Ísafold - 12.07.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.07.1902, Blaðsíða 2
170 til, því öll þessi orð eru útlistuð í Frœðiorða-skíjringunum, sem koma á eftir. þessar akýringar eru ágætar; því auk þess að þær skýra nýyrðin svo vel, fela þær í sér mjög mikinn fróðleik um líf og skapnað jurtanna. |>ær má því til að lesa rækilega. Seinast í bókinni eru ýmsar aðrar merkilegar skýringar og nafnalistar, sem einnig er sjálfsagt að lesa. Við íslenzku jurtanöfnin er það helzt að athuga, að sum þeirra eru alveg ný, en sum göraul, enlíttkunn. Flest nöfnin eru þó alþekt. Stöku gömlum fremur algengum grasanöfn- um er slept, en önnur nöfn, og sum þeirra líklega ný, sett í staðinn. Set eg hór litla upptalning: Gamla nafnið. Nýja nafnið. Sældingur = Sauðlaukur Vatnsax = Nykra Refshali = Liðagras Hvíngras = Língresi Vallarsúra = Túnsúra Sandjurt = Sandi Gæsablóm = Vorblóm Gæsamatur = Skriðnablóm Strandbúi = Strandkál Vatn8Stjarna =es Vatnabrúða Lifrarjurt = Mýrasóley þúsundblað = Mari Hesthali = Lófótur Andrómetuj. = Mosalyng Æruprís = Bládepla Lungajurt = Blálilja Eilífðarblóm = Fjandafæla Mörg nýju nöfnin eru ágæt, t. d. língresi og skriðnablóm. Og yfir höfuð: bókin er afbragð. Og þar sem nú tveir aðrír beztu grasa- fræðingar landsins hafa unnið með Stefáni að bók þessari, þá er víst ó- hætt að segja, að ekki er hægt að semja fullkomnari lýsing á æðri jurt- um landsins, sízt að svo stöddu. — Óska eg þess svo innilega, að Stefáni kennara megi endast heilsa og aldur til að semja sem fiest rit um jurtaríki vort og um gagnsmuni þess og fegurð. Treysti eg því, að læknar vorir yrðu honum hjálplegir í að semja rit um lækningakraft íslenzkra jurta, því þess gerist mikil þörf. — Margur hef- ir verið heppinn að lækna með ís- lenzkum grösum, og eftir því sem þekkingin vex á þeim, eftir því mun hepni þessi vaxa. Annars er ekki hætt við því, að all- ir, sem nokkra mentun hafa, kalli ekki Stefáns grasafræði góða bók. tín hitt er mikið fremur að óttast, að margur hugsi og segi: Hvaða gagn er nú annars í því að þekkja þessi grös? jpessari spurningu vil eg reyna að svara. |>að ér næsta mikið og margbreytt gagn í því og miklu meira gagn en fiestum dettur í hug. Sá, sem er vel grasafróður, getur haft jurtirnar til mikilla lækninga bæði við menn og skepnur, og fundið þannig margra meina bót í blóma- geimnum. Sá sem er vel grasafróður, fær enn þá betra vit á að rækta og hirða fóð- urjurtir handa mönnum og skepnum, og eins að halda öllum fénaði þar til haga, sem hentugast er fyrir hann. Grasafræðin gerir því góðan búmann enn þá betri og lakan búmann skárri, geti hann annars nokkuð lagast. Grasafræðin gerir manninn ánægð- ari með lífið, fegrar tilfinningalíf hans, kennir honum reglusemi og ættjarðar- úst. Sá sem er vel grasafróður og elskar blómin, hann hefir þau, eins og Stefán segir, fyrir »béztu kunningja, sem hann hefir hina mestu ánægju af að umgangast daglega«. Hann tollir því betur í einverunni og unir betur í haganum hjá fénu. Nú þykir bænd- um oft mestu vandræði að fá hjú sín til einverustarfa; þau vilja ólmt í sollinn og glauminn. Og bændum leiðíst svo náttúrlega einvirkjalifið, og