Ísafold - 06.08.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.08.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist eÍDu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Reykjavík miðvikudaginn 6. ágúst 1902. 49. blað. SðF“ Mmia ber, að gjalddagi fyrir ísafoldvar 15. f. m. I. 0. 0 F. 84889. III Forngripasafn opið md., mvd. og ld 11—12. Landsbókasafn opið livern virkan dag 'kj. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. ti) útlána. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i Pósthússtræti 14, b. 1. og 3. mánud. hvers iuán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Þjóðhátíð Rvikur 2. ágúst. Hún tókst með bezta móti, var í fjölsóttaata lagi, og fór fram með mestu siðprýðí og almennings ánægju. Ræður ágætar o. s. frv. Hið eina, sem ólag var á, að vanda, voru kappreið- arnar, og sumt annað þeiru skylt. Oss ætlar seint að lærast, að hafa þá stjórn og hagfelt fyrirkomulag á slíku, sem við þarf, ef vel á að fara. Hátíðin hófst á kappreiðum á Meluuum, sem treindust nær tvær stuudir, í stað svo sem 20 mínútna. í>ar voru fyrst reyndir 7 skeiðhestar, og rann sá skeiðið, 120 faðma, á 22 sekúndum, er fljótastur var. |>að var rauður hestur, er átti Ólafur vinnu- maður í Lækjarhvammi við Eeykjavík. f>á hlaut annar rauður hestur, hún- vetnskur, önnur verðlaun, 30 kr., og átti hanu Erlendur Jónsson. f>riðju verð- laun, 20 kr., hlaut rauðskjóttur he3tur, er átti Eiríkur Grímsson frá Syðri- Eeykjum. f>á voru reyndir 15 stökkhestar, er komust 3 hinir fljótustu sömu vegar- lengd á 17^/g, lV/2 og 18 sek. Fremst- ur var rauðblesóttur hestur frá Blesa- stöðum á Skeiðum; þá rauður hestur Steindórs Olafssonar trésmiðs í Eeykja- vík, og því næst jarpur hestur, er átti Guðm. Kláusson. Verðlaun 50, 30 og 20 kr. jpví næst þreyttu 4 hjólreiðar. |>ar var lang-fremstur Ólafur Ólafsson bókavörður frá Chicago. Hann rann skeiðið, 140 faðma, á 18 sekundum. Laust fyrir hádegi var gengið í skrúð- göngu af Austurvelli um Pósthússtr., Austurstr., Aðalstr. og Suðurgötu upp á Skólatún, aðalhátfðarsvæðið. J>ar gekk í broddi fylkingar Lúðrafélagið, með hljóðfæraslætti, og merki borið fyrir; þá allur þorri alþingismanna, fremstur forseti í sameinuðu þingi, Eiríkur Briem, og bar merki fyrir þeim, fálkamerkið, síra Eggert á Breiðabóls- stað; þá gekk Framfarafélagið undir sínu merki, Good-Templarar og Kven- félagið, og hafði hvort sitt merki fyrir sér, en þá múgur og margmenni annað. Pallur var reistur á efsta hólnum á túninu, fyrir ræðumenn og hljóðfæra- lið, hulinn rauðum dúk utan, og prýdd- ur allur blómsveigum, og fjölda merkja, mjög snotur til að sjá. Pormaður hátíðarnefndarinnar, Indriði revisor Einarsson, setti hátíðina með nokkrum orðum. f>á flutti söngflokkur 80 karla og kvenna, er Br. forláksson stýrði, löfsönginn Ó guð vor laDds. |>ví næst töluðu þeir Árni Gísla- son, cand. Jón Jónsson frá Eáða- gerði, og sýslum. Guðl. Guðmundsson (sj áágrip síðar). Hinarræðurnar (G. B. og frk. Ólafía) voru haldnar kl. 4—5 síð- degis. þess í milli skyldu glímur reyndar, en varð ekki úr; enn fremur teflt með lifandi mönnum, og drengir og telpur 10—14 ára látiu reyna kapphlaup; myndasýning (Magnús Ó- Iafsson) m. fl. Um miðaftan var tekið til að dansa, og stóð sú skemtun fram á nótt. Veiting í tjöldum, anuars en áfengis, og skemt sér á ýmsa lund úti, með því veður var óvenjulega fagurt. Milli 3 og 4 þúsund manna talið að komið hafi á hátíðarsviðíð. Hátíðarnefndin hafði með miklum atkvæðamun, eins og tveim á móti ein- um, komið sér saman um að leyfa ekki veitingamönnum áfeugissölu á hátíðarsvæðinu. En því