Ísafold - 07.06.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.06.1902, Blaðsíða 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv, i viku Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða t’/> doll.; borgist fyrir miðja* júii (erlendis fyrir frant.) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXIX. ársr. Reykjavík laugardaginn 7. júni 1902. 35. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0. 0 F. 846139. I. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbókasafn opið lirern virkau dag k]. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) rnd., mvd. og ld. tíl útlána. Ókeypis augnlækning á spítalannm fyrst.a og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Svems- eonar hjú kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landakotskirkja. G-uðsþjóuusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Ritdómur. Einar Hjörleifsson: Yestan hafs og austan. Þrjár sögur. Rvík 1901. _ : Bg hefi heyrt þeirri skoðun hreyft, að í íslenzku þjóðlífi beri nú fátt það við, er vert væri að rita skáldsögur um, eða setja í ljóð. Hitt mun þó uær sanni, að söguefni mundi sízt vanta, væru augun nógu skörp, ástin á lífi þjóðarinnar sterk og áhuginn á að grannskoða það vakandi. Og barna- leg er sú skoðun, að sálir búi að eins í glæstum höllum og í hringiðu stór- borganna. •Vestan hafs og austan« er f mínum augum full sönnun þess, að söguskáld vor þurfa ekki að sækja efnið lengra en í brjóst landa sinna, ef þeir leita þar nógu vel. Eg skrifa þéssar línur, ef vera kynni að þær fengju einhvern til að lesa bókina, sem annars léti hana ólesna; því eg tel það skaða, ef hún fer víða fyrir ofan garð og neðan. Penni Einars Hjörleifssonar er skor- inn úr góðri íslenzkri fjöður. Hann fer aldrei geystur eða rasandi, gerir enga óþarfa útúrdúra með krókum og kringilátum. Drættirnir eru hreinir, mjúkir og glöggir og festa sig vel í meðvitund lesandans. Fyrsta sagan »Vonir« er þegar orð- in víða kunn. Brandes hefir knésett hana og kallað perlu, og eru það góð meðmæli. En sagan mælir bezt með sér sjálf; á svipstundu hugnemur hún lesandann og kippir honum inn í inn- flytjendavagninn, sem þýtur hvúsandi og másandi yfir sléttuna, fullur af ís- lenzkri örbirgð og þreytu, óskum, von- um og lífslöngunum. f nýíslenzkum bókmentum er leitun á lýsingu, er ber- andi sé saman við myndina, sem höf. bregður upp af komu innflytjendanna til Winnipeg; svo handvissir og lifandi eru drættirnir og litirnir ógleyman- legir. það er eins og maður sjái þessa frá- ^iltu kvísl íslenzku þjóðarinnar renna ^eð þungum straumi út í þjóðahaf- sem hún á að blandast við og hverfa í. þessi lýsing er þó að eins um- gjörð utan um aðalefni sögunnar, sem er sálarástand lítilsiglds vinnumanns. Höf. hefir staðnæmst hjá honum, þar sem hann sat hræringarlaus við einn gluggann á vagninum og horfði í gaupnir sér. Með glöggu auga rek- ur hann sundur þræðina í tilfinninga- lífi þessarar einföldu, barnslegu sálar ástina, afbrýðissemina, angistina, al- gleymisfögnuðinn og nú hina sterku, lémagnandi þrá eftir unnustunni, sem hanu hafði lagt alt í sölurnar fyrir og átti nú bráðum að fá að sjá aftur. Vér sjáum svo, hvernig allar skýja- borgirnar, allir framtíðardraumarnir, sem líf hans loddi við, hrynja og hverfa, þegar unnustan útskúfar hon- um eins og hundi. Og um' leið og höf. sýnir oss öldurót ástríðnanna í sál hans, hefir hann fylgt honum út á sléttuna fyrir vestan Winnipeg: »Friður