Ísafold - 28.05.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.05.1902, Blaðsíða 2
;i26 |>ossi orð: En vér teljum oxn jafn- framt nkylt að láta þess yetið, að hin islenzka þjóð hefir aldrei verið fylli- lcga dnæyð með það fyrirkomulag, sem hygt er á þessum xkilningi [o: stjórnar- innar á' sambandi íslands við Danmörku], og það er sannfœring vor, að sú skoð- un sé enn rikjandi hjd jjjóð vorri, að stjórnarskipun íslands sé þá fyrst kom- in i ]>að horf, er fullkomlega samsvari þörfum vorum, jjegar œðsta stjórn landsins í hinum sérstaklegu málefn- um þess er húsett hér d landi — f>essi orð eru sett í ávarpið af vorurn flokksmönuum af fúsum vilja og eigin hvötum; um þau var engin deila, eng- inn skoðanamunur. f>eim þurfti ekki að þröngva inn eða bæta þeim við af andstæðingum vorurn, því að þau stóðu þegar í ávarpinu, áður en það var lagt fyrir deildina. Bn aftan við þau var síðar á fundinum með góðu samkomulagi skeytt sú klausa, sem fyr er tilfærð: »enda hefir o. s. frv.« Af þessu má sjá, hversu frek ósann- indi það eru, sem borin hafa verið fram í þessu máli, t. d. í Austra 26. apríl á bls. 48, þar sem sagt er »að það hafi verið mótstöðumenn stjórnar- skrárfrv., sem komu heimastjórnarósk- inni inn í ávarpið«, en að vor flokkur »hafi ekki þorað að neita henni þar um rúm, hversu feginn sem hann vildi«; eða þegar segir í sama blaði 3. maí á 52. bls., »að þessi heimastjórn- arósk hafi verið aett í ávarpið — þröngvað þar inn —, einungis til að fá atkv. E. Briems og Jul. Havsteens með ávarpinu*, og ýmislegt fleira þessu líkt. Eg ætlaði mér ekki að taka til máls í blöðunum út af deilugreinum flokk- anna. En þegar sífelt er verið að stagast á sömu ósannindunum, og það með meiri og meiri dirfsku, í svo ein- feldu atriði, sem hér er um að ræða, og þegar svo stendur á, að eg hlýt að vera sérstaklega kunnugur þessu máli flestum öðrum fremur, þá finn eg mér nú skylt að koma fram með þessa ieiðréttingu, til þess að hinar marg- endurteknu missagnir verði ekki að lyktum taldar óyggjandi sannindi. Reykjavík, 26. maí 1902. Hallgr. Sveinsson. Eftirmæli. Hinn 8. des. f. á. andaðist að heimili sinu Gufudal fremri i Gufudalssveit sóma- konan Guðrún Einarsdóttir, 75 ára göm- nl, ftedd árið 1826 á Ingunnarstöðum i Geiradalshrepp og ólst þar upp hjá foreldr- um sinum nokkur ár, þar til er hún flutt- ist með þeim að Kálfadal i Gufudalssveit og var þar til þess er hún giftist 26 ára gömul Birni Einarssyni frá Gröf í Þorska- firði. Eyrstu 5 húskaparár sín bjuggu þan á Hamri á Hjarðarnesi. Þaðan fluttu þau að Hallsstöðum á Langadalsströnd og hjuggu þar meðan þau lifðu bæði. Þeim var 3 barna auðið, er 2 lifa: Björn Björns- gon merkisbóndi í Gufudal fremri, giftur Sigríði Jónsdóttnr frá Arnardal, og Mar- grét, ógift í Gufudal. Síðari ár æfi sinnar, eða eftir lát manns síns, var Guðrún sál. hjá syni sinum, fyrst í Gröf og þá í Gufu- dal. Guðrún sál var mesta myndar- og at- orkukona, stilt og gsetin, börnum sínum góð móðir og manni sinum ástrik eiginkona. X. X. Hafís var ófarinn af Húnaflóa fyrir vikn. Hrafl á reki fyrir Austfjörðum, er Hekla var þar á ferð nýlega, lítið