Ísafold - 27.08.1902, Side 3
219
og varast að erfa þar nokkurn fornan
flokkaríg og erjur.
Þingmálaskrá 1902.
Þessi 21 frumvörp hafa samþykt verið
4 þinginu í snmar, — og eru 8 hin fyrst-
nefndu stjórnarfrumv.
1. Um breyting á stjórnarskrá um hin sér-
staklegu málefni íslands 5. janúarl874.
2. Fjáraukalagafrv. fyrir árin 1902 og 1903.
3. Um varnir gegn því, að næmir sjúkdóm-
ar berist til Islands.
4. Um breyting 4 lögum um heimild til
að stofna hlutafélagsbanka á Islandi 7.
júní 1002.
5. Viðaukalagafrv. við lög 12. jan. 1900
um stofnun veðdeildar í Landsbankanum
i Eeykjavík.
6. Um sildarnætur.
7. Viðaukafrv. við h'g (i. apríl 1898 um
bann gegn botnvörpuveiðum.
8. Um breyting 4 lögum fyrir Island 13.
sept. 1901 um tilhögun á löggæzlu við
fiskiveiðar i Norðursjónum.
9. Um breytingar á lögum um kosningar
til alþingis frá 14. sept. 1877 (heimul-
legar kosningar).
10. Um löggilding verzlunarstaðar við Os-
höfn við Héraðsflóa.
11. Um brúargerð á Jökulsá i Öxarfirði.
12. Um stofnun brunabótafélags.
13. Um löggilding verzlunarstaðar við Flat-
ey á Skjálfanda.
14. Um að selja salt eftir vigt.
15. Um lielmingsuppgjöf af láni til brúar-
gerðar 4 Ölfusá.
16. Um breyting á lögum 4. nóv. 1881 um
gagnfræðaskóla á Möðruvöllum.
17. Um heimild til að selja hluta af Arn-
arhólslóð í Reykjavík.
18. Um löggilding verzlunarstaðar við Járn-
gerðarstaðavik í Grindavik.
19. Um viðauka við lög 8. nóv. 1893 um
hagfræðisskýrslur.
20. Um kjörgengi kvenna.
21. Um breyting á 18.gr. í lögum um kosn-
ingar til alþingis 14. sept. 1877 (kjör-
dæmaskiftingin isfirzka).
F e 1 d hafa verið þessi 5 frv., alt þing-
mannafrumv.:
1. Um sölu á laxveiði í Laxá í Kjós, er
tilheyrir þjóðjörðinni Valdastöðum.
2. Um gjald af hvölum, sem veiddir eru
við ísland
3. Um breyting á yfirsetukvennalögum 17.
des. 1875.
4. Um vinnuhjú og daglaunamenn.
5. Um breyting á lögum 12. júli 1878 um
gjafsóknir.
Loks óútrædd 6 frv., alt þm.frv.
1. Um afnám framtals á lausafé og um
breyting á gjöldum þeim, er bundin eru
•^ð lausafjártiund.
2. Um manntalsþing.
3. Um gjaldfrelsi afréttarlanda.
4. Um beimild til að veita undanþágu frá
lögum um bann gegn botnvörpuveiðum
nr. 8, 6. apríl 1898.
5. Um eftirlaun.
6. Um skyldu embættismanna til að safna
sér ellistyrk eða kaupa sér geymdan
lifeyri.
Þá hafa verið samþyktar 11 þings-
ályktunartillögur:
1. Um undirbúning og fyrirgreiðslu i sam-
göngumálum.
2. Um lifsábyrgðarstofnun.
3. Um ráðstafanir gegn útbreiðslu berkla-
veikinnar.
4. Um efnarannsóknastofu o. fl.
5. Um landbúnaðarmálefni.
6. Um gagnfræðaskóla 4 Akureyri.
7. Um breyting á kosningarlögunnm
8. Um stjórnvalda auglýsingar.
9. Um reglugerð Ræktunarsjóðs íslands.
10. Um breyting á reglugerð hins lærða
skóla i Reykjavik.
11. Um ráðstafanir gegn fjárkláðanum.
En 4 þingsályktunartillögur voru ekki
útræddar eða ekki afgreiddar í þingsálykt-
unarformj.
1. IJm þráðlaus rafmagnsskeyti.
2. Um nefndarkosning til að íhuga dóm-
skipan landsins.
3. Um að skipa nefnd viðvikjandi verzl-
unarmálinu.
