Ísafold - 10.09.1902, Page 3

Ísafold - 10.09.1902, Page 3
235 fyrir meir en hálfu öðru missisi, og þótt þá væri ekki búið að borga pakk- húsleiguna, hafi bún nokkurn tíma nokkur verið, þá var alveg sama máli að gegna um það, er skilagreinin til landshöfðingja var samin, eftir því sem sýslumaður segir sjálfur nú, þótt hann muni hafa vottað áður, að sem- entið væri borgað með 14 kr. þessi ógamkvæmni í reikningunum er því jafn-óskiljanleg fyrir þessa útskýringu. En enn óskiljanlegra er það þó fyr- ir þá, sem kunnugir eru, að sýslu- manninúm skuli detta í hug að fóðra reikninginn með þessu, þar sem það er vitanlegt, að ekkert eða að minsta kosti mjög lítill hluti af sementinu kom nokkurn tíma ÍDn undir þak í Búðardal, heldur var geymt úti og breitt yfir það þakjárn. Ekki er það trúlegt, að látið verði lenda við þessa útlistun sýslumanns- ins; en ólíklegt er þó, að ekki væri eitthvað farið að hreyfa við rannsókn nú, ef úr henni ætti að verða. Kunnuguk. Til ferðamanns Sástu fslands svipinn bjarta suniardegi hreinum á? Sástu hvlta hjálma skarta hátt við skýjatjiildin hiá, þá úr legi lyftist l’rón? Leizt þér ei á slika sjón? Leiztu yfir háar heiðar? Horfðirðu’ yfir grund og teig? Sástu kringum byrður breiðar bylgjast léttan þokusveig? Sástu skina laxalón? Leizt þér ei á slika sjón? Sástu vöilinn? Sástu gjána? Sástu vorra feðra spor? Kringum hraunin hnúkar blána, hérna gerðist saga vor! Hérna átti fólkþing Frón —! Fanst þér ei um slika sjón? Leiztu norður’ á Langajökul? Ljómuðu’ ei hans björtu hvel? Svifu ei um svella-hökul BÓlgylt, likt og eldleg, él? Lagði’ ei bjarmann langt um Frón? Leizt þér ei á slika sjón? Leiztu yfir Laugardalinn? Leiztu þar á vötnin blá? Sástu brosa býli valin birkiskógar-fellum hjá? Ó, bve þó er fagurt Frón! Fanst þér ei um slíka sjón? Sástu bjarta Brúarána brjótast fram með heijarafl? Sástu, hvar hún svall um gjána? Ságtu hennar froðuskafl? Margan slikan foss á Frón! Fanst þér ei um slika sjón ? Sastu Heklu’ á hljóðu kveldi hefja yfir skýjalag höfuð, búið hrímgum feldi, hrikalega enn í dag? Roðaský við brúnir bar, báli fjallsins likt það var. Sástu Gullfoss ógna-iðu æða fram um gljúfraþröng? Ótal gullnir álfar liðu yfir þar með dans og söng. Framtið íslands, guliið glæst, geymist þar i kistum læst. Sástu Geysis eflda anda undirheimsins myrkri frá, upp með dyn og undrum standa ? Undurijómi stóð af brá! Guðinn, sem þar undir er, á þeim tima biriist þér. Hvar sem för þin héðan finnast, hvert sem þig um heiminn ber, alls sem sástu muntu minnast, margar sjónir fylgja þér. Stór og hýr og hrein og skýr hjá þér lslands myndin býr. G. M. (Eftir »Þjóðvilj.»). Tövélnfélag nýtt hefir stofnað verið í sumar á Akureyri og keypt cóvélarnar við Glerá, er það ætlar að stækka um helming. það gaf 15 þús. kr. fyrir eldri vélarn- ar með því framkvæmdarfé, er þeim fylgdi. Stjórn félagsins skipa þeir kaup- mennirnir Magnús Sigurðsson (Grund), þorvaldur Davíðsson og Eriðrik Krist- jánsson. TiOarfar. Gæðatíð er enn hér um slóðir, þótt