þó og haga- laust fyrir skipaferðir. Mikill kuldi hér með stórviðri á norð- an frá þvi í gær; um 2 stiga frost i nótt. í þrítugustn Ijyuningu. f>eir þykjast auðsjáanlega vita, aft- urhaldshöfðingjarnir, að það muni þurfa að koma við hann, »svartasta blettinu« sem máltólið þeirra, þjðlfr., kallarkjör- dæruiðhérnanæ8t við höfuðstaðinn. f>að er nú heiil hópur héðan á ferðinni frá þeim, eins og þeytispjöld út nc alt. Auk þeirra, er síðast voru nefndir og ætlaður var suðurkjálkinn sérstak- lega, eru 2 snikkarar hér í bænum, al- kunnir skósveinar baukastjórans, gerð ír út í ferð um uppsýsluna, Kjósarsýslu. Annar lagði á stað um helgina, alla leið upp í Kjóa, bæ frá bæ. Honum var gerður sá grikkur á miðri leið, að maður slóst þar í för með honum úr framfaraliðinu og fylgdi honum bæ frá bæ, til þess að hafa þó reykinn af réttunum, er hann gæddi náungan- um á. Hinn smalinn á að fara á kreik tindílfættur síðari hlut vikunnar og reka á smiðshöggin — hnykkja naglana eftir hinn fyrri. Hann á að veiða á eftir þingmálafundinum hjá Kjósarmönnum á föstudaginn og gista á útbæjunum þar um nóttina eftir. Eina sál fyrir víst hafði fyrri smal- inn veitt. Hinn er vís til að ná í hálfa aðra. Jpeir hafa á boðsólum, þessir sendl- ar, ekki »hann sjálfan«, heldur banka- þjóninn einn, Halldór Jónsson, þennan sem frægur er orðinn fyrir hina nýstárlegu uppgötvun um einhlítt fangaráð til að auka tekjur sínar, sem sé: að bæta við þær útgjöldun- um, — mann, sem fylt hafði flokk 8tjórnbótarliða þangað til í fyrra sum- ar, að »erindrekinn« nafntogaði límdi hann aftan í sig og gerði hann af- skaplega hugfanginn í tímenninga- frumvarpinu sæla. Honum er því sjálfsagt ætlað það erindi á þing á- samt fleirum, að vekja það upp aftur, með væntanlegum afleiðingum af því tiltæki: drátt á »endalokum barátt- unnar« um ótiltekinn tíma. En ekki eru þeir látnir hafa orð á því, sendl- arnir, heldur tjá kjósendum, að hann sé há-valtýskur, með því að alkunn- ugt er, að kjördæmiö er valtýskt, — eindregið Framfaraflokkskjördæmi. Eu einkum er bankamálinu otað fram, máli, sem enginn veit annað hér en að nú muni vera útkljáð með stað- festing bankafrumvarpsins frá í fyrra; og lýðnum kent, að þar sé hr. Björn Kristjánsson skaðamaður, en hinn (H. J.) að því skapi þarfur og vits- munadrjúgur, sem marka má af fyr- nefndri uppgötvun og allri frammi- stöðunni gegn hr. B. Kr. Sennilega er það látið fylgja sögunni, að engin tilhæfa muni vera í fréttinni um, að hlutabankinn sé væntanlegur, og því sríði nú lífið á að fá á þing menn, sem styðja vilji skilmálalaust einka-peninga- verzlun Landsbankans, hvort sem hann megnar að fullnægja þörfum landsmanna til hálfs eða ekki. — Hrein- lega og ráðvandlega farið í sakirnar, eins og vant er hjá afturhaldsliðinu! Af »lækningaferðinni« um suður- kjálkann eru farnar að berast hinar og þessar kýmisögur, t. d. að náung- ínn þar segist við lækni þann leggja þakkarorð í milli að fá meðulin hans í 30. þynningu eða alt landsbankavitið óþynt. Hann kvað sem sé hafa sömu vörúna á boðstólum eins og smiðirnir í uppsýslunni. Annars vegár eru miklar bollalegg- ingar í höfuðstaðnum