Ísafold - 24.09.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.09.1902, Blaðsíða 2
250 skapi viðskifti þeirra, þar til er þau hættu með öllu og Danir tóku að sér stjórnina á verziun og samgöngum. Bn þegar Norðmenn fengu sjálfs- forræði 1814, og þeir fóru að ná sér aftur eftir margra alda niðurlægingu, þá blómguðust þeir skjótt svo, að þeir urðu ein mesta siglinga- og verzlunar- þjóð í heimi. það var því ekkert eðlilegra en að þeir, sem með frændsemi og sömu yf- irráðum höfðu um mörg hundruð ár verið tengdir landi voru, mundu eftir því sem velmegun þeirra óx, snúa huga sínum hingað, þegar þeir þar að auki sáu, að hér var nóg verkefni fyrir höndum og of fjár ónotað. f>á fóru margir að dæmi O. Vathnes og námu land; en flestir komu og koma enn að óins með yfirskini að taka sér hér ból- festu, þótt það sýni sig bezt í fram- kvæmdinni, að það er eingöngu gert til að fara í kringum lögin og geta haft sömu réttindi og landsmenn til að hagnýta sér auð landsins. f>að er þetta nútíðar-Iandnám, sem eg vil í fám orðum bugleiða, og biðja þjóð og stjórn gjalda varhuga við. f>að er auðskilið mái, að framför hvers lands er mest undir því kom- in, að auðsuppsprettur þess séu sem mest notaðar í landinu sjálfu, eins og hitt er til hnekkis hverju landi, að vera notað til selstöðu; eins og Eng- lendingar, f>jóðverjar, Bússar o. fl. eru auðugri en nýlendur og skattlönd þeirra, þá á það rót sína að rekja til þess, að þeir draga undir sig sem mest þeir geta af auð hjálenduanna til að eyða í heimalandinu. Með líkum hætti er ísland notað nú, bæði af Englending- um, Frökktim o. fl., en þó sérstaklega af Norðmönnum, sem óátaldir eins og landsins eigin synir eru á landi uppi og fiska á fjörðum inni án þess að á minsta hátt sé amast við þeim; og þótt löggjöfin geri ráð fyrir, að utanríkis- menn séu búsettir hér, ef þeir vilja hafa sama rétt sem landsmenn, og nokkrir af Norðmönnum séu það líka, þá er það samt fæstir af þeim fjölda, sem eru við Norður- og Austurland. f>eim fjölgar hér ár frá ári, er reka hvalveiðar, síldar- og þorskveiðar í miklum mæli og allir þessir fiskimenn hafa hér aðsetur að einhverju leyti, meir eða minna. Nú í sumar hefir verið fjöldi norskra síldarveiðaskipa við landið. f>au hafa mörg legið alt sumarið inni á 'Eyjafirði og fiskað þar síld á firðinum bæði í net og nætur. f>rjú stór gufuskip voru síðast í ágúst inni á Bíldudal og drógu þar á land við bryggju Thorsteinsons 3400 tn. f>eir haía margir saman legið inni á Siglufirði, og mörgum öðr- um fjörðum við Norður- og Austurland og veitt í lagnet og nætur; fyrir utan það sem þeir hafa verið með reknet sín í landhelgi, sem þeir hafa að miklu leyti byrjað á í sumar; og enginn af öllum þeim, sem hér eru tilnefndir, eiga hér neitt lögheimili. f>eir vinna með norsku fé, sigla undir norsku flaggi með norskri skipshöfn. Sumir eru þó svo kurteisir, að þeir ganga ekki í berhögg við lög og lands- rétt. f>eir fá sér einhvern íslending að »lepp«, eins og t. d. gufuskipið »Arctie«, sem lá á Eyjafirði við síldar- veiði í sumar. Danir hafa oft spurt mig að, þegar séð hafa svona skip við veiðar sínar upp við fjöruborð, hvort þetta væri l6yfilegt, og hef eg þá sjaldnast getað svarað því; enda hefir þeím jafnframt orðið að orði: »|>að er merkileg þjóð, Islendingar. f>eir láta bæði Englendinga og