nokkuð só farið að kólna. Varð ekk- ert úr, að til votviðra brygði með höf- uðdegi. En annað er að heyra að norðan. Maður kom í gær norðan úr Skaga- firði og segir þar hafa verið norðan- svækjur með kulda og þokum allan síðari hluta f. mán. Um 20. f. mán. snjóaði svo í bygð í Gönguskörðum, að haglaust var fram á miðjan dag og kúm eigi hleypt út. Varla nokkurt strá komið í garð af útheyi, sakir ó- þurka, og þess, að túnasláttur stóð svo Iengi yfir, vegnasneggju og þurka þá, með fólksleysinu. þe8su lík veðrátta, er lengra dró norður. En betra fyrir vestan Vatnsskarð. Fyrir viku sást frá Blönduós hafís- jaki geysistór innarlega á Húnaflóa. Annar hafði verið í sama mund inni á íteykjarfirði. Hafísglampi sýnilegur norður undan í alt sumar. Við ritstjórn Fjallkontt er síra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli tekinn 9. þ. mán., þótt ekki verði eig- andaskiftin fyr en með næstu áramót- um. Hann hefir því flutt sig hingað sjálfur til bæjarins í öndverðum þ. mán. En búið stendur eystra til vors, og þjóna nágrannaprestar brauðinu á hans ábyrgð þangað til, þeir Ólafarnir í Hraungerði og á Stóra-Hrauni. Innbrotsþjófnaður var framinn ný- lega í bænum, aðfaranótt 6. þ. m., hjá timbur- sala Birni Guömundssyni, við Kalkofnsveg. Hafði verið skriðið þar upp á kolabing norðan við húshliðina upp að gluggum; brotinn eluggi og farið þar inn á loftið í húsinu, þá niður stiga ofan i skrifstofu, hrotin upp 2 skrifborð og stolið úr þeim nokkuð á annað hundrað krónum, því sem þar var af peningum og sparisjóðsbók, sem lítið sem ekkert var í að kalla; þá haldið niður í kjallara og út um aðaldyrnar á honum, er hægt er að opna að innanverðu. Mjög kunnuglega gengið um, en þó ekki varast það, að á öðrum stað í skrifstofunni, í fornfálegum skáp og ómerkilegum, var geymt miklu meira af peningum, um 600 kr. Loks voru í járnskáp i skrifstofunni um 1000 kr. Ekkert komist upp enn um þjóf- inn eða þjófana. Gufuskip Modesta og meðþvi bjarg- ráðaskipið Achilles lögðu á stað aftur laugardaginn var, 6. þ. mán., og hafa nú vonandi haft það af, að komast leiðar sinnar. Fiskiskip héðan eru sem óðaBt að skila sér heim þessa dagana, með góðan afla. L<ansn frá prestskap hefir prestinum að Arnarbæli i Ölfusi, slra Ólafi Ólaissyni, verið allramildilegast veitt 9. f. m., frá fardögum 1903, með lögmæltum eftir- launum. Póstafgreiðslumann á Vopnafirði hefir landshöfðingi skipað 7. f. m. Jón hreppstjóra Jónsson (frá Sleðbrjtt). Héraðslækni i Reykhólahéraði hefir landshöfðingi skipað 14. f. m. settan lækni þar Odd Jónsson, frá 1. þ. m. Laust brauð. Arnarbæli i Ölfusi, augl. í gær, og veitist frá fardögum 1903. Umsóknarfrestur til októberloka þ. á. — Brauðið er matið 2022 kr. 83 a. Uppgjafa- prestur nýtur eftirlauna af því, væntanþ 230 kr., og auk þess prestsekkja 150 kr. Lán hvílir og á því, tekið 1897 og þá 3000 kr., endurborgast með 150 kr. á ári í 20 ár auk vaxta. Sigling. Skonnorta Hans Olsen (181, R. Nielsen) 4. þ. m. frá Burntisland með kolafarm til Thomsens