Ísafold - 30.08.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.08.1902, Blaðsíða 3
223 8ungið eftir Guðm. Magnússon, sem hér fer á eftir. J>egar bæst stóð hátíðarhaldið, gaus Geysir mjög fögru gosi. Svo hittist á, að verið var að syngja síðasta erind- ið í kvæðinu »Ó. fögur er vor fóstur- ]örð« (Ó blessuð sértu, fagra fold o. s. frv.), þegar dynkir fóru að heyrast í hvernum, og var sem hann tæki undir niðurlag kvæðisins. Sem spámannleg bendiug, sem óskeik- ul orð, sem ómur frá dularheimsins sölum, með himinsins blævind nú berast yfir storð og bylgjast eítir þröngum fjalladölum. f>au glóa í skýjanna glitofna dúk og glitra um meitilhvössu fellin, og hnoðrinn, sem léttfleygur líður yfir hnúk, hann letrar þau á bláu jökulsvellin. f>au skína í fjallanna rambundnu rún, sem rist var af heimsins forna eldi, er stóð hann sem Kerúb á Heklu brattri brún og brá um landið mildum roðafeldi. J>au berast frá djúpinu dimt, þessi orð, er dunar í Geysis leyndu æðum. |>á sprotanum bjarta hann bregðuryf- ir storð og bendir þér að ljóssins tignarhæðum. f>au orð eru guðdómsins öfluga mál, sem áheyrn í sálu þinni finna, því þau vekja ættjarðarást í þinni sál og anda þínum benda til að vinna. Guð gaf oss það land, sem hann lætur í dag með Ijómandi undraverkum skína. — Hvar hljómar jafn-máttugt og marg- raddað lag, ó móðir, eins og gegnurn strengi þína? Ó ísland, þú bera mátt höfuð þitt hátt og hreykja upp jökulfaldi björtum, því mikil og dýrðleg er myudin sem þú átt, ó móðir vor, í barna þinna hjörtum. Já, vinur minn, náttúran boð til þín ber, það boð, sem hún ætlar þér að skilja: guðs heilaga fjall þessi ey er orðin þér, hér opinberar hann sinn dýra vilja. Sem spámannleg bending, sem óskeik- ult orð, sem eilífrar guðdómsvizku-bandið, fer boðið með himinsins blæ yfir storð, sem býður þér að elska og treysta á landið. Hann akrafar mikiO um ósannindi m. m., ísfirzka yfir- valdið, er ísafold hafi flutt um sig í grein hr. Skúl Thoroddsen i 46. tbl. þ. á. f>eir tveir um það að vísu; blað- ið ber enga ábyrgð á því, þó svo væri, sem ósannað er alveg, þó að hr. H. H. s e g i þ&ð. Hér skal að eins á það bent, að ummæli hans um, að hann hafi ekki neitt fé borgað eða borga látið í þóknunarskyni til kjósenda eða til kjörfylgis sér, ná fráleitc til endur- gjalds fyrir ferðakostnað, sem hr. H. H. hefir því getað varið til miklu fé þrátt fyrir þessi »mótmæli«; og Bömu- leiðis liggur það í augum uppi, að hin óskaplegu ferðalög hans sem þing- mannsefnis f vetur og vor um alt kjör- dæmið hafa kostað allmikið fó. Póstgufuskipið Laura (Aasberg), lagði á stað i gærkveldi vestur um land og norður. Með henni fórn alþingismenn- irnir Hermann Jónasson, Klemens Jónsson, Lárus H. Bjarnason, Sigurður Jensson, Sigurður Stefánsson, Skúli Thoroddsen (til ísafjarðar), og Stefán Stefánsson kennari. Ennfremur Sigurður prófastur Gunnarsson i Stykkishólmi og dóttir hans, síra Geir Sæmundsson á Akureyri og kona bans, síra Bjarni I>orsteinsson á Siglufirði, Magnús .Tóhannsson læknir af Hofsós og hans kona, P. J. Thorsteinsson kaupm. frá Bíldudal, Hannes Hafstein bæjarfógeti og kona hans, og Samson Eyólfsson kaupm. frá Isafirði, Halldór Jónsson hankagjaldkeri (til Akur- eyrar); Jón Egilssen verzlunarm. frá Sauð- árkrók, Bjarni Pétursson kennari t'rá Dýra- firði, og margt manna fleira. Loks til út- landa heim á leið þauhjón harón v. Jaden frá Austurríki og hans kona, barónessa Asta. Gufuskip Mercur (335, H. B. Thomle) kom í morgun frá Leith með gamlar vör- ur, er Laura