Ísafold - 23.08.1902, Síða 3

Ísafold - 23.08.1902, Síða 3
215 í borginni bauð mér að vera hjá sér, og þá eg það. í Kaupmannahöfn átti eg inörgum vinum að fagna, enda íanst mér nærri sem eg væri kominn heim til mfn. Öllum oss, sem dvalið höfum víð há- skólann æskuárin, hlýtur að þykja vænt uœ Kaupmannahöfn; þar höfum t vér lifað margar fegurstu æfistundir vorar. Annars er Kaupmannahöfn alt af að breytast og stækka; það má nú heita jötunvaxin borg, í ekki stærra landi en Danmörk er. Hún mun nú hafa um J miljón íbún. Af nýreistum húsum þar er Káðhúsið (bæjarstjórnarhöllin) langfegurst. það eykur og eigi lítið fegurð borgarinnar, að nú eru fiestar höfuðgöturnar lagðar jarðbiki (»asfaltpr- aðar«) og rafmagnssporvagnar þjóta fram og aftur um borgina alla. Ekki þarf að standa lengi við í þeirri borg til þess að sannfærast um, að Danir standa framarlega meðal menningar- þjóða heimsins, þótt smáþjóð sóu kall- aðir. f>ótt eg stæði við heila viku í Kaup- mannahöfn, gat eg ekki heimsótt nærri því alla þá, er mig langaði til að finna. Eg ætla ekki að nefna neina nema einhjón: þau prófessor Harald Krabbe og konu hans frú Kristínu Krabbe. Margir íslendingar hafa notið mikill- ar gestrisni hjá þessum merkishjónum á námsárunum, og eg er einn meðal þeirra. Prófessor Krabbe er tekinn að eldast og hefir nú sótt um lausn frá embætti sínu; en all-heilsugóður er hann enn. Frú Kristín, kona hans, er enn kát og fjörug, og viðmótið jafn- elskulegt og áður. Velvildarþel henn- ar til íslands minkar aldrei, enda fylgist hún vel með í öllu, er diér ger- ist. Hún er elskuð og virt af öllum, sem þekkja hana, og vildi eg óska, að ísland ætti marga slíka fulltrúa erlend- is, sem hún er; og farsæld og frami íslands mun aukast, þegar m a r g a r konur á íslandi eru orðnar henni lík- ar. Eitt kveld var eg á G.-T.-stúkufundi merkustu stúkunnar þar í borginni; hún heitir Tempelherren nr. 1. f>ar sagði eg frá starfsemi Goodtemplara á íslandi og hversu langt bindindis- málinu væri komið hér. Fanst mönn- um þar mikið til um bindindislöggjöf vora, enda á bindindi örðugt uppdrátt- ar í Khöfn. f>ar eru ekki nema um 500 Good-Templarar, en auðvitað fjöldi bindindismanna 1 öðrum bindindisfé- ölgum. H. N. filskipa-afli. Meira hefir aflast að tölu til á þil- skip hér úr Reykjavík fyrri sumarúti- vist þeirra núna, frá Jónsmessu til ágúst-byrjunar, en dæmi eru til áður; en óvenjusmátt á mörg skipin, jafnvel enn smærra en áður, og er þó ekki á- bætandi. Sum skipin afla ávalt vænan fisk. Hér er yfirlit yfir síðustu árin 4, fyrnefnt tímabil. Skipatala. Afli, fiskar. 1899 35 533,000 1900 37 594,000 1901 46 869,000 1902 41 932,000 Ávarp framsóknarflokkslns. Mjög er vel yfir því látið, ávarpinu frá framsóknarflokknum á þingi, því er birt var í síðasta blaði, af öllum nema afturhaldsliðinu, og kvað mál- gagns þess hér vera í gær meðal ann- ars með þau ósannindi, sér til svölun- ar, að einhverir flokksmenn hafi ekki skrifað undir það. En því fer fjarri. f>eir hafa a 11 i r gert það, í báðum þiugdeildum, þjóðkiörnir og konung- kjörnir. Erlend tíðindi. Kólera gengur á Egiptalandi, heldur skæð. Gaus þar uppaltíeinu og læsti sig ein8 og eldur í sinu um mikla víðáttu. Skemtiferðafólk héðan úr álfu flýði þegar land sem fætur toguðu, eða réttara sagt: járnbrautir og gufuskip. Mikil mildi, að hún er ekki hingað kómin f hafnarborgir álfunnar. Borist hafði ’nún að vanda með pfla- grímum austan úr Asíu. Keynt var að koma á sóttvörnum fram með Rauðahafi endilöngu. þarlendir höfð- ingjar höfðu tekið að sér að halda þeim uppi og hafa pílagríma í hálfs- mánaðar sóttvarnarhaldi. En þeir þágu mxrtur af pílagrímunum. Auk þess líta Austurlandabúar svo á, sem