Norð- menn fiska upp við landsteina, en við verðum að þola h«r kulda og vosbúð í 7—8 mánuði til að verja fyrir þá þeirra eigin landhelgi, en þeir gera sjálfir það gagnstæða«. Búseta Norðmanna h'ór er að miklu leyti ekki nema nafnið tómt. Maður sér það einna bezt á Eyjafirði. f>eir reisa þar stórhýsi út með firðinum og leggja þar skipum sínum fyrir framan á sumrin, og þykjast hafa trygt sór hér landsréttindi með húsinu; en þeg- ar haustar að, þá hverfa þeir allir á braut jafnt og veturinn gengur í garð og síldin hverfur. Yfir höfuð er búsetu flestra Norð- manna hér líkt farið að sínu leyti og búsetu Inn-nesinga var á Ströndinni og suður með sjó, á meðan báta-útveg- urinn var í blóma sínum, og sama verður uppí á teningnum hér. Vér getum spurt sunnanmennina, hvort þeir töldu í þá daga nokkurn búbæti að Seltirningunum suður í veiðistöðv- ar sínar. f>að er auðvitað löggjöfin, sem hér á mikinn þátt í. f>eir sem bera fyrir brjósti framtíð landsins og ekki sízt þeir sem sitja á löggjafarþinginu, þurfa að útbúa réttlát lög, sem hvetja menn til að setjast hér að, ekki einhverja ráðsmenn, heldur atvinnuveitendurna sjálfa með sínum fjölskyldum. f>á fyrst getur landið haft arð og gagn af útlendu fó og vinnu við ís- land. En meðan réttur hérlendra manna er eins fyrir borð borinn og hann er nú, að enskir auðkýfingar reka botnvörpuveiði á fiskimiðum vor- um bæði í Faxaflóa og annarsstaðar við Suður- og Vesturland, en norskir hvalarar og síldargróðakongar sópa firði og fjöruborð við Norðnr- og Aust- urland, þá getum vér ekki búist við mjög miklum afgangi hauda sjálfum OS8. f>að er ýkjalaust, að á íslandi gætu lifað eins mörg hundruð þúsund eins og nú eru tugir þúsunda; og eftir því sem menningin vex og fjölmennið að samaskapi með nágrannaþjóðunum, þá megum vér eiga það víst, að heldur eykst hóppr þeirra, sem þurfa að sækja brauð og fé í gullkistuna við strendur landsina. Hvalarana norsku verð eg sérstak- lega að minnast á. Eg hef auðvitað gert það lítils háttar áður, En það hafði nauðalítinn árangur. f>ingið skeggræddi um þá dálítið, og gaf þeim svo dýrðina. Eg er ekkert á móti því, að þeir hafi stutt peningalegan hag sveitar- félaga þeirra, sem þeir hafa átt heima í, og eins landssjóðs. En þeir hafa heldur mikil sérréttindi fram yfir aðra menn, sem fiska hér við Island. Eg veit ekki betur en að hjá öllum þeim hvalaveiðafélögum, sem hór hafa aðsetur sitt, sé undantekningarlaust allur eða sama sem allur höfuðstóll- inn norskt fé. En þó segja lögin sam- tímis, að hvert það félag, sem sett er hér á stofn til fiskiveiða, verði að minsta kosti að hafa % íslenzkt inn- stæðufé. Og þótt hvalveiðamennirnir, Ellefsen, Berg, Uland og fl., séu tald- ir eigendur að þessu öllu saman, þá eru þeir að eins ráðsmenn, sem hafðir eru hér til að gæta veiðanna, meðan á þeim stendur. f>eir fara með arð- inn heim til eigendanna að lokínni vertfð; þeir eru því sem Iandsmenn mjög lítils virði. f>eir hafa mest Norð- menn í vinnu hjá sér, sem þó hverfa flestallir heim að haustinu, og eru þar að auki sjálfir farandþjóð, sem leitar heimsálfna á milli og setjast þar að, sem þeim lízt bezt í hvert skifti. Vér íslendingar eigum lög um at- viunu við siglingar og eru þau góð og samboðin hverri þjóð. Um 20—30 skipstjóraefni koma út frá Stýrimanna- skólanum árlega, og er svo mikil