Ísafold - 30.08.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.08.1902, Blaðsíða 1
Kemijr út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða U/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. ársr. Reykjavík laugardaginn 30. ágúst 1902. 56. blað. &3T Muua ber, að gjalddagi fyrir Isaf old var 15. f. m. SKRIFSTOFA ÍSAFOLDAR er npin kl. 12—2; en afgreiðslan allan daginn (7 árd,—8 síðd.). Þar, i afgreiðslunni, er tekið við borgun fyrir blaðið, auglýsingum, bókapöntunum og blaða, handritum til prent- unar i ísafoldarprentsmiðju, m. m.; þar er og bóka- og pappírsverzlun. I. 0. 0. F. 84959. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbókasafit opið hvern virkan dag kj.12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til ótlána. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i Pósthússtræti 14, b. 1. og 3. mánud. livers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag k:. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Stefnuskrá hinna. Andatæðingar Framsóknarflokksins á nýloknu alþingi hafa ekki viljað vera minni menn en hann og hafa því þurft að herma það eftir, að semja og hirta »ávarp til íslendinga«, sem er ætlast til að feli f sér stefnuskrá þeirra. Allir taka til þess, sem hana hafa séð, hve hún sé efnislaus og óhöndu- lega samin, miklu fremur af vilja en mætti, til þess eins, að »vera ekki minni«. Hún er annarsvegar ekki annað en upptekning eins aðalatriðis í stefnuskrá Framsóknarflokksins: um að vilja sbyðja atvinnumálin; og hins vegar er þar talað um atriði, sem ekki er hægt að sjá, að minsta þörf eða ástæða sé til að minnast á í stefnuskrá, vegna þess, að enginn lifandi maður á þessu landi lætur sér annað í hug koma en að sjálfsagt sé að gera það, sem »flokkurinn« tjáist þar vilja bindast fyr- ir að fá gert. f>að er sem sé, að semja ábyrgðarlög fyrir íslandsráð- herrann. Slíkt er fyrirskipað í stjórn- arskránni, og engum lifandi manni dettur í hug að óhlýðnast því. það mun að minsta kosti vera fáheyrt stefnuskráratriði, að bindast samtökum um að vilja hlýðnast fvrirmælum laga þeirra, er sömu menn hafa nýsam- þykt, og það meir að segja stjórnar- skipunarlaga. það er engu líkara en að fyrir þeim, sem slíkt gera að stefnuskráratriði, vekti sú hugsun, að lög væri annars til þess gerð yfirleitt, að óhlýðnast þeim, — að sjálfir höf- undar þeirra skrásettu þau beint í því skyni, að óhlýðnast þeim. Alveg eins að sínu leyti og maðurinn, sem sagði að orðin væri til þess gerð að leyna hugsunum manns (Talleyrand). J>ví ekki þá að bindast samtökum að lofa konginum að staðfesta lög alþing- is með undirskrift sinni? Eða lofa dómstólunum að dæma mál, eða láta hvað annað viðgangast, sem fyrir er skipað í stjórnarskránni? Að öðru Ieyti hefir téð ávarp sér til ágætis tvenn leiðinleg ósannindi, — leiðinleg vegna ýmissa of góðra undir- skrifta til þess. Onnur ósannindin eru þau, að eng- um manni úr þeirra flokki hafi verið gefinn kostur á að kynna sér ávarp Framsóknarflokksin3. En það var sýnt í handriti eiuum helzta mannin- um í hinum flokknum, áður en það var prentað, einmitt í því skyni, að hann og flokksbræður hans sem flest- ir létu tilleiðast að vera með. Og þetta var gert svo löngu áður en ávarpið var birt, að nægur tími var til fyrir hina að halda langa og ræki- lega ráðstefnu um málið. Hefði hann þá ekki tekið svo undir, mót