Ísafold - 20.09.1902, Qupperneq 1
Kemur út ýrnist einu sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 arb.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'/2 doll; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsðgn (skiifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sú til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8,
XXIX. árg.
Reykjavík laugardaginn 20. september 1902.
62. blað.
BiðjiO ætíd um
OTTO MONSTBD’S
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgtt eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu i samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
I. 0. 0. F. 8492681/,.
Forngripasafn opið md., mvd. og ld.
11—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
ki. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið bvern virkan dag
U. 12—2 og einni stundu iengur (til kl. 3)
ind., mvd. og ld. tii útlána.
Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b.
1. og 3. mánnd. hvers inán. kl. 11—1.
Burt úr landinu.
»Allir þykjast nú frómir; en burt
er þó kötturinn af búrhillunni., sagði
húsmóðirin, sem þótti hjúin nokkuð
nærgöngul í vistir heimilisins.
Allir þykjast frámunalega hófsamir
og reglusamir hér á landi, og það er
lfkt og komið sé við hjartað í mönn-
um, sé minst á, að hér sé nokkur
drykkjuskapur, svo teljandi sé.
»það er mér óhætt að fullyrða, að
ekki er drukkið í minni sveit«, segir
Jón hreppstjóri. »þar ber varla við,
að nokkurn tíma sjáist maður nema
í hæsta lagi dálítið glaður«.
Og Brandi stórbónda þykir það ó-
hæfa, að nokkur hafi orð á því, að
helt sé á staup í héraði hans.
Sama er um kauptún og kaup-
staði. því er að sönnu ekki beinlínis
neitað, að dálítið sé sopið; en það er
u.lt kent útlendingum.
f>ó voru fluttir til landsins árið 1899
samtals rúmlega 466 þús. pottar af
ýmis konar áfengum drykkjum, fyrir
hérum bil 383 þús. krónur., sem sam-
svarar því, að hver maður, eldri og
yngri, karl og kona, hefði neytt 6
potta áfengra drykkja eða fyrir hér
um bil 4 kr. hver.
Vínföng þessi skiftast þannig niður:
Breunivín 208 þús. pottar. Vínandi
37 þús. pottar. Ö1 162 þús. pt. Og
alls konar vín um 60 þús. pottar.
Til þess að sjá, hversu mikil áfeng-
isneyzlan hefir verið í raun og veru,
verður að breyta öllum þessum ölföng-
UI*i í hreinan og beinan, óblandaðan
vínanda.
Sé nú vínandi talinn 100/», brenni-
vín 50 /o, alls konar vín að meðaltali
15/» og öl 4/o af hreinum vínanda, verð-
ur það alls um 156 þús. pottar eða 2
pottar af hreinum vínanda á mann,
þegar mannfjöldinn þetta ár er talinn
78,000, sem lætur nærri, í saman-
burði við manntalið 1901, sem var
um 79 þús.
Nú mun óhætt að fullyrða, að mest-
ur hluti allra vínfanga sé að eins
drukkinn af 3/5 hlutum landsmanna (þ.
e. fullorðnum karlmönnum), þvf áfeng-
isnautn kvenna og barna er varla
meiri en sem svarar karlmönnum þeim,
sem eru í algerðu bindindi.
Eftir þessu ætti hver fullorðinn
karlmaður að hafa eytt 10 kr. í áfenga
drykki að meðaltali árið 1899, og liafa
drukkið um 15 potta, eða 5 potta af
hreinum spíritus.
Til 8amanburðar þessu má taka
árið 1893. þá eru fluttir til landsins
240 þús. pottar af brennivíni og vínanda,
63 þúa. pottar af víni, og 113 þús.
pottar af öli, eða samtals 416 þús.
pottar af alls konar áfengum drykkj
um.
þetta sýnir, að brennivínsdrykkjan
og víndrykkjan stendur hér um bil í
stað, en öldrykkjan hefir aukist um
nál. 50 þús. potta.
Efalaust fer þessi aukna öldrykkja
mest fram í kauptúnum og við sjóinn;
en þó mun hún töluvert vera farinn
að berast upp til sveita, einkum þang-
að, sem aðflutningar eru ekki því
örðugri.
þessi vöxtur bjórdrykkjunnar er því
athugaverðari, sem reynslan sýnir úr
öðrum löndum, að því fer svo fjarri,
að fyrir hana dragi nokkuð úr nautn
sterkari drykkja, heldur mun hitt al-
gengara, að sá, sem orðinn er vanur
bjórnum, fer að þykja hann smám-
saman áhrifalítill, og fer þá að drekka
whisky eða konjak um leið. Hér er
því hætta á ferðum, að drykkjuskap-
ur fari vaxandi, sé ekki séð við í
tíma.
