Ísafold - 12.07.1902, Blaðsíða 4
172
á öræfunum. Hinir piltarnir hottuðu
á þá að aftan; við komum í flasið á
þeim. þeir eru komnir í úlfakreppu,
skal eg segja yður. Farið upp á snös-
ina þarna. þá sjáið þið nokkuð skrít-
ið. það verður höfuðflenging þetta
skiftiðt.
»Við skildum við nokkra félaga vora
hjá brunnunum, og erum mjög hrædd
um þá«, mælti hersirinn. »þið hafið
líklega frétt eitthvað af þeim?«
Fyrirliðinn ungi gerðist þungbúinn
á svip og hristi höfuðið.
»111 tíðindif, anzaði hann. »|>að er
ekki við lömb að leika sér, þar sem
þeir eru, ef að þeim er þjappað.
Hérna hvað eg ætlaði að segja: við
höfðum aldrei búist við að hitta ykkur
á lífi, og okkur þykir mjög vænt um
að hafa heimt r.okkur af ykkur úr
helju. Við gerðum okkur í mesta
lagi von um að geta hefnt yðar«.
»Bru nokkrir Englendingar með yð-
ur?«
»Hann Archer er með útsveitinni.
Hann mun eiga leið hér um, með því
að eg ætla að ekki verði annarsstaðar
farið. Við höfum einn úr vkkar hóp
þarna uppi — i skringilegan, gamlan
fugl, rauðtoppóttan. Vona að við hitt-
umst síðar. Sæl!«
Hann drap hendi við hjálm sér,
keyrði úlfaldann sporum og hleypti á
sprett á eftir mönnum sínum.
»|>að er ekki annað ráð vænpia fyr-
ir okkur«, mælti hersirinn, »en að láta
fyrir berast þar sem við erum, þang-
að til þeir eru komnir allir fram hjá«.
f>að var auðséð, að þeir mundu
halda þá leið, hinir, sem eftir voru.
f>eir riðu fram hjá í dreifðri fylkingu
— blökkumenn og mókinnar, Sud-
ansmenn og Egiptar, alt valið fólk;
þeir voru einvalaliðið í Súdanshernum.
|>eir höfðu allir dökkgulan axlarfetil
og létu byssurnar líggja á læri sér.
Stórvaxinn maður svartskeggjaður
og síðskeggjaður reið á aðra hlið sveit-
inni og hélt á kíki í hendinni.
»Hæ-hæ, Archer!« kallaði hersirinn
hásum róm.
ffy Næsta bl. laug-
ardaginn 19. þ. m.
Á Húsafelli 1 Hálsasveit #r i óskilnm
jarpskjóttnr klárhestur; mark er: heilrifað
og fjöður framan vinstra. Eigandi vitji
gegn borgun fyrir þessa auglýsingu
1. júlí 1902. Þorsteinn Magnússon.
Ostur
egta schw., rússn.,
Steppe,dansk, Gouda,
Bachsteiner,
Myse, Mejeri.
í verzl. Nýliöfn
Rauðsokkóttur foli 2 vetra, ógeltur,
mark: gat h., er i óskilum á Varmáí Mos-
fellssveit og verður seldur innan 8 daga, ef
eigandi ekki gcfur sig fram fyrir þann
tíma.
Varmá 5. júlí 1902.
Björn Þorldksson.
Björnstjerne Björnson
Samlede Værker I—XI Bind.
Folkeudgave.
Fæst í bókverzlun Isafoldarprent-
smiðju. Verð 25 kr.
c7C. Shinífíaíf
yfirréttarmálaflutningsmaður,
tekur að sér skuldheimtur og annast
mál í Kaupmannahöfn fyrir íslendinga.
—íslenzk skjöl þarf eigi að þýða..—
Utanáskrift: Overretssagförer H. Stein-
thal, VestreBoulevard 33, KöhenhavnB.
Danmraks Statistik
áður 64 kr., nú 15 kr.
Bókverzlun ísafoldarprentsm. útvegar.
Orgelharmonium
gerð í eigin verksmiðju og vesturheimsk
íiá 120 k(.
með 1 rödd, og frá
220 ki.
með 2 röddum.
10°lo afsláttur
ef greiðsla fylgir
pöntuninni.
5 ára
skrifleg ábyrgð.
seljum við undirskrifaðir. Þau hafa fengið beztu meðmæli helztu söngfræð-
inga á Islandi og í öðrum löndum og sýninga, þar sem þau hafa verið sýnd.
Biðjið um verðlista með myndum.
Petersen & Steenstrup, Kjöbenhavn B.