4. Um ávarp til konungs.
Ein fyrirspurn var upp horin á þinginu,
um Presthólamálið.
Alþingi var slitið
mánud. 25. þ. mán., eins og til stóð.
|>ingmenn farnir heim á leið flestir
eða á förum.
Þingstökur.
|>egar grimm með görpum stóð
Gjafsóknanna hrina,
Guðjón sína grætti þjóð,
En gladdi valdsmennina.
Hann er þeirra styrkust stoð
Við stjórn þá skifc er orðum,
Enda fær hann ugga og roð
Undan þeirra borðum.
(Eftir »Arnfirðing«).
Dr. Valtýr Guðmundsson liáskóla-
kennari fór i gær með Ceres aftur til K,-
hafnar. En kona hans varð hér eftir sak-
ir veikinda.
Umboðsstjðrn landsins.
N efndarálit stjórnarskrárnefndarinn-
ar í eíri deild, um fyrirkomulag hinn-
ar væntanlegu umboðsstjórnar lands-
ins, er svolátandi í heilu lagi, að inn-
gangi sleptum:
»Vér álítum, að eigi sé ráðlegt uú
þegar að stofna til frekari breytingar
á embættaskipun landsins en þeirrar,
sem er nauðsynleg afieiðing af stjórn-
skipunarbreytingunni, því að eigi sé
rétt að taka fram fyrir hendurnar á
hinni væntanlegu stjórn vorri frekara
en nauðsyn ber til, en það á að vera
hennar hlutverk, að segja til um það,
hvaða krafta hún þarf til þess að reka
stjórnarathöfnina, og hvernig hún álít-
ur hagfeldast að skipa stjórnarstörf-
unum til meðferðar, afgreiðslu og úr-
slita. Yfirleitt þykir oss það ráðlegt,
áð fara hægt og gætilega í breyting-
ingunum, enda mun gjörsamleg um-
steyping hinnar æðstu umboðsstjórnar
vorrar þurfa nokkuð langan tíma til
að komast í kring, og verður þar
margs að gæta.
f>egar sérstakt ráðgjafaembætti er
sett á stofn fyrir ísland, og ráðgjaf-
inn á að hafa aðsetur sitt í Reykja-
vík, verður hin íslenzka stjórnardeild
í Km.höfn að leggjast niður. Jafn-
framt verður að setja fastan forstjóra
fyrir landsstjórninni í Reykjavík, sem
í Btjórnarskrárfrumvarpinu er kallaður
landritari. Hið núverandi landritara-
embætti verður að leggja niður, en á
stjórnarskrifstófuna verður að skípa
næga aðstoðarmenn og skrifara, og
yrði líklega nægilegt í þessu efni: 2
»assistentar« eða »fullmektugar«, 3—á
skrifarar og 1 sendiboði. Jafnframt
yrði að setja á fót í Km.höfn afgreiðslu-
skrifstofu, er lúti beint undir stjórn-
arráðið, og búumst vér við, að á henni
þyrfti að vera skrifstofustjóri, »assi-
stent« eða »fullmektugur«, skrifari og
1 sendiboði. Frekari breytingar en
þessar eru eigi nauðsynleg afleiðing af
stjórnarskipunarbreytingunni.
En vér teljum eftirfarandi breyting-
ar ennfremur ráðlegar og tiltækilegar:
Amtmanna-embættin bæði mætti
leggja niður, og mun það vera almenn-
ings ósk, að svo sé gert; en það ætti
ekki að hrapa að því, fyr en störfum
þeirra væri viðunanlega komið fyrir;
sum störfin mundu falla alveg niður,
það er þau, sem eingöngu hvíla á þeim
sem millilið milli hínnar æðri land-
stjórnar og lægri stjórnarvalda; flest
ðtörfin mundu leggjast til stjórnarráðs-
ins, en ýtns störf þeirra mundu þó
geta lagst til sýslumanna. —Jafnframt
og amtmanna-embættin væru lögð nið-
ur, yrði að setja á stofn 2 skrifstofu-
stjóra-embætti undir landritaranum.