margir þeirra flýja sveitirnar og fylla kaupstaði og sjópláss. »Of fátt er í sveitum, of margt í kaup- stöðum# er nú að verða viðkvæði margra. Ef menn hefðu meiri unun af nátt- úrunni, og þá t. d. grösunum, þá þyldu þeir svo miklu betur einveruna og gegndu betur skylduverkum sínum í henni, feldu sig betur við sveitalífið. Eg man eftir því, þegar eg ólst upp í Borgarfirði, að fjármenn undu oíurvel hjá fénu, af því þeir höfðu á- nægju af náttúrunni, gaman að skepn- um og grösum. Og sumir þeirra höfðu bækur með sér, ef náttúran var þeim ekki nóg. — jpetta hélt þeim glöð- um og vakandi við verkið. En eg man Iíka smala, sem alt af hélt fónu vel til haga og misti ekki af því, á meðan haDn gladdi sig við blóm og bækur sínar. En eftir að hann var búinn að bergja á óminnisöli fjölmenn- isglaumsins í kaupstaðnura, hætti hann að hugsa um blóm og bækur, þráði sáran úr fjallinu og út í heiminn, sofnaði og týndi fjórða parti af öllum ánum rétt eftir fráfærur, og fundust þær ekki fyr en seint um haustið. þessi saga sýnir vel, hvernig fer, ef' fólk hættir að hafa ánægju af nátt- úrunni, sem það lifir af, hvort sem það eru skepnur eða jurtir. því leiðist sveitalífið og búskapurinn, jarðir fara í eyði, kaupstaðir offyllast, iðjuleysi og ýmsir aðrir lestir og eymd fara vaxandi. Kennum því æskulýðnum að unna skepnum og jurtum. Sá sem er vel grasafróður, venst á að sjá og elska hið fagra bæði í stóru og smáu. Hann sér fegurð hins tign- arlega reynitrés og hins litla, fagra ljónslappa. Hann sér, að sama lit- prýði og snildarlag er á bláberjalyng- inu eins og á mörgum heimsfrægum stórskógatrjám. Hann öðlast smekk fyrir að prýða heimilið með vænum matjurtagörðum og fögrum blómreit- um. Hann lærir svo að unna hrein- læti og snyrtimensku. Sá sem er vel grasafróður, venst á að hugsa og tala skipulega, því jurtakerfið er mjög marg- breytt og þó fjarskalega skipulegt og reglubundið. Og fáar vísindagreinar mynda eins fallega samsvarandi eining eíns og grasafræðin. En sá sem venst á að hugsa og tala með góðu skipu- lagi og fallegri reglu, hann venst líka á fallega reglusemi í ytri hegðun og í viðskiftalífi við aðra menn. Sá sem er vel grasafróður, hlýtur smátt^bg smátt að elska gróðrarríkið, fegurð þess og tign, fjölbreytni þess , og eining, og svo um leið hverja plöntu út af fyrir sig, og þó einkum þær, sem upplífga og uppljóma eyðimerkur vor- ar, en margar þeirra jurta eru ein- hverjar hinar fegurstu, svo sem holta- sóley og lambagras. J>essi elska vekur svo hjá honum ást til ættjarðarinnar, til íslands, sem elur þessa fegurð og dýrð í sínum harða jökulfaðmi. Hún kennir honum að þakka þeim, sem gaf oss jurtaríkið. Hann veit manna bezt, að án jurt- anna værum vér og dýrin ekkert. Ekki þurfa jurtirnar mannsins við. Ótal aldir stóð ísland alklætt blóm- skrúði og skógardýrð, áður en nokkur lifandi maður leit það. Vér eigum okkar líkamlega líf und- ir náð jurtaríkisins. Vér lifum ætíð eius og þyrst og svöng börn á brjóst- um þess. |>að fórnar sér ósjálfrátt fyrir 03S. Vér iifum á fórnarblóði þess; það er vor jarðneski fósturfaðir og frelsari. Virðum því og elskum jurtaríkið, förum vel með það, veitum því