við- koman, að á mörgum skipum við Faxa- flóa eru 3 og 4 stýrimannaefni; en all- ur sá sægur af hvalveiða-, síldar- og fiskiskipum, sem Norðmenn gera út hóðan, þau hafa jafnvel ekki nokkurn einn íslenzkan mann innanborðs. f>að getur verið, að öllum þessum mönnum hafi verið veitt undanþága frá lögun- um. En þá þykir mér vera full-frek- lega farið í sakirnar. Meðan »Garð- arsfélagið* á Seyðisfirði stóð í blóma sínum undir yfirstjórn Hansens, fekk »Heimdal«, sem þá var landvarnarskip, skipun um, að athuga skírteini skip- stjóranna, sem fléstir voru danskir eða íslenzkir, og var einum vikið frá, sem vantaði tæpan mánuð á löglegau ald- ur. En á saraa tíma gengu 6 gufu- skip til fiskiveiða frá Wathne og Ims- land með norskum skipshöfnum og skipstjórum. Heimilisnafn á skipun- um var »Seydisfjord«. f>au lögðu afla sinn þar á Iand. En það var hann ekkert beðinn að athuga. Og þó voru að minsta kosti 2 skipstjóranna, sem ekkert stýrimannspróf höfðu og því síður borgararétt. Vér Isleudingar verðum að gæta alvarlega réttar vors gagnvart útlend- ingum. Vér megum ekki láta það viðgangast, að Norðmenn beri oss of- urliða eða misbjóði landsrétti vorum, eins og þeir gera nú. Ekki höfðu Forn-íslendingar látið Austrnennina standa eins hátt yfir höfuðsvörðum sínum eins og vér gerum nú. Skipstjórafélagið sunnlenzka ætti ekki hvað sízt að reyna að stemma stigu fyrir, að Norðmenn hrifsi undir sig þá atvinnugrein, sem þeir hafa engan lagarétt til. Framtíð Islands ermest undir sjón- um komin; en þó erum vér enn svo staddir, að oss skortir tilfinnanlega mann eða menn, er taki að sér mál- stað sjávarútvegsins í ræðum og rit- um. Á þinginu eigum vér engan sjó- mann og höfum aldrei átt. f>etta þyrfti sannarlega að breytast. Reykjavík, 21. sept. 1902. MaTTH. f>ÓRÐAESON. Mannalát. Hinn 19. júlí þ. á. andaðist að Kleifum í Gilsfirði merkis- og sæmd- arbóndinn Eggert Jónsson, 73 ára að aldri; hafði hann búið þar samfleytt 43 ár, og mátti að flestu teljast með hinum helztu mönnum í bandastétt. Eggert heitinn var fæddur í Króks- fjarðarnesi í Geiradal 31. jan. 1829, og voru foreldrar hans Jón breppstjóri Ormson og Kristín Eggertsdóttir Ó- lafssonar f Hergilsey; voru þau þjóð- kunn merkishjón. Börn þeirra voru, auk Eggerts heitíns, sem var elztur; Kristján hreppstjórií Hergilsey, Bene- dikt hreppstjóri á Kirkjubóli á Stein- grímsfirði, Magnús hreppstjóri í Tjalda- nesi, og fraríður, tvígift ekkja í Brekku í Gilsfirði; þau eru öll enn á lífi, nema Benedikt. Eggert heitinn ólst upp á foreldrahúsum í Króksfjarðar- nesi, en fluttist 24 ára gamall með foreldrum sínum að Kleifum, er faðir hans keypti þá jörð, en var, eftir að hann komst á legg, við og við skrif- ari hjá Kristjáni sýslumanni Magnús- sen í Skarði. Vorið 1856 reisti hann bú á Brekku í Gilsfirði, og gekk þá um vorið, hinn 16. maí, að eiga fyrri konu sína ungfrú Onnu Einarsdóttur Skúlasonar, stúdents á Stóru-Borg í Vesturhópi, og f>órdísar Magnúsdóttur, prests í Steinnesi Árnasonar biskups f>órarinssonar. f>au eignuðust 4 dæt- ur, er allar komust á legg: 1. Jónína Steinvör, er giftist móðurbróður sín- um, Lárusi óðalsbónda Einarssyni á Stóru-Ásgeirsá, og aftur, eftir fráfall hans, Gunnari bónda Ingvarssyni Jónssonar prests Torfasonar; hún á 2 syni á lífi eftir fyrri mann sinn. 2. Anna f>órdís, gift Jóni Erlendssyni (Jóni Eldon) frá Garði í Kelduhverfi Gottskálkssonar; eru þau búsett í Winnipeg og eiga 4 börn. 3. Kristín Soffía, ógift heima. 