um að framselja einhvern annan til væntanlegrar kross- festingar hér 4. júní heldur en »hann sjálfana, sem hyggilegra þykir að sýna óskrámaðan á öðru kjörþingi, ef svo slæst. Fórnarlambið kvað eiga að verða eítt af bæjarins mestu »mikil- mennumi og forustugarpur í aftur- haldsliðinu. Öðrum þræði lætur þó afturhalds- liðið sem hann »sjálfur« geti varla þverfótað urn götur bæjarins fyrir áfjáð- um urasækjendum um þau forréttindi, að mega greiða honum atkvæði, en hann bænheyri þá eina, er hann viti vera alveg óháða öllu nema hjart- anlegri sannfæringu og samvizku sjálfra þeirra. Afrek flokkanna. Glögt og skýrt og í örfáum orðum er þeim lyst á einum stað í ritlingnum »Til- drög stjórnarbótarinnar« eftir E. H. »Hvað er það þá, í sem fæstum orð- um, sem sá flokkur hefir lagt til úrslita stjórnarmálsins, er fekk frumvarpið sam- þykt á síðasta þingi og síðastliðið sum- ar tók sér nafnið' Framfaraflokkur? Hanti lagði út í baráttu fyrir samn- ingum við stjórnina, þegar allir slíkir samningar voru lýstir laudráð. Hann fekk því áorkað, að hægri- mannastjórnin gerði tilboð, sent svo batt hendur vinstrimanna. Hann hefir gersamlega umsteypt hug- myndum þjóðarinnar um þá kröfu, er stóð fyrir öllum samuingum, flutning ráðgjafa vors úr ríkisráðinu, og með því gert ltana færa til að þiggja þá stjórn- arbót, er vér nú getum fengið. Hann hefir gert þjóðræðið að einni af aðalkröfum vorum, og yfirleitt kom- ið málinu í það horf, að vér bæði vit- um, hvers vér eigum að krefjast, og að það verður s/nn ávinningur fyrir Dani, að veita oss alinnlenda stjóm. Hann kraíðist innlendrar stjórnar, jafn- skjótt sem hennar var nokkur hugsan- legur koStur. Hattn afst/rði því að lokum, að vér fengjum undirtyllustjórn, þegar svo var komið, að innlend stjórn hlaut að vera á boðstólum. Engu þessara atriða verður hnekt með neinum rökum. Þau eru öyggjandi sögu- legur sannleikttr. Nú er eftir að íhuga það sérstaklega, hvað sá flokkurinn, sem á síðasta þingi barðist gegn frttmvarpi því, er samþykt var, og á hiuum síðustu misserum hefir tekið sér naftiið »Heimastjórnarflokkur«, hefir lagt til þessa máls. Sá flokkur tók með gífurlegustu fár- yrðum og landráðagetsökum samninga- viðleitninni á alþingi 1895. Hann tók fyrst tilboði stjórnarinnar á alþingi 1897 þatin veg, að hann barð- ist gegn því af alefli, að það væri virt umræðu og íhugunar. Síðar á því þingi gerir hann flutning sérmála vorra úr ríkisráðirtu að aðalskil- yrði fyrir því, að þiggja tilboð stjórnar- innar. Því fer svo fjarri, að hann hafi á nokkurn hátt leiðrétt hugmyndir manna vtm setu ráðgjafa vors í ríkisráðinu, að hann flytur stöðugt og látlaust þá kenn- ing, að frumskilyrðið fyrir því, að vér meguvn þiggja uokkura breyting á hinni æðstu stjórn sérmála vorra, sé það, að ráðgjafi vor verði fluttur úr ríkisraðinu. Þessu heldur flokkurinn fram, þangað til á síðasta þingi, er öll þjóðin, að kalla má, er orðin sannfærð um, að þessi kenning sé vitleysá«. Dáinn er hér í bænum í gærkveldi Þorkell Þorkelsson, prests fráReynivöllum, vindlari, áður kaupmaður hér, um þrít- ugt. Fekk »slag« fyrir nokkrum dögum. , Skólapiltur einn