Og þó er óhætt að fullyrða, að bind
indishreyfingin hefir haft æðimikil
áhrif, og hefði hún ekki komið, er
óhætt að staðhæfa, að nú mundi
drukkið 6—8 pottar af vínanda á ári
að meðaltali af hverju mannsbarni á
Iandinu.
BindindÍ8hreyfingin hefir haft þau
áhrif, að nú þykir flestum þeim, er
vilja láta telja sig með mönnum, vansi
að láta 3já sig til muna drukkna í
samkvæmum, eða jafnvel um hábjart-
an dag; og sá á sér naumast lengur
atvinnu von, sem lætur sjá sig drukk-
inn við vinnu sína. Bæjabúar setj-
ast því að drykkju á kvöldin, og
ferðamenn, sem hafa ekki húsaráð,
fara með flöskuna inn í einhvern krók
eða kyma, þegar þá langar til að
súpa á.
J>að er smám saman að komast inn
í meðvitund manna, að hér sé eitt af
því, sm sólin megi ekki skína á.
En þetta nægir ekki.
Betur má, ef duga skal.
Öll baráttan gegn drykkjuskapnum
nú í átján ár hefir ekki gert mikið
meira en halda í horfinu, stöðva vöxt-
inn. Hefði hún ekki verið, hefði sjálf-
sagt hvolft.
Löggjöfin verður meðal annars að
taka enn í taumana djarfara en gert
hefir verið til þessa.
En það á húu þó því að eins að
gera, að hægt sé að sanna með gild-
um rökum, að 8 ö n n u frelsi og
mannréttindum sé ekki misboðið.
Og þjóðin verður að hafa skilið þess-
ar sannanir. Hún verður að sannfær-
ast um, að hér sé haldið fram réttu
máli. >
það verður að kenna henni að at-
huga þetta. Sýna henni fram á, að
hér sé um svo mikilsvert atriði að
ræða, sem hafi svo afarvíðtæk áhrif
á efnahag, þrótt og heilsufar þjóðar-
innar, hugsunarhátt, staðfestu og orð-
heldní, sannleiksást og yfirleitt á alt
siðferði hennar; sanna henni, að ógæfa
eins, alls eins manns er samtvinnuð
við meira eða minna böl, sem allir
þeir lenda í, er honum hafa verið
nábundnir, ‘og að slóðann má rekja
jafovel töluvert lengra, sé það athug-
að með stillingu og hlutdrægnislaust.
Sýna þjóðinni og sanua, að drykkju-
skapurinn var, er og verður jafnan
þjóðarmein, og að eina ráðið til að
lækna það er að kippa honum upp
með rótum.
Og þegar meiri hluti þjóðarinnar er
orðinn sannfærður um þetta, á að
vera kominn tfmi til fyrir löggjafa
hennar að reka áfengið burt úr land-
inu.
x x
Frá útlöndum.
Til 13. þ. m. eða síðasta laugar-
dags hafa fréttir borist í enskum blöð-
um.
þar segir frá því, að eldgos og land-
skjálftar haldi áfram í Vesturheims-
eyjum, bæði Martinique og ekki síður
á eynni St. Vincent, er Bretar eiga
eigi langt suður frá Martinique. f>ar
er eldfjall, er heitir La Soufrere og
gaus í vor, en nú aftur. Manntjón ó-
víst um. En voðaástand þar. Fara
saman eldgos og landsskjálftar og eyja-
búar í uppnámi, flýja upp á fjöll og
hæðir, með því að þeir óttast, að ey-
in muni sökkva. Talað um, að stór-
veldin, sem eyjarnar eiga, Frakkar og
Bretar, muni taka fólk alt á brott
þaðan, það er enn er á lífi.
Blámannaríkið í eynni Hayti, þjóð-
veldi, hefir lengi verið í uppnámi, með
megnum ófrið og vígaferlum. f>að bar
til í sumar einu sinni, að herskip það-
an, Crete-a-Pierrot, tók með valdi
þýzkt gufuskip og gerði upptæk vopu
og vistir, er það hafði meðferðis. Fyr-
ir skömmu réðst þýzk brynsnekkja,
Panther, að Crete-a-Pierrot og sökti
því, en bjargaði áður skipverjum öll-
um.
Bæjarstjórn Reykjavíkur. Lokið
við á fundi 18. þ. m. fjárhagsáætlun um 1003.
