum mætum manni þykja fýsilegt að þjóna slíkum höfð- ingjum, styðja þá til vegs og valda, trúa þeim fyrir velferðarmálum lands og lýðs ? Vita þeir kjósendur, hvað þeir eru að gera, sem til þess hugsa? Erlend tíðindi. Með Heklu, herskipinu, bárust nokkrar fréttir úr Vestu á hingaðleið, en þær hittust úti í rúmsjó fyrir Aust- fjörðum. Enn fremur hafa borist hingað ensk blöð til 18. þ. m. Vopnahlé gert með Búum og Bret- um, og búist við að til fulls friðar dragi. Búum boðnir sæmilegri kostir en áður. Verkfalli hafnarerfiðismanna létt í Khöfn, með ósigri þeim til handa og engri hlífð af hálfu vinnuveitenda. Voðatjón af eldgosi og landskjálft- um í eynni Martinique, eign Frakka við Vesturbeimsstrendur, meðal An- tillaeyja hinna minni. Eiga þar að hafa farist um 25,000 manna. Hraun- flóð vellandi eyddi helztu borg í eyj- unni með þeim feiknahraða, að bæjar- lýður fekk eigi forðað sér. Eyin er um 17 ferh.mílur og eyjarskeggjar um 200,000. — I ------ Koiiimgsávarpið. |>að hefir verið borið fram næstlið- inn vetur hvað eftir annað í ýmsum blaðagreinum, bæði í jpjóðólfi, Austra, Stefni og Vestra, eins og full og á- reiðanleg sannindi, að þau ummæli í ávarpi efri deildar alþingis 1901 til konungs, sem ótvíræðlega bera fram óskir þjóðar vorrar um það, að æð3ta stjórn landsins í hinum sérstaklegu málum þess sé búsett f landinu sjálfu, séu ekki sett í ávarpið af þeim flokki, sem samþykti stjórnarskrárfrv. í efri deild, Framfaraflokknum, af fúsum vilja, heldur höfum vér móti vilja vor- um verið neyddir til að taka þau upp í ávarpið af andstæðingum vorum, og þess vegna séu ummælin alls ekki frá oss runnin eða oss að þakka, heldur hinum flokknum, og þá einkanlega einum manni í þeim flokki. |>essi fullyrðing er nú síðast borin fram í nr. 21 af fjóðólfi, sem kom út 23. þ. m., í neðanmálsgr. á 2. bls. f>ar er kveðið svo að orði: »en það vill svo vel til, og er á almanna vitorði, að það var fyrir tilstilli eins heimastjórn- armanns af hinum konungkjörnu, að ákvæði þessi voru sett í ávarpið«. En með því að þessi framburður og staðhæfing er eigi annað en missögn eða ósannindi, sem eigi verða sannari fyrir ítrekaða endurtekningu, þykir mér tími til kominn að mótmæla mis- sögninni og skýra rétt frá gangi máls- ins, sem mér hlýtur að vera kuunugri en andmælendum vorum, þar sem eg var í nefnd þeirri, sem samdi ávarpið. Og eg lýsi því þá skylaust yfir, að eins og ávarpið er prentað í þing- tíðindunum og eins og það var afgreitt frá þinginu, er það samið af nefndinni og samþykt með fáum breytingum af flokksbræðrum vorum í efri deild, á ð u r en það var Iagt fyrir deildina, með þeirri einu breytingu á efninu, að eftir tillögu og ósk eins kgkjörins þingmanns var þessum orðum bætt við niðurlag fyrstu málsgreinar: »enda hefir þessi skoðun komið fram á þingi í sumar hjá mörgum þingmönnum*. Og þessari Iitlu klausu, sem ekki er sérlega þýðingarmikil, þurfti alls ekki að neyða oss ril að bæta við, því að vor flokkur var þegar fús til þess; einungis var nokkuð deilt um það, hvort standa skyldi m ö r g u m (þing- mönnum) eða ý m s u m eða a 11- m ö r g u m, sem einnig var stungið upp á. En þegar tillögumaður hélt fast við að hafa einmitt orðið m ö r g- u m, þá gerðum vér það ekki að kappsmáli, heldur gerðuro það honum til geðs, að fallast á þetta orð fremur en hin. J>etta er hin sanna saga ávarpsins. Og eg er fullviss um, að sá heiðraði þingmaður, sem hér á hlut að máli og samþykti með oss ávarpið, þótt hann hefði eigi greitt atkv. með frumvarp- inu, er svo vandaður maður og sann- orður, að hann mun játa, að hér sé rétt skýrt frá. »

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.