4. Margrét, sem andaðist 1882, gift frænda sínum, Theodóri gullsmiði Jónssyni prests Halldórssonar í Stórholti; lózt hann ári síðar. f>au létu eftir sig 2 syni. — Árið 1859 fluttist Eggert heitinn búferlum að Kleifum, við fráfall föður síns, og bjó þar síðan til dauðadags. Ári síðar misti hann Önnu konu sína, og bjó síðan ekkjumaður þangað til hann giftist aftur, hinn 7. ág. 1866, og gekk að eiga ungfrú Ingveldi Sig- urðardóttur prests að Stað í Stein- grímsfirði Gíslasonar, sem nú lifir mann sinn. f>au eignuðust 8 börn, 3 syni og 2 dætur, sem dóu í æsku, og 3 dætur, sem lifa, allar giftar: 1. Hildur, kona Eggerts gullsmiðs Magn- ússonar hreppstjóra í Tjaldanesi; þau búa á Tjaldanesi, og eiga 2 dætur. 2. Ragnheiður, gift enskum manni, Fred- erick James Parks. f>au eiga heima í Vancouver, British Columbia, og eiga einn son. 3. Anna, kona Stefáns bónda Eyólfssonar, Bjarnasonar prests í Garpsdal Eggertssonar; þau búa á Kleifum, og eiga 5 börn. Eggert heitinn Jónsson var sannur merkismaður, og mátti að mörgu leyti teljast fyrir flestum samtíðarmönnum sínum í bændastétt; og bar margt til þess. Bálargáfur hans voru liprar og skarpar, en hann var jafnframt hygg- inn maður, stiltur og gætinn; þess vegna var hann og við margt riðinn, mörg störf, sem á honurn hvíldu, en hann leystí þau öll af hendi með hyggindum, alúð og samvizkusemi.. Hann var um nokkurra ára tíma hreppstjóri í Saurbæjarhreppi, í 12 ár hreppsnefndarmaður og meir en 30 ár sáttamaður; og er það allra kunuugra mauna mál, að vart hafi nokkur mað- ur verið betur laginn til þess að miðla málum manna á milli en hann var, því bæði hafði hann til að bera staka^ lempni og stillingu, og var maður skarpskygn og fljótur til að sjá hið rétta í hverju máli, og beita þeim ráðum, sem bezt áttu við, til að greiða úr vandamálum annarra. Hann var vel mentaður maður, fróður og lesinn og vel heima í mörgu; hann varði oft og sótt mál 1 hóraði fyrit aðra, og kom það ætíð að góðu liðí. Báð hans og tillögur þóttu ætíð lýsa skynsemí og hyggindum, en þau lýstu líka drenglyndi og hreinskilni, því hann var bæði hreinskilinn og ráðhollur maður, og voru því margir, sem leit- uðu hans í vandamálum sínum. Hann íylgdi með áhuga hverju því máli, sem hann taldi horfa til heilla þjóð- inni í heild sinni og einstökum hér- uðum, og það fram á elliár; því á- huginn og fjörið var hið sama, þó heilsa og líkamsburðir væru farnir að hrörna. Hann var búhöldur góður, stjórnsamur og útsjónarmaður, og bjó rausnarbúi, meðan heilsa og krafoar voru í fullu fjöri. Heimili hans var í þjóðbraut, og var jafnan við brugðið þeirri alúð og gestrisni, sem gestir nutu á Kleifum; en það var líka griða staður margra bágstaddra, þvi þar var ætíð vísa bjálp að finna fyrir þá, sem. við bág kjör áttu að búa. Konum sínum var Eggert heitinn ástríkur og umhyggjusamur, og börnum sínum góður og akyldurækinn faðir og lét sér mjög ant um að leita þeim ment- unar. Hann átti því láni að fagna, að báðar konur hans voru stakar á- gætiskonur, enda var heimili hans jafnan fyrirmynd annarra heimila að guðsótta og 8iðgæði. Síðustu æfiár hans var heilsa hans á veikum fæti.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.