reiddust þeir og einhverir viuir þeirra og kunningj- ar og gerðu þeir sér alt far um að spilla hátíðarhaldinu, en mistókst það gersam- lega, með því líka að skaparinn gerði þeim þaun grikk, að láta sóliua skína allan daginn svo glatt og heitt, sem framast gerist hér. Minni konnngs. Ræða. Árna Gislasonar letrara. Eg veit að vér og allir Islendingar megum og eigum að minnast hins ald- urhnigna konungs vors með þegnlegri lotningu, og að hann verðskuldar það, fyrir velvild þá er hann hefir jafnan auðsýnt íslandi, fyrir hamingjusama ríkisstjórn og mikla mannkosti. Kon- ungur vor er gæddur þeirri dýrmætu guðs gjöf, er vér vildum allir kjósa oss til handa, er vér gætum varðveitt alla æfi eins og hann, það er: gott hjarta. Heimili hans hefir ávalt verið fyrir- mynd að siðgæði og háttprýði. Hann hefir átt góð, elskuverð og efnileg börn, haft frábærlegt barnalán; hann er því hvorttveggja, góður maður og gæfu- maður. f)á mintist ræðum. þess er haun heim- sótti oss á þúsundára hátíðinni; mildi hans og lítillætis þá, gjafar hans (4000 kr.) til verðlauna framúrskarandi bænd- um, forgöngu hans fyrir samskotum í harðæri og landskjálftum 1882 og 1896, og loks konungsboðskapurinn frá í vet- ur 10. jan. f>ar á móti ættum vér að láta koma það, að strengja þess heit að vera góð börn ættjarðar vorrar, sannir íslands synir og Islands dætur, og styðja af fremsta megni alt sem er göfugt og gott, ættjörð vorri til framfara og heilla, um leið og vér óskum honum fagurs og friðsæls æfikvelds. Nífalt búrra og sungið: »Kong Christian stod ved höjen Mast«. Minni íslands. Ræða cand. Jóns Jónssonar frá Ráðagerði. f>egar vér lítum yfir sögu þjóðanna og athugum þau breytilegu kjör, sem þær hafa átt við að búa á ýmsum öldum, sjáum, hvernig sí og æ geng- ur upp og niður fyrir þeim, hvernig Ijós og skuggar skiftast á í lífi þeirra, hvernig alt stendur í fögrum blóma annað veifið, en hitt veifið stendur alt í stað eða þokast aftur á bak, — þá verður oss á að spyrja, hvernig á þessu standi, hvort það séu blind ör- lög, sem ráði þessum umskiftum. Á eldri tímum var látið sitja við þá trú. Seinni alda menn hafa farið að graf- ast betur eftir um ástæðurnar, og þó þeir hafi ekki alt af getað komið sér saman um hinar ytri ástæður, þá hafa þeir þó orðið ásáttir um eitt, og það er það, að þessi breytilegu lífskjör standi í nánu sambandi við það, sem kallað er þjóðernistilfinning. Lítum t. d. á sögu vorrar þjóðar. Með stofnun innlendrar stjórnar ár- ið 930 er lagður grundvöllurinn undir þetta þjóðfólag. Á þessum grundvelli spratt hér upp svo fjörugt og við- burðaríkt líf, að allur heimurinn dáist að því. Fyrri hluti 11. aldar er glæsi- legasta tímabil sögu vorrar. |>að er tímabil hinna sterku og djúpu tilfinn- inga, enda er það margreynt, að t i 1- f i n n i n g a-a fl og framkvæmdar- þ r e k fara jafnan saman. Föður- landsást og þjóðernistilfinning voru ríkar og sterkar með forfeðrum vor- um, og það er engin tilviljun, að ú t- legðardómurinn var strangasta refsingarákvæðið í allri þeirra löggjöf. En smátt og smátt fara þessi fögru lífsmerki að þverra, og það kemur að því, að persónulegar ástríður eru látn- ar sitja í fyrirrúmi fyrir öllu. Og þegar þjóðin er framan af 13. öldinni buin að bylta sér í siðspillingu og flokkadráttum, fyllir hún um miðja öldina mæli synda sinna með því, að ofurselja sjálfa sig og frelsi sitt út- lendu stjórnarvaldi. Eftir það er eins og dimmi af nótt í lífi þjóðarinnar. Með siðaskiftunum er eins og ætli aftur að birta af degi, — þegar Jón Arason rís upp á móti konungsvaldinu danska, sem þá er fyrst fyrir alvöru að