¥ín, Vindlar og Cigarettur
stórt úrval í verzl. ,NÝHÖFN‘.
lí
S W1
Með fengnu leyfi landshöfðingja er
afráðið að halda tombólu fyrir ekkna
sjóð Reykjavíkur á næstkomandi hausti.
Vér sem kosnir vorum til að ann-
ast um tombóluhald þetta, leyfum
oss hér með að fara þess á Ieit við
hina háttvirtu bæjarbúa, að þeir láti
af hendi rakna einhvern lítinn styrk,
annaðhvort í peningum eða mun-
um, til tombóluhaldsins, og verður
því veitt viðtaka af oss undirrit-
uðum.
Reykjavík í júlí 1902.
Sigurjón Sigurðsson Jónas Jónsson
snikkari. Steinsholti.
Runólfw' Mognússon Pétur Gíslason
Gunnarsholti. Anauaustum.
Guðm. Guðmundsson Einar Einnsson
fátækrafulltrúi. verkstjóri.
Gisli Jónsson Sigurður Jónsson
Nýlendu. skipstj. frá Görðunum.
Gunnar Gunnarsson.
Kvennaskólinn
á Blönduós.
Þær stúlkur, sem ætla sér að sækja
um skólavist í kvennaskólanum á
Blönduós næsta vetur, eru beðnar að
senda umsóknarbréf sín til undirritaðs
formanns skólanefndarinnar við fyrstu
hentugleika.
Hver stúlka borgar með sér 135
kr. fyrir kenslu, fæði, húsnæði, Jjós
og hita, helming fyrir fram og helming
við burtför.
Skólaárið er frá 1. okt.—14. maí.
Stúlkur lengra að mega koma, þó þær
ekki verði búnar að fá svar; einnig
mega þær koma fyr eða seinna, eftir
þvi sem stendur á skipaferðum.
Blönduós, 12. júní 1902.
J. G. Möller.
• Fyrif kaupmenn. •
Þeir kaupmenn, sem gjöra kost á
að selja kvennaskólanum á Blönduós
vörur gegn peningum komnar, á land
á Blönduós um miðjan septbr. n. k.,
svo sem:
Rúgmjöl, b.bygg, hrísgrjón, ert-
ur, flórmjöl, hveiti, kaffi, export,
melís, kandís, púðursykur o. fl.,
sem með þarf til skólahalds, gjöri svo
vel að senda undirrituðum lægstu fram-
boð sln fyrir 31. júlí n. k.
Eftir áskoran sýslnnefndar Húnavatnssýsln.
í umbnði forstöðunefndar kvennaskólans.
Blönduós 12. júni 1902.
J G Möller.
Hér með er skorað á skuldheimtu-
menn i dánarbúi baróns C. Gauldrée
Boilleau frá Hvítárvöllum, er lézt er-
lendis í desbr.mánuði f. á., að lýsa
kröfum sínum og sanna þær fyrir
skiftaráðanda hér í sýslu áður en 12
mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu
þessarar auglýsingar. Með sama fyr-
irvara er skorað á erfingja hins látna,
að gefa sig fram og sanna erfðarétt
sinn.
Skrifst. Mýra-og Borgarfjarðarsýslu,
16. júní 1902.
Sigurður f»órðarson.
V o 11 o r 8.
Full 8 ár hefir konan tm'n þjáðst af
brjóstveiki, taugaveikhin og illri melt-
ingu, og reyndi þess vegna fms tneSul
en árangurslaust. Eg tók þá aé reyna
hinn heimsfrœga Kína-lifs-elixir frá
Waldemar Petersen, Fredcriksha n, og
keypti nokkrar flöskur hjá J. R. ,B. Le-
folii á Eyrarbakka. Þá er kona.. mín
hafði eytt úr 2 flöskum, fór hetmi að
batna, meltingin varð betri og taugarn-
ar styrktust. Eg get þess vogna af
eigin reynslu mælt með bitter þessum,
og cr viss urn, að liún vérður með tím-
anum albata, ef hún heldur áfram að
neyta þessa ágæta meðals.
Kollabæ í Fljótshlíð 26. júní 1897.
Loftur Loftsson.
Yið undinitaðir, sem höfum þekt
konu Lofts Loftssonar mörg ár og sóð
hana þjáðst af áðurgreindum veikindum,
getum upp á æru og samvizku vottað,
að það sem sagt er í ofangreindu vott-
orði um hin góðu áhrif þessa heims-
frægaKína-lífs-elixírs, er fullkomlega sam-
kvæmt sannleikanum.