Vér teljum það óráð, að leggja land-
fógeta-embættið saman við stjórnar-
ráðið, þannig, að annar skrifstofú-
stjórinn þar hafi einnig gjaldkerastörf-
in. — Jpetta væri miður heppileg sam-
steypa ósamkynja mála, og mundi
veikja eftirlitið mjög, þar sem það
þarf að vera skarpast. Auk þess
mundi störfum þá of hlaðið á nefndan
skrifstofustjóra. Ef embætti þetta
verður eigi látið staDda óhaggað sem
sérstakt gjaldkera embætti fyrir lands-
sjóðinn, mætti að voru áliti fela lands-
bankanum gjaldkerastörfin (innheimtu
og útborgaoir landssjóðsins), og mundi
eigi þurfa að auka nema einum manni
við starfslið bankans fyrir þessa breyt-
ingu.
Vér leggjum það til, að sýslan hins
umhoðslega endurskoðanda standi ó-
breytt að sinni, en vér viljum benda
á það, að bráðnauðsynlegt er að setja
á stofn hagfræðis-skrifstofu, og væri
þá sjálfsagt hagkvæmast, að setja hana
í samband við hina umboðslegu end-
urskoðun, þannig, að sami maðurinn
stæði fyrir báðum starfsdeildunum.
Með því móti yrði stjórnarskrifstofan
losuð við mikið starf, sem leiðir af
skýrslum þessum.
Vér viljum að endingu taka það
fram, að í athugasemdum ráðgjafana
er kostnaðurinn við hið fyrirhugaða
stjórnarfyrirkomulag vafalaust talinn
alt of lítill. Ef landfógeta-embættið
væri lagt niður og störfin lögð til
stjórnarráðsins, eins og ráð er fyrir
gert í ástæðunum fyrir stjórnarakrár-
frumvarpinu, yrði það óhjákvæmilegt,
að bæta við 3. skrifstofustjóranum í
stjórnarráðinu, til að hafa á hendi
gjaldkerastörfin. Enn fremur er upp-
hæðin, sem áætluð er til aðstoðar og
8krifstofukostnaðar (9000 kr.), vafa-
laust of lág.
fessi upphæð á að jafngilda skrif-
stofufé landshöfðingja, beggja amt-
manna, landfógeta og launnm landrit-
ara, eins og þetta er nú, svo og því,
sem gengur til skrifstofukostnaðar í
stjórnarráðinu í Km.höfn, því að land-
stjórnarskrifstofan á að leysa af hendi
skrifstofustörf allra þessara embætta.
Vér geturn eigi gert neina áætlun um,
hve mikill þessi kostnaður verður,
þegar búið verður að leggja amtmanna-
embættin niður, en það þykir oss
mjög líklegt, að hann hljóti að fara
fram úr 9000 kr., og það teljum vér
mjög rnisráðið, að skamta hinni vænt-
anlegu landsstjórn vorri féð svo spart,
að það legði haft á framkvæmdir
hennar í þarfir landsinst.
Niðurjöfnunarnefnd. Þessir hafa
kosnir verið i niðnrjöfnunarnefnd Reykja-
viknr, fimm 1 fyrra dag og einn i dag (af
hærri gjaldendum):
1. Asgeir Sigurðsson kaupmaður.
2. Grisli Jónsson fátækraf. i Nýlendu.
3. Guðm. Guðmundsson fátækrafulltrúi.
4. Jónas Jónsson í Stóra-Steinsholti.
5. Kristján Þorgrimsson kanpmaður.
6. Sigvaldi Bjarnason trésmiður.
Þeir Guðm. G. og Kr. Þorgrimss. voru
áður i nefndinni; hinir eru nýir.
Niðurjöfnunarnefndin er nú niu-manna-
nefnd, samkvæmt bæjarstjórnarsamþyktinni
nýju; i stað 7 manna áður.
Hinir 3, sem kyrrir sátu nú i nefndinni,
eru þeir Hannes Hafliðason skipstjóri, Ólafnr
Ólafsson prentari og Pálmi Pálsson adjunkt.
Póstgufuskip Ceres (Kiær) lagði á
stað til útlanda i gærkveldi. Með þvi fór
fjöldi farþega, meðal annarra kaupmennirn-
ir: Á. Asgeirsson og A. Riis frá ísafirði,
Ó. Ólafsson frá Keflavik og Adolph stór-
kaupmaður. Til Ameriku dr. Ben. Einars-
son, Ólafur Ólafsson hókav. frá Chicago,
Ingvar Búason stúdent og Ólafur Ólafsson
húsameistari frá New-York (ættaðnr úr
Strandasýslu). Til Khafnar auk þess eand.
mag. Sigfús Blöndal og unnusta bans frk.