lózt í fyrri viku, 22. þ. m., í 3. bekk, úr tæringu, Magnús Magnússon trésmiðs Bergsteinssonar frá Árgilsstöðum í Rangárvallas/slu, nær 23 ára að aldri. Hver átti króánn? það valt upp úr einni undirtyllunni meðal »tímenninganna« snemma á þingi í fyrra, að fóstrið þeirra með mörgu nöfnunum (þar á meðal »Finna dóttir Boga« eða »hin finska dóttir Boga«) væri kornið utan yfir pollinD, og var ísafold ekki þagmælskari en svo, að vanda, að hún sagði frá þessu á prenti. |>á stóðust höfðingjar flokksins ekki reiðari og harðþrættu fyrir það í alla staði. En hvernig fer? Nit lýsir Bogi sagnameistari sig s j á 1 f a n föður að umræddu, frægu fóstri (sjá Austra 3. þ. m.)! þessi eru hans dýru og dýrmætu orð: »þegar prófessor Finnur Jónsson sté á skip í júnímánuði í fyrra, til þess að fara heim til Islands, fekk eg hon- um afskrift af frumvarpi til stjórn- arskipunarlaga til breytingar á nokkr- um greinum í stjórnarskránni. Frum- varp þetta var e f t i r mig, og er frumritið af því geymt í skrifborði minu« [!]. f>að er vonandi, að skrifborðið það komist á Forngripasafnið á sínum tíma. f>að mun þykja einhvern tíma ekki miður merkilegt en ferðakoffortið hans Guðbrands biskups. Helzt ætti þá að fylgja því púltholan, sem mál- fræðingsvfsir einn samdi við latneska orðabók, meðan hann var að búa sig undir inntökupróf í skóla. Kjörgrip þennan, sem Bogi geymir í skrifborðinu sínu, lögðu *tímenning- arnir« síðan til grundvallar fyrir frum- varpi sínu. Svo segir Bogi frá. Síðan segir sagnameistarinn, aðfrum- varp sitt innihaldi sömu réttarbætur, sem frumvarp það, er ráðherra íslands ætli að leggja fyrir alþingi, en auk þess nokkrar aðrar. f~að er með öðrum orðum, að grund- völlurinn fyrír tímennÍDgafrumvarpinu, sem ráðgjafinn lýsti »alveg óhafandi#, hefir sömu réttarbætur að geyma, sem. hið nýja frumvarp sjálfs ráðherrans,, er hann segir þó, ráðherrann, að sé ekki annað en valtýskan frá síðasta þingi, að viðbættri búsetunni, sam- kvæmt ósk Framfaraflokksins. Hvort er nú aðdáanlegra í þessari frásögu, sannleiksástin eða hugsunar- skarpleikurinn ? Lesendurnir minnast væntanlega þess, að þetta er sami stjómvitringur- inn og 8agnameistarinn, og kveðið hefir áður upp með það, að það hafi í raun réttri verið »hið lang- mesta pólitiska happ, sem ísland hefir orðið fyrir, síðan það fekk stjórnarskrá sína, að ráðgjafi þess varð danskur maður, er var önnum kafinn af öðrum, miklu umfangsmeiri stjórnarstörfum«. Eftir þessum bókum hefir þá Finn- ur ekki verið annað en sendisveinn Boga með frumvarpið hingað. En nú segir sagan þó, að hann hafi þózt eiga það líka. |>eir kváðu hafa skrifað hingað til lands kunningja sínum í vetur, Finn- ur og Bogi, hvor í sínu lagi, með sömu ferðinni: »M é r,—m é r og engum öðrum er stjórnarbótin að þakka«. |>eir vilja báðir eiga króann; en eiga líklegast hvorugur meira í honum en konan, sem barninu stal og lót sér hvergi bilt við verða, er Salomon kon- ungur skipaði að höggva það í sund- ur milli hennar og hinnar réttu móð- ur. |>eir mundu líklegast báðir horfa á það gert með rólegum skapsmunum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.