skjól og áburð, verjum það tortímingu og ræktum auðnir vorar, svo »Eden mynd- ist á mel og hrauni, mýri og sandi«. G. Hjaltason. Áfengisbölið í heiminum. Getið er í norskum blöðum um nýja bók, sem er doktorsdispútazía eftir finskan magister, Matti Helen- ius, um áfengi og áfengiseyðslu með- al ýmissa þjóða að fornu og nýju. Sömu kennmgu er þar haldið fram vitanlega eins og bindindÍBliðið hefir flutt lengi bæði hér og annarsstaðar. En þó er mikill fengur í slíku riti og því líkum vegna þess, að bindindis fjendur láta jafnan við klingja, að svo lítið sé að marka rit og ræður bind- indismanna bæði fyrir sakir ofstæki þeirra og ónógrar vísindalegrar þekk- ingar. það eiga þeir miklu óhægra með, er vísindamaður kemur fram á sjónarsvið með árangur vísindalegra rannsókna og flytur ekki annað en hann veit sig geta varið fylhlega í hóp sinna líka og fyrir árásum sér jafnsnjallra fræðimanna. Höf. segir, að Kínverjar hafi verið í fyrndinni mesta drykkjuþjóð, en te- drykkjan hafi meðal annars vanið þá af áfengisnautninni og fyrir það hafi þjóðin ekki tortímst. En þá uddu Bretar það níðingsverk á þeim fyrir 60 árum, að þeir þröngvuðu þeira með hervaldi til að hætta að amast við inn- flutningi annars áfengiseitursina frá, ópíums, frá Indlandi, þeim til fjár- plógs, Bretum. Kristninni hefir fremur lítið ágengt orðið til útrýmingar áfengisnautninni. En Múhameðstrú hefir áunnist að venja margar míljónir manna af vín- nautn. Höf. kemur með yfirlit yfir áfengis- nautn í ýmsum Norðurálfuríkjum, og er Belgía þar efst á blaði, með sinn mikla, illa haldna verkmannalýð. »Af hverju 100 manna, er nú deyr í sjúkrahúsum í Bryssel, eru 80 á- fengissjúklingar. |>ar Iiggur brautin niður í nýtt siðleysisástand. J>að er voðatilhugsun, hve óskaplega áfengis- elfan hefir vaxið síðari árin, en hún rennur út í brennivínshaf, sem gleypt hefir 20 árin síðustu 2300 miljónir franka, en það er nákvæmlega sama fjárhæðin eins og ríkisskuldir Belgíu. þjóðin hefir með öðrum orðum drukk- ið í iunlendu brennivíni eins mikið eins og farið hefir til að grafa alla skipaskurði, leggja alla vegi og járn- brautir, gera allar hafnir og kastala- virki, er landið hefir gera látið — með lánúm — síðan það varð ríki«. |>etta er haft eftir belgiskum þingmanni. Hér er ágrip af skýrslu höf. um ár- legan manndauða af völdum áfengis í ýmsum löndum — af áfengissýki, ölæði eða því, er menn verða bráðkvaddir af ofdrykkju : Bretland hið mikla og írland 40,000 Belgía og Holland .... 20,000 Bússland...................... 100,000 Frakkland...................... 40,000 Jpýzkaland..................... 40,000 Skandinavía og Sviss . . . 10,000 jþað er með öðrum orðum, að í þess- um fáu löndum banar áfengi 250,000 manna á hverju ári, eða 7% miljón manna á 30 árum, en það samsvarar öllu mannfalli í hernaði í öllum styrj- öldum á 19. öld. Drykkjuskapurinn er því eins mikið böl fyrir mannkynið eins og hernað- arokið. |>jóðverjar kostuðu árið 1898/99 til landhers síns og herskipastóls 730 miljónum ríkismarka, en beint til á- fengra drykkja 3000 miljónum. Svíar verja til landvarna 35 milj. kr. um árið, en til áfengis 80 milj. Tæpum 18 milj. kr. kostuðu