Veitt ókeypis kensla í barnaskólanum
næsta skólaár 45 börnum og 48 að hálfu
leyti. Auk þess nokkrum umsóknum visað
til skólanefndar.
Samþykt að kaupa ný slökkvitól: slökkvi-
dælu og sjálfstæðan stiga með beltum (4)
fyrir alt að 3000 kr. úr brunabótasjóðb
Veganefnd hafði samið reglur um kveik-
ing og hirðing á ljóskerum bæjarins, er voru
samþyktar af bæjarstjórn með þeirri breyt-
ingu, að kveikingartiminn skyldi vera frá
1. sept. til 1. apríl. Veganefnd falið að
útvega hæfa menn tii kveikinga og semja
við þá um hæfilegt kaup.
Sveinn Jónsson snikkari (Laugaveg 61)
bað um land til erfðafestu, og skyldi bæj-
arstjórn skoða það áður en veitt yrði.
Eiriki Filippussyni synjað um erfðafestu-
land við Langaveg fyrir austan land Brynj-
ólfs Jónssonar.
Samþykt framhaldsstefna á Lindargötu-
austnr, eftir uppástungu byggingarnefndar.
Brunabótavirðingamenn kosnir frá 1. okt.
þ. á. til jafnlengdar næsta ár þeir trésmið-
irnir Hjörtur Hjartarson og Sigvaldi Bjarna-
son.
Samþyktar branabótavirðingar á búsi
Sveins trésm. Jónssonar við Þingholtsstræti
25,010 kr.; Halldórs Þorlákssonar i Þing-
holtsstr. (viðb.) 5950; Stefáns Pálssonar
skipstjóra við Laugaveg 5920; Sigbv. Arna-
sonar alþm. við Bókblöðustig 5540.
Allir á fundi nema H. J.
Stokkhólmsferð.
IV.
Um Löginn. Upphaf heimsstúkuþingsins.
Hún þætti ekki merkileg á íslandi,
Fýrisáin, og sýnist ekki tilkomumikil
ofan af hæðunum í grendinni, þar sem
hún liðast í bugðum eftir völlunum;
en þó er hún flestum íslenzkum vatns-
föllum fremri að einu leyti: hún er
skipgeng. Svo aem kunnugt er, renn-
ur hún í Löginn. Gengur því gufu-
skip milli Uppsala og Stokkhólms á #
degi hverjum.
Eg hafði heyrt mikið látið af því,
hve fagurt væri að sigla eftir Leginum,
og fór því þá leiðina aftur til Stokk-
hólms.
f>að er einkennilegt að sigla með
gufuskipi þarna mitt inn í landi. Áin
er svo mjó, að skipið skríður að eins
milli bakkanna, en lygn er hún og
straumlaus. Sumstaðar verður henni
svo mikið um, er skipið özlar áfram,
að hún helzt ekki við í farveginum,
heldur flóir út á bakka. |>að er eng-
in ógnar-hraði á skipinu, meðan farið
er eftir ánni, því að nákvæmar gætur
verður á þvf að hafa, að reka sig ekki
á; en þegar út á Löginn er komið,
neytir gufuvélin betur aflsmuna sinna,
því að þá er sem komið sé út á stór-
an fjörð.
Ýmsir merkisstaðir liggja við Löginn.
En eg þurfti nú að hraða mér til
Stokkhólms, og mátti því ekki vera að
skóða þá, heldur varð að láta mér
nægja að renna á þá augum.
Fyrsti lendingarstaðurinn var S k ó g-
arklaustur; þarvar fyrrumnunnu-
setur, en um miðja 17. öld var þar
reistur herragarður mikill, og stendur
einn. J>að er höll allmíkil; þar eru
geymdar miklar minjar frá fyrri öld-
um og bókasafn mikið (25,000 bindi).
Annar merkisstaður þar við Löginn,
sem vér lentum við, eru S i g t ú n hin
fornu (Sigtuna). Segir Snorri svo frá
f Ynglinga sögu, að þar hafi sjálfur
Óðinn setið. »Óðinn tók sér bústað
við Löginn, þar sem nú eru kölluð
fornu Sigtún, ok gerði þar mikit hof
ok blót eftir siðvenju ásanna. Hann
eignaðist þar lönd svo vítt, sem hann
lét heita Sigtún«. Sigtún eru einn af
langelztu bæjum í Svíþjóð; það var
forðum stór borg og auðug, með mörg-
um kirkjum og klaustrum; það var og
biskupssetur fyrst er kristni kom til
Svíþjóðar, en það var sfðar flutt til
Uppsala. í lok 12. aldar komu þang-
að víkingar austan um Eystrasalt,