Bárður Sigursson, Þorgeir Guðnason,
fyrv. bóndi á Kollabæ. bóndi í Stöðlakoti.
Kína-lifs-eltxírinn. fæst hjá flest-
um kaupmönnum á Islandi, án verð-
hækkunar á 1,50 (pr. £1.) glasið.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend-
ur beðnir að líta vel eftir því, að
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi og firmanafnið Waldemar Pet-
ersen, Frederikshavn. Kontor og
Lager Nyvei 16, Kjöbenhavn.
U M B Ölu
Undirritaðir taka að sér að selja
ísl. vörur og kaupa útlendar vörur
gegn sanngjörnum umboðslaunum.
P J. Thorsteinsson & Co.
Tordenskjoldsgade 34. Köbenhavn K.
Ritstjóri Björn Jónsson.
IsafoldarprentsmiÖja
Skriflð eftir sýnishornum.
t> áln. egtabtdtt, svart og brúnt chev-
iot í föt 6‘/2, 8, 12‘/2, lö, 16‘/2 og
19’/2 kr. 5 áln. Buckskin þykt, alull
8V2 U, 12, 15, 167» kr. 5 áln. kam-
garn, alull, í mörgum litum, 18‘/2
og 2ó’/2 kr. Allar vörur, sem
kaupendum likar ekki að öllu
leyti, eru helzt teknar aftur,
og burðargjald borgað aftur.
ÖÍl fataefnin eru meir en 2 álna breið.
Sýnishorn send undir eins og borgað
undir.
Joh. liove Österbye.
Sæhy.
CRAWFORDS
ljóffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið
af CRAWFORDS & Sou
Edinborg og London
Stofnað 1813.
Einkasali fyrir lsland og Færeyiar
F. Hjorth & Co.
Kjöbenhavn.
Humber-hjóíhestar
fyrir karla og konur eru alstaðar í
mestum metum. Þeir fást nú í
Reykjavík fyrir verksmiðjuverð, að
viðbættum flutningskostnaði hing-
að, og með góðum afborgunarkjörum;
en 10 °l0 afsláttur gefinn fyrir borg-
un út i hönd. Verksmiðjan tekur
hjólhestana í ábyrgð fyrsta árið,
Engin önnur verksmiðja býður betri
kjör.
Snúið yður því sem fyrst til mín
sem umboðsmanns verksmiðjunnar
hér á landi.
K. Zimsen
Tombéla.
Að þar til fengnn yfirvaldsleyfi
liefur sóknarnefndin á Skipaskaga á-
formað að halda tombólu í næstk.
októbermánuði, til ágóða fyrir Skaga-
kirkju. Þar sem kirkjan er félaus
og í slórum skuldum, en þarf nú
þegar stórrar viðgerðar, vonar sókn-
arnefndin svo góðs til góðra manna
nær og fjær, að þeir styrki þetta fyr-
irtæki með gjöfum til tombólunnar,
sem undirritaðir sóknarnefndarmenn
veita þakksamlega viðtöku. Gjöfum
og nranum til tombólunnar veita
einnig viðtöku í Reykjavík: herra
myndasmiður Magnús Olafsson, herra
verzlunarm. Lúðvig Hafliðason, »Ed-
inborg«, og herra bókhaldari Albert
Þórðarson í Brydes verzlun.
Nánari auglýsingar síðar.
Akranesi 9. júlí 1902.
Kristján Danielsson. Einar Ásgeirsson.
ívar Helgason.
Uppboð.
Þriðjudag 22. þ. m. verður haldið
opinbert uppboð að Hvítárvöllum á
lausafé tilheyrandi dánarbúi baróns
G. Boilleau. Selt verður: Karlmanns-
fatnaður, rúmfatnur, borðbúnaður alls
konar, bækur (þar á meðal Brockhaus
Conversationslexikon í 17 bindum,
Leipzig 1894—97), stofugögn og ann-
ar húsbúnaður, harmoníum, ýmisleg
húsáhöld o. fl. — Uppboðið byrjar á
hádegi.
Skrifstofu Mýra-og Borgarfjarðarsýsiu
9. júli 1902.
Sigurður Þórdarson.
Fundist
hafa peningaseðlar i verzlunarhúsi
hér í bænum. Réttur eigandi vitji
á skrifstofu bæjarfógeta og greiði
fundarlaun og auglýsingargjald.
í óskilum á Lækjarbotnum er leirljós
hestur ójárnaður og óafrakaður, vakur, vel
feitur, m.: gagnbitað hægra granngert.
11. júlí 1902. Páll Gestsson.