drepsóttir séu sendar af drotni til refsingar mönnum fyrir syndir þeirra og fyrir því sé ósvinna að gera þeim nokkurn farartálma. Vilhjálmur keisari nýlega heim kom- in úr Noregsför sinni og lagður á stáð austur á Rússland sjóleiðis kynnisför til Nikulás keisara. Róstur nokkrar á Frakklandi hingað og þangað út af harðfengilegri aðför af stjórnarinnar hálfu að þeim, er ó- hlýðnast lögum og fyrirskipunum um niðurlagning klaustraskóla þeirra, er eigi hafa sótt um og hlotið stjórnar- löggilding. Steijn, fyrrum forseti Oraníuríkis, kom til Hollands snemraa í þ. mán. Játvarður konungur bauð honum að vera við krýninguna. Hann tók því boði vel og kurteislega, en gat eigi kom- íð vegna augnaveiki og annars lasleika. Búahershöfðingjanna Botha, Delarey og De Wets var von til Englands í miðjum þ. mán., og stóð til að þeirn yrði vel fagnað, bæði af konungi og landslýð öllum. Baldwin norðurskaut3fari frá Amer- íku, er lagði á stað í fyrra sumar norður í Spitsbergen og ætlaði að leggja upp þaðan í vor í norðurskauts- leit, er nú kominn aftur til Noregs við svo búið, á skipi sínu »America«. Kent er um missætti milli hans og skipstjóra, sem er sænskur og heitir Johanson. Einhverjar ískyggilegar skotspóna- fréttir hafa borist af þeim Sverdrup og hans félögum á »Fram«, er létu í haf fyrir 4 árum norður fyrir Græn- land. En þær eru vefengdar. þeir höfðu vistir til 5—6 ára. Alþlngi verður slitið á mánudaginn 25. þ. mán. Fært út kvíarnar hefir konsúll D. Thomsen hér í bænmn þessa dagana með þyi að kaupa verzlunina Nýhöfn, eins og hún er, og bæta henni við verzlun sína (H. Th. A. Thomsens-verzlun), eins og hún var úður, og all-stórvaxin þó. Nýhafnar- verzlun er hin sama sem konsúll M. Smith átti einu sinni og síðar J. O. Y. Jónsson. — Hr. D. Tbomsen konsúll tók við verzl- uninni að föður sinum látnum, H. Th. A. Thomsen kaupmanni, fyrir rúmum 3 árum, en hafði verið áður í félagi við föður sinn frá því 1895, sem rak hér verzlun meir en 40 ár. En faðir hans og afi D. Thomsen konsúls hóf hér verzlun 1837; var áður faktor i Keflavik. Konsúll D. Thom- sen hefir flestum kaupmönnum meir um sig hér á landi, þeirra er eigi hafa þlsskipaút- veg að auki. Haun hefir verzluDarerind- reka á báðum strandferðabátunum; sauma- stofu, vindlaverksmiðiu, gosdrykkjaverk- smiðju, brjóstsykurverksmiðju, etc. Hann hefir um 70 manna i fastri þjónustu viö verzlun sína hér og verksmiðjur. -------------------- Veðrátta. Fyrir fám dögum brá til votviðra, eftir eitt hið mesta þurkasumar í manna minnum. En kalt hefir það verið. Grasbreatur töluverður víðast um land, en uýting fyrirtak, og því heldur von um, að heyskapur verði all-góður. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Sam þykt á fundi i fyrra dag, við 2. umr., að veita 250-{-'350 kr. til ofaniburðar í Lækjar- götu og steinboga yfir Lækinu, er sé hafður alt að 6 áln. á breidd. Visað var til veganefndar tii álita mála- leitan frá C. Zimsen konsúl fyrir hönd Franska-spitala-félagsins á Eyólfsstaða- bletti um, að breytt verði stefnu á fyrir- huguðum viðbæti við Lindargötu, svo að hún liggi þar jafnhliða Hverfisgötu. Launaviðbótarbeiðni frá Sigurði Péturs- syni lögregluþjón frestað til þess er áætl- un verðnr samin í haust. Ljósker skal setja á hornið á húsi Timbur- og kolaverzlunarinnar við Kaik- ofnsveg. Fyrir uppsagt lán úr Fiskimannasjóði, 6400 kr., samþykt að taka jafnmikið lán úr Hafnarsjóðl. Gunnari kaupm. Einarssyni synjað um erfðafestu á spildunni milli Elsumýrarbletts og Rauðarártúns. Afsalað forkaupsrétti að 600 ferh.