Björg Þorláksdóttir, ekkjufrú Kristín Skúla-
dóttir, frk. Anna Ásmundsdóttir; stúdentarn-
ir: Bjarni Jónsson frá Unnarholti, Bjarni
Jónsson úr Reykjav., Brynjólfur Björnsson,
Guðm. Þorst°insson, Jón Isleifsson, Jón
Stefánsson, Magnús Guðmundsson, Ólafur
Björusson, Páll Sveinsson, Pétur Bogason,
Sveinn Björnsson, Sigurður Sigtryggsson,
Sturla Guðmundsson, Vernharður Jóhanns-
son, Þorsteinn Þorsteinsson. Til Skotlands
Garðar Gíslason agent, og kona hans, og
Einar Benediktsson málaflutningsmaður.
Ennfremur allmargir enskir ferðamenn og
danskir mælingamenn.
Bnnkaráðið.
J>að afrek vann meiri hlutiun á al-
þingi núna þingslitariaginn, að kjósa
af sinni hálfu í stjórnarnefnd hluta-
bankans fyrirhugaða eða bankaráð svo
nefnt auk Sigurðar Briem póstmeist-
ará, sem þingið kaus alt nær í einu
hljóði, þá Sigfús Eymundsson agent
og--------Lárus nokkurn H. Bjarna-
son, þm. Snæfellinga ! !!
Bankaráðið mun þurfa að eiga fund
með aér daglega oft og tíðum og
naumast sjaldnar en einu sinni í viku
að jafnaði.
þ>að er því mál manna, að þm.
þessi muni ætla sér að bregða sér í
loft-anda, áður en hann tekur til að
gegna því starfi !
Til að vera á aðalfundum hluta-
bankafélagsins væntaulega af þingsins
hálfu kaus meíri hlutinn enn fremur
þá landfógetann og----------þ>jóðólfs-
útgefandann !!
Fórn Abrahams.
Eftir Gustav Janson.
Fyrsti kapítuli.
Fyrsta missirið.
pað var komið undir sólarlag.
Rökkrið færðist seint og hægt yfir flat-
neskjuna, er hæðadrög lágu norðan að,
en að baki þeim var eins og myrkrið
lægi í leyni og væri við búið að vinda
sér suður yfir fellin og hjúpa alt hel-
dimmum sorta.
f>ar gat að líta dálitla hestmanna-
sveit á ferð eftir endalausri flatneskj-
unni, er enginn sá, hvar hafði upptök
eða endi. peir voru 15 saman og
hvorki fleiri né færri. f>eir keyrðu ó-
apart reiðskjótana sporum, en komu
þeim ekki nema fót fyrir fót. Tveir
liðsforingjar, hvorugur eldri en þrítug-
ur, riðu fáa faðma á undan liðinu, er
fór heldur óskipulega og hafði hljótt
umsig og varmeð döpru bragði. Var auð-
8Óð á því, hvernig hermennirnir sátu
á hestbaki, að þeir voru dauðþreyttir;
en á svipnum lýsti sér, að þeim var
þungt niðri fyrir og gramt í geði.
þeir höfðu verið á hestbaki nær 3
sólarhringa samfleytt. Hitt var þó
lakast, að njósnarferðalag þeirra hafði
verið alveg árangurslaust. f>eir höfðu
runnið allir i svita í sólarbrunanum á
daginn, ætlað að sálast í kulda á
nóttum og voru þar að auki banhungr-
aðir, með því að vistaforðinn, er ætl-
aður hafði verið til 3 daga, var upp
genginn þá um morguninn. Ekki
vissu þeir hót, hvar þeirvoru staddir,
en gerðu sér í bugarlund, að það gæti
varla verið meir en svo sem 20 mílur
enskar frá höfuðstöðvunum.
Svo hafði farið hvar sem þeir könn-
uðu landið þessa 3 daga og Ieituðu
fjandmanna sinna, að hvergi hafði fyr-
ir þeim vottað minstu vitund. Svo
voru þeir skjótir viðbragðs. Og þó
höfðu þeir einhvern veginn fundið það
greinilega á sér hver fyrir sig, frá því
daginn áður, að óvinaliðið væri á næstu
grösum, færi í hámót á eftir þeim og
vissi ávalt, hvað þeim leið. Enginn
hafði séð bregða fyrir skugga af nokkr-
um Búa, hvað þá meira, og þó höfðu