sléttunnar fekk vald yfir honum. Astríðurnar leystust sundur og runnu saman, líkt og slsýjabólstr- arnir á suðurloftinu. Og við það mistu þær broddana og stungu ekki lengur. En í stað þess fanst honum brjóst sitt þrútna, belgjast út, eins og það ætlaði að springa. Og svo fleygði hann sér niður á sléttuna og grét, grét eins og barn; fyrst með hörðum hviðum og háum sogum, og svo stillilega, lágt og létti- lega. |>að var ekki karlmannlegt, en hann þurfti ekki að skammast BÍn. f>að heyrði það engin nema sléttan — slóttan, sem héðan af átti að verða eina unnustan hans, og er flestum unnustum betri. f>ví hún gerir menn auðugri, þar sem margar unnustur gera mann fátækari; því að hún snýr aldrei við manni bakinu; því að hún ar síung og síhraust, og deyr aldrei burt frá manni, heldur tekur mann þvert á móti í fang sér, þegar maður er sjálfur dauður, og faðmar mann til eilífðar. Sléttan ómælilega, endalausa, sem er full af friði og minnir á hvíld- ina eilífu*. »L í 11 i - H v a m m u r« er sumar- saga með sveitasælu og sólskini, en líka skúrum úr heiðríku lofti. Ágæt- lega er lýst heimkomu Sigurgeirs, ungs og efnilegs bóndasonar, er framast hef- ir erlendis, fyrsta morgninum heima, þegar hann vaknar við söng, undur- þýða og viðfeldna kvenmannsrödd. f>að var Solveig, sem var að syngja. Hún stýrði nú búi föður hans, gamals héraðsbubba, er hefir föður hennar á skuldaklafa. Samvera Solveigar og Sigurgeirs fyrstu dagana er full af sól- skini, vakuandi ást og fögrum fram- tíðarvonum. En svo kemur skúrin. Sveinbjörn gamli, faðir Sigurgeirs, marghryggbrotinn karlhólkurinn, t9kur það í sig, að vilja eiga Solveigu. Hann virðir að vettugi, að hún og sonur hans unnast, og svo fast sækir hann þetta, að hanu ætlar að setja foreldra Solveigar á sveitina, láti hún ekki að vilja hans. Sníldarlega er lýst sálar- stríði Sigurgeirs og Solveigar, þar sem skyldan við foreldrana á í stríði við ástina. Einar Hjörleifsson þekkir svo vel sálir þær, sem hann lýsir og hefir mikinn styrk í því að rekja hugsana- vef þeirra og koma fram löngu gleymd atvik, er bregða einkennilegu ljósi yf- ir augnablikið. Solveig ræður loks af að fórna sér fyrir foreldrana og ganga að eiga Sveinbjörn, og nú sýnist komið í óvænt efni. En lesandinn á bágt með að trúa því, að nokkuð verði úr þessu, því Solveig er svo yndisleg, hvort heldur hún hlær og hoppar úti í sól- skininu eða stendur í tunglsgeislunum inni í stofunni, há, grannvaxin og föl- leit, eða hún titrar af sorg og örvænt- ingu. Ósjálfrátt skimar maður eftir, hvar fórnardýr hangi á hornunum, svo að hægt 8é að kasta því á bálið í stað þessarar elskulegu stúlku. Til allrar hamingju er heylyktin sterkasta hreyfiaflið í sál Sveinbjarnar gamla. Um mörg ár hefir hann í hug- anum verið að grafa sig inn í hey- stabbana í Litla-Hvammi, sem honum þó aldrei hefir tekist að eignast, og ekki þó hann bæði Guðríðar gömlu, ekkjunnar, sem átti þessa happadrjúgu heyjajörð. Guðríður er bezta vinkona Solveigar og Sigurgeirs, og nú fórnar hún Litla-Hvammi og fellur þá alt í ljúfa löð. En nú hefir hún látið af hendi það, sem alt líf hennar, starf- semi og andurminningar var tengt við, og hún deyr skömmu síðar, vonandi að einhver Litli-Hvammur sé á strönd- inni fyrir handan. — f>að er hreinn og fagur blær yfir æfi þessarar konu, líkt og yfir Litla-Hvammi kvöldið sem hún lagði hann í sölurnar fyrir ham- ingju elskendanna ungu, sem erfðu hana. Síðasta sagan héítir: »Örðugasti hjallinn*. Gömul kona lítur yfir liðna æfi. Hún er komin upp að hömrunum, sem liggja á landamærum þessa lífs og annars, og hún rekur í huganum erfiðustu sporin, sem hún hefir stigið á leiðinni. f>au voru: a ð láta sér lærast að þykja vænt um manninn sinn. f>að hefir verið lítið um fagnaðarnautn í hjónabandi hennar. En þeirri skoðun, að ekkert sé heilbrigt nema gleðin og íturhyggj- an, svarar hún svo: »f>að er hlut- tekningin með sorginni, lotningin fyrir henni, skilningurinn á henni, sem hef- ir forðað mér frá að verða vond kona, og hleypt heilbrigði inn í mitt líf«.— Hún hefir þolað mikið mótlæti, þessi gamla kona. Hún hefir elskað og vonað. Vonirnar hafa brugðist. Ás- geir, unnusti hennar, siglir til háskól- ans og lendir inn í hringiðu hins lokk- andi straums ástríðnanna. Hún hefir beðið og beðið eftir bréfum, sem al- drei komu. Hún hefir grátið, kent í brjósti um unnustann og loks hefir hún fylgt öllum Vonum sínum tilgraf- ar. f>á giftist hún öðrum manni, manni sem hún ann ekki — giftist fyrir fortölur föður síns, af éljanleysi og þrekleysi. I huga hennar er öm- urleg, ísgrá þoka. »En það hvesti áður en varði og þá sveiflaðist þokan burt«. f>egar hún er búin að lifa eitt ár í þessu ömurlega hjónabandi, kemur As- geir heim, og er þá orðinn sýslumaður. Endurminningin um unnustuna hefir gefið honum styrk til að rétta við. Hann fær bústað á heimili hennar, því svo er vilji manns hennar, en fornvinar hans. — Lengi situr hann um að fá að tala við hana einslega. En hún verst. Svo var það einn dag um haustið í fyrstu snjóum, að hún fór ein fram í stofuna til hans. Og þegar hann hefir fengið skýrt henni frá öllu sínu óláni og hún hefir skilið hann til fulls, lýtur hann niður að kinninni á henni og segir lágt og inni- lega: »Kystu mig, f>órdís — rétt í þetta eina skifti. Láttu það vera merki þess, að þú fyrirgefir mér alt og alt — og jafnframt kveðju. f>ú manst, að við kvöddumst aldrei í hvamminum forðum, gerðum ekki nema heilsast. Við eigum eftir að kveðjast — ekkert annað en kveðjast. það getur ekki verið nein synd fyrir þig að kveðja mig. Hugsaðu þér að eg væri dáinn — það er sama sem, þegar gleðin er dáin og vonin er dá- in. — Ef eg lægi hér lík, þá myndirðu laumast fram til mín, þegar enginn sæi til, og kyssa mig, gamlan, breysk- an, ólánsaman æskuvin þinn, sem aldrei elskaði neitt nema þig. f>ú gætir ekki stilt þig um það, og þú vissir vel, að það væri engin synd. Kystu mig — kystu mig. • Og eg vafði hendurnar um hálsinn á honum. f Eg vaknaði eins og af draumi við að sjá manninn minn standa á gólfinu rétt fyrir innan dyrnar, snjóugan og vosklæddan. — Eg hrökk úr faðmin- um á sýslumanninum og staðnæmdist á miðju gdlfinu, ráðalaus og hugsana- laus. Maðurinn minn mælti ekki orð frá munni, eg veit ekki hvað Iengi — mér fanst það vera eilífðartími — og blíndi á okkur í sífellu. Eg fann kuldann leggja af snjóugum fötunum og það fór hrollur um mig. — Loksins varð honum þetta að orði: »Að þ ú skyldir geta gert þetta, f>órdís!« Svo skjögraði hann út um dyrnar, eins og þung byrði væri á bakinu á honum, sem hann fengi naumast risið undir. Já — að eg skyldi geta gert það. Mér fanst eins og eg hefði misþyrmt saklausu barni«. Varla finst slíkur þursi, að hann mundi vilja kasta steini á þessa konu fyrir að kyssa gamlan unnusta sinn, eins og ástatt var. Hún hlaut að gera það, svo sannarlega sem hún var

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.