von og líkindum, að sýnilegt var fyrir fram gersamlegt árangursleysi af þeirri sam- dráttartilraun, mundi sjálfsagt hafa verið frestað að birta ávarpið. En til enn frekari vonar og vara var undir- skriftum slept, þegar skjalið var birt — að eins 2 nafngreindum flokks- mönnum falið að birta það —, til þess einmitt að gera fleirum aðgengilegra að undirskrifa jafnvel eftir á, ef þeir vildu. Hin ósannindin eru þau, að ávarpið frá 18. ágúst eigi að vera s é r s t ö k ^tefnuskrá Framsóknarflokksins. En í sjálfu ávarpinu stendur þó berum orðum: »Og munum vér skoða hvern þann mann, sem að henni (þ. e. stefnuskránni) getur hallast, sem flokksbróður vorn, án alls tillits til þess, hvar hann kann að hafa staðið í fylkingu í hinni stór- pólitisku baráttu, sem áður hefir skift mönnum í flokka«. Skýrara er naumast hægt að taka það fram, að báðum hinum andstæðu flokkum er gert jafnheimilt að undir- skrifa stefnuskrána. Líklega eru ekki til mörg hátíðleg skjöl, með heilum þingflokk undir, jafn- marklítil og með jafn-lélegum frágangi eins og þessi stefnuskrá andstæðinga vorra. |>eir eiga þó í sínum hóp fleiri en einn og fleiri en tvo sendibréfsfæra menn og töluvert fram yfir það. En þvf er þá ekki einhver þeirra látinn semja annað eins skjal og þetta? Eða er það eitt með öðrum fádæmum í flokks- samþyktinni, að til slíkra hluta m e g i ekki velja aðra en þá, er öðru eins verki eru alls óvaxnir? Og þetta hafa þeir getað fengið sig til að undirskrifa, allir í flokknum, nema forseti efrí deildar einn (land- fógetinn); og það ekki í rieinum sýni- legum tilgangi öðrum, sumir hvorir að minsta kosti, en að vera ekki með hinum, þeim er Framsóknarflokkinn skipa. Hrapallegt er nú annað eins, og miðlungi friðvænlegt. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKJ SMJ0SUKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. Hirðing á kúm og meðferð mjólkur. Eftir JT. Grönfeldt. I. Til þess að unt sé að búa til gott smjör, er nauðsynlegt að mjólkin sé hrein og góð. Nú í sumar eru ný mjólkurbú sett á stofn, og hin eldri endurbætt. Eg vil því snúa máli mínu með nokkrum orðum að samlagsmönnum búanna, því án þeirra hjálpar og aðstoðar verð- ur mjólkurbúunum ekki auðið að búa til gott smjör, jafnvel hvað vel sem þau eru úr garði gerð. Hver einstak- ur félagsmaður, hvort sem hann á fleiri eða færri kýr, verður að gera sér Ijóst, hve áríðandi það er fyrir smjör- gerðina, að fara sem bezt með mjólk- ina. Með því móti stuðla þeir að því, að meðferð hennar batni. Sökum þess, hve langt er milli bæja og vegirnir ógreiðir yfirferðar, verða búin að vera rjómabú. En því fylgir það, að mjólkina verð- ur að aðskilja heima, og senda að eins rjómann til búanna. Svo má að orði kveða, að það sé mikið áræði, að setja á stofn rjóma- búin einmitt vegna þess, að mjólkin er skilin og meðhöndluð á heimilun- um. Meðferð rjómans þarfnast nákvæmni og vandvirkni, og það varðar miklu, að hver einstakur maður skilji, hver ábyrgð á honum hvílir í þessu efni og að þrif búanna og velferð er undir því komin, að mönnum sé þetta ljóst. Um kýrnar verður að muna eftir því, að ekki fæst góð mjólk nerna úr heil- brigðum kúm. þegar kýrin er veik, yxna, nýborin eða geldmjólka, verður að athuga, hvort mjólkin er óskemd, en þó einkum, ef kúnni er ilt í júgr- inu. Sé mjólkin einkennileg að útliti, svo sem blóðlituð, draflakend, vatns- lituð, eða