halda innreið sína í landið. í hans persónu reisir þjóðin í síðasta skifti um langan aldur rönd við út- lendum yfirgangi. Hann fellur að vísu, en hann fellur ekki til ónýtis. Hans persóna lifir í endurminningu þjóðarinnar og rennur ósjálfrátt sam- an við hugmyndina um forna frægð og sjálfstæði. En eftir það dimmir enn einu sinni af nótt í lífi þjóðar- innar, og sú nótt varð bæði leið og löng. |>að er ekki fyr en kemur fram yfir miðja 18. öld, er aftur sóst hilla undir dagsbrún í myrkrinu og nýtt tímabil gengur í garð. Nítjánda öldin er endurreisnartíma- bil þjóðarinnar. |>jóðin fer að finna til þess, að hún á krafta í fórum sín- um, sem hafa legið ónotaðir margar aldir, og vaknar til meðvitundar um gildi sitt. Og þegar hún lítur aftur fýrir sig, verður hún þess vör, að hún þarf ekki að byggja framtíð sína í lausu lofti — hún getur bygt hana á þúsund ára gamalli m e n n i n g u. .Lífskjör þjóðarinnar hafa ætíð stað- ið og standa enn í órjúfanlegu sam- bandi við þjóðernistilfinninguna. Hvert skifti sem hún hefir dofnað, hefir þjóð- inni farið aftur, og hvert skifti sem hún hefir lifnað við aftnr, hefir hún um leið blásið nýju lífi og nýju fjöri í þjóðina. En sem betur fer hefir þjóð- erniatilfinningin aldrei kulnað með öllu. Hefði hún gert það þá stæðum vér ekki hér í dag, — mikillát yfir voru ísl. þjóðerni og vorri fornu og fögru tungu. |>að er þjóðernistilfinn- ingin, sem hefir haldið við lífsþrótt þjóðarinnar, — já meir að segjahún er s j á 1 f lífsþróttur vor. J>eir menn eru til, sem glotta og hrista höfuðið þegar minst er á þjóð- ernistilfinningu, og finst það hálfbros- legt að vér skulum vera að burðast með slíkar hugmyndir. f>eim finst það meir að segja skaðlegt, |>eirvilja láta oss varpa oss skilyrðislaust út í hringiðu mannlífsins, hirða eigi hót um þjóðerni og tungu og gera ekki nema reyna að hafa sem mest upp úr krafsinu. Fyrirgefið þeim, því þeir vita ekki, hvað þeir segja! J>að getur enginn af oas hugsað sér að lifa án þess að heyra til sérstöku þjóðerni, og hver sá maður, sem vill láta eitthvað gott af sér leiða í veröldinni, hann v e r ð u r að heyva til sérstöku þjóð- erni, v e r ð u r aö lifa og nærast eins og kvistur af þess rót. J>að væri hægt að nefna ótal dæmi því til sönn- unar, að þjóðernistilfinningin hefir verið uppspretta alls þess bezta og fegursta, sem mannkynið hefir fætt af sér í listum og vísindum, í afreksverk- um og framkvæmdum, frá npphafi vega sinna og fram á þennan dag. Yér tölum um, að vér sóum fámenn- ir og fátækir; en mitt í allri vorri fátækt erum vér þó stórauðugir. í fortíð vorri eigum við svo dýrmætan fjársjóð, að jafnvel sumar af stórþjóð- unum mega öfunda oss. Með slíkar fortíðarminningar er oss engin vor- kunn að tryggja oss fagra framtíð, að svo miklu leyti sem mannlegur kraft- ur fær áorkað. Vér þurfum. ekki ann- að en halda fast við þær — leita þangað til að styrkja og stæla þrek vort og þrótt. Nútíðin verður að taka höndum saman við fortíðina til að skapa fram- t í ð i n a, — það er lífsins eilífa lög- mál. J>ar sem ræktarsemin lifir kyn- slóð fram af kynslóð er eins og helg- vættur vaki yfir þjóðinni; en þessi vættur snýst upp í refsivætt með reið- innar sverð í hendinni þar, sem þjóð- rækninni er varpað fyrir borð, því þar hefir þjóðin svikið hið insta og bezta í eðli sínu. Látum oss óska og vona að það komi aldrei yfir þessa þjóð. Þá voru sungin þessi ljóð eftir Stgr. Thorsteinsson: í blíðri von um bættan hag, Er beri senn að höndum, Vér þennan höldum þjóðardag Um þingtíð hér ú strnndnm;

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.