hafði orðið að skilja þar eft-ir — leiguskip frá Sameinaða fél. Skögræktarfélagið. jE’cs og getið hefir verið um í blaði þessu, var stofnað skógræktarfélag hér í Beykjavík í fyrra sumar (25. ágúst). Stjórn sú, er kosin var (form. Stgr. Thorsteinsson yfirkennari), þá er félag- ið var stofnað, gekst fyrir því í vetur, að fá bæjarbúa til þess, að gjörast hluthafar í félaginu, og urðu að lok- um yfir 80 menn, sem tóku 25 kr. hlut hver; borgast tillagið á tveim árum (12 kr. 50 aur. á ári). Herra skógfræðingur Flensborg valdi til svæðið, og er það suðaustan við Bauðavatn, í Grafarlandi. Hann ann- aðist og um kaup á efni í girðinguna í vetur, og kom það hingað til Beykja- víkur í vor frá Englandi. Fyrst af öllu varð að hugsa um, að girða svæðið. Var byrjað á því 9. júlí. Skógræktarteigurinn allur mun vera um 40 dagsláttur, og eru 2 dagsláttur af honum ætlaðar fyrir græðireit. — Girðingarstólparnir eru úr járni, en vír á milli stólpanna, 7 þræðir, annar hvor sléttur, og hinn gaddavír. Tólf álnir eru milli stólpanna, sem reknir eru í jörðu, og hver stólpi skorðaður með járnplötu; en 3 járnspennur eru milli bverra tveggja stólpa, til þess að halda þráðunum og styðja girðing- una. Hornstólparnir eru sérstaklega vandaðir, með skástoðum og sterkum jarðplötum; auk þess eru tvöfaldar vindur á hverju horni, til þess að strengja þræðina, og enn fremur nokkurar á sórstökum hliðarstólpum. Eitt hlið er á girðingunni með vand- aðri járnhurð og járnlás fyrir. Alls gengu hér um bil 50 dagsverk til þess, að koma girðingunni upp, og það mun láta nærri, að hver faðmur í henni uppkominni kosti 1 kr. 88 aur. J>egar girðingunni var lokið, var tekið að undirbúa græðireitinn. — Voru í þetta sinn að eins teknar fyrir 3000 ferhyrningsálnir af honum. Var það alt djúpgrafið, 2 skóflustungur niður, þó að hollenzkum sið: moldin úr efri skóflustungunni jafnan látin vera ofan á, en ekki blandað saman moldinni úr báðum skóflustungunum. Norðan og austan við græðireitinn var grafinn skurður og hlaðinn garður innan við skurðinn ; er garðurinn um 3 fet á hæð og gjörður til skjóls fyrir græðireitinn. Jarðvegurinn var hér mjög grýttur, og því afar-mikið verk, að taka alt grjót upp úr honum og koma því frá; en að öðru leyti er jarðvegurinn djúpur og góður. Cm 60 dagsverk gengu að þessu sinni f græðireitinn; næsta vor á að sá trjá- fræi í hann. |>á voru grafnar um 8600 holur i skógræktarteignum, og er ætlast til, að í þær verði gróðursettar trjáplönt- ur næsta vor. Talið er bezt að láta holurnar standa opnar nokkurn tíma, áður en gróðursett er. Til þessa gengu alt að 50 dagsverkum. Fyrir verkinu stóð Stefán Kristjáns- son frá Hallgilsstöðum í Fnjóakadal, og hafði hann 3 til 8 menn með sér. Lokið var því 19. ágúst. Stefán ferð- aðist í vor og framan af sumri með hr. Flensborg og starfaði að gróður- setningu með honum. Frá útlönduin fréttir til 16. þ. m. |>ar er getið um ákafan uppreistarófrið í Mið-Ameríku- ríkjunum Venezuela og Columbia, svo og eynni Haiti þar. Borg ein í Vene- zuela, Barcelona ,tekiu herskildi af upp- reistarliði og bæjarmenn saxaðir niður sem hráviðri. Talað um, að Banda- ríkin muni skerast í leikinn ogjafnvel einhver Norðarálfustórveldin. Banatilræði veitr borgarstjóra ein- um á Bússlandi, í Karkov, Obolenski fursta; skotið á hann 4 margleypuskot- um og særður til muna. Tilræðismað- ur ungur maður, er var höndlaður þeg- ar, en fekst eigi til að segja til nafns síns. Uppskeruborfur óvenjugóðar í Banda- ríkjum. Jatvarður konungur hélt flotasýning