rauðleit, þá er sjálfsagt að hafa þá mjólk sér og nota eigi til mjólkurbúsins. Sé nú ekkert að at- huga við útlit hennar, þykir tryggara að bragða á nýmjólkinni úr hverri kú fyrir sig; en verði heldur ekki komist með þessu móti að raun um, hvort nokkuð sé athugavert við hana, þá þarf að prófa það á annan hátt. Bezt er að gera það með því, að taka mjólk úr hverri kú fyrir sig og láta hana í hrein glös, og láta í þau hreinan tappa. Glösin eru svo látin á hlýjan stað, og látin standaþar 1 sólarhring. Að þeim tíma liðnum skal rannsaka nákvæmlega, hvernig mjólkin lítur út, og hvernig lyktin er og bragðið. Get- ur þá svo farið, að gallar komi í ljós, er áður duldust. Bezt mundi að senda glösin til bústýrunnar á mjólk- urbúinu, og láta hana athugá það, sem í þeim er. Rjóma af þeirri mjólk, sem er göll- uð, eða virðist vera miður góð, ætti ekki að senda til rjómabúsins. Slíka mjólk er bezt að flóa og nota til heimilisins eða handa kálfum. Ef kýr er geldmjólka eða yxna, er bezt að gelda hana upp; en séu mikil brögð að því, hvað mjólkin er slæm eða illa útlítandi, þarf að leita dýralæknis eða annars manns, er vit hefir á slíku. Um fóðrið verður að muna eftir því, að skemt fóður eða óhreint drykkjar- vatn getur haft áhrif á mjólkina og spilt henni. Sömuleiðis geta sumar fóðurtegundir, sem of mikið er gefið af, orsakað annarlegt bragð að mjólk- inni. Slæmt drykkjarvatn og skemt eða myglað fóður getur í fyrsta lagi valdið því, að kýrnar ve’kist, og í öðru lagi orsakar það, að loítið í fjós- inu spillist og verður óhreint. En það hefir aftur þau áhrif, að mjólkin óhreinkast í fjósinu meðan á mjólk- uninni stendur, því saman við hana blandast gerlar og önnur óheilnæm efni. Sama er, ef borið er undir kýrn- ar eitthvað það, sem rýkur úr, meðan verið er að mjólka. Heyið eða fóður kúnna ætti að geymast í góðum hlöðum, meö vatns- heldu þaki. Drykkjarvatn kúnna ætti helzt að vera lindarvatn eða brunn- vatn. Brunnarnir þurfa að vera djúp- ir og svo frá þeim gengið, að ofan- jarðarvatn renni ekki ofan í þá. Að sumrinu, meðan kýrnar ganga úti, er fóður þeirra gott og náttúrlegt, ef grasið er nóg. En að vetrinum er öðru máli að gegna. Vetrarfóðrið þarf að vera bæði gott og mikið, svo að kýrnar mjólki sem bezt; en gæta verður þess, að melt- ingin haldist í góðu lagi, og að kýrn- ar éti vel og með góðri lyst. jjessu verður bezt framgengt með því, að gefa kúnum fleiri en eina fóðurtegund. Jafnframt þarf að gefa þeim reglu- lega, og eigi má auka eða minka gjöf- ina mjög snögglega. Til þess að varðveita sem bezt át- lyst kúnna, og koma um leið fyrir óróa, sem ætíð dregur úr nyt þeirra, er nauðsynlegt að gefa þeim og brynna í sama mund, og fara vel að þeim. Ekki má láta þærbíða eftir heyinu, og ekki reka þær á fætur, þegwr þær eru nýlagstar. Séu fóðurtegundirnar fleiri en ein, verður að gefa þær í sömu röð. Réttast er að gefa þeim ekki meira en það, að þær éti nokkurn veginn upp. þegar vel er farið að kúnum, verða þær spakar, og þekkja bráðlega þann, er hirðir þær, enda gerast spakar, þótt aðrir umgangist þær. En það er ekki nóg, að þeim sé gefið gott og munntamt fóður og vatn. Til þess að þær líti vel út og mjólki mikið, þarf að verabjart á þeim, Ioft- gott og þeim þarf að halda hreinum. Eins og það er hollast fyrir menn, . 1

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.