álnum af HlíðarhÚ8abletti 3., er Schreiber prestur vill selja, vestan við Stýrimannaskóla- stiginn. Til veganefndar visað beiðni um veg milli Kiapparstígs og Yatnsstigs, um svo- nefndar Traðir. Samþykt brunabótarvirðing á húsi Elís Magnússonar við Laugaveg 5060 kr., og á húsi Péturs kaupm. Jónssonar við Lauga- veg 8755 kr. Allir á fundi nema Sig. Thoroddsen. Niðurjöfnunarnefnd á að kjósa i hér á mánudaginn, & menn alls. Ganga 4 úr nefndinni, en hinn 5. er viðbót sam- kvæmt hinni nýju bæjarstjórnar-samþykt. Frá fara þeir Kristján Jónsson yfirdómari, Kristján Þorgrímsson kaupmaður, Ólafur Amundason faktor og Guðmundur Gruð- mundsson fátækrafulltrúi. Það er all-lik- legt, að þeir verði allir endurkosnir, ef kost gefa á sér, — nema ef ráð þætti að geyma þá, einn eða fleiri, til bæjarstjórnar- kosningar i vetur. Síðdegisguðsþjónusta á morgun kl. 5 (J. H.). Veðurathuganir i Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1902 ÍH. W ct; <J CD CX w 3 <3 z.. ** — pr E3 ágúst B 3 OQ "p <rr c-t- »-í tr æ « B p CJQ 3 P'l p Sn Ld. 16.8 763,5 11,1 NW 1 5 10,0 2 761,6 14,6 NW 1 3 9 760,7 11,1 E 1 2 Sd. 17.8 759,8 11,4 0 4 8,9 2 758,3 13,6 NW 1 5 9 756,7 11,5 NW 1 8 Md. 18.8 753,8 9,8 0 9 0,1 9,2 2 752,5 11,8 NW 1 5 9 751,9 6,7 N 2 6 I>d. 19.8 753,0 6,9 N 3 4 5,0 2 755,6 8,6 N 2 4 9 757,5 6,5 N 2 2 Md. 20.8 758,7 6,1 0 1 1,5 2 758,7 10,6 NW 1 6 9 757,9 9,3 0 9 Fd. 21.8 754,6 10,4 E 2 9 4,6 2 751,5 10,6 E 2 10 9 748,7 10,9 E 2 10 Fsd.22.8 744,9 11,6 E 1 9 3,7 9,3 2 741,8 12,6 , ENE 1 10 9 738,4 11,6 E 1 9 Regnkápur ( W aterproof) hyerffi betri eða ódýrari. en í verzlun Th. Thorsteinsson. Lampasprittið er nú komið aftur og kostar eins og áður að eins 55 a. pr. pott. B. H. Bjarnason. THE EDINBURGH Roperie & Sailcloth Co. Ltd. established 1750 verksmiðjar í Leith, Glasgow og Lund- únum contmctors, to the War Office & to the Admirality, búa til f i s k i 1 í n u r, n e t g a r n, alls konar kaðia og segldúka Fæst hjá kaupmönnunum. Einkaumboðsmenn fyrir Island og Færeyjar: F. Hjorth & Co. Kjebenhnrn K. Nýtt og vaiuiað ibúðarlrús á einum fegursta stað í bænum er til sölu fyrir lágt verð. Dálítii lóð fylgir, Jón G. Sigurðs- son bæjarfógetaskrifari visar á. NÝtt úrval, af ódýrum og vönduðum Skófatnaði kom nú með Lauru í %Jléaísírœíi 10. Amerískar og rússneskar • GALOSCHER. beztar og ódýrastar. cTaícofni úr al-ull frá 8 kr.—28 kr. í alfatnað, (þar á meðal Cheviot á 12—15 kr. í fatn- aðinn og ekta kamgarn á 2y—28 kr.) fást nú langbezt og ódýrust eftir gæð- um, með því að panta þau hjá und- irrituðum. Verksmiðjan tekur engar tuskur, og er efnið því áreiðanlega hið vandaðasta. Fóður og alt annað til- heyrandi hverjum fatnaði fæst einnig mjög vandað fyrir kr. 4,50—6,50.— Afgreiðsla fljót og viðskifti áreiðanleg. Komið og skoðið sýnishornin áður en næsta póstskip fer. Reykjavik 23. ágúst 1:02. Siggeir Torfason. tJ Jh-A-jer með auglýsist, að bæjarstjórn Reykjavíkur hefur selt herra H. A. Payne veiðirjett allan í sjó fyrir landi jarðarinnar Klepps og er þvi öllum óheimilt að nota tjeðan veiðirjett án leyfis hr. Paynes. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 19. ágúst 1902. Halldór Daníelsson. Samkvæmt ofanrituðu er hérmeð öllum bönnuð veiði í sjó fyrir Klepps- landi. Hver sá, er gerir tilraun til að brjóta þetta bann, verður lögsótt- ur til ábyrgðar. Reykjavík, 19. ágúst 1902. Fyrir hönd friðdómara H. A. Payne Jón Jakobsson. Sunnanfari kostar 2‘/a kr. árg.. 12 arkir, ank titilbl. og yfirlits. Aðalútsala í Bókverzlun ísa- foldarprentsm., og má panta hann auk þess hjá öllum hóksöfum landsins, svo og öllum útsölumönnnm Isafoldar. CRAWFORDS ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORDS & Son Edinborg og London Stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjortli & Co. Kjöbenhavn.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.