mikla og veglega í Ermarsundi 16. þ. m. Kennir sér nú varla neins meins. Búahershöfðingjarnir komu til Eng- lands sama dag. Veðurathuganir íReykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson, 1902 ágúst Loftvog millim. Hiti (C.) c+- <2 CD CX c cr ok œ 7T B Qj§ Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 23.8 738,1 12,0 0 9 6,0 10,1 2 739,2 12,7 0 9 9 741,3 10,4 NW 1 9 Sd. 24.8 744,7 7,0 NW 2 9 5,5 2 745,4 7,6 W 2 9 9 745,4 6,7 8W 1 7 Md. 25.8 742,7 8,0 E 1 9 2,2 4,0 2 741,6 12,4 8E 1 7 9 742,2 8,6 0 8 Þd. 26.8 743,7 7,5 0 4 0,3 4,0 2 744,4 11,1 NW 1 4 9 747,0 7,7 N 2 3 Mvd27.8 753,1 7,6 N 2 2 5,0 2 755,1 10,5 NNW 2 3 9 757,2 7,5 NW 1 1 Fd. 28.8 759,5 7,5 0 1 2,5 2 760,0 11,6 NNW 1 1 9 760,5 9,3 NW 1 2 Fsd.29.8 760,2 7,8 0 2 3,2 2 758,9 11,6 NW 1 2 9 758,3 8,5 0 5 Nokkur herbergi til leigu. Semja má við Hjörleif Þúrðarson snikkara. 2kýr snetnmhærar til sölu. Ritstj. vísar á. »SAMEININGIN«, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindúmi Islendinga, gefið út af hinu ev.-lút. kirkjufjelagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstjúri Jún Bjarna- son. Verð i Vesturheimi 1 doll. árg., áls- landi nærri þvi helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og allri útgerð. Seytt- jándi árg. hyrjaði i marz 1902. Fæst i búk- verzl. Sigurðar Kristjánssonar i Reykjavik og hjá ýmsum húksölum viðsvegar um land alt. CRAWFORDS ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORDS £ Son Edinborg og London Stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn. Sunnanfari kostar 2'/2 kr. árg.. 12 arkir, auk titilbl. og yfirlits. Aðalútsala i Búkverzlun ísa- foldarprentsm., og má panta hann auk þess hjá öllum búksölnm landsins, svo og öllum útsölumönnum Isafoldar. eö eg hefi keypt verzhitiina Nýhöfn með öll- um vörubirgðum, verður verzlun þessi upphafin og húsin notuð fyrir deildir verzlunar minnar. Aðalbúðin i Nýhöfn verður frá 1. sept. höfð ein- göngu fyrir nýlenduvöru- deildina (Urtekram, tóbak o. s. frv.). Gamla búð Thomsens niðri verður liöfð fyrir eld- húsgögn, lampa, ræstingar- áhöld, borðbúnað, glervarn- ing etc., en allar þær vör- ur, sem vigt er brúkuð við, verða fluttar yfir í fyrver- andi Nýhafnarbúð. Annars verða litlar breyt- ingar fyrst um sinn, nema hvað hver deild stækkar og vörubirgðir verða fjöl- breyttari. Viðvíkjandi nánara fyr- irkomulagi á verzluninni framvegis, leyfi eg mór að skírskota til sérstaks aug- lýsingarblaðs, sem borið verður í hús bæjarins á morgun. Vlrðingarfýlst I.TUTI0M. Barnaskólinn. Þeir, sem ætla sér að láta börnsín ganga í barnaskóla Reykjavíknr næsta vetur og greiða fyrir þau fult skóla- gjald, eru beðnir að gefa sig sem fyrst fram við skólastjórann. Þeir sem ætla sér að beiðast eftirgjafar á kenslueyri, verða að hafa sótt um það til bæjarstjórnarinnar fyrir 17. sept. Þurfamannabörn fá kauplausa kenslu, en þeir, sem að þeim standa, verða að gefa sig fram við bæjarfó- getann innan nefnds dags. Athygli manna leiðist að því, að í efstu deild skólans, framhaldsbekk, eru íslenzka, danska, enska og reikn- ingur helztu námsgreinar. Þar er og kend handavinna og teikning bæði stúlkum og drengjum, eins og i fleiri bekkjum skólans. Reykjavík 30. ágúst 1902. Sfiólanofnóin. Raffi og kökur. Kaffisalan í Aðalstræti 9 (hús Erl. kaupm. Erlendssonar) uppi á lofti verð- ur opnuð eftir miðja næstu viku. Þar verður selt kaffi, kökur, sjókolade, gosdrykkir o. s. frv. Hólmfr. Rosenkranz. Þórunn Finnsdóttir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.