Danir til hermála í fyrra, en 62| milj. til áfengis. í}ar fara þeir nú að |>að er tæpast ofsagt um aðfarírnar hans síra Jóhannesar L. L. Jóhanns* sonar þessa síðustu mánuði í þjóðólfi, — fyrst í blaðinu 16. maí og síðan 27. júní, »að þar fara þeir nú að, en ekki lengra«. I fyrra blaðinu hleypti hann af stokkunum greininni: »Yfirburðir 10- mannafrv. yfir frumv. Valtýinga*. Eins og fyrirsögn greinarinnar bendir á, er hún ítarleg tilraun til að sanna það með samanburði á frumvörpunum grein fyrir grein, að 10-mannafrv. sé í mörgum og mikilvægum atriðum betra en frumv. Valtýinga, þ. e. stjórnar- skrárfrumvarp það, er hlaut samþykki síðasta þings og ráðherra vor hafði boðist til að veita konungsstað- festingu á, ásamt viðaukatillögu eða inn- skotsgrein frá sjálfum sér um búsetu Is- landsráðherrans í Rvík og launagreiðslu til hans af landsfé, og þá sjálfsagðri niðurlagning landshöf ðingj adæmisins. Hverjum skynbærum Tslendingi er það Jöngu kunnugt orðið af hinni skýlausu yfirlýsing ráðherrans í blaði hans Dannebrog, sem tekin var orðrétt upp í hérlend blöð, að oss hefir síðan stað- ið og stendur enn til boða þ e 11 a frumvarp og ekki annað, og með þ e s s u m viðauka og ekki öðrum, og ekki öðrum breytingum en þeim, er af honum leiðir að sjálfsögðu. |>etta sama frumvarp bar Jóh. sam- an við 10-m.frv. grein fyrir grein, fann því margt og mikið til foráttu, en lofaði 10-m.frv. á hvert reipi, og lagði það til, að þingið legði það til grundvallar við meðferð stjórnarskrár- málsins, gerði það að »undirstöðu breytinganna á aukaþinginu í sumar«. Átta dögum síðar (24. maí) kemur svo Isafold með greinina »Hvað þeir hugsa sér«, merkta N., og síra Jóh. nefnir hana »ritdóm« um grein sína. |>ar segir um nefnt ritverk hans: »Yf- irburðir o. s. frv«., að það sé »mjög á- leitin tilraun til að sýna fram á yfir- burði 10-m.frv. fram yfir þ a ð, er oss standi nú til boða«. (Einkenning þessi er sjálfsagt rétt, það sem hún nær; en tæmandi er hún ekki. 1 huga mínum og penna hefði hún orðið fyllri. Eg hefði sagt hana ennfremur: til- raun til að vekja með kjósendum og þingmönnum óbeit á því, er oss nú stendur til boða, og tilhneiging til að hafna því, en taka upp 10-m.frv., að undanskildum umboðsráðgjafanum f Kaupmannahöf n). Hvað gerir síra Jóh. þá? í svæsinni grein, er hann nefnir •Valtýskar aðferðir« í |>jóðólfi 27. f.m., lýsir hann þessi sömu ummæli helber ósannindi;—og þrátt fyrir það, að ljós rök höfðu í nefndri Isafoldargrein ver- ið að því leidd, að ákveðin atriði í grein síra Jóh. væru vanhugsuð og önnur hvorki rétt né sönn, og að það væri mikið vanhyggjuráð (»glapræði«), að hyggja nú á mikilvægar breyt- ingartillögur við stjórnartilboðið, svo að honum mátti vera vorkunnarlaust að átta sig, þá slær hann í þess stað höfðinu við steininn, og fullyrðir, að ísafoldar-»greinin öll sé nú eigi annað en lygar, útúrsnúningur og rangfærsl- ur«. En þessi scóru orð afmá það nú samt ekki, að síra Jóh. bar 10-m.frv. saman einmitt við það, sem í boði var og er og verður á aukaþinginu í sumar, og að hann ritaði og undir- skrifaði þessi orð: »innlend búseta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.