Magasins. Skonn. Borghild (69, Ullestad) 8. þ. m. með saltfarm til sama. Rausnarlegan glaðning gerði D. Thomsen konsúll sunnudaginn var (7. þ. m.) öllu sinu verzlunarliði, um 70 manns, körl- um og konum, og að auki nánustu venzla- mönnum þess (eiginmönnum og konum eða unnustum), samtals um 100 manua. Stóð til, að farið væri fyrst suður í Kópavog og þar höfð nokkurs konar þjóðhátíð. En er veður bannaði það, átti að leigja gufub. »Reykjavik« til skemtifarar inn um eyjar. En er við það varð einnig að hætta vegna óveðurs, var brugðið við og stór geymslu- hússalur tjaldaður innan og raðað þarhorð- um og bekkjum, til kaffiveitinga m. m. Meðan það var í undirbúningi, gekk liðið um stræti borgarinnar og upp að Skólavörðu með lúðraþyt og annari viðhöfn. Síðari hluta dags var því haldin veizla góð i Iðn- aðarmannahúsinu með miklum fagnaði, fjör- ugum ræðum og lúðraþyt, og þá dansað á eftir fram á nótt. Drápu mikla hafði eitt góðskáld vort kveðið (G. M.), heldur þrítuga en tvituga, i ellefu þáttum, um Thomsens magasin, með þess mörgu deildum o. s. frv., og var hún sungin i veizlunni. Dar segir svo frá með- al annars þvi, er fyrir augun ber í einni deildinni, vefnaðarvörudeildinni og bazarn- um: Margt gyðjuandlit bjart og blítt þar brosir stöðugt móti þér, og litlir dvergar hlæja hlýtt, og hagleikssmíði margt þú sér, En eitt fyrir augun ber þar, sem öllum lizt þó betur á, þvi innan um gyðjurnar er þar þær Elínu' og Valgerði' að sjá. Einn er þátturinn um »Deildir í norð- ur og suður, austur og vestur«. Þar er þetta niðurlagserindi: I austri enn þá tíjering á efldum knerri býr; á svipinn er hann ítur og upp á skeggið snýr. En Elis aftur vestan um ægi bláan fer, og hann er knár og hraustur, og hnellin brúnin er. Fórn Abrahams. (Frh.). Hennar hátignar írsku riddarar urðu hamslausir af bræði, og vissu þó eigi almennilega, hvað til þess bar. Eftir nokkurn tfma tókst þeim að greina með vissu fallbyssur Búa frá fallbyss- um landa sinna. þær voru nær, og heyrðist því skýrara til þeirra. En svo ákaft sem þær heltu úr Bér skot- aendingum norður yfir ána, dró ekki hót úr eldhríðinni þaðan, frá Búum. Stundum virtist skotin frá Bretum hafa ekkert við hinum. J>á stöppuðu riddararnir fótum og bölvuðu svo gegndarlaust, að hersirinn þóttíst hafa tilefni til að taka efrivarar skeggið vinstra megin út úr samsvaranda munnviki og kalla: Hafið þið hægt um ykkurl Biddararnir bölvuðu ekki minna fyr- ir það. |>eir bölvuðu lægra. Hefði blót og ragn verið nógu banvæn vopn, mundi ekkí nokkur Búi hafa lífi hald- ið norðanmegin árinnar. En svo vel sem blótsyrðiu voru valin, þá hafa þau ekki haft nein veruleg áhrif, því alt var þar í sömu skorðum fullar 2 stundir, er Bretum fanst ætla aldrei að líða. þetta æsti svo skapsmuni Breta, að hersirinn lét Ioks riddara- sveitina eina fara fótgangandi niður að ánni og skipaði henni að hefja þar óvægilega skothríð gegn óvinaliðinu. Riddarasveitin skicndaði á stað, og horfðu hinir, sem eftir voru, öfundar- augum á eftir henni. Enginn var sá meðal hennar hátignar írsku riddara, er eigi væri hjartanlega sannfærður um, að einmitt hann og hans nánustu félagar mundi geta Iátið til skarar skríða, og allír voru þeir hálfærðir af eftirsókn í að komast að og fá að skerast í leikinn, hvar sem var og hvernig sem á stóð, og það undir eins. Fimtán mínútur lá riddarasveitin á maganum milli þúfna og hleypti af ó- grynní skota norður yfir ána, þótt ekki kæmi þeir þar auga á nokkura lifandi hræðu, hvernig sem þeir blíndu. |>á datt sveitarhöfðingja einum nokk- uð smellið í hug. Hann sneri sér að hersinum og stingur upp á því við hann, að berfylkið skuli snarast norð- ur yfir ána og koma þar fjandmanna- liðinu í opna skjöldu. Hann bætti við í hálfum hljóðum þessum orðum : |>að er sýnilega enginn kjaftur þarna hinum megin við ána. Ollum fyrirliðunum þótti þetta vera mesta þjóðráð. Hersirinn var og á sama máli, en þorði þó eigi að ráðast í slíkt stórræði þvert ofan í það, sem hafði verið fyrir hann lagt. Og til þess að falla ekki fyrir þeirri freist- ingu, er hafði haft þau áhrif á liðið alt, að það réð sér eigi fyrir fögnuði, þá tróð hann bæði yfirskegginu og hökutoppnum inn í munninn á sér, og gerði sér þann veg virki, er hann fekk varist bak við og dulið það, er niðri fyrir bjó. þó þótti honum hlýða að senda hjálpliða á fund hershöfðingjans og Iáta hann bera upp fyrir honum fyrnefnda uppástungu. Og úr heilli tylft áfjáðra lautinanta valdi hann þann, er hann hafði mestar mætur á það skiftið, og hleypti sá óðara á stað, harla feginn. Hálfa mílu enska þaðan, er hennar hátignar drotningarinnar írsku riddar- ar voru staddir og stöppuðu niðurfót- um bölvandi og ragnandi út af því, að fá ekki að ráðast þegar í stað norð- ur yfir ána, rakst lautinantinn á ó- vörum nokkra fótgönguliðsfyrirliða, er stóðu í hnapp bak við hól. Hafið þér séð þá? Hve margir hald- ið þér að þeir séu? Við höfum heyrt skothríðina hjá ykkur. Gengur ykkur vel? þessum og þvílikum spurningum miklu fleiri rigndi niður yfir hann í sífellu. Lautinantinn var að vísu sæmilega sannfærður um, að ekki væri nokkur hræða af óvinaliðinu fyrir norðan ána þar á móti, sem herfylki hans hafðist við. En þó svaraði hann sem hér segir, og roðnaði ekki til muna : Hvað margir svo sem þeir eru, þá hafa þeir fengið sína vöru selda hjá oss. Og eftir þetta svar, sem hinir máttu skilja þann veg, serc þeir gátu bezt, reið hann leiðar sinnar; en digur sveitarhöfðingi einn rumdi á eftir honum: fessir nýgræðingar eru ætíð svo hundhepnir. Hér liggja 'tólf hundruð manna lágt, og þó sést ekki nokkur Búi,—ekki einn, piltar. f>að er lúalegt, dónalegt! Og svo á maður þar á of- an að þola þá skapraun, að þatta dé- skotans hestmannalið lendir þar, sem snarpast er barist, en oss--------oss, bezta herfylkinu í öllum liðssafnaðinum, veitist ekki kostur á að hleypa af einu skoti«. |>að er hatramlegt, segir næsti yf- irmaðurhans, mjög alvarlega og tygg- ur á sér